Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 24
LANDIÐ
24 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
undum króna lægra en tilboð MT-
bíla. Þetta eru fyrstu bílarnir sem
útbúnir eru sem sjúkraflutningabíl-
ar hjá fyrirtækinu, en fram til þessa
hefur fyrirtækið sérhæft sig í smíði
slökkvibíla með góðum árangri.
Sigurjón Magnússon segir að bíl-
arnir komi með „boddýi“, en séu
síðan innréttaðir sem sjúkrabílar,
sett á þá ljós og allur búnaður sem
hæfa þykir slíkum bifreiðum. Fyrsti
sjúkrabíllinn verður afhentur 15.
september næstkomandi, sá næsti
mánuði síðar og sá þriðji 15. októ-
ber.
Þessa dagana er verið að ljúka
smíði á slökkvibíl fyrir Slökkvilið
Reykjavíkur, en það er seinni bíll-
inn af tveimur sem um var samið.
NÝLEGA var gengið frá samningi
þess efnis að MT-bílar í Ólafsfirði
smíði fimm sjúkrabíla fyrir Rauða
kross Íslands. Þrír bílanna skulu af-
hentir á næstu sex mánuðum, en
alls er um að ræða verkefni upp á
30 milljónir króna.
Sigurjón Magnússon, fram-
kvæmdastjóri MT-bíla, segir að
boðin hafi verið út smíði 8 bíla fyrir
Rauða kross Íslands. Bílarnir voru
flokkaðir í A, B og C, eftir því
hvaða búnaður átti að fylgja þeim.
MT-bílar áttu lægsta tilboðið í bíl-
ana í A og C flokkum, en annar aðili
fékk bíla í flokki B. Reyndar var til-
boð þess aðila aðeins örfáum þús-
Ólafsfjörður
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Slökkvibíl í smíðum hjá MT-bílum.
MT-bílar smíða fimm
sjúkrabíla fyrir RKÍ
LÍFLEGT var á Laugum í Reykjadal
þegar nokkrir krakkar úr leikskólan-
um Krílabæ tóku fyrstu skóflustung-
urnar að nýrri íbúðagötu sem verið er
að hefja framkvæmdir við. Gatan er
sunnan við núverandi þjónustukjarna
við þjóðveg 1 á Laugum, en um er að
ræða lóðir fyrir 6 einbýlishús, tvær
lóðir fyrir parhús og eina fyrir raðhús.
Talsverður áhugi er fyrir lóðunum
og nú þegar liggja fyrir umsóknir um
byggingu á fjórum íbúðum í tveimur
húsum við götuna. Áætluð verklok
eru 15. júní n.k. og er það verktaka-
fyrirtækið Jarðverk sem sér um
gatnagerðina. Áætlaður kostnaður
við verkið er rúmlega 10 milljónir
króna án yfirborðsfrágangs götunn-
ar. Í Þingeyjarsveit ríkir bjartsýni og
framkvæmdahugur er í mönnum en
þar er einnig verið að hefja byggingu
á nýrri sundlaug við Framhaldsskól-
ann. Það þótti við hæfi að yngsta kyn-
slóðin sem á framtíðina fyrir sér tæki
fyrstu skóflustungurnar og hver veit
nema að eitthvert þeirra eigi eftir að
búa einmitt við þessa nýju götu sem
verið er að gera.
Skóflustungur teknar
að nýrri íbúðabyggð
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Börnin í Krílabæ taka fyrstu skóflustungurnar.
ÞAÐ var mikið um dýrðir síðasta
skóladaginn í grunnskólanum á
Hólmavík. Þá var að vanda haldinn
svokallaður vordagur sem heppn-
aðist í alla staði vel, þrátt fyrir vá-
lynd veður. Margs konar skemmtun
var í boði, en eins og undanfarin ár
hafði spákonan mikið aðdráttarafl.
Þá var boðið upp á víkingaspil að
danskri fyrirmynd, andlitsmálun,
sápukúlur, keiluspil, stultur og
ýmsar þrautir og leiki fyrir yngstu
börnin. Síðasti dagskrárliðurinn
var árleg keppni um titilinn sterk-
asti maður og sterkasta kona skól-
ans. Að þessu sinni fóru þau Grétar
Matthíasson og Aldís Ósk Böðv-
arsdóttir í 9. bekk með sigur af
hólmi í þeirri keppni. Að endingu
voru grillaðar á þriðja hundrað
pylsur, en auk starfsfólks og nem-
enda grunnskólans tóku leik-
skólabörn og starfsfólk leikskólans
þátt í vordeginum.
