Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 9
SAMKEPPNISRÁÐ telur að
Reykjavíkurborg hafi farið að til-
mælum ráðsins um að setja formleg-
ar reglur um úthlutun styrkja til tón-
listarskóla. Samkeppnisráð telur
aftur á móti ámælisvert hversu lang-
ur tími leið frá því álit ráðsins var birt
árið 2001 þar til borgin varð við til-
mælum ráðsins.
Tónskóli Hörpunnar taldi að
Reykjavíkurborg hafi ekki farið að
tilmælum sem samkeppnisráð setti
fram árið 2001 og leitaði því til ráðs-
ins á ný.
Samkeppnisráð segir að settar hafi
verið ítarlegar og gagnsæjar reglur
um þau skilyrði sem tónlistarskólar
þurfi að uppfylla til að teljast styrk-
hæfir. Fram hafi komið að fjöldi
skóla sem hljóti styrk ráðist af þörf-
um borgarinnar. Jafnframt áskilji
Reykjavíkurborg sér rétt til að hafna
styrkumsókn frá tónlistarskóla á
grundvelli laga, þar sem kemur fram
að sveitarstjórn skuli fjalla um grein-
argerð tónlistarskóla og taka afstöðu
til þess hvort hún fallist á greiðslur til
skólans úr sveitarsjóði.
Telur samkeppnisráð að umrætt
lagaákvæði sé ekki til þess fallið að
takmarka samkeppni þar sem styrk-
ir til tónlistarnáms komi til með að
vera veittir á hlutlægum grunni.
Þá tekur samkeppnisráð fram að
það bresti lagaheimild til að bæta
Tónskóla Hörpunnar þann skaða eða
það tjón sem hann telji sig hafa orðið
fyrir vegna athafnaleysis Reykjavík-
urborgar. Það sé aðeins á valdi dóm-
stóla.
Samkeppnis-
ráð átelur
borgina fyrir
seinagang
Bankastræti 14, sími 552 1555
Falleg föt
á fögru sumri
20% sólartilboð
á úlpum og vestum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
PAS gallabuxurnar komnar
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Ungbarna-
sundföt frá
0 til 3ja ára
Opið laugard. kl. 10-16
www.oo.is
Ungbarnaföt
BARNAVÖRUVERSLUN
Laugavegi 63, sími 551 4422
GERRY WEBER
Nýjar dragtir
SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hefur
fyrir hönd Loftorku Borgarnesi ehf.
keypt allt hlutafé í Basalti ehf.
Basalt var í eigu 19 byggingaverk-
taka sem flestir eru starfandi í bygg-
ingariðnaðinum og starfa um 50
manns hjá fyrirtækinu. Eignir þess
eru meðal annars Steypustöðin hf.,
Steypustöð Suðurlands hf. og Vinnu-
vélar hf. sem sjá um malarvinnslu í
Esjubergi og í Norðurkoti á Kjalar-
nesi.
Loftorka sérhæfir sig í forsteypt-
um byggingarhlutum og steinrörum
og er tilgangur kaupa bréfa í Basalti
að auka vægi fyrirtækisins á íslensk-
um byggingarmarkaði, en hjá fyrir-
tækinu starfa um 70 manns.
Loftorka kaupir Basalt
NÚ stendur yfir sá tími sem garð-
yrkjubændur planta út mörgum
tegundum af garðjurtum í akra
sína. Einkum er um að ræða hvít-
kál, kínakál, rauðkál, blómkál og
spergilkál en einnig eru gulrófur
víða forræktaðar í gróðurhúsum.
Í vor hófst útplöntun með allra
fyrsta móti eða um 10. maí vegna
hins hagstæða tíðarfars í vor. Ak-
ríldúkur sem settur er yfir plönt-
urnar ver þær kulda og flýtir upp-
skerunni. Slíkur dúkur er
sumstaðar einnig settur yfir kart-
öfluakra.
Garðyrkjubændur eru að planta
fram í miðjan júlí til að dreifa upp-
skerutímanum allt fram í frost á
haustin.
Að sögn Helga Jóhannessonar í
Garði, formanns stjórnar Sam-
bands garðyrkjubænda, er græn-
meti ræktað á 90 til 100 hekturum
hér í Hrunamannahreppi. Hefur
ræktunin heldur aukist síðustu ár í
samræmi við aukna neyslu á græn-
meti.
Ef tíðarfar verður áfram hag-
stætt er búist við að útiræktað
grænmeti komi á markað um næstu
mánaðamót.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Grænmeti plantað út í akra hjá Reyni Jónssyni í Reykási.
Grænmeti plantað
óvenju snemma
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Undirföt
Náttföt
Frábært úrval
COS
Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575