Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VINSTRIMENN á Íslandi urðu fyrir vonbrigðum á
síðustu kosninganótt. Í aðdraganda kosninganna
hafði mikið verið rætt um breytingar og stjórn-
arskipti. Samfylkingin auglýsti að breytingar lægju í
loftinu án þess að það væri skilgreint nánar og beindi
kastljósinu einkum að þeim möguleika að kona gæti
orðið forsætisráðherra í fyrsta sinn. Hjá Vinstri-
grænum var talað um möguleika á velferðarstjórn ef
sitjandi ríkisstjórn missti meirihluta sinn.
Ekkert af þessu gerðist. Þegar upp er staðið urðu
litlar breytingar í kosningunum. Sjálfstæðismenn
töpuðu nokkru fylgi sem einkum bitnaði á konunum í
flokknum en þær komu mun verr út úr prófkjörum
flokksins en karlarnir. Framsóknarmenn töpuðu
hálfu prósenti en héldu öllum þingsætum sínum með
því að leika hlutverk velferðarflokksins sem þeir
bregða sér iðulega í seinustu mánuði fyrir kosningar.
Samfylkingin keyrði á leiðtoganum sem ekki var leið-
togi og varð fyrir sárum vonbrigðum þegar Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir komst ekki inn – og það þó að
flokkurinn bætti verulega við sig. Vinstrihreyfingin –
grænt framboð tapaði hálfu prósenti eins og Fram-
sókn og galt fyrir það að fólk trúði því að atkvæði
greidd „stórum flokki“ vægju þyngra. Frjálslyndir
komu svo og tvöfölduðu þingmannafjölda sinn úr
tveimur í fjóra með því að hafa skilaboðin nógu ein-
föld: Við ætlum að gefa þjóðinni fiskinn í sjónum.
Stjórnarflokkarnir voru svo snöggir að pússa sig
saman upp á nýtt þegar ljóst varð að meirihlutinn
hélt velli. En hvað olli því, að þrátt fyrir mörg um-
deild mál, harða gagnrýni á stjórnarhætti Davíðs
Oddssonar og mikinn óróa, einkum á meðal ungs
fólks, vegna utanríkis- og umhverfismála, hélt stjórn-
in eigi að síður meirihluta sínum?
Margt má nefna. Úrslitin sýna að vissu leyt
við breytingar. Lífskjör flestra Íslendinga er
tölulega góð og ráðandi öfl hafa verið iðin við
þakka sér það. Einu má þá gilda hvort það er
menn í landsstjórninni eða vinstrimenn í borg
arstjórn Reykjavíkur. Til viðbótar má nefna a
hægrimenn á Íslandi hafa verið með endemum
legir við að skapa ótta við hugtakið vinstristjó
Þetta hefur þeim tekist svo vel að meira að se
vinstrimenn sjálfir eru hættir að nota orðið v
stjórn. Í staðinn tala þeir um breytingar og v
arstjórn.
En hver er goðsögnin um vinstristjórnir? Í
um vinstristjórnarhugtakið hefur myndast sé
orðræða þar sem algengt er að tala um glund
vinstrivængnum, halda því fram að vinstristj
springi ávallt á limminu vegna þess að vinstri
um geti ekki samið innbyrðis og að vinstrime
ekki að fara með peninga. Þetta hafa íslenski
menn verið svo iðnir við að tyggja ofan í þjóði
mjög margir eru farnir að leggja trúnað á þes
sögn, þeirra á meðal fréttaskýrendur sem ræ
hana sem staðreynd.