Vordagur
í grunn-
skólanum
Hólmavík
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Herdís Huld Henrysdóttir dregur
bifreið smíðakennarans. Keppt var
um sterkasta mann skólans.
SUÐURNES
UMHVERFISRÁÐHERRA skoð-
aði í fyrradag þau svæði á Reykja-
nesskaganum sem lagt er til í drög-
um að náttúruverndaráætlun að
verði friðuð. Hyggst ráðherrann
skoða í sumar öll þau 77 svæði sem
náttúruverndaráætlunin tekur til.
Drög að fyrstu náttúruverndar-
áætlun landsins liggja fyrir hjá
Umhverfisstofnun og hefur sveit-
arfélögum landsins og öðrum hags-
munaaðilum verið gefinn kostur á
að koma með athugasemdir. Í áætl-
uninni er gert ráð fyrir friðlýsingu
á 77 svæðum til viðbótar þeim 90
sem þegar eru friðlýst en 8 af þess-
um 77 svæðum hafa ekki verið á
náttúruminjaskrá. Hægt er að nálg-
ast drögin á vef Umhverfisstofn-
unar, www.umhverfisstofnun.is.
Þegar Umhverfisstofnun hefur
lokið yfirferð athugasemda verða
drögin formlega afhent umhverfis-
ráðherra sem leggur tillögur sínar
fyrir umhverfisþing í haust og síðan
þingsályktunartillögu um náttúru-
verndaráætlun til fimm ára fyrir
Alþingi.
Andstaða byggist
á misskilningi
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir að sú stefnumörkun
sem felist í gerð fyrstu náttúru-
verndaráætlunarinnar sé mikilvæg.
Þar sé heildstætt yfirlit yfir þau
svæði sem vilji sé til að vernda og
það sé mikilvægt gagn fyrir stjórn-
völd og almenning í framtíðinni.
Síðan sé gert ráð fyrir að áætlunin
verði endurskoðuð reglulega.
Siv undirbýr umfjöllun sína um
tillögur Umhverfisstofnunar með
því að fara um og skoða öll nýju
svæðin. Hún segist vera byrjuð að
fá athugasemdir beint til sín og
segir ljóst að andstaða sé við sum
atriði áætlunarinnar. „Ég tel þó að
eitthvað af andstöðunni byggist á
misskilingi. Fólk heldur að með
friðlýsingu sé verið að útiloka nýt-
ingu og þróun á viðkomandi svæði.
Þetta er ekki þannig því til eru mis-
munandi stig friðlýsingar. Náttúru-
verndaráætlunin er stefnuyfirlýsing
um það hvaða svæði sé mikilvægt
að friða og síðan hefst vinna við
friðlýsingu hvers og eins svæðis. Þá
þarf að semja við landeigendur og
ákveða skilyrði friðlýsingarinnar,
meðal annars um mögulega nýtingu
svæðisins,“ segir umhverfisráð-
herra og lætur þess getið sem
dæmi að við friðlýsingu Þjórsárvera
hafi verið gert ráð fyrir stíflu á
Norðlingaöldu með ákveðnum skil-
yrðum.
Siv gerir einnig ráð fyrir að tog-
streita kunni að verða milli hags-
muna orkunýtingar og náttúru-
verndar á ákveðnum svæðum. Það
gæti einmitt átt við um sum jarð-
hitasvæðanna á Reykjanesskagan-
um sem umhverfisráðherra skoðaði
í vikunni. Hún fór til að mynda í
fjögurra klukkustunda gönguferð
um Brennisteinsfjöll þar sem Hita-
veita Suðurnesja og Orkuveita
Reykjavíkur hafa sótt um að bora
rannsóknarholur en skiptar skoð-
anir eru um mikilvægi verndunar
svæðisins. Reykjanes og Eldvörp
eru í áætluninni en þar er fyrir iðn-
aðarsvæði og stór virkjun fyrirhug-
uð.
Siv leggur á það áherslu að í
drögunum sé ekkert kveðið á um
nýtingu svæðanna, hvert svæði
verði skoðað sérstaklega með tilliti
til þess þegar komi að því að frið-
lýsa þau.
