Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 22
AKUREYRI
22 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
10
www.islandia.is/~heilsuhorn
Kelp
Fyrir húð, hár og neglur
PÓSTSENDUM
Glerártorgi,
Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í
Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi
og Yggdrasil, Kárastíg 1.
Ein með öllu
Multi-vítamin og steinefna-
blanda ásamt spirulínu,
lecithini, Aloe vera o.fl.
fæðubótarefnum
Rauðsmára-
Phytoestrogen
Fyrir konur á
breytingarskeiðinu
Fyrir vöðva
og liðamót
Glucosamine (870 mg
Glucosamine í hverjum belg)
ásamt engifer og turmeric
10
ára
SUMAR 2003
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Verið velkomin
Rúskinnsjakkar
Stakir jakkar
Hörfatnaður
Kápur
Bolir
Skráning í síma 462 2974
Coca Cola Open
14. og 15. júní á Jaðarsvelli
Spilaðar verða 36 holur
(punktamót m/forgjöf og höggleikur án forgjafar).
Mótið er opið mót.
Skemmtilegir vinningar í boði Vífilfells.
Verðlaun fyrir 1.–3. sæti,
með og án forgjafar.
Nándarverðlaun á öllum par-3 holum.
Dregið úr skorkortum.
HOLA Í HÖGGI • óvæntur glaðningur!
Keppt í flokkum: Karlar • Konur • Unglingar (0-14)
Ræst verður út á 1. og 10. teig kl. 9:00
Mótsgjald:
Kr. 3.000 fyrir 16 ára og eldri
Kr. 1.800 fyrir 15 ára og yngri
KYNNINGARFUNDUR um
stefnumótum í ferðaþjónustu á
vegum Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar og Iðntæknistofn-
unar sem haldinn var í vikunni
markaði þáttaskil í starfi AFE
þar sem félagið leggur nú niður
ferðamálasvið. Af því tilefni
veitti AFE eina milljón króna til
stuðnings verkefnum Markaðs-
skrifstofu ferðamála á Norður-
landi. Styrkurinn er háður því
skilyrði að skrifstofan verði
stofnuð innan 30 daga, annars
verður hann ógildur. Ætlast er
til að stuðningur AFE verði
nýttur í markaðsátak erlendis í
tengslum við kynningu á flugi til
Akureyrar.
Framtíðarsýn verkefnisins er
að Eyjafjörður verði talinn
framúrskarandi staður fyrir
ferðamenn vegna góðrar þjón-
ustu, sterkrar ímyndar og yfir-
burða á landsvísu í afþreyingu,
aðstöðu til útivistar og nálægðar
við eftirsóttar náttúruperlur.
Stefnu-
mótun
í ferða-
þjónustu
HÁSKÓLINN á Akureyri braut-
skráir 203 kandidata á háskólahátíð
sem haldin verður í Íþróttahöllinni á
Akureyri á morgun, laugardag, kl.
10.30. Þar af eru fjórir sem hafa
stundað fjarnám í leikskólafræði frá
Sauðárkróki og eru það fyrstu fjar-
nemarnir sem brautskrást í þeirri
grein frá háskólanum.
Háskólaárið 2002–2003 voru starf-
ræktar fimm deildir við skólann:
Heilbrigðisdeild með 214 nemendur,
Kennaradeild með 438 nemendur,
Rekstrar- og viðskiptadeild með 290
nemendur, Upplýsingatæknideild
með 35 nemendur og Auðlindadeild
með 83 nemendur, en í vetur var
fyrsta starfsár deildarinnar sem er
arftaki Sjávarútvegsdeildarinnar.
Samtals stunduðu því 1.060 nemend-
ur nám við skólann og hafa þeir aldr-
ei verið fleiri. Í haust bætist enn við
námsframboðið þegar fyrsta skólaár
Félagsvísinda- og lagadeildar hefst,
en þar verður til að byrja með boðið
upp á nám til BA-gráðu í fjölmiðla-
fræði, lögfræði, samfélags- og
hagþróunarfræði og sálarfræði.
Háskólahátíð HA
203 kandid-
atar braut-
skráðir
VEITINGAHÚSIÐ Pollurinn
við Strandgötu hefur staðið
autt í nokkrar vikur eftir að sal-
an á því gekk til baka, en félagið
Ós, sem rekur Oddvitann sem
er örlítið neðar í götunni, var
búið að kaupa staðinn af Lands-
bankanum. Að sögn Sigurðar
Sigurgeirssonar, svæðisstjóra
Landsbankans á Akureyri, hafa
nokkrir aðilar sýnt húsinu
áhuga en ekkert fast kaup- eða
leigutilboð hefur borist inn á
borð til þeirra. „Við höfum
áhuga á því að koma húsinu í
einhvern rekstur sem hæfir því
sem fyrst,“ sagði Sigurður.
Salan á
Pollinum
gekk
til baka
FRAMKVÆMDIR við byggingu
nýrra stúdentagarða Félagsstofn-
unar stúdenta á Akureyri,
FÉSTA, hófust í gær. Húsið verð-
ur 9 hæðir og mun rísa við Trölla-
gil. Alls verða 36 tveggja og
þriggja herbergja íbúðir í húsinu
og fjögurra deilda leikskóli. Þessar
nýju íbúðir eru svar FÉSTA við
mikilli eftirspurn stúdenta eftir
hagstæðu leiguhúsnæði og stöðugt
fjölgar nemendum við Háskólann á
Akureyri. Framkvæmdum á að
vera lokið 15. ágúst á næsta ári og
þá mun FÉSTA hafa yfir um 120
íbúðaeiningum að ráða í bænum,
frá einstaklingsherbergjum til
þriggja herbergja íbúða. Heildar-
kostnaður við framkvæmdina er
rúmur hálfur milljarður króna.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra og Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri tóku fyrstu skóflu-
stungurnar, ásamt nokkrum börn-
um á leikskólanum Kiðagili.
Fulltrúar FÉSTA skrifuðu jafn-
framt undir byggingasamning við
P. Alfreðsson ehf., undir leigu- og
þjónustusamning við Akureyrarbæ
um húsnæði leikskólans og undir
samning við Landsbanka Íslands,
sem kemur að fjármögnun verk-
efnisins ásamt Íbúðalánasjóði.
Hönnun húsnæðisins er í höndun
Teiknistofunnar Forms, VST og
Raftákns.
Bjarni Hjarðar, formaður
stjórnar FÉSTA, sagði eftir undir-
skrift samninganna að þessi fram-
kvæmd myndi efla Akureyri enn
frekar sem skólabæ. Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri sagði að Há-
skólinn á Akureyri væri enn og
aftur að staðfesta hversu mikla
þýðingu hann hefði fyrir bæinn.
Skólinn efldi samkeppnishæfni
bæjarins gagnvart öðrum svæðum
og gerði það enn frekar með þess-
um nýju stúdentagörðum. Félags-
málaráðherra tók undir með bæj-
arstjóra og sagði að þessi
framkvæmd væri stórt skref og
hefði mikla þýðingu fyrir sam-
félagið og skipti sköpum varðandi
samkeppnishæfni sveitarfélagsins.
Félagsmálaráðherra sagði jafn-
framt að það þyrftu að vera nokkr-
ir sterkir kjarnar í landinu og að
Akureyri væri einn þeirra.
Framkvæmdir hafnar við níu hæða stúdentagarða FÉSTA við Tröllagil
36 íbúðir og leikskóli í húsinu
Morgunblaðið/Kristján
Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Baldur Bergsveinsson frá leikskólanum Kiðagili færa til þöku eftir
skóflustungurnar, en þær tóku ráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri ásamt börnum af Kiðagili.