Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIKU eftir að George W.Bush Bandaríkjaforsetihóf friðarumleitanir sín-ar á fundi í Jórdaníu með leiðtogum Ísraela og Palest- ínumanna virðist svonefndur Veg- vísir til friðar í Miðausturlöndum vera að fara út um þúfur með hörmulegum afleiðingum. Hamas og aðrar herskáar hreyf- ingar Palestínumanna hafa hafnað Vegvísinum og slitið viðræðum við Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sem vill binda enda á árásirnar á Ísraela en kveðst ekki ætla að beita valdi til að tryggja að hreyf- ingarnar hlýði honum. Ísraelar hafa hafið aftur flugskeytaárásir á forystumenn palestínsku hreyfing- anna þótt árásirnar valdi oft mann- tjóni meðal saklausra Palestínu- manna. Hamas hefur einnig staðið fyrir blóðsúthellingum í Ísrael og einn liðsmanna hreyfingarinnar varð sextán Ísraelum að bana í sjálfsmorðsárás í Jerúsalem á mið- vikudag. „Þurfum bandaríska björgunaraðgerð“ Pólitísk staða Abbas er veik og ólíklegt virðist að honum takist að telja leiðtoga herskáu hreyfing- anna á að láta af árásunum eða að hann fallist á að beita valdi eins og stjórn Ísraels krefst. Einnig er ólíklegt að þeir láti bugast af árás- um Ísraela sem hefur ekki tekist að halda hreyfingunum í skefjum með hernaði sínum síðustu 32 mán- uði. „Það sem við þurfum núna er bandarísk björgunaraðgerð,“ sagði Keren Neubach, fréttamaður ísr- aelska ríkissjónvarpsins, og margir fréttaskýrendur úr röðum Ísraela og Palestínumanna eru á sama máli. „Án gríðarlegs þrýstings Bandaríkjastjórnar breytist ekk- ert.“ Reyndar er búist við því að bandarískir embættismenn fari til Mið-Austurlanda á næstu dögum til að fylgjast með því hvort Ísrael- ar og Palestínumenn fari eftir ákvæðum Vegvísisins. Árangurinn af milligöngu sendimanna Banda- ríkjanna hefur hins vegar verið slakur til þessa. Nú þegar virðing forsetaembættisins hefur verið lögð að veði með yfirlýsingum Bush um að hann sé staðráðinn í að koma á friði ríður mikið á að hann sýni það í verki að hann vilji gera allt sem í valdi sínu stendur til að binda enda á ofbeldið og greiða fyrir því að stofnað verði sjálfstætt Palestínuríki ekki síðar en árið 2005, eins og gert er ráð fyrir í Vegvísinum. Hugmyndir um íhlutun Bandaríkjahers Í Bandaríkjunum hafa komið fram ýmsar hugmyndir um hvern- ig bregðast eigi við vandanum. Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John Warner hefur til að mynda lagt til að Atlantshafs- bandalagið sendi hersveitir á her- numdu svæðin til að binda enda á átökin. Aðrir hafa hvatt til þess að Bandaríkjamenn sendi þangað her- lið til að vernda Ísraela og gefa palestínsku heimastjórninni færi á að byggja upp nýjar öryggisstofn- anir. „Við höfum reynt að koma á friði í Mið-Austurlöndum í rúm 40 ár. Okkur hefur orðið nokkuð ágengt með hefðbundnum aðferðum en við höfum rekist á vegg síðustu þrjú árin,“ sagði Kenneth Pollack, fyrr- verandi ráðgjafi Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. „Við þurfum að skoða nokkrar óhefðbundnar leiðir og nokkrar þeirra byggjast á því að senda erlendar hersveitir á her- teknu svæðin eða veita einhvers konar sameiginlega tryggingu fyr- ir öryggi nýs Palestínuríkis. Allar þessar tillögur snúast um þá hug- mynd að með því að aðskilja Ísr- aela og Palestínumenn fái nýja pal- estínska heimastjórnin svigrúm til að reyna að binda enda á hryðju- verkin og Ísraelar njóti verndar.“ Reynt til þrautar að beita þrýstingi Líklegra virðist þó að stjórn Bush bregðist við vandanum með því að leggja fast að Ísraelum að hætta árásunum á Palestínumenn og reyna að knýja palestínsku heimastjórnina til að skera upp herör gegn herskáu hreyfingunum. Takist það verður þess vænst að Ísraelar dragi herlið sitt frá her- numdu svæðunum og stöðvi út- þenslu byggða ísraelskra landtöku- manna, eins og kveðið er á um í Vegvísinum. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kveðst hins vegar enn vera staðráðinn í því að halda áfram hernaðaraðgerðunum gegn Ham- as, sem sver þess dýran eið að halda áfram árásunum á Ísraela. Embættismenn palestínsku heima- stjórnarinnar eru milli steins og sleggju og gefa út árangurslausar áskoranir um vopnahlé. Eftir árásirnar í fyrradag hafði vítahringur ofbeldisins kostað 24 Palestínumenn og 21 Ísraela lífið frá leiðtogafundinum 4. júní. Báðar þjóðirnar líta á sig sem fórnarlömb og þær kenna hvor annarri um blóðsúthellingarnar. Ólíklegt virð- ist sem stendur að almenningsálit- ið verði til þess að átökunum linni á næstunni, þvert á móti er hætt við að árásirnar kyndi undir kröf- um um hefndir, þannig að víta- hringurinn haldi áfram. Tóku leiðtoga Hamas á orðinu Ísraelar líta á Hamas sem svar- inn óvin sinn og tóku leiðtoga hreyfingarinnar á orðinu þegar þeir lýstu því yfir á föstudaginn var – tveimur dögum eftir leiðtoga- fundinn – að þeir myndu slíta við- ræðunum við Abbas sem hafði von- ast til þess að þeir f vopnahlé. Herskáar yfirlýsingar kynda undir ótta Ísraela. ar hreyfingarinnar hafa ustu daga að þeir unni hvíldar fyrr en allir gyði frá Palestínu og margir l að þeir eigi ekki aðeins teknu svæðin heldur einn Hamas hafnar hugmynd ríki gyðinga í Mið-Austu af trúarlegum ástæðum. Abbas og fleiri palestíns ættismenn segjast ekki ge upp herör gegn herskáu unum, meðal annars vegn Ísraelar hafi lamað öryg anir þeirra. Umdeilanleg hvort þetta samræmist V um því þar er kveðið á um andi, markvissar og árang aðgerðir“ af hálfu Palestí til að leysa upp og afvopna ar hreyfingar. Þótt fram hafi komið merki meðal almennings herskáu hreyfingarnar ek fyrir ómótstæðilegum þrý að hætta árásunum á Í meðal annars vegna þess Palestínumenn telja að Sh aðeins áframhaldandi he stríð. Meirihluti Ísrael styður banatilræð Þrír Palestínumenn, sem ísraelskir hermenn, la inn í herstöð við mörk Ís Gaza-svæðisins á sunnuda og urðu fjórum hermön bana áður en þeir voru Einn Palestínumannanna Hamas, annar í Jíhad og s Fatah – hreyfingu Abbas Daginn eftir hélt Abba mannafund og áréttaði sína um vopnahlé en lýsti framt yfir að hann my beita herskáu hreyfingar þar sem hann óttast að leitt til borgarastríðs. virðast hafa litið á þetta se um að þeir þyrftu sjálfir a Grefur óljóst o undan Vegvísi R Palestínumenn fjarlægja lík manns sem beið bana í árás herþyrlu Gaza-borg í gær. Ísraelar voru að hefna fyrir sjálfsmorðsárás Ha Óljóst orðalag á texta Vegvísisins t friðar í Mið-Austurlöndum og niðurs leiðtogafundarins í Jórdaníu kann hafa stuðlað að því að friðaráætlunin nú í uppnámi, aðeins viku eftir að leiðtogar Ísraela og Palestínumanna því að gera það sem í valdi sínu stæð að binda enda á átökin. MYNDBIRTING Á forsíðu Morgunblaðsins í gærbirtist mynd frá vettvangisjálfsmorðsárásar í Jerúsalem í gær, þegar 18 ára gamall liðsmaður Hamas-samtakanna í Palestínu sprengdi strætisvagn í loft upp með þeim afleiðingum að sextán manns létu lífið. Á myndinni mátti sjá lík lát- ins manns. Birting þessarar myndar vakti snörp viðbrögð lesenda Morgunblaðs- ins í gær og þau voru öll á einn veg. Blaðið var gagnrýnt harðlega fyrir birtingu myndarinnar. Einn bréfritari sagði: „…þegar vel er að gáð sést lík framarlega á mynd- inni. Þetta er ekki eitthvað, sem ég vil sjá fyrst á morgnana …“ Annar sagði: „…mér fannst myndin á forsíðu blaðsins í dag ekki við hæfi. Þar lá maður í blóði sínu eftir spreng- ingu í Jerúsalem, höfuð hans alblóð- ugt.“ Í einu bréfanna sagði: „…við …eig- um ekki orð yfir forsíðumynd Mogga í dag…“ Í öðru bréfi sagði bréfritari: „Ég vil koma á framfæri mótmælum við myndbirtingu ykkar á forsíðu Mbl. í dag. Hún er í alla staði ósmekkleg og viðbjóðsleg … Ég á tvö 4 ára gömul börn og mér finnst það ófært að svona myndefni liggi fyrir framan þau er þau koma fram á morgnana … Það er víst nóg af ofbeldinu í veröldinni en að skella því svona framan í hvern sem er, börn sem og fullorðna er í alla staði óábyrgt og ógeðslegt … Mér finnst að þið ættuð að sjá sóma ykkar í að biðja alþjóð afsökunar á svona óábyrgum fréttaflutningi án nokkurrar viðvörunar.