Í þessu samhengi gleymist að öll orðræða s
þessi hlýtur að fela í sér pólitískt gildismat. Þ
hægrimenn tala um slæma efnahagsstjórn vin
manna líta þeir iðulega svo á að ríkisrekstur,
áhersla á samneysluna í velferðar- og mennta
og bætt kjör almennings séu einkenni á slæm
málastjórnun. En í þessari umræðu er sú stað
að vinstristefnan byggist á ólíkum pólitískum
en hægristefnan lögð til hliðar og notuð eru h
borð við hagkvæmni sem virðast hlutlaus á yf
inu en er auðvitað hægt að nota í pólitískum t
Goðsögnin um vinstr
Eftir Katrínu Jakobsdóttur
NÝ SAMSTEYPUSTJÓRN Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks verður að hafa hemil á útgjöldum
ríkisins á þessu kjörtímabili. Það verður að vera
kyrfilega greypt inn í vitund ráðherra frá og með
deginum í dag. Aðeins þannig verður umtöluðum
stöðugleika í efnahagsmálum viðhaldið og áfram-
haldandi kaupmáttaraukning tryggð.
Fátt í nýjum stjórnarsáttmála gefur þó til kynna
að það sé ofarlega á dagskrá stjórnarflokkanna að
þessu sinni. Orðið kraftleysi kemur upp í hugann við
lestur stefnuyfirlýsingar þessara flokka nú miðað við
yfirlýsingu sömu flokka árið 1999.
Aðhald í ríkisútgjöldum hefur ekki verið nóg síðan
1997. Ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum,
fjárlög standast ekki, fjáraukalög auka svo enn á út-
gjöldin og ríkisstarfmönnum fjölgar endalaust þrátt
fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Við þessu er
nauðsynlegt að bregðast.
Skattalækkun mikilvæg
Áform um skattalækkun á kjörtímabilinu eru þó
jákvæð. Að minnka tekjuflæðið í ríkissjóð er ein leið
til að veita stjórnarheimilinu fjárhagslegt aðhald.
Þetta kannast allir við sem þurfa að reka heimili. Við
forðumst að eyða um efni fram.
Tillögur stjórnarflokkanna um lækkun skatta á
einstaklinga eru þess vegna þær mikilvægustu í nýj-
um stjórnarsáttmála. Við framkvæmd þeirra verður
að gæta þess að grípa ekki til sértækra aðgerða við
einstaka útfærslur og flækja skattkerfið enn frekar.
Standa verður vörð um það umhverfi sem fyr-
irtækjum var skapað hér á landi þegar tekjuskattur
þeirra var lækkaður niður í 18%. Hafna ber öllum
hugmyndum um smáskatta eins og gistináttagjald,
gosdrykkjagjald og neyslustýrandi vörugjöldum.
Samkvæmt endurskoðendafyrirtækinu KPMG eru
um 70 tegundir skatta og gjalda innheimt af fyr-
irtækjum. Betra er að minnka þessar álögur og ein-
falda gjaldtöku hins opinbera af fyrirtækjum.
Sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar rétt fyrir
kosningar til að bæta atvinnuástand voru mistök.
Þær koma of seint til framkvæmda og auka enn á
eftirspurnarhlið hagkerfisins þegar síst skyldi. Þess-
ari ákvörðun verður að mæta til að sporna gegn
þenslunni.
Skera niður útgjöld
Verslunarráð Íslands tilgreindi á dögunum að hér
á landi væru starfandi 230 ríkisstofnanir. Til að
draga úr útgjöldum til langs tíma er árangursríkast
að fækka stofnunum og opinberum starfsmönnum,
einfalda ríkisreksturinn og fækka verkefnum rík-
isins. Á því er ekki tekið sérstaklega í þessum stjórn-
arsáttmála þrátt fyrir leiðbeinandi tilmæli OECD í
vor um að ríkið haldi að sér höndum á næstu árum til
að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum.
Þess í stað er lofað enn hærri húsnæðislánum til
að auka enn á eftirspurn almennings eftir lánsfé en
hvetja ekki til sparnaðar. Þetta leiðir að öllum lík-
indum til hækkunar fasteignaverðs og vaxta og
skuldsetur heimilin í landinu enn frekar. Enn á að
fresta því að vinda ofan af vanda landbúnaðarkerf-
isins og bæta um leið hag heimilanna. Þá er einungis
talað um sölu Landssímans þegar „markaðsaðstæður
eru hagstæðar“. Af hverju er ekki stefnt a
leggja ÁTVR niður á kjörtímabilinu, hæt
verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, selja
irtæki, færa Íbúðalánasjóð inn í almenna ba
ið og hlutafélagavæða Ríkisútvarpið? Það e
nógu að taka.
Öfugsnúið velferðarkerfi
Verulegur niðurskurður þarf ekki að
grunnþjónustu ríkisins eins og mennta- og h
ismálum. Ríkisvaldið á að einbeita sér að
hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Hækku
bóta og frítekjumarks þeirra stuðlar aðeins
Kraftlítill stjórnarsá
Eftir Björgvin Guðmundsson
’ Hugmyndafræðilegur grunnþessarar stefnuyfirlýsingar stj
arflokkanna er ekki eins öflugu
árið 1999. Kannski var ekki við
að búast. ‘
Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Davíð Odd
formlega við völdum fyrir helgi.
BANDARÍKJAMENN OG ÞJÓÐVERJAR
Í Morgunblaðinu í gær var sagtfrá ummælum Condoleezzu Rice,
þjóðaröryggisráðgjafa Bush Banda-
ríkjaforseta, um samband forsetans
eða öllu heldur sambandsleysi við
Schröder, kanslara Þýzkalands, og
viðhorf forsetans til Fischers, utan-
ríkisráðherra Þýzkalands.
Fram kemur að þjóðaröryggisráð-
gjafinn hafi sagt að stjórnvöld í
Washington reyndu nú að bæta
samskiptin við Þýzkaland og síðan
er haft eftir henni orðrétt: „Í þeirri
viðleitni förum við fram hjá kansl-
aranum, sem við kjósum að snið-
ganga.“
Um utanríkisráðherrann sagði
þjóðaröryggisráðgjafinn að Bush
teldi að „bakgrunnur Fischers og
ferill hæfi ekki ímynd stjórnmála-
leiðtoga“.
Bandaríkjamenn eru vissulega
voldugir um þessar mundir. Sumir
telja, að ekkert ríki hafi verið jafn
voldugt og Bandaríkin nú allt frá
dögum Rómaveldis. Bandaríkin séu
orðin Rómaveldi okkar daga. Völd
Bandaríkjamanna á heimsvísu hafa
lengi verið mikil og alveg sérstak-
lega frá lokum síðari heimsstyrjald-
arinnar. En jafnvel þótt svo sé
þurfa þeir að gæta að sér í sam-
skiptum við aðrar þjóðir og það á
ekki sízt við um gömul bandalags-
ríki og vinaþjóðir, stórar sem smá-
ar.
Þjóðverjar sjálfir hafa kosið
Schröder og flokk hans til valda í
Þýzkalandi í frjálsum, lýðræðisleg-
um kosningum. Bandaríkjamenn
geta ekki sniðgengið þann vilja
þýzkra kjósenda. Þeir geta auðvitað
ákveðið að rjúfa öll tengsl við Þjóð-
verja en þeir verða að horfast í
augu við þann veruleika að Gerhard
Schröder er lýðræðislega kjörinn
leiðtogi Þjóðverja um þessar mund-
ir. Þeir verða líka að horfast í augu
við þá staðreynd að Þýzkaland er
eitt mesta efnahagsveldi í heimi.
Þýzkir kjósendur hafa líka í lýð-
ræðislegum kosningum tryggt
Fischer stöðu til að gegna embætti
utanríkisráðherra Þýzkalands. Það
er þýzkra kjósenda að ákveða hvort
bakgrunnur hans „hæfi ímynd
stjórnmálaleiðtoga“, ekki Bush
Bandaríkjaforseta.
Í stuttu máli sagt geta Banda-
ríkjamenn ekki haldið áfram að vera
sá bakhjarl lýðræðislegra stjórnar-
hátta um heim allan, sem þeir hafa
verið frá heimsstyrjöldinni síðari,
nema þeir virði sjálfir grundvallar-
reglur lýðræðisins. Það gera þeir
ekki með því að reyna að sniðganga
rétt kjörna leiðtoga annarra þjóða
eða reyna að gera lítið úr þeim.
