Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTI dagur opnana einstakra
skála og sýninga var á Fen-
eyjatvíæringnum í gær, en þá
streymir fjölmiðlafólk, listgagnrýn-
endur, listsafnarar og sýning-
arstjórar til borgarinnar til að skoða
skálana og sýningarnar áður en hlið
Giardini-garðsins eru opnuð fyrir al-
menningi. Þema tvíæringsins að
þessu sinni er Draumar og árekstrar
– alræðisvald áhorfandans, og ekki
var laust við að mátt hefði heimfæra
það upp á ástandið á sýningarsvæð-
inu í gærmorgun þegar fólk var að
reyna að komast sem fyrst inn á
svæðið. Strax um morguninn, áður
en boðsgestir hófu að safnast í bið-
raðir um tvöleytið, var umferðin á
milli skálanna hafin, enda allir að
reyna að skoða sem mest áður en
svæðið fylltist af fólki.
Í íslenska skálanum, en opinber
opnun hans er í dag, kl. 14.30, voru
þær Laufey Helgadóttir og fulltrúi
Íslands, Rúrí, þegar komnar á stjá,
enda stöðugur straumur fólks inn í
skálann og auðséð að fljótt hafði
spurst út að þar var eitthvað for-
vitnilegt á ferðinni. Verk Rúríar
heitir „Archive – endangered wa-
ters“, og er einskonar gagnasafn um
íslenska fossa, byggt á ljósmyndum
og hljóði.
Laufey sagði viðtökurnar nú þeg-
ar hafa verið vonum framar, „sem
dæmi um það má nefna að Dorothea
van der Koelen, sem rekur gallerí í
Frankfurt og hefur m.a. verið í sam-
starfi við Eddu Jónsdóttur í i8, frétti
af því að Rúrí væri fulltrúi Íslands í
ár og hafði samband við okkur þar
sem hún er með sýningu hér í Fen-
eyjum núna á meðan á tvíæringnum
stendur. Verk Rúrí eru sýnd þar sem
hliðarverkefni við sýninguna hjá
henni en um er að ræða trílógíu úr
þessu verki hér í skálanum. Annars
eru þegar komnar fyrirspurnir um
það hvort hægt sé að kaupa hluta af
þeim myndum sem eru í skálanum,“
segir Laufey og hlær, „svo ég er al-
veg himinlifandi yfir móttökunum,
bara núna í morgun. Það eina sem
við höfum átt í erfiðleikum með
hérna er hljóðið í verkinu, því hér
hafa verið vandræði með rafmagnið
á öllu svæðinu.
Annars finnst mér vinnan hafa
gengið vonum framar hjá okkur,
sérstaklega miðað við það að við er-
um bara tvær, auk aðstoðarmanna
okkar, Þórs Vigfússonar og Péturs
Arnar Friðrikssonar, það var mikil
vinna að koma þessu hérna inn og
setja þetta saman.“
Rúrí var önnum kafin í skálanum
við að koma á hljóðinu eftir raf-
magnstruflanir en lét samt vel af
sér. „Ég verð bara að vera stöðugt
til taks hérna þangað til búið er að
leysa vandann, en þetta er eitthvað
sem við gátum ekki séð fyrir, enda
virkaði allt vel heima. Ástralarnir
hafa lent verr í þessum vanda en við
og ég verð hér þar til þetta er komið
í lag.“
Hún segir þetta hafa verið mikla
vinnu, „en þetta hefur gengið betur
en við þorðum að vona. Það er svo
gaman að sjá fólkið koma hér inn
með spurnarsvip á andlitinu og fara
síðan aftur út brosandi.“
Sex vikna vinna
Ólafur Elíasson var á stjái fyrir ut-
an danska skálann um ellefuleytið
og bauðst til að leiða blaðamann í
gegnum verkið, sem heitir „Blind
Pavilion“. Það er, eins og fram kom í
Lesbók um síðastliðna helgi, mjög
viðamikið og augljóst að miklar
væntingar eru bundnar við það.
Ólafur sagði vinnuna við verkið hafa
staðið í sex vikur og unnu fyrst tólf
manns við uppsetninguna en síðan
færri eftir því sem nær leið opnun.
Strax í gærmorgun mátti sjá að
margir voru komnir langt að til þess
að vera við opnunina sem var síð-
degis í gær.
Opnanir hjá tveimur íslenskum listamönnum á Feneyjatvíæringnum
Rúrí er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár.
Ólafur Elíasson við verk sitt á tvíæringnum.
Draumar og
árekstrar í
Feneyjum
Feneyjum. Morgunblaðið.