Síðar í sumar fer umhverfisráð-
herra á hin svæðin sem nefnd eru í
áætluninni. Hún segist raunar hafa
skoðað sum þeirra áður en vilji fara
skipulega yfir þau nú. Fólk getur
fylgst með ferðum ráðherrans um
svæðin í máli og myndum á heima-
síðu hennar, www.siv.is.
GERT er ráð fyrir friðlýsingu
fimm nýrra svæða á Reykjanes-
skaganum í drögum að nátt-
úruverndaráætlun. Gert er ráð
fyrir að öll verði þau friðuð sem
náttúruvætti. Rauðimelur er
eina svæðið sem ekki er á nátt-
úruminjaskrá.
Rauðimelur
Rauðimelur er malaralda við
Grindavíkurveg. Efnistaka hef-
ur rofið innviði malarrifsins og
þannig skapað einstakar opnur
sem hafa mikið fræðslu- og
rannsóknargildi. Þar má meðal
annars sjá breytingar í jarðsögu
landsins frá jökulskeiði ísaldar.
Reykjanes, Eldvörp,
Hafnarberg
Fyrirhugað friðlýsingarsvæði
á Reykjanesi nær einnig yfir
Eldvörp og Hafnarberg, austur
til Þorbjarnarfells og Stapafells,
alls 113 ferkílómetra lands. Í
forsendum fyrir verndun er
þess getið að Mið-Atlantshafs-
hryggurinn, sem klýfur Atlants-
hafið í tvær úthafsplötur, komi
á land á Reykjanesi. Hvergi
annars staðar séu jafn glögg
merki um jarðhræringar í jarð-
skorpu og þar. Getið er um
dyngjur og gígaraðir, jarð-
hitasvæði, fjölskrúðugt fuglalíf
og stórbrotið landslag. Tekið er
fram að iðnaðarsvæðið þar sem
saltverksmiðjan er teljist ekki
til fyrirhugaðs verndarsvæðis.
Hraunsvík, Festarfjall
Í drögum að friðlýsingu
Hraunsvíkur og Festarfjalls
austan Grindavíkur er sagt að
Festarfjall sé brimsorfin eldstöð
þar sem um helmingur mó-
bergsfjallsins sé horfinn. Mikið
sé um hnyðlinga í hrauninu og
einnig megi sjá merki kviku-
blöndunar í berginu. Þá sé
þarna nokkurt fuglalíf. Þess má
geta að hnyðlingur er bergmoli
sem brotnað hefur úr vegg gos-
rásar djúpt í jörðu og borist upp
með bergkvikunni.
Ögmundarhraun,
Selatangar
Fjórða svæðið sem lagt er til
að verði friðlýst á Suðurnesjum
er Ögmundarhraun og Sela-
tangar, á milli Krýsuvíkur og
Grindavíkur. Landslag er sagt
stórbrotið og þar er mikið af
hrauntjörnum og hellum. Á
Selatöngum eru minjar um sjó-
sókn fyrri alda. Í Húshólma eru
merkar minjar um búsetu áður
en Ögmundarhraun rann, „ein-
stakt að sjá mannvistarleifar
svo greinilega yfirbugaðar af
eldvirkni landsins“.
Brennisteinsfjöll,
Herdísarvík
Gert er ráð fyrir að Brenni-
steinsfjöll og Herdísarvík, alls
tæplega 200 ferkílómetra svæði,
verði friðuð sem náttúruvætti
og friðland. Í lýsingu svæðisins í
náttúruverndaráætlun kemur
fram að þar séu nánast ósnortn-
ar merkar gosminjar, til dæmis
gígar, hraun, sprungur og hell-
ar. Í Brennisteinsfjöllum er nán-
ast ósnortið háhitasvæði. Á
svæðinu má rekja opnar jarð-
skjálftasprungur og misgengi,
svo dæmi sé tekið. Í Herdís-
arvíkurhrauni er birkiskógur
fyrir opnu Atlantshafi og þar
talið eitt heilsteyptasta kjarrið
sem eftir er á Reykjanesskaga.
Tillaga um friðlýsingu
Nýting ekki útilokuð
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kristján Geirsson hjá Umhverfisstofnun skýrir út einhver atriði í skýrslu um umhverfisverndaráætlun fyrir Siv Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra þegar hópurinn er staddur úti á Reykjanesi og Sveinn Gauti Einarsson, Einar Svein-
björnsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Sigurður Þráinsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneyti, fylgjast með.
Umhverfisráðherra skoðar öll nýju friðlýsingarsvæðin
Reykjanesskaginn