Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skeifan 8 • Sími 568 2200 • www.babysam.is Verið velkomin í BabySam
17. Júní
Það er að kom
a
VerðÞyngd
19.990
16.990
17. júní TILBOÐ
8 kg6 mán.-3 ára
Ætluð fyrir
Graco
Voyager Plus
Kerra með skerm,
fimm punkta beisli
og svunta. Góð
fjöðrun. Flösku-
haldari við stýrið.
Áklæði á mynd
Heatwave. Fæst í
fleiri litum
VerðÆtluð fyrir
8.9906 mán.-3 ára
BabySam Silver
Einföld og góð
regnhlífakerra
með skerm.
Stillanlegt bak
og fótaskemill.
Góð fjöðrun.
BabySam
Lux Shopper
Kerra með stillanlegu
baki og handfangi.
Skermur, loftdekk og
innkaupagrind fylgja.
Fæst einnig
svört/grá.
VerðÆtluð fyrir
15.9906 mán.-3 ára
BabySam Silver
Góð regn-
hlífakerra með
höggdeyfi.
VerðÞyngd
4.9904,5 kg6 mán. -3 ára
Ætluð fyrir
Í BABYSAM FÁST KERRUR V IÐ ALLRA HÆF I , L I T LAR SEM STÓRAR . EF Þ IG
VANTAR KERRU K ÍKTU ÞÁ Í BABYSAM ÞAR SEM ÚRVAL OG VERÐ FARA SAMAN.
Gildir til 17. júní
Fiskveiðiráðgjöfin hjá Hafró verður æ suðrænni, nánast orðin flugfiskar, hiti og næsleg heit.
Bláskógablíða um helgina
Örkin hans
Nóa á hvolfi
ÍBÚAR í Bláskóga-byggð bjóða til opinn-ar kynningar á sveit-
arfélaginu undir yfir-
skriftinni Bláskógablíða
um helgina. Bláskóga-
byggð varð til við samein-
ingu Þingvallasveitar,
Laugardals og Biskups-
tungna í fyrra.
Ragnar Sær Ragnars-
son, sveitarstjóri Blá-
skógabyggðar, er fram-
kvæmdastjóri Bláskóga-
blíðu. Hann segir að
áhersla verði lögð á kosti
búsetu á svæðinu. „Sveit-
arfélagið stendur fyrir
kynningu á íbúðar- og
sumarhúsalóðum í Ara-
tungu á milli kl. 13 og 18 á
laugardag og sunnudag.
Ekki má heldur gleyma
því að boðið verður upp á lifandi
tónlistarflutning í félagsheimilinu
báða dagana. Laugaráskvartett-
inn ætlar að hefja tónleikaferða-
lag sitt um landið með tónleikum á
laugardaginn kl. 16. Skálholtskór-
inn og vinakór hans, Oktet Lesna
Slovenj Gradec frá Slóveníu,
halda svo sameiginlega tónleika
kl. 16 á sunnudag. Oktet Lesna
Slovenj Gradec heldur tónleika í
Skálholtskirkju kl. 20.30 sama
kvöld.
Gaman er að segja frá því að
Skálholtskórinn ætlar að endur-
gjalda heimsókn kórsins til Ís-
lands með tónleikaferð til Porto-
roz í ágúst.
Myndlistin verður ekki útund-
an. Sýning á verkum Margrétar
G. Brynjólfsdóttur verður opin í
nýju galleríi á Laugarvatni alla
helgina. Galleríið er í sama hús-
næði og húsgagnaverkstæði og
því skapast kjörið tækifæri til að
kynnast starfsemi þess í leiðinni.
– Og af því að við erum komin
að Laugarvatni er auðvitað upp-
lagt að bregða sér í ekta gufubað
niðri við vatnið einhvern tíma á
bilinu frá kl. 10 til kl. 21!“
– Þú nefndir húsgagnaverk-
stæði. Verður ekki opið hús á fleiri
stöðum?
„Jú, skemmst er frá því að
segja að opið hús verður um alla
sveitina um helgina og auðvelt að
nálgast frekari upplýsingar um
dagskrána á heimasíðu sveitarfé-
lagsins, www.blaskogabyggd.is.