SKIPSTJÓRINN á Bjarma BA sem ákærður
er fyrir að hafa kastað „að minnsta kosti 53
þorskum“ í tveimur veiðiferðum í nóvember
2001 hélt því fram fyrir dómi í gær að það hafi
sést utan á fiskunum að þeir hafi allir verið illa
sýktir af hringormi. Aflinn hafi verið ónýtur og
því hent í sjóinn. Friðþjófur Helgason, sem tók
sjónvarpsmyndir af brottkastinu, mætti ekki til
skýrslutöku hjá Héraðsdómi Vestfjarða í gær
og að kröfu fulltrúa ríkislögreglustjóra gaf
dómari út handtökuskipun á hendur honum.
Sagðist stundum kasta 90%
Upptökur af brottkasti frá tveimur bátum
voru sýndar í Ríkissjónvarpinu 8. nóvember
2001 og ljósmyndir birtust í Morgunblaðinu
daginn eftir. Myndirnar vöktu þjóðarathygli.
Skipstjóri annars bátsins sagði í samtali við
Morgunblaðið, sama dag og myndirnar birtust,
að hann hafi þurft að láta henda allt að 90%
aflans í einni veiðiferð. Honum væri nauðugur
þessi kostur. „Annaðhvort komum við aðeins
með verðmætasta fiskinn að landi eða förum á
hausinn,“ sagði hann.
Lögreglu grunaði fljótlega að myndirnar
væru teknar um borð í Báru ÍS og Bjarma BA.
Í kjölfarið voru skipstjórar beggja bátanna
ákærðir og var fjöldi fiska sem ákært var fyrir
byggður á sjónvarpsmyndunum. Skipstjórinn á
Báru var ákærður fyrir brottkast á 25 fiskum
en hann sagði að þeir hefðu allir verið ónýtir
eftir fjögurra nátta legu í netum. Héraðsdómi
Reykjaness þótti ekki sannað að fiskurinn hafi
ekki verið ónýtur og sýknaði í málinu.
Ólíkt Báru þá var Bjarmi á dragnótarveiðum
en skipstjóri hans sagði fyrir dómi í gær að
þorskurinn hafi verið ónýtur vegna mikils
hringorms. Á þessum tíma var löglegt að henda
sýktum og selbitnum fiski en lögunum hefur nú
verið breytt.
Myndirnar klipptar til
Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkislög-
reglustjóra, sótti hart að skipstjóranum og
spurði hvernig hann gæti séð það utan á heilum
þorski, sem hvorki var blóðgaður né slægður,
að hann væri sýktur af hringormi. Skipstjórinn,
sem hefur sótt sjóinn í yfir 20 ár, sagði sýk-
inguna m.a. geta komið fram í dökkum dílum og
kýlum á maga og slíkur þorskur væri ónýtur.
„Fiskurinn var sýktur. Punktur,“ sagði hann
eftir að Helgi Magnús hafði ítrekað spurningu
sína um sýkingarstig fisksins. Skipstjórinn var
spurður um tildrög þess að Friðþjófur Helga-
son myndatökumaður og Magnús Þór Haf-
steinsson, þáverandi fréttamaður en núverandi
alþingismaður, voru með í veiðiferðinni. Kvaðst
hann ekki minnast þess að brottkast hafi borið
á góma fyrirfram og mundi ekki glöggt hvort
hann hafi sagt þeim að brottkastið væri sýktur
fiskur. „Þeir komu um borð sem fréttamenn og
það er bara mín skýring. Búið,“ sagði hann.
Droplaug Ólafsdóttir, líffræðingur á Haf-
rannsóknastofnun, sem bar vitni símleiðis,
kvaðst ekki kannast við að merki um hringorm
sæjust utan á þorskum. Aðspurð af Hilmari
Ingimundarsyni hrl., verjanda skipstjórans,
sagði hún það þó fræðilegan möguleika. Hjá
skipstjóranum kom fram að þeir voru á veiðum
á Kópanesrifi sem er skammt frá sellátri og
sagði hann fisk þar gjarnan illa sýktan af hring-
ormi. Þaulreyndur skipstjóri sem kom fyrir
dóminn kvaðst á hinn bóginn ekki hafa heyrt að
þetta væri sérstaklega þekkt sem hringorms-
svæði.
Af sjónvarpsfréttinni má dæma að allur fisk-
ur á tilteknum færiböndum fari í rennu sem lá
út í sjó. Skipstjórinn sagði að myndirnar væru
klipptar, þ.e. myndskeiðin væru aðskilin, og
taldi alls ekki víst að færiböndin lægju út í
rennuna. Hann neitaði síðan að svara frekari
spurningum um upptökuna.
