Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 120 MILLJÓNIR TÝNDAR Fjárdráttur fyrrverandi aðal- gjaldkera Símans nemur að minnsta kosti 250 milljónum króna. Fyrir liggur að um 130 milljónir króna runnu til fyrirtækisins Alvara lífsins ehf. en verið er að rannsaka hvert 120 milljónir fóru. Forstjóri Símans sagði á blaðamannafundi í gær að fjárdrátturinn hefði verið þaul- skipulagður og gjaldkerinn beitt að vissu leyti óhefðbundnum aðferðum. Sagði fiskinn sýktan Skipstjórinn á Bjarma BA, sem er ákærður fyrir brottkast á fiski, sagði fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær að það hafi sést utan á fiskunum að þeir hafi allir verið illa sýktir af hringormi og því hent í sjóinn. Gefin var út handtökuskipun á hendur sjónvarpstökumanninum sem var með í túrnum þar sem hann mætti ekki til skýrslutöku í gær. Ráðherra á Raufarhöfn Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, fór á fund forsvars- manna Raufarhafnar í gærmorgun. Þar voru hugmyndir starfshóps um atvinnuvandann á Raufarhöfn kynntar. Tillögurnar fela það m.a. í sér að hafin verði saltfiskverkun á Raufarhöfn, að gert verði átak í ferðamálum og að fyrirtæki á staðn- um verði aðstoðuð við að vinna sér markaði annars staðar á landinu. Hótanir á báða bóga Vonast er til að friðarumleitanir á milli Ísraels og Palestínu geti haldið áfram þrátt fyrir blóðsúthellingar síðustu þrjá daga. Hamas-samtökin hafa heitið því að halda áfram hryðjuverkum og hvatt útlendinga til að yfirgefa svæðið og bjarga þannig lífi sínu. Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, kveðst munu „berjast til síðasta manns“ gegn her- skáum hreyfingum Palestínumanna og ísraelski herinn mun hafa fengið fyrirmæli um að „tortíma algerlega Hamas“. Hótar Belgum Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld þar muni ekki leggja fé í nýjar höfuðstöðvar NATO í Belgíu, verði ekki gerðar breytingar á lög- um sem leyfa málsókn gegn útlend- ingum sem sakaðir eru um stríðs- glæpi. Yfirmaður bandaríska hersins í Íraksstríðinu hefur verið kærður í Belgíu. F Ö S T U D A G U R 1 3 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð B  BÚTAR, TÁLGUN OG GRÆNIR FINGUR/2  GAMAN FYRIR STUBBA MEÐ LUBBA/2  ÖÐRUVÍSI BÚÐIR – GLEÐI OFAR GRÓÐAVON/4  GAUKAR Í GARÐI/6  SANDALAR MEÐ HÆL/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 HÁLSFESTAR, orður, lindar ogarmbönd með íslenska fánan- um eru nýstárlegur kostur fyrir þá sem telja sig vaxna upp úr fánaburði 17. júní, en fýsir eigi að síður að hafa fánann í hávegum þann dag. Hug- myndina eiga eigendur Aurum við Bankastræti, Ása Gunnlaugsdóttir, gullsmiður og iðnhönnuður, og Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður. Í vikunni hafa þær verið önnum kafnar við að hanna og búa til skartgripi, sérstak- lega ætlaða fyrir fólk að skreyta sig með á þjóðhátíðardaginn. Skartið er allt á þjóðlegu nótunum og sumt gert úr gamalli, íslenskri mynt, t.d. hring- ir og eyrnalokkar, sem þær gull- húða. Ásamt vinkonu sinni, Katrínu Elvarsdóttur ljósmyndara, búsettri í New York, sem er í heimsókn á Fróni, ákváðu þær að leggja sitt af mörkum til að auka á þjóðhá- tíðarstemmninguna í miðborginni. Á sýn- ingu í Aurum, sem opn- uð verður kl. 16 hinn 16. júní verða ljósmyndir Katr- ínar og þjóðlegt skart búðareig- endanna til sýnis – og sölu. „Þetta er svona meira til gamans gert,“ segja þær og búast ekki endi- lega við rífandi sölu. „Við rýmum búðina af öðrum vörum og ætlum að hafa hér allt með þjóðlegu sniði. Síð- degis hinn 16. júní bjóðum við gestum og gangandi upp á þjóðardrykkinn appelsín og malt og alíslenskt með- læti. Þótt búðin verði lokuð sjálfan þjóðhátíðardaginn, verða munirnir og ljósmyndirnar úti í glugga, vegfar- endum vonandi til gleði og ánægju. Tiltækið er líka í tilefni þess að sama dag verður Bankastræti opnað fyrir umferð eftir margra mánaða við- gerðavinnu.“ Framlag Katrínar til þjóðhátíðar- stemmningarinnar eru ljósmyndir, sem hún tók í New York, af Banda- ríkjamönnum með íslenska fánann. „Mér finnst gaman að setja íslenska fánann í annað umhverfi og sjá hann í höndum þessa fólks, sem vant er að veifa bandaríska fánanum við hvaða tilefni sem er. Flestir, sem ég mynd- aði, höfðu aldrei séð íslenska fánann og einn þeirra hélt að þetta væri breski fáninn. En allir voru til í að láta taka af sér myndir, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara en að ég vildi eiga myndir af New York-búum með þjóðfána minn,“ segir Kristín. Verslunareigendur um land allt hafa lengi tíðkað að stilla viðhafnar- myndum af forsetum lýðveldisins umvöfðum fánaborðum út í glugga 17. júní, en stöllurnar Ása, Guðbjörg og Katrín vildu hafa sinn háttinn á og sýna eigin hönnun í þjóðlegu ljósi. „Það er líka svo gaman að skapa eitt- hvað án þess að vera að hugsa um framleiðsluferli og sölumöguleika – bara vera með,“ segja listakonurnar. Íslenski fáninn í öðru ljósi Morgunblaðið/Arnaldur Katrín, Guðbjörg og Ása skreyttar í tilefni þjóðhátíðardagsins. Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Bandaríkjamönnum þótti ekkert sjálfsagðara en að láta mynda sig með ís- lenska fánann, þótt þeir hefðu aldrei séð hann áður. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 32/37 Viðskipti 16/17 Bréf 40 Erlent 18/19 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 20 Staksteinar 42 Akureyri 22 Dagbók 42/43 Suðurnes 24 Íþróttir 44/47 Landið 24 Leikhús 48 Listir 25/26 Fólk 48/53 Umræðan 27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Kristján Viðar Júlíusson í 5½ árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og tilraun til manndráps gegn fyrr- verandi sambúðarkonu sinni. Lík- amsárásin var framin árið 2001 en manndrápstilraunin ári síðar. Í þeim þætti málsins var hann sakfelldur fyrir að brjóta hægri upphandlegg konunnar, skera hana með hnífi á vinstri augabrún og vinstra megin á háls með þeim afleiðingum að hún hlaut þar djúpt sár og slagæð og blá- æð skárust sundur. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að við hina hættulegu árás hafi hending ein ráðið að ekki hlaust banvænn áverki á hálsi konunnar. Ákærða hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögu hans þegar hann réðist gegn henni með hnífn- um. Bæði líkamsárásin og mann- drápstilraunin voru stórfelld og manndrápstilraunin sérlega háska- leg að mati dómsins. Með dómi sínum mildaði Hæsti- réttur 7 ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur. Í dómi Hæsta- réttar segir að ljóst sé að konan hafi reitt ákærða vísvitandi til reiði áður en hann réðist á hana og var það virt honum til refsilækkunar. Við ákvörð- un refsingar var einnig litið til þess að ákærði hlaut síðast refsingu fyrir hegningarlagabrot árið 1980 þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir líkamsárás, manndráp af gá- leysi, rangar sakargiftir og þjófnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Verjandi ákærða var Páll Arnór Pálsson hrl. Málið sótti Ragnheiður Harðardóttir, saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. Fangelsi fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps ÁHÖFN á TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti slasaða konu á Landspítala – háskólasjúkra- hús í Fossvogi í gærkvöld eftir bíl- veltu á Fróðárheiði. Jeppabifreið sem konan var í ásamt eiginmanni sínum valt nokkrar veltur en hafnaði á hjólunum. Hin slasaða festist inni í bifreiðinni og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðs til að klippa bíl- flakið utan af henni. Konan var með meðvitund þegar lögreglan í Ólafs- vík kom á slysstað og kvartaði undan eymslum í baki en hún hafði einnig hlotið áverka á höfði. Hjónin eru bæði læknar og voru á ferðalagi um Ísland. Slysið varð eftir að þau höfðu mætt bifreið og talið er að eiginmaður hinnar slösuðu hafi misst stjórn á jeppanum í lausamöl í vegkanti með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum. Karlmaðurinn slapp með skrámur á hendi. Jeppinn er talinn ónýtur. Morgunblaðið/Alfons Beita varð klippum til að ná hinni slösuðu úr bílnum og hún var síðan flutt til Reykjavíkur með TF-SIF. Slasaðist í bílveltu á Fróðárheiði NÚ HAFA smíðavellir borgarinnar hafið starfsemi sína en þeir eru 13 tals- ins. Um 300 kofar eru smíðaðir á hverju sumri. Þau Birkir Einarsson og Ásdís Birna Hermannsdóttir voru á smíðavellinum við Hlíðaskóla í gær að hamast við að koma upp sínu eigin húsi er blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Þau eru búin að vinna við gerð sinna kofa í tvo daga og gera ráð fyrir að ljúka verkinu á næstu dögum. Kofarnir eru svo fluttir þangað sem eigendurnir vilja hafa þá en Birkir og Ásdís Birna eru svo heppin að búa í sama húsi svo að kofinn verður í sameiginlegum garði þeirra. Morgunblaðið/Sverrir 300 lítil hús rísa í Reykjavík SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út vegna mikils vatns- leka í Árbæjarskóla í gær. Þar voru verktakar að vinna við breytingar innanhúss þegar lagnir í vatns- og hitaveitukerfi skólans hrundu niður með þeim afleiðingum að mikið heitt vatn flæddi um ganga og skólastof- ur. Óljóst er um skemmdir. Vatnsleki í Árbæjarskóla NÝR sæstrengur, Farice, verður að öllum líkindum tekinn í gagnið í lok þessa árs, að því er fram kemur í fyr- irtækjafréttum Símans. Strengurinn liggur frá Seyðisfirði til Færeyja og þaðan til Skotlands. Síminn, fær- eyska símafélagið Foroya Tele, ís- lenska ríkið og fleiri aðilar vinna að Farice-verkefninu sem hófst fyrir fjórum árum. Vinna við sjálfan strenginn fer fram í sumar. Þegar vinnu við strenginn lýkur er vonast til að öryggi og afkastageta útlandasambands Símans aukist verulega. Sérstakur strengur frá Reykjavík til Seyðisfjarðar mun tengjast sæ- strengnum en flutningsgeta hans verður aukin með viðbótarbúnaði. Farice-streng- urinn tilbúinn á árinu ♦ ♦ ♦ Tryggvi Gíslason lætur senn af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri eftir aldarþriðjungs setu. Skapti Hallgrímsson ræddi við skólameistarann. Þingmenn undir þrítugu Kynslóðaskipti urðu á Alþingi í síðustu kosningum og hafa aldrei verið jafnmargir þingmenn undir þrítugu og verða á komandi þingi. Ragna Sara Jónsdóttir spjallaði við yngstu þingmennina. Skáldið Káinn Skáldið Káinn setti svip sinn á Íslendingabyggðir Norð- ur-Dakóta. Steinþór Guðbjartsson forvitnaðist um skáldið hjá Christine Hall. Skólameistari á förum á sunnudaginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.