“ Einn af lesendum blaðsins hringdi og sagði við blaðamann, að hún hefði setið við morgunverðarborðið með barni sínu, sem hafi spurt hvað þetta væri á myndinni og að sér þætti það algerlega óafsakanlegt að senda þessa mynd inn á heimili fólks. Það er afar mikilvægt fyrir Morg- unblaðið að fá viðbrögð sem þessi frá lesendum sínum. Þau eru bezta að- haldið, sem blaðið getur fengið og af viðbrögðum lesenda við efni í blaðinu má mikið læra. Hver eru rökin fyrir því að birta svona mynd? Eitt af meginhlutverkum dagblaðs er að koma upplýsingum á framfæri um atburði sem gerast nær eða fjær. Veruleikinn í þeim efnum er oft mjög grimmur. Á að fela þann veruleika? Það er hægt að segja í orðum frá at- burðum eins og þeim, sem urðu í Jerúsalem í fyrradag án þess að gengið sé of nærri fólki en með mynd- um er hægt að fara yfir strikið og of- bjóða þanþoli fólks. Augljóst er að stórum hópi lesenda Morgunblaðsins hefur þótt farið yfir slík mörk með birtingu myndarinnar á forsíðu blaðs- ins í gær. Á hinn bóginn má líka líta svo á, að það sé mikilvægt að fólk um allan heim geri sér skýra grein fyrir þeim ósköpum, sem ganga á í Mið-Aust- urlöndum og víðar. Það er hægt að færa rök fyrir því, að þá fyrst, þegar heimsbyggðinni verður rækilega mis- boðið vegna átakanna í Mið-Austur- löndum, sé einhver von til þess að hægt verði að ná tökum á þeim. Þá muni þrýstingur almennings um allan heim verða svo mikill á stjórnvöld margra þjóða að þau taki höndum saman um að stöðva þau linnulausu manndráp, sem fram fara í átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Og þá fyrst verði hægt að vekja upp þann þrýsting umheimsins, sem leiði til þess að deilur verði settar niður, þeg- ar venjulegt fólk gerir sér grein fyrir því hvað raunverulega er að gerast. Að sumu leyti má segja að það hafi gerzt á Balkanskaganum á síðasta áratug. Fólk stóð agndofa frammi fyrir hrikalegum atburðum þar og ríkisstjórnir í Evrópu og Bandaríkj- unum fundu að þær urðu að grípa til aðgerða. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem myndbirtingar í Morgunblaðinu eru gagnrýndar. Ritstjórn Morgunblaðs- ins gerir sér skýra grein fyrir því vegna fenginnar reynslu hvað lesend- ur blaðsins eru viðkvæmir fyrir myndum af vettvangi slysa. Hvað sem líður rökum með og á móti birtingu umræddrar myndar fer ekki á milli mála, að viðbrögð les- enda, sem hér hefur verið greint frá, eru afar lærdómsrík fyrir blaðið og þá, sem starfa við útgáfu þess. Þau ber því að þakka. SPILAÐ MEÐ HJARTANU Full ástæða er til að hrósa íslenskakarlalandsliðinu í knattspyrnu fyr- ir glæstan sigur, 3-0, á Litháen í Kaun- as í fyrradag. Þetta er stærsti sigur Ís- lands á útivelli í Evrópukeppni landsliða frá öndverðu. Sá stærsti í mótsleik á útivelli var 4-0 gegn Liecht- enstein í undankeppni HM árið 1997. Það sem gerir sigurinn enn sætari er að landslið Litháen hefur sýnt í keppn- inni hvers það er megnugt með því að ná jafntefli á útivelli gegn Þjóðverjum og vinna sigur á Skotum á heimavelli. Með sigrinum komst Ísland í annað sæti riðilsins og á raunhæfan mögu- leika á öðru sæti, sem gefur rétt á um- spili um sæti í lokakeppninni í Portúgal. Þó á það erfiða leiki fyrir höndum gegn Þjóðverjum og Færeyingar eru sýnd veiði en ekki gefin. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson hafa unnið gott starf og þeim tekist að efla liðs- heildina, ná upp samheldninni og bar- áttuviljanum. Það hugarfar hefur ein- kennt íslenska landsliðið í gegnum tíðina þegar best hefur tekist til. Leik- gleðin smitast út í samfélagið og brúnin lyftist á Íslendingum. „Ef íslenskt lið ætlar að geta eitthvað í fótbolta þá verðum við að spila með hjartanu. Um leið og við gleymum því þá erum við ekki nógu góðir. Liðsheild- in hér í kvöld var hreint frábær,“ sagði Logi eftir leikinn. Guðni Bergsson spilaði sinn síðasta leik og gat varla óskað sér betri endi á knattspyrnuferlinum, fyrst með Bolton og síðan landsliðinu. Sigurinn var einn- ig kærkominn Rúnari Kristinssyni, sem náði þeim merka áfanga að spila sinn 100. landsleik. Þá var ánægjulegt að sjá nýja fyrirliðann, Eið Smára Guðjohn- sen, fara fyrir sínum mönnum, leggja upp tvö mörk og skora eitt. Og menn þurfa að hafa í huga brýningu fyrirlið- ans fyrir leikinn gegn Færeyingum 20. ágúst: „Ég vona samt að menn stökkvi nú ekki upp í hæstu hæðir eftir þessi úr- slit. Við verