Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 25
LISTASAFN Reykjavíkur, Hafn-
arhúsinu, tekur stakkaskiptum í
kvöld þegar þar verða opnaðar
þrjár nýjar sýningar sem eru
hver annarri ólíkari þó allar beri
þær með sér alþjóðlegan blæ.
Humar eða frægð – Smekkleysa í
16 ár er sýning þar sem blandað
er saman tónlist, ljósmyndum,
kvikmyndum og texta frá Smekk-
leysu. Sýningin stendur til 31.
ágúst en allt sýningartímabilið
verða sýnd myndbönd í fjölnota
sal Hafnarhússins sem tengjast
Smekkleysu og þeirra liðs-
mönnum á einn eða annan hátt.
Við opnunina fá gestir forsmekk-
inn af þeim fjölbreyttu viðburðum
sem boðið verður upp á í sumar
en þá stíga á svið Sjón, Einar
Örn, Bragi Ólafsson og Curver.
Sýningargerð er í höndum Ólafs
Engilbertssonar.
Önnur sýningin nefnist Innsýn í
alþjóðlega samtímalist á Íslandi
og er ætlað að veita innsýn í er-
lenda samtímalist í eigu íslenskra
listasafna, einkasafna og ein-
staklinga, en sýnir þó aðeins lítið
brot af þeirri erlendu samtímalist
sem finna má hér á landi. Það er
myndlistarmaðurinn Ingólfur
Arnarsson sem velur verkin á
sýninguna en það gerir hann
einkum út frá tengslum viðkom-
andi listafólks við Ísland. Sýn-
ingin stendur til 7. september.
Þriðja sýningin er ný þemasýn-
ing úr Erró-safneigninni og ber
heitið Erró – Stríð, en sýningin
gefur innsýn í öll helstu viðfangs-
efni listamannsins á hinum póli-
tíska vettvangi. Deildarstjóri
safna- og sýningardeildar Lista-
safns Reykjavíkur, Þorbjörg
Gunnarsdóttir, velur verkin á
sýninguna.
Nánari umfjöllun verður um
sýningarnar í Lesbók Morg-
unblaðsins á morgun.
Sýningarspjald úr Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár.
Þrjár nýjar sýningar í
Listasafni Reykjavíkur
Laugardagur
Ingustofa Sólheima Sum-
arsýning. Að þessu sinni er
það leirgerð Sólheima sem
sýnir afrakstur vinnu sinnar.
Íþróttaleikhús Sólheima kl.
16 Leikfélag Sólheima sýnir
leikritið Í meðbyr og mótbyr,
baráttusaga Sesselju Sig-
mundsdóttur. Leikstjóri Edda
Björgvinsdóttir.
Kaffihúsið Græna kannan
kl. 17 Óvænt tónlistarupp-
ákoma.
Útimarkaður opnaður kl. 13
Í boði eru listmunir og lífrænt
ræktað grænmeti. Þema:
Lego-sýning Árna Alexanders.
Sunnudagur
Kaffihúsið Græna kannan
kl. 16 Sumarkabarett. Tónlist-
arævintýrið „Það sem vest-
anvindur sá“ eftir Árna Harð-
arson tónskáld. Flytjendur eru
Harpa Arnardóttir leikkona,
Kristinn Árnason gítarleikari
og Hallfríður Ólafsdóttir
flautuleikari.
Afríka kl. 17 Dans- og tónlist-
arverkefni ungra Evrópubúa
sem hafa verið sjálfboðaliðar í
Afríku.
Útimarkaðurinn opnaður kl.
13.
Listasumar
á Sólheimum
í Grímsnesi
Hilmir Guðmundsson er með yfir-
litssýningu á ljósmyndum sínum í
Gömlu Borg í Grímsnesi. Opið 14–22
virka daga, 14–2 á laugardögum og
14–22 á sunnudögum.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
BÓKIN Grámosinn glóir eftir Thor
Vilhjálmsson var gefin út á ítölsku
nú á dögunum af ítalska forlaginu
Iperborea. Í tengslum við útgáfu
bókarinnar var sett upp sýning á
vatnslita- og krítarteikningum
Thors í Arte’ Grafica-stúdíóinu í
Asti á Ítalíu, en myndirnar eru allar
sagðar tengjast íslenskri náttúru.
Í tengslum við útgáfu bókar
Thors verður 17. júní, þjóðhátíða-
dagur Íslendinga, einnig tilefni til
hátíðarhalda í Asti. Hátíðarhöldin
munu þó falla á laugardaginn 21.
júní og hefur öllum Íslendingum bú-
settum á Ítalíu verið boðið að taka
þátt, en meðal viðburða þar er leið-
sögn um sýningu Thors og tónleikar
með Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur
söngkonu.
Grámosinn
á ítölsku
Föstudagur
Skjólbrekka kl. 20.30 Kór-
tónleikar: Kórar Reykjahlíð-
arkirkju og Skútustaðakirkju.
Stjórnandi Valmar Väljaots.
Píanóleikari Jaan Alavere. Kór
Húsavíkurkirkju. Stjórnandi
Judit György. Píanóleikari
Aladár Rácz. Kvennakór Ak-
ureyrar. Stjórnandi Björn
Leifsson.
Laugardagur
Gamlibærinn. Fjárlögin sung-
in á síðkvöldi.
Sunnudagur
Skjólbrekka kl. 15 Loka-
tónleikar. Hátíðarkór Kóra-
stefnunnar. Stjórnandi er Guð-
mundur Óli Gunnarsson.
Einsöngur: Margrét Bóasdótt-
ir, sópran. Píanóleikari Aladár
Rácz. Kór Glerárkirkju.
Stjórnandi er Hjörtur Stein-
bergsson. Píanóleikari Daníel
Þorsteinsson.
Kórstefna
við Mývatn