Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 9 SAMKEPPNISRÁÐ telur að Reykjavíkurborg hafi farið að til- mælum ráðsins um að setja formleg- ar reglur um úthlutun styrkja til tón- listarskóla. Samkeppnisráð telur aftur á móti ámælisvert hversu lang- ur tími leið frá því álit ráðsins var birt árið 2001 þar til borgin varð við til- mælum ráðsins. Tónskóli Hörpunnar taldi að Reykjavíkurborg hafi ekki farið að tilmælum sem samkeppnisráð setti fram árið 2001 og leitaði því til ráðs- ins á ný. Samkeppnisráð segir að settar hafi verið ítarlegar og gagnsæjar reglur um þau skilyrði sem tónlistarskólar þurfi að uppfylla til að teljast styrk- hæfir. Fram hafi komið að fjöldi skóla sem hljóti styrk ráðist af þörf- um borgarinnar. Jafnframt áskilji Reykjavíkurborg sér rétt til að hafna styrkumsókn frá tónlistarskóla á grundvelli laga, þar sem kemur fram að sveitarstjórn skuli fjalla um grein- argerð tónlistarskóla og taka afstöðu til þess hvort hún fallist á greiðslur til skólans úr sveitarsjóði. Telur samkeppnisráð að umrætt lagaákvæði sé ekki til þess fallið að takmarka samkeppni þar sem styrk- ir til tónlistarnáms komi til með að vera veittir á hlutlægum grunni. Þá tekur samkeppnisráð fram að það bresti lagaheimild til að bæta Tónskóla Hörpunnar þann skaða eða það tjón sem hann telji sig hafa orðið fyrir vegna athafnaleysis Reykjavík- urborgar. Það sé aðeins á valdi dóm- stóla. Samkeppnis- ráð átelur borgina fyrir seinagang Bankastræti 14, sími 552 1555 Falleg föt á fögru sumri 20% sólartilboð á úlpum og vestum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. PAS gallabuxurnar komnar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Ungbarna- sundföt frá 0 til 3ja ára Opið laugard. kl. 10-16 www.oo.is Ungbarnaföt BARNAVÖRUVERSLUN Laugavegi 63, sími 551 4422 GERRY WEBER Nýjar dragtir SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hefur fyrir hönd Loftorku Borgarnesi ehf. keypt allt hlutafé í Basalti ehf. Basalt var í eigu 19 byggingaverk- taka sem flestir eru starfandi í bygg- ingariðnaðinum og starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu. Eignir þess eru meðal annars Steypustöðin hf., Steypustöð Suðurlands hf. og Vinnu- vélar hf. sem sjá um malarvinnslu í Esjubergi og í Norðurkoti á Kjalar- nesi. Loftorka sérhæfir sig í forsteypt- um byggingarhlutum og steinrörum og er tilgangur kaupa bréfa í Basalti að auka vægi fyrirtækisins á íslensk- um byggingarmarkaði, en hjá fyrir- tækinu starfa um 70 manns. Loftorka kaupir Basalt NÚ stendur yfir sá tími sem garð- yrkjubændur planta út mörgum tegundum af garðjurtum í akra sína. Einkum er um að ræða hvít- kál, kínakál, rauðkál, blómkál og spergilkál en einnig eru gulrófur víða forræktaðar í gróðurhúsum. Í vor hófst útplöntun með allra fyrsta móti eða um 10. maí vegna hins hagstæða tíðarfars í vor. Ak- ríldúkur sem settur er yfir plönt- urnar ver þær kulda og flýtir upp- skerunni. Slíkur dúkur er sumstaðar einnig settur yfir kart- öfluakra. Garðyrkjubændur eru að planta fram í miðjan júlí til að dreifa upp- skerutímanum allt fram í frost á haustin. Að sögn Helga Jóhannessonar í Garði, formanns stjórnar Sam- bands garðyrkjubænda, er græn- meti ræktað á 90 til 100 hekturum hér í Hrunamannahreppi. Hefur ræktunin heldur aukist síðustu ár í samræmi við aukna neyslu á græn- meti. Ef tíðarfar verður áfram hag- stætt er búist við að útiræktað grænmeti komi á markað um næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Grænmeti plantað út í akra hjá Reyni Jónssyni í Reykási. Grænmeti plantað óvenju snemma Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.