Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 25 LISTASAFN Reykjavíkur, Hafn- arhúsinu, tekur stakkaskiptum í kvöld þegar þar verða opnaðar þrjár nýjar sýningar sem eru hver annarri ólíkari þó allar beri þær með sér alþjóðlegan blæ. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár er sýning þar sem blandað er saman tónlist, ljósmyndum, kvikmyndum og texta frá Smekk- leysu. Sýningin stendur til 31. ágúst en allt sýningartímabilið verða sýnd myndbönd í fjölnota sal Hafnarhússins sem tengjast Smekkleysu og þeirra liðs- mönnum á einn eða annan hátt. Við opnunina fá gestir forsmekk- inn af þeim fjölbreyttu viðburðum sem boðið verður upp á í sumar en þá stíga á svið Sjón, Einar Örn, Bragi Ólafsson og Curver. Sýningargerð er í höndum Ólafs Engilbertssonar. Önnur sýningin nefnist Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og er ætlað að veita innsýn í er- lenda samtímalist í eigu íslenskra listasafna, einkasafna og ein- staklinga, en sýnir þó aðeins lítið brot af þeirri erlendu samtímalist sem finna má hér á landi. Það er myndlistarmaðurinn Ingólfur Arnarsson sem velur verkin á sýninguna en það gerir hann einkum út frá tengslum viðkom- andi listafólks við Ísland. Sýn- ingin stendur til 7. september. Þriðja sýningin er ný þemasýn- ing úr Erró-safneigninni og ber heitið Erró – Stríð, en sýningin gefur innsýn í öll helstu viðfangs- efni listamannsins á hinum póli- tíska vettvangi. Deildarstjóri safna- og sýningardeildar Lista- safns Reykjavíkur, Þorbjörg Gunnarsdóttir, velur verkin á sýninguna. Nánari umfjöllun verður um sýningarnar í Lesbók Morg- unblaðsins á morgun. Sýningarspjald úr Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Þrjár nýjar sýningar í Listasafni Reykjavíkur Laugardagur Ingustofa Sólheima Sum- arsýning. Að þessu sinni er það leirgerð Sólheima sem sýnir afrakstur vinnu sinnar. Íþróttaleikhús Sólheima kl. 16 Leikfélag Sólheima sýnir leikritið Í meðbyr og mótbyr, baráttusaga Sesselju Sig- mundsdóttur. Leikstjóri Edda Björgvinsdóttir. Kaffihúsið Græna kannan kl. 17 Óvænt tónlistarupp- ákoma. Útimarkaður opnaður kl. 13 Í boði eru listmunir og lífrænt ræktað grænmeti. Þema: Lego-sýning Árna Alexanders. Sunnudagur Kaffihúsið Græna kannan kl. 16 Sumarkabarett. Tónlist- arævintýrið „Það sem vest- anvindur sá“ eftir Árna Harð- arson tónskáld. Flytjendur eru Harpa Arnardóttir leikkona, Kristinn Árnason gítarleikari og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari. Afríka kl. 17 Dans- og tónlist- arverkefni ungra Evrópubúa sem hafa verið sjálfboðaliðar í Afríku. Útimarkaðurinn opnaður kl. 13. Listasumar á Sólheimum í Grímsnesi Hilmir Guðmundsson er með yfir- litssýningu á ljósmyndum sínum í Gömlu Borg í Grímsnesi. Opið 14–22 virka daga, 14–2 á laugardögum og 14–22 á sunnudögum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is BÓKIN Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson var gefin út á ítölsku nú á dögunum af ítalska forlaginu Iperborea. Í tengslum við útgáfu bókarinnar var sett upp sýning á vatnslita- og krítarteikningum Thors í Arte’ Grafica-stúdíóinu í Asti á Ítalíu, en myndirnar eru allar sagðar tengjast íslenskri náttúru. Í tengslum við útgáfu bókar Thors verður 17. júní, þjóðhátíða- dagur Íslendinga, einnig tilefni til hátíðarhalda í Asti. Hátíðarhöldin munu þó falla á laugardaginn 21. júní og hefur öllum Íslendingum bú- settum á Ítalíu verið boðið að taka þátt, en meðal viðburða þar er leið- sögn um sýningu Thors og tónleikar með Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur söngkonu. Grámosinn á ítölsku Föstudagur Skjólbrekka kl. 20.30 Kór- tónleikar: Kórar Reykjahlíð- arkirkju og Skútustaðakirkju. Stjórnandi Valmar Väljaots. Píanóleikari Jaan Alavere. Kór Húsavíkurkirkju. Stjórnandi Judit György. Píanóleikari Aladár Rácz. Kvennakór Ak- ureyrar. Stjórnandi Björn Leifsson. Laugardagur Gamlibærinn. Fjárlögin sung- in á síðkvöldi. Sunnudagur Skjólbrekka kl. 15 Loka- tónleikar. Hátíðarkór Kóra- stefnunnar. Stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Einsöngur: Margrét Bóasdótt- ir, sópran. Píanóleikari Aladár Rácz. Kór Glerárkirkju. Stjórnandi er Hjörtur Stein- bergsson. Píanóleikari Daníel Þorsteinsson. Kórstefna við Mývatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.