Af einstökum liðum má nefna
að hægt verður að kynnast starf-
semi reykhússins Úteyjar við
Laugarvatn. Gestum verður boðið
að smakka silunginn og taka með
sér uppskriftir heim. Fyrirtækið
býður gestum upp á leiðsögn í
veiði í Hólsá og Laugarvatni og
verður hægt að fá veiðileyfi gegn
hóflegu gjaldi.
Áhugi á lífrænt ræktuðu græn-
meti fer sífellt vaxandi. Ekki er
því ólíklegt að vinsælt verði að
koma við í garðyrkjustöðinni Akri
í því skyni að festa kaup á fyrsta
flokks lífrænt ræktuðu íslensku
grænmeti eins og freistandi kirsu-
berjatómötum, salati, kryddjurt-
um og öðru slíku.
Blómaáhugamenn
eru velkomnir á kynn-
ingu á ræktun afskor-
inna blóma í garð-
yrkjustöðinni Espiflöt
á laugardaginn.“
– Hvað verður um að vera í
Skálholti ?
„Fjölskyldufólk hefur sérstak-
lega verið haft í huga við skipu-
lagningu dagskrár í Skálholti eftir
hádegi á laugardag. Landslið
fornleifafræðinga ætlar að að-
stoða unga fólkið við að beita að-
ferðum fornleifafræðinga við að
grafa upp gamla mynt á milli kl.
15 og 17. Á meðan er tilvalið fyrir
fullorðna fólkið að taka þátt í stað-
arskoðun undir leiðsögn sr. Sig-
urðar Sigurðarsonar vígslubisk-
ups kl. 15. Orgelleikur verður í
kirkjunni frá kl. 16.30.
Ef við höldum okkur við fjöl-
skyldufólkið er óhætt að minna á
að dýragarðurinn í Slakka verður
opinn alla helgina frá 10 til 18.
Fólk á öllum aldri ætti ekki síður
að hafa gaman af því að skoða
„öðruvísi“ einbýlishús í Reykholti
á milli kl. 14 og 16 á laugardag-
inn.“
– Hvað áttu við með „öðruvísi“
einbýlishús?
„Nú, setur þú mig í klípu. Arki-
tektinn vill helst útskýra sjálfur út
á hvað hugmyndin gengur. Við
höfum þó leyft okkur að tala um
Örkina hans Nóa á hvolfi.“
– Hvert er markmiðið með Blá-
skógablíðunni?
„Markmiðið er að gefa fólki
tækifæri á að skoða og kynnast
Bláskógabyggð. Við viljum vekja
athygli á kostum sveitarfélagsins í
því skyni að laða að okkur fleira
fólk til að standa undir þjónust-
unni.
Eins og svo glöggt kom fram á
málþingi í tengslum við Bláskóga-
blíðuna eru íbúar í Bláskóga-
byggð ákaflega ánægðir með
nábýlið við náttúruna þótt ná-
lægðin við
höfuðborgarsvæðið sé
ótvíræður kostur. Við
sjáum fyrir okkur að
nýir íbúar geti ýmist
ekið héðan til vinnu í
aðra byggðarkjarna
eða skapað sér sín eigin tækifæri
hér. Eitt af markmiðunum með
Bláskógabyggð er einmitt að fá
hingað nýtt fólk með nýjar hug-
myndir til að auka enn við fjöl-
breytni sveitarfélagsins og svo er
Bláskógablíða óneitanlega einn
liður í því að draga úr hrepparíg
og þjappa betur saman íbúum
þessa nýja sveitarfélags.“
Ragnar Sær Ragnarsson
Ragnar Sær Ragnarsson,
sveitarstjóri Bláskógabyggðar,
fæddist 3. ágúst árið 1961 í
Reykjavík. Ragnar Sær lauk
leikskólakennaranámi frá Fóst-
urskóla Íslands árið 1986. Hann
lauk rekstrar- og viðskiptanámi
frá Endurmenntunarstofnun HÍ
árið 1998 og námi í opinberri
stjórnsýslu og stjórnun frá sömu
stofnun árið 2000. Hann rak
skóladagheimili í miðbæ Reykja-
víkur frá 1988 til 1998 og var
sveitarstjóri Biskupstungna-
hrepps frá 1998 til 2002 þegar
hann tók við starfi sveitarstjóra
Bláskógabyggðar. Eiginkona
Ragnars Sæs er Unnur Ágústa
Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og eiga þau tvö börn.
„Áhugi á líf-
rænt ræktuðu
grænmeti fer
vaxandi“
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122