Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL sumarhátíð verður haldin í dag á Ingólfstorgi. Hátíðin verður opnuð af Þórólfi Árnasyni, borg- arstjóra og verndara hátíðarinnar, klukkan 15. Margir þekktir jafnt sem óþekktir skemmtikraftar koma fram á hátíðinni, en kynnir verður Edda Björgvinsdóttir. „Hátíðin ber nafnið Lykill að betri framtíð og vísar til þess að við erum að reyna að opna dyr fordóm- anna með þessari hátíð,“ segir Elín Ýr Arnardóttir, einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar. Markmiðið með hátíðinni er að reyna að vinna gegn fordómum fyrir geð- sjúkdómum og þeim sem þjást af þeim og efla vitund fólks á sjúk- dómunum og meðferðarúrræðum að sögn Elínar. Það er 13. júní-hópurinn sem stendur að hátíðinni, en hann er samstarfsverkefni Dvalar, Geð- hjálpar, Hins hússins, Klúbbsins Geysis, Iðjuþjálfunar Kleppi og við Hringbraut og Vin. Meðal þeirra sem koma fram verða Páll Óskar og Monica, Maga- dansfélag Reykjavíkur, Latibær og Einar Már Guðmundsson rithöf- undur. Hljómsveitirnar Sínus, Sein, Sign og Ber munu svo spila fram til klukkan 18. Allir skemmtikraft- arnir gefa vinnu sína við hátíðina. Einnig verður götubasar á torginu þar sem einstaklingar frá meðal annars Sólheimum í Grímsnesi, Dvöl og Iðjuþjálfunar Kleppi og við Hringbraut selja vörur sem þeir hafa unnið sjálfir. „Við byrjuðum á þessu verkefni í framhaldi af hugmynd sem kom upp í febrúar,“ segir Elín. „Þetta hefur svo allt undið upp á sig upp í það að verða að þessari sumarhátíð sem verður á föstudaginn á Ingólfs- torgi.“ Elín segir hópinn ætla að sjá til hvernig þessi hátíð gangi. Ef hún gengur vel verður hugsanlega stefnt á að gera hana að árlegum viðburði. Sumarhátíðin Lykill að betri framtíð á Ingólfstorgi í dag „Opnar dyr fordómanna“ Morgunblaðið/Jim Smart Elín Ýr Arnardóttir og Bjarki Þór Jónsson standa m.a. að hátíðinni á Ingólfstorgi í dag. KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur játað á sig vopnaða árás á ungan mann í Bankastræti aðfaranótt sunnudags. Mun hann hafa beitt litlu högg- sverði á manninn með þeim af- leiðingum að sauma þurfti 70 spor í höfuð hans. Skaddaðist hann í kringum auga og hlaut fleiri áverka. Fékk hann að fara heim af sjúkrahúsi að lok- inni aðhlynningu. Tveir menn stóðu að árásinni og hefur fé- lagi árásarmannsins setið í gæsluvarðhaldi vegna aðildar sinnar að málinu. Hann hefur einnig játað á sig verknaðinn og losnar úr varðhaldi út í dag, föstudag. Að sögn lögreglunn- ar vaknaði grunur um að fleiri en einn hefðu staðið að árás- inni eftir mikil átök í Banka- stræti um kl. 5 á sunnudags- morgun. Leiddi sá grunur til þess að seinni árásarmaðurinn var handtekinn í gær. Málið telst upplýst. Hjó í andlit manns með sverði FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur farið þess á leit við yfirkjörstjórnir allra kjördæma að kjörgögnum verði ekki eytt svo unnt sé að leita réttarúrræða vegna þeirra ann- marka sem voru á framkvæmd kosninganna 10. maí sl. Þetta gerði flokkurinn með bréfi til allra yf- irkjörstjórna dags. 27. maí sl. Í öðru bréfi til allra yfirkjör- stjórna sem dags. er 10. júní sl. óskar Frjálslyndi flokkurinn enn- fremur eftir að fá að skoða vafa- atkvæði í krafti upplýsingalaga. Í bréfinu er tekið fram að í upplýs- ingalögum sé kveðið á um skyldu stjórnvalda, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Meginmarkmið upplýsingalaga sé að styrkja lýð- ræðislega stjórnarhætti og réttar- öryggi í stjórnsýslu hins opinbera, sem og að auka tiltrú almennings á störfum stjórnvalda. Í fréttatil- kynningu segir að ástæða beiðn- innar sé sú að Frjálslyndi flokk- urinn vilji fá tækifæri til að skoða með sanngjörnum hætti hvort þær athugasemdir sem hann gerði við framkvæmd talningar vafaatkvæða eigi við rök að styðjast. Kjörgögn- um verði ekki eytt VALGERÐUR Sverrisdóttir, ráð- herra byggðamála, og Sveinn Þor- grímsson, deildarstjóri í ráðuneytinu, fóru á fund forsvarsmanna Raufar- hafnar í gærmorgun. Þar voru hug- myndir starfshóps um atvinnuvand- ann á Raufarhöfn kynntar. Tillögurnar fela það m.a. í sér að hafin verði saltfiskverkun á Raufarhöfn, að gert verði átak í ferðamálum og að fyrirtæki á staðnum verði aðstoðuð við að vinna sér markaði annars stað- ar á landinu. Gert er ráð fyrir að stofnaður verði starfshópur sem skip- aður yrði fulltrúum frá Iðntækni- stofnun, Byggðastofnun, Atvinnuþró- unarfélagi Þingeyinga, heimamönnum og Útgerðarfélagi Ak- ureyrar, sem er eigandi Jökuls ehf., fyrirtækisins sem fyrir skömmu til- kynnti um algjöra endurskipulagn- ingu á rekstri sínum og fækkun um 30 á starfsliði. Ekki sértækar aðgerðir Sveinn Þorgrímsson, sem var í starfshópi um atvinnuvandann á Raufarhöfn, segir að teknar hafi verið saman tillögur í tíu punktum. Hann gerir ráð fyrir að þessar hugmyndir komi nú þegar til framkvæmda en lík- legt er að þær verði lagðar fyrir rík- isstjórn eftir tíu daga eða svo. „Starfshópurinn er búinn að skila af sér tillögum sínum. Þær eru í raun og veru komnar á ríkisstjórnarborðið. Við Valgerður fórum austur í gær og hittum sveitarstjórnina þar og sögð- um þeim frá helstu atriðunum. Þetta eru allt almennar aðgerðir sem snú- ast fyrst og fremst um að beita því stuðningsumhverfi sem er til staðar. Annars vegar geta félagsmála- og iðnaðarráðuneytin beitt stuðningsað- gerðum sem falla undir ráðuneytin og svo þarf að ná samstöðu um önnur mál,“ segir Sveinn. Hann telur að- komu Útgerðarfélags Akureyringa mikilvæga: „Það sem er veigamest í þessu er að Útgerðarfélag Akureyr- inga vill koma að því með okkur að mynda starfshóp. Helsti styrkurinn er að við fáum aðgang að þekkingu og reynslu ÚA sem er tilbúið að vera hópnum ráðgefandi um allt sem lýtur að stofnsetningu og rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Þessi fimm manna hópur myndi þá fara út í að velta fyrir sér nýjum atvinnuþróunarmöguleik- um á Raufarhöfn,“ segir Sveinn. Opinberir aðilar aðstoði við gerð áætlana Helstu hugmyndir starfshópsins fela í sér að stofnað verði til hefð- bundinnar saltfisksvinnslu á Raufar- höfn en slík starfsemi hefur ekki verið stunduð þar síðan 1996. Starfshópur- inn telur líklegt að sá fiskur sem ekki hefur nýst hjá Jökli ehf. kunni að henta vel til saltfisksvinnslu auk þess sem húsnæði, þekking og búnaður til vinnslunnar sé nú þegar til staðar. „Það þarf að fara í gegnum mat og viðskiptaáætlanir og þess háttar. Þar munum við beita stuðningskerfinu okkar í ráðuneytunum,“ segir Sveinn. Starfshópurinn telur einnig að tækifæri séu til aukins ferðamanna- iðnaðar á Raufarhöfn og hefur hóp- urinn sérstaklega skoðað leiðir til að beina ferðamannastraumi inn í Rauf- arhöfn og lengja viðveru ferðamanna á svæðinu. Þá segir Sveinn að heppilegt kunni að reynast að styðja trésmiðju og vél- smiðju, sem reknar eru á staðnum, til þess að ná betri fótfestu á markaði ut- an Raufarhafnar. Hann leggur áherslu á að stuðningskerfin sem ráðuneytin búa yfir geti aðstoðað byggðarlög án þess að gripið sé til sértækra aðgerða. Sveinn telur að aðgerðir stjórn- valda til aðstoðar Raufarhafnarbúum kunni að þjóna sem fyrirmynd um hvernig ríkið geti komið til aðstoðar ef skyndileg og stórfelld áföll eiga sér stað í atvinnulífinu. Faglega að málum staðið Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, kveðst ánægð með fundinn og segist bjartsýn á að varanlegar lausnir finnist í málefnum Raufarhafnar. Hún segir þó að ekkert verði aðhafst nema viðskiptaáætlanir líti vel út og að langtímafjárfestar séu tilbúnir að leggja fé í reksturinn. Guðný segist ánægð með þá vinnu sem farið hefur fram í kjölfar end- urskipulagningar hjá Jökli ehf.: „Mér sýnist að miðað við hvernig tekið hef- ur verið á þessu hjá okkur sé verið að gera þetta mjög faglega. Það er ekki verið að leggja til skammtímalausnir þótt sú staða kunni að koma upp að hjálpa þurfi sveitarfélögum tíma- bundið vegna sambærilegra erfið- leika.“ Starfshópur um atvinnumál á Raufarhöfn hefur skilað tillögum Saltfiskur, ferðamenn, trésmiðja og vélsmiðja Stuðningskerfi ráðuneytanna verði nýtt til atvinnuþróunar TVÆR einingar í burðarboga hinn- ar nýju Þjórsárbrúar voru hífðir á sinn stað í gær, fimmtudag. Hvor eining um sig vegur um 30 tonn og eru þær steyptar inn í stöpla brúar- innar. Búið var að koma fyrir tveimur einingum vestan megin árinnar og framundan er að koma á sinn stað tveimur einingum sem loka burð- arboganum en það verður gert á næstu vikum. Stór vélskófla var notuð til þess að halda í við flutningabílinn sem flutti bitann niður brekkuna að öfl- ugum krana sem hífði bitann á sinn stað. Umhverfi brúarstæðisins, þar sem Þjórsá beljar fram af afli, smækkar menn og vélar þegar horft er á úr fjarlægð. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Ein af einingum burðarboga Þjórsárbrúar var hífð á sinn stað á brúarstæðinu í gærdag. Burðarbogi Þjórsár- brúar tekur á sig mynd Selfossi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.