Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 1

Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 1
Mótmæla árásum Ísraela REIÐUR Palestínumaður heldur hér á lofti pela og skó barns sem lét lífið í þyrluárás Ísraela á Gazasvæðinu í gær en hlut- irnir fundust í eyðilögðum bíl sem hafði orðið fyrir flugskeyti. Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í árásinni og 25 særðust. Mikil ólga er á svæðinu og harðorðar hótanir ganga á milli ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna. CONDOLEEZZA Rice, ör- yggismálaráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, seg- ir að enn sé von um að frið- aráætlun stórveldanna, Veg- vísirinn, geti orðið að veruleika, þrátt fyrir blóðsút- hellingar undanfarinna daga. Rice sagði í gær að Bush væri staðráðinn í að beita sér fyrir friðarsamningum en jafnt Ísraelar sem Palestínumenn yrðu að standa við gefin lof- orð. „Forsetinn stendur við lof- orð sín. Hann væntir þess að allir aðilar standi við sín,“ sagði Rice. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, sagði í gær að ríki heims yrðu að fordæma hryðjuverkasam- tök á borð við Hamas og Ísl- amska Jihad og koma í veg fyrir að þau fengju fjárstuðn- ing frá öðrum löndum. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagðist í gær ekki myndu bíða eftir því að forsætisráðherra Palestínu- manna, Mahmud Abbas, öðru nafni Abu Mazen, legði til at- lögu við hryðjuverkahópana. „Ef ég verð að velja á milli þess að hefja stríð gegn Sharon og Abbas standi við loforð sín Rice segir enn von til þess að friðarumleitanir beri árangur Los Angeles, Gazaborg, Jerúsalem. AP, AFP. Reuters  Grefur/28 hryðjuverkamönnum og styðja Abu Mazen kýs ég fyrri kostinn,“ sagði Sharon á stjórnarfundi. Hann hæddi palestínska leiðtoga og sagði þá „grenjuskjóður“ er þeir segðust ekki geta lagt til at- lögu gegn Hamas. Ísraelska útvarpið greindi frá því í gær að herinn hefði fengið fyrirmæli um að „tor- tíma algerlega Hamas“ eftir að sjálfsmorðsárás liðsmanns samtakanna varð sextán Ísra- elum að bana á miðvikudag. Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í gær þegar ísra- elskar þyrlur skutu flugskeyt- um á bíl háttsetts Hamas-liða, Yassers Taha, í Gazaborg. Meðal hinna látnu var ungur sonur Taha og aðrar heimildir segja að dóttir hans og minnst 25 manns að auki hafi særst. Hamas-menn hétu í gær að halda áfram hryðjuverkum og hvöttu útlendinga til að yfir- gefa landið af öryggisástæð- um. „Við hvetjum alla útlend- inga til að yfirgefa svæði síonista og bjarga þannig lífi sínu.“ TVEIR íslenskir myndlistarmenn sýna nú á Feneyjatvíæringnum sem var opnaður fyrir fjölmiðlafólki, listgagnrýnendum, listsöfnurum og sýningarstjórum í gær. Skoðuðu þeir einstaka skála og sýningar áður en hlið Giardini-garðsins eru opnuð fyrir almenningi. Þema tvíærings- ins að þessu sinni er Draumar og árekstrar – alræðisvald áhorfandans. Fulltrúi Íslands að þessu sinni er Rúrí og sýnir hún verkið sem hér sést, „Archive – endangered waters“, eins konar gagnasafn um ís- lenska fossa, byggt á ljósmyndum og hljóði. Hinn Íslendingurinn er Ólafur Elíasson en hann er fulltrúi Dana og sýnir viðamikið verk sem nefnist „Blind Pavilion“./4 Tveir Íslendingar sýna í Feneyjum STOFNAÐ 1913 158. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fljótir og fífldjarfir Bílaáhugamenn í bíóstellingum Fólk 53 Bjartar sumarnætur Menningarhátíð á Seltjarn- arnesi Listir 26 Siv á faraldsfæti Skoðar öll nýju friðlýsing- arsvæðin 24 FJÁRDRÁTTUR fyrrverandi aðal- gjaldkera Símans nemur að minnsta kosti 250 milljónum króna. Fyrir ligg- ur að um 130 milljónir króna runnu til fyrirtækisins Alvara lífsins ehf. en verið er að rannsaka hvert 120 millj- ónir fóru. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi í gær. Sagði hann að fjárdrátturinn hefði verið þaulskipu- lagður, gjaldkerinn haft þekkingu á málinu, trúnað yfirmanna og beitt að vissu leyti óhefðbundnum aðferðum. Samkvæmt upplýsingum Brynjólfs náði aðalgjaldkerinn stærstum hluta fjárins með því að breyta textaskrám með upplýsingum um reikninga sem hann átti að greiða og millifærslur sem hann átti að framkvæma. Allt virtist rétt og eðlilega skráð í bókhaldskerfinu en upplýsingunum var breytt eftir að þær voru komnar út úr kerfinu og á leið í banka. Þannig velti gjaldkerinn upphæðum á undan sér án þess að nokkuð vantaði í bókhaldið. Forstjórinn segir að gjaldkerinn hafi ekki tekið frí lengi í einu. Í fyrra hafi hann t.d. tekið frí yfir tvo mánuði en unnið hálfan daginn vegna heimilisaðstæðna, að eigin sögn, og engum hafi þótt það óeðlilegt. Hert eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir verða nú innleiddar innan Símans, að sögn forstjórans. Sá sem varðveitir fjármuni eða eignir hefur ekki aðgang að bókun á gjalda- og tekjulykla. Aðgreining starfa og verkefna verður skýrari og aðferðir við af- stemmingar hertar. Einnig verða tilteknir starfsmenn að taka stóran hluta orlofs í samfellu og yfir mánaðamót. Þaulskipulagður fjárdráttur aðalgjaldkera Símans               DRÓ SÉR AÐ MINNSTA KOSTI 250 MILLJÓNIR  Ekki/10 EINN af hverjum 67 íbúum Sameinuðu arabísku furstadæmanna er millj- ónamæringur, þ.e. á meira en eina millj- ón Bandaríkjadala eða yfir 73 milljónir íslenskra króna. Rúmlega þrjár milljónir manna búa í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum sem þýðir að um 1,5% þjóð- arinnar teljast til milljónamæringa. Þessi tala er einkum forvitnileg þegar haft er í huga að 80% íbúanna eru lágt launaðir innflytjendur frá öðrum löndum, aðallega Asíuríkjum. Milljónamær- ingar um allt Dubai. AFP. ♦ ♦ ♦ JAPANIR hafa hótað að ganga út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins ef samþykkt verður að mynda sérstaka friðunarnefnd innan þess þegar ráðið kemur saman í Berlín í næstu viku. Þetta hefur Reuters eftir embættis- manni í hvalveiðideild opinberrar fiskveiði- stofnunar í Japan sem segir ennfremur að staða hvalveiðiþjóðanna í ráðinu sé að verða „afar undarleg“. Átján þjóðir, m.a. Ástralía, Bretland og Þýskaland, hafa tekið höndum saman um að hafa frumkvæði að því að auka vægi hvalaverndunar innan ráðsins.  Fara saman/17 Japanir hóta að ganga út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.