Morgunblaðið - 26.05.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 26.05.2003, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  HK DVSV MBL  Kvikmyndir.com X-ið 977 500 kr Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patrik Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á hinni geysivinsælu afmælissýningu Halla og Ladda Lau. 31. maí kl. 20 Lengi lifir í gömlum bræðrum! Miðasala opin frá kl. 15-18. Símsvari allan sólarhringinn loftkastalinn@simnet.is Sýnd kl. 5.40. B.i. 12 500 kr Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 8. Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 31/5 kl. 20. ALLRA SÍÐASTA SÝNING Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR LÚÐRSVEIT REYKJAVÍKUR - TÓNLEIKAR ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Tatu Kantomaa og Sigurbirni Ara Hróðmarssyni Þri 27/5 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Lau 31/5 kl 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Lau 31/5 kl 20:00 - Lokasýning SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 1/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht ÍFi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM. GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl 20 - AUKASÝNING MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 30/5 kl 20, SÍÐASTA SÝNING TVÖ HÚS eftir Lorca fim. 29. maí kl. 20 fös. 30. maí kl. 20 sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is www.sellofon.is mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor,örfá sæti lau 31. maí, ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Miðasala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. ÞAÐ fór greinilegur kliðurum Lumiére-sal hátíðar-hallarinnar í Cannes þegarPatrice Chéreau dóm- nefndarformaður las upp nafn myndarinnar Elephant, sem hand- hafa Gullpálmans í ár. Í röðum blaðamanna, sem fylgdust með af- hendingunni á ská, mátti meira að segja heyra einstaka baul. En við- brögð langflestra voru þó fyrst og fremst undrun, því nær enginn hafði spáð myndinni sigri og flestir héldu að Lars von Trier myndi takast enn eina ferðina að vinna, nú fyrir mynd- ina Dogville. En það var Bandaríkja- maðurinn Gus van Sant, leikstjóri Fíls, sem var ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, en í myndinni tekur hann á djarfan og fjarlægan máta á einhverju viðkvæmasta samfélags- vandamáli heimalands síns, ofbeldi í skólum. Fyrirmynd sögunnar er fjöldamorðið í Columbine-háskóla er tveir ungir piltar myrtu nokkra sam- nemendur sína og einn kennara. Við- tökur gagnrýnenda við myndinni hafa verið blendnar, sumir hafa hampað henni sem einkar hugrökku verki, á meðan aðrir hafa sakað van Sant um óábyrg efnistök, en hann eftirlætur áhorfandanum algjörlega að draga ályktanir og leita skýringa á slíku voðaverki. Samhljóma dómnefndarálit Fíll hlaut ekki einasta Gull- pálmann heldur fékk Gus van Sant verðlaun sem besti leikstjórinn. Síð- an Barton Fink Coen-bræðra sópaði að sér þrennum verðlaunum, þ.á m. Gullpálmanum og leikstjóraverð- laununum, hefur það ekki verið hægt því reglum var breytt til að koma í veg fyrir að það gæti gerst. Dómnefndin fór sérstaklega fram á við Gilles Jacob, forseta hátíð- arinnar, að gera mætti undantekn- ingu í ár, svo einhuga var hún um að van Sant ætti verðlaun sín skilið. „Mér hefur líka aldrei fundist vit í öðru en að bestu myndinni sé jafn- framt best leikstýrt,“ sagði van Sant sáttur, að lokinni verðlaunaafhend- ingu. Hann segist reyndar ekkert endilega hafa búist við að sigra, hann hafi lesið umsagnir og orðið fremur ringlaður yfir skiptum skoð- unum, og engan veginn getað áttað sig á hvar hann stæði í keppninni. Aðspurður hvort verðlaunin fái for- eldra til að kynna sér myndina frek- ar og þar af leiðandi vakna til um- hugsunar um líf barna sinna, nemendanna, þá svaraði hann því játandi. Margir höfðu afskrifað að banda- rísk mynd gæti unnið Gullpálmann, vegna deilna milli Frakka og Banda- ríkjamanna um Íraksstríðið. Van Sant segist hafa leitt hugann að því en eftir að hafa komið hingað þá hefði runnið upp fyrir honum að nær engir væru með hugann við deil- urnar milli þjóðanna. Burtséð frá Gullpálmanum segist van Sant sannfærður um að myndin eigi eftir að verða umdeild, „vegna viðfangsefnisins“, fílsins heima í stofu sem ekki má tala um. Van Sant segist hafa á tilfinningunni að ekki megi búa til drama upp úr eins hörmulegum viðburðum og fjölda- morðunum í Columbine-skólanum en hann hlaut fullt listrænt frelsi frá aðalframleiðandanum, HBO- kapalsjónvarpsstöðinni. Upphaflega var ætlunin að frumsýna myndina í sjónvarpi og hún var reyndar tekin upp sem sjónvarpsmynd, en með Gullpálmann upp á vasann verður gerð breyting þar á. Van Sant segist engan veginn líta á myndina sem and-bandaríska, eins og sumir gagn- rýnendur og blaðamenn hafa gefið í skyn. Fremur sér hann hana sem hvatningu, ákall til þjóðarinnar, þjóðanna allra, um að taka í taumana og gefa þessu vandamáli gaum. Besti leikarinn látinn Tyrkneska myndin Einvera (Uzak) eftir Nuri Bilge Ceylan vann önnur verðlaun í keppninni, Grand Prix-verðlaunin. Aðalleikarar mynd- arinnar, áhugaleikararnir Muzaffer Özdemir og Mehmet Emin Toprak, fengu að auki verðlaun sem bestu Gullpálminn til mynd- ar um skólamorð í Bandaríkjunum Umdeild mynd leikstjórans Gus van Sant um fjöldamorð í bandarískum fram- haldsskóla hlaut æðstu verðlaun aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi. Skarphéðinn Guðmundsson fylgdist forviða með þessum óvæntu niðurstöðum dómnefndar og kannaði viðbrögð sigurvegara. Úrslitin í Cannes koma enn eina ferðina á óvart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.