Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 B 27HeimiliFasteignir Dvergholt - 2ja herb. 51,2 fm ósamþykkt íbúð í kjallara í þríbýlishúsi með miklu útsýni. Íbúðin skipstist í góða stofu með fallegu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m/sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m. Áhv. 3,4 m. Þverholt - 3ja herb. 94 fm, 3ja her- bergja íbúð í litlu fjórbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin skiptist í forstofuhol, þvottahús/geymslu, tvö svefnherbergi, stóra og bjarta stofu og eldhús með borðkrók. Úr stofu er gengið út á svalir í suðvestur. Stutt í alla þjónustu og leikskóla. Verð 12,9 m. Áhv. 6,0 m. LAUS STRAX. Bugðutangi - raðhús Erum með rúmgott 87 fm raðhús á einni hæð með fallegum garði. 2 stór svefnherbergi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, m/sturtu, björt og rúmgóð stofa og eldhús með fallegri kirsuberjainnréttingu. Flísar og parket á gólfum. Fallegur og gróinn suðurgarður með timburverönd. Verð 13,1 m. Áhv. 4,8 m. Klapparhlíð - 2ja herb. Mjög góð 2ja herbergja, 63 fm íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýlishúsi með sérinngangi og sér- garði. Gott svefnherbergi með kirsuberja fataskáp, flísalagt baðherbergi með sturtu og fallegt eldhús með kirsuberja innréttingu. Úr stofu er gengið út í góðan suðurvestur garð. Verð kr. 10,4 m. Áhv. 4,5 m. Þverholt - 3ra herb. Rúmgóð 114,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúm- gott hjónaherbergi m/fataherb. Eldhús með borð- krók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu Verð kr. 12,1 m. Furubyggð - raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Gott 109,5 fm raðhús á einni hæð með fal- legum garði. Eldhús með góðri innréttingu, mjög stórt hjónaherbergi, gott barnaherbergi, baðher- bergi með sturtu og kari, geymsla/þvottahús, stór og björt stofa/sólstofa og sérgarður í suður. Leik- skóli í næsta nágrenni. Verð kr. 14,9 m Áhv. 6,9 m. Hlíðarás - stórt og fallegt ein- býli með tvöf. bílskúr Stórt og mik- ið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvö- földum bílskúr. Fallegt endahús í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Íbúðin er 362 fm ásamt 45 fm tvöf. bíl- skúr. Í íbúðinni er arinn og pottur. Fallegt hús með möguleika á útleiguíbúð á neðri hæð. Arnarfell - Einstök stað- setning Erum með 292 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr á einum glæsilegasta stað við Reykjalund í Mosfellsbæ. Íbúðarhús- ið er 237 fm á 2 hæðum með 6 svefnherb., 3 baðh., stórri stofu og borðstofu ásamt 55 fm tvöföldum bílskúr. Húsið stendur á 7.481 fm eignarlóð með gríðarmiklu útsýni yfir ná- grenið. Þetta er einstök staðsetning í Mos- fellsbæ. Bugðutangi - raðhús m/bíl- skúr Gott 205 fm endaraðhús á tveimur hæð- um með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi, og 2 svefnherbergj- um. Á jarðhæð eru 2-3 svefnherbergi, hol og þvottahús, ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á útleigu. Verð kr. 18,9 m. Áhv. 11,7 m. Esjugrund - einbýli/útsýni *NÝTT Á SKRÁ* 138 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr á sérlega fallegri sjávarlóð með glæsilegu útsýni á Kjalarnesi. Íbúðin skiptist í 4 svefnher- bergi, baðherbergi með sturtu og baðkari, gesta- salerni, stórri stofu, sjónvarpsholi, eldhúsi með borðkrók og sér þvottahúsi. Einn flottasti staður á Kjalarnesi. Verð kr. 18,6 m. Áhv. 10,8 m. Bugðutangi - stórt einbýli Glæsilegt einbýlishús á 2 hæðum með mögu- leika á aukaíbúð. Aðalhæð skiptist í stóra stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpshol og 4-5 svefnherbergi, en á neðri hæð eru m.a. tvö stór unglingaherbergi, baðherbergi og billi- ardherbergi. Mjög fallegur garður með heit- um potti og timburverönd. Stórt bílaplan og gönguleið að húsi er hellusteypt m/snjó- bræðslu. Verð kr. 31,9 m. Krókabyggð - parhús Glæsilegt 186 fm 2 parhús á 2 hæðum ásamt 34 fm bílskúr og fallegum garði. Á jarðhæð er gott eldhús, stór stofa, borðstofa, þvottahús m/sérútgangi og gesta wc. Á efri hæð er sjónvarpsstofa með arni, stórt hjónaherbergi, 2 barnaherbergi og baðher- bergi m/sturtu og heitum potti. Verð kr. 23,5 m. Áhv. 8,3 m. Urðarholt - íbúð/atvinnuhús- næði 157 m2 atvinnuhúsnæði sem innréttaður hefur verið sem íbúðarrými að hluta og vinnustofa að hluta. Þetta er tilvalin eign fyrir þá sem vilja hafa heimilið og vinnuna á sama stað. Hentar undir ýmsa þjónustu. Stendur við hliðina á Mos- fellsbakarí. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæð- um með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mosfellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Neshamrar - einbýli - RVK Fal- legt 183 fm einbýlishús með góðum bílskúr á sér- lega fallegri hornlóð. Múrsteinsklætt timburhús á einni hæð með 3 svefnherbergjum, stóru eldhúsi, 2 baðherb., stofu og sólstofu. Stór timburverönd og fallegur garður umhverfis húsið og bílaplan hellulagt m/snjóbræðslu. Verð kr. 24,9 m. Réttarholt - Gnúpverjahreppi Jörðin Réttarholt, við Árnes í Gnúpverjahreppi er 7 ha ræktað land ásamt 200 fm útihúsum og 300 fm hlöðu. Á jörðinni er einnig heitt og kalt vatn ásamt rafmagni og steyptri plötu fyrir hús. Tilvalin eign fyrir útivistar- og hestafólk. Verð kr. 7,2 m. 456786 MOSFELLINGAR ATHUGIÐ! VANTAR EIGNIR Í MOSFELLSBÆ/KJALARNESI • 4ra herbergja íbúð í Grundarhverfi - Kjalarnesi. • Allar íbúðir í Permaform-íbúð á efri eða neðri hæð. • Allt að 200 fm einbýli á 1. hæð í Holtunum eða Töngunum. • Rað/parhús með möguleika á lítilli íbúð til útleigu. • Einbýlishús eða parhús í Höfðahverfi. Hjallavegur - 3ja herb. - Reykjavík Falleg 67 fm íbúð á skemmtilegum stað í 104 Rvk. Íbúðin skiptist í gott hol með flísum á gólfi, tvö svefnherbergi með tarketparketi á gólfi og baðherbergi flísa- lagt m/sturtu. Úr holi er komið inn í góða stofu og ágætt eldhús. Úr hjónaherbergi er gengið út í góðan garð. Verð kr. 9,9 m. Áhv. 4,3 m. í byggingasj. ríkis. Laus strax. Þverholt - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Ný uppgerð 64 m2, 2ja herbergja íbúð á jarðh. með sérinngangi í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott svefnher- bergi, eldhúskrókur með stálklæddum ofni/keramik helluborði, björt stofa, bað- herbergi með sturtu, og góð geymsla /leikherbergi. Flísar og teppi á gólfum. Verð kr. 10,2 m. Áhv. 6,8 m. Laus strax. Miðholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Falleg 83,5 m2 íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi m/sturtu, stofa, eldhús með góðum borðkrók, þvottahús/búr og geymsla. Kirsuberjaparket á stofu, holi og eldhúsi, en dúkur á herbergjum og baði. Verð kr. 10,7 m. - Áhv. 6,7 m. Laus fljótlega. ÍBÚÐIRNAR í 101 Skugga- hverfi eiga að verða óvenju- glæsilegar í útliti og vandað er til frágangs að utan. Þar verða meginefni steinklæðn- ing, sinkklæðning, viður og gler. Sjálfar íbúðirnar verða bjartar og með stærri glugg- um en almennt tíðkast. Íbúð- irnar ná í gegnum húsin og gluggum þannig komið fyrir, að þar nýtur bæði sólar og útsýnis. Skipulag á byggingar- reitnum miðast við að ná fram góðu útsýni úr sem flestum íbúðanna. Turnhýsin eru mishá, átta til sextán hæðir. Úr flestum íbúðanna verður útsýni í þrjár áttir og þær verða með stórum svölum. Yfirleitt verða aðeins tvær íbúðir á hverri hæð en á nokkr- um hæðum verður aðeins ein íbúð. Þetta er því allt að því einbýli, því að íbúðirnar hafa þrjá útveggi og fjórði veggurinn snýr að sameigninni. Sveigjanlegt fyrirkomulag Íbúðirnar verða misstórar, þær minnstu um 54 ferm. og þær stærstu um 270 ferm. og eru megingerðir alls tólf. Skipulag íbúðanna verður sveigj- anlegt. Fjöldi herbergja og innrétt- ingar geta verið breytilegar, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. Í boði verða staðlaðar innréttingar samkv. viðbótarsamningi, en meginreglan er sú, að íbúðunum verður skilað tilbún- um til innréttingar. Vandað er til hönnunar og frá- gangs á íbúðunum. Þannig verður þvottaherbergi í hverri íbúð, meiri lofthæð en gengur og gerist og góð hljóðeinangrun á milli íbúða. Hiti er í gólfi í baðherbergi, allar íbúðirnar með góðum svölum og stærri íbúð- irnar með sérstakri gestasnyrtingu. Nokkrar af íbúðunum verða með þak- garði. Stórar lokaðar bílageymslur verða undir húsunum með breiðum stæðum og hverri íbúð fylgir bílastæði. Inn- angengt verður úr bílageymslum í lyftur og stigahús og milli húsanna verður fallegur inngarður með snjó- bræðslu í göngustígum. Fyrir því er séð að íbúarnir geti bú- ið áhyggjulausir. Þeir munu njóta góðs af traustu aðgangs- og öryggis- kerfi með myndavélum. Að hverri íbúð verður lögð háhraðatenging fyrir samskiptatæki eins og síma, tölvur, útvarp, sjónvarp, breiðband, gervi- hnattamóttöku o.fl. Útsýni í þrjár áttir Skipulag á byggingarreitnum miðast við að ná fram góðu utsýni úr sem flestum íbúðanna. Turnhýsin eru mishá, átta til sextán hæðir. Úr flestum íbúðanna verður útsýni í þrjár áttir og þær verða með stórum svölum. Vandað er til frágangs að utan. Þar verða meginefni steinklæðning, zinkklæðning, viður og gler. Sjálfar íbúðirnar verða bjartar og með stærri glugg- um en almennt tíðkast. Með nýju íbúðabyggingunum mun Skúlagötumyndin endanlega lokast. Fyrstu íbúðirnar verða til afhendingar í september á næsta ári, en gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í árslok 2006. Aðalhönnuðir eru arkitektarnir Morten Schmidt frá Schmidt, Hammer & Lassen og Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.