Gaf aðrar uppplýsingar
í meiðyrðamálinu
„Nei, ég kannast ekki við það,“ sagði þáver-
andi vélstjóri á Bjarma þegar hann var spurður
um hvort brottkastið hafi miðast við stærð
fisksins. Helgi Magnús Gunnarssson bar þá
undir hann skýrslu sem tekinn var af honum
fyrir dómi vegna meiðyrðamáls sem Magnús
Þór Hafsteinsson fréttamaður höfðaði á hend-
ur Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra
vegna ummæla um að brottkastið hafi verið
sviðsett. Helgi benti á að í endurriti af skýrsl-
unni væri haft eftir vélstjóranum að brottkastið
hafi ekki verið sviðsett og það ekki verið meira
en venjulega; brottkastið hafi numið einhverj-
um tugum tonna, það væri „kjaftæði“ að aðeins
sýktum fiski hafi verið hent og að með því að
halda því fram væri skipstjórinn aðeins að
reyna að verja sig. Vélstjórinn var þráspurður
út í þessar misvísandi yfirlýsingar sínar. Sagði
hann að ágiskun sína um magnið hafi verið óá-
byggileg og kvaðst ekkert geta fullyrt um
hversu miklu var kastað fyrir borð.
Skipstjóri skipaði fyrir
að kasta smáum fiski
Háseti og netamaður sem voru í veiðiferðinni
sögðu allt aðra sögu. Smáum fiski hafi verið
hent fyrir borð af þeirri einu ástæðu að þar sem
hann var svo verðlítill hafðist ekki upp í kostn-
að. Netamaðurinn sagðist hafa fengið fyrir-
mæli um brottkastið frá skipstjóranum og á sjó
færu allir eftir skipunum hans. Kvað hann að
stærðin hafi ráðið öllu um hvort fiski væri kast-
að og væri miðað við 50–60 cm langan fisk.
Mundi hann ekki eftir því að hafa séð sýktan
fisk. Aðspurður sagðist hann telja að um 2.000
fiskum hafi verið hent fyrir borð í túrnum og að
vinnubrögðum hafi ekki verið breytt vegna
nærveru sjónvarpsmyndavéla. Framburður
hásetans var að nokkru leyti frábrugðinn því
sem hann sagði hjá lögreglu en hann kvað það
skýrast af því að þá var hann grunaður um af-
brot.
Var að taka myndir af fuglum
Stefnt var að því að ljúka aðalmeðferð máls-
ins í gær en af því varð ekki þar sem Friðþjófur
Helgason myndatökumaður mætti ekki fyrir
dóm. Helgi Magnús sagði hann hafa fengið
skriflega boðun og Friðþjófur gefið þá skýr-
ingu að hann væri að taka myndir af fuglum við
Kárahnjúka en það var ekki hægt seinna.
Krafðist hann þess að gefin yrði út handtöku-
skipun á hendur honum til að hægt yrði að
tryggja nærveru hans í dómsal þegar aðalmeð-
ferðin heldur áfram 27. júní nk. og varð Erling-
ur Sigtryggsson dómstjóri við því. Helgi tók þó
fram að hann vonaðist til þess að ekki þyrfti að
nota handtökuskipunina.
Magnús Þór Hafsteinsson, sem var staddur á
Grænlandi vegna starfa sinna sem alþingis-
maður, var viðbúinn að gefa skýrslu símleiðis
en til þess kom ekki.
Skipstjóri Bjarma
segir fiskinn sýkt-
an af hringormi
Morgunblaðið/Friðþjófur
Brottkast úr skipinu Bjarma BA.
Á FASTEIGNAVEF mbl.is
hafa nú verið gerðar eftirfar-
andi breytingar: Niðurstöðu-
listi leitar sýnir nú fyllri upplýs-
ingar fyrir hverja eign ásamt
mynd sé hún til. Á listanum
kemur einnig fram verð, stærð,
tegund og fjöldi herbergja. Til
að skoða heildarupplýsingar
um hverja eign nægir að smella
á tengilinn meira. Til að hafa yf-
irsýn yfir eignir sem verið er að
skoða er hægt að færa eignir í
svokallaða eignamöppu og einn-
ig er hægt að skoða innihald
eignamöppunnar þegar óskað
er. Þessa tengla er að finna á
síðunni þar sem upplýsingar
um stakar eignir eru birtar.
Notendur geta einnig leitað að
draumaeigninni með því að skil-
greina ákveðin leitarskilyrði og
fá í framhaldi tölvupóst ef finn-
ast eignir sem samsvara leitar-
skilyrðunum. Sendir eru að
meðaltali 1.000 tölvupóstar
daglega til notenda Drauma-
eignarinnar.
Í leitarforminu hefur einnig
verið bætt við þeim möguleik-
um að hægt er að leita að eign-
um sem bæst hafa við síðustu
vikuna og einnig ert hægt að
leita að eignum sem borist hafa
í dag. Þá er leitað frá miðnætti
til þess tíma sem leitin fer fram.
Fasteignavefurinn hefur um
allnokkurt skeið verið næst-
stærsti vefur mbl.is og fær að
jafnaði um fimm hundruð þús-
und flettingar í viku hverri.
Breyt-
ingar á
fast-
eignavef
mbl.is