Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ VAR einkar hlýlega tekið á móti fundargestum með glöðum lúðraþyt frá Skólahljómsveit Kópa- vogs, undir glampandi vorsól, þegar Soroptimistasamband Íslands hélt sinn árlega landssambandsfund laugardaginn 26. apríl í Félagsheim- ili Kópavogs. Fundinn sóttu um 150 konur víðsvegar að af landinu. Fund- urinn var mjög vel skipulagður í umsjá Soroptimistaklúbbs Kópa- vogs. Forseti landssambandsins er Hafdís Karlsdóttir í Kópavogs- klúbbi. Á föstudeginum bauð bæjarstjórn Kópavogs öllum þátttakendum ásamt mökum til móttöku í Gerðar- safni. Forseti bæjarstjórnar, Sigur- rós Þorgrímsdóttir, sem er jafn- framt formaður Kópavogsklúbbsins, tók á móti gestum og Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, sagði frá ævi og starfi Gerðar Helgadóttur. Á laugardeginum voru hefðbundin aðalfundarstörf, embættismenn fluttu skýrslur um starfsemi síðasta árs, fjárhagsáætlun var samþykkt og kosið var í embætti. Verkefna- stjórar greindu frá því markverðasta sem unnið hefur verið að hjá klúbb- unum. Starfsemi Soroptimista er skipt upp í sex verkefnasvið: Alþjóð- leg vinátta og skilningur, efnahags- og félagsleg þróun, mannréttindi og staða konunnar, mennta- og menn- ingarmál, heilbrigðismál og um- hverfismál. Flestir klúbbar styrktu Daufblindrafélagið til tölvukaupa og eru peningagjafir og tækjabúnaður til hjúkrunarstofnana ofarlega á verkefnaskrá klúbbanna. Margir klúbbar styrkja Barnaþorp SOS. Boðleiðir eru mjög skýrar frá klúbbi til landssambands, frá lands- sambandi til Evrópusambands og þaðan til Alþjóðasambands Soropt- imista. Alþjóðasambandið flokkar verkefnin niður, tekur ákvarðanir og sendir sumt áfram til fulltrúa Soroptimista hjá Sameinuðu þjóðun- um, þar sem við höfum haft ráðgef- andi aðild að Efnahags- og félags- málaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) síðan 1984. Í fundarlok flutti Harpa Njáls er- indi um nýútkomna bók sína „Fá- tækt á Íslandi við upphaf nýrrar ald- ar“. Ræddi hún m.a. um velferðar- forsjá og hvað það merkir í opinberu kerfi. Allir klúbbar vinna að einu eða fleiri verkefnum og eru mjög meðvit- aðir um vaxandi fátækt meðal sumra hópa þjóðfélagsins, þar sem þeir leggja sitt af mörkum til stuðnings og hjálpar. Íslenskir Soroptimistar taka virk- an þátt í alþjóðastarfi og hafa m.a. lagt sitt af mörkum í samvinnu við Alþjóðasamband Soroptimista, sem hefur unnið í samstarfi við UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) og ýmis merk alþjóðasamtök í mörg ár, m.a.  útvegað heilsugæslubáta til Maldiva-eyja (1975/79)  stutt barnaeftirlitsstöðvar í Vestur-Indíum (1979/83)  séð þorpum í Senegal fyrir heil- næmu vatni (1983/87)  aðstoðað fátækustu konur og börn í fjallahéruðum Perú (1987/91)  sjóngæsla (Sight Savers) í Bangladesh (1991/95) – byggð- ar upp sjóngæslustöðvar fyrir börn yngri en fimm ára  barátta gegn alnæmi í 14 þorp- um í Norður-Taílandi (1995/99)  „Limbs for Life“, sem er aðstoð við fórnarlömb jarðsprengna í Georgíu, Angóla og Afganistan (1999/03). Auk fjögurra ára verkefna Al- þjóðasambandsins velur Evrópu- sambandsforseti verkefni á tveggja ára fresti sem allir klúbbar, sem heyra undir Evrópusambandið, vinna sameiginlega að. Síðustu tvö árin hefur það verið „Menntun – lyk- illinn að framförum“ (Education – the Key to Progress). Næstu tvö ár- in verður verkefnið „Konur og frið- ur“ (Women building Peace). Soroptimistar á Íslandi eru nú 426 í 15 klúbbum. Það er mikið ánægju- efni að geta sagt frá því, að fyrsti klúbburinn á Austurlandi verður stofnaður 6. september nk. með 28 konum, og er von til að klúbbum fjölgi enn frekar á næstunni. Í lögum Alþjóðasambands Soropt- imista segir: Soroptimistar skulu beita sér fyr- ir:  að veita þjónustu í heima- byggð, heimalandi og á alþjóðavettvangi  að taka virkan þátt í ákvarðanatöku hvarvetna í þjóðfélaginu. HILDUR HÁLFDANARDÓTTIR, upplýsingafulltrúi Soroptimista- sambands Íslands. Landssambands- fundur Soroptim- ista í Kópavogi Frá Hildi Hálfdanardóttur Landssambandsfundur SI í Félagsheimili Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.