Vel má vera að Bandaríkjamenn
líti svo á, að þeir geti verið einir á
báti um þessar mundir og að þeir
þurfi ekki á öðrum að halda. Það er
hættuleg afstaða – fyrst og fremst
fyrir þá sjálfa. Slíkt viðhorf væri til
marks um, að þeir hefðu fyllzt
valdahroka.
Voldugasta ríki veraldar hefur
miklu hlutverki að gegna. Yfirleitt
hafa Bandaríkjamenn kunnað að
fara vel með vald sitt. Vinir þeirra
um heim allan eiga þá ósk þeim til
handa að þeir hafi ekki misst þann
hæfileika sem er þeim meira virði
en flest annað.
SKREF Í FRIÐARÁTT
Ríkisstjórn Ísraels samþykktií gær með naumum meiri-hluta friðaráætlun Banda-
ríkjanna, Evrópusambandsins,
Rússlands og Sameinuðu þjóðanna,
sem kölluð hefur verið Vegvísir til
friðar. Í samþykktinni felst viður-
kenning ríkisstjórnarinnar á rétti
Palestínumanna til að stofna sjálf-
stætt ríki. Það er merkilegt skref í
átt til friðar í Mið-Austurlöndum,
því að þótt Ariel Sharon forsætis-
ráðherra hafi áður sagt að palest-
ínskt ríki muni verða til, hefur eng-
in ísraelsk ríkisstjórn staðfest slíkt
með formlegum hætti.
Að sjálfsögðu eru ekki öll kurl
komin til grafar. Ísraelar gera
ýmsa fyrirvara við vegvísinn og
ríkisstjórnin samþykkti í gær sér-
staka ályktun um að Palestínu-
menn, sem flúðu landsvæði, sem nú
tilheyra Ísrael, á árunum 1948–
1949, ættu ekki rétt á að snúa aft-
ur. Jafnframt eru landamæri hins
nýja Palestínuríkis enn óumsamin.
Engu að síður er nú hreyfing á
málinu hjá ísraelskum stjórnvöld-
um.
Ariel Sharon gekk um helgina
lengra í yfirlýsingum sínum um frið
við Palestínumenn en áður. Hann
sagði m.a. í blaðaviðtali: „Stundin
er komin að deila þessum landskika
milli okkar og Palestínumanna.“
Hann bætti við að hann væri jafn-
tilfinningalega tengdur landnema-
byggðum Ísraela og þeir, sem harð-
ast gagnrýndu friðartillögurnar, en
menn yrðu að horfa á það með
raunsæi, hverju Ísraelar gætu
haldið og hverju ekki.
Meginástæða þess að Sharon og
stjórn hans teygja sig nú svo langt
í samkomulagsátt er að ísraelsk
stjórnvöld eru nú undir meiri
þrýstingi frá Bandaríkjunum en
lengi hefur verið. George W. Bush
forseti virðist líta svo á að með
nýrri heimastjórn Palestínumanna,
undir forystu Mahmud Abbas, hafi
orðið til nýtt tækifæri til að reyna
að semja frið. Í gær var sagt frá
því að Bush hygðist hitta Sharon,
Abbas og leiðtoga nokkurra Araba-
ríkja í Sharm elSheikh í Egypta-
landi snemma í næsta mánuði. Það
er í fyrsta sinn sem Bush tekur
persónulega afgerandi þátt í friðar-
umleitunum í Mið-Austurlöndum og
veit á gott.
Friður kemst ekki á í þessum
heimshluta án atbeina Bandaríkj-
anna. Bandarísk stjórnvöld sjá nú
væntanlega fram á að framtíðarsýn
þeirra um frið og aukið lýðræði í
þessum heimshluta, sem þeir
hyggjast m.a. ná fram með því að
breyta Írak í lýðræðisríki, verður
aldrei að veruleika án þess að deila
Ísraela og Palestínumanna verði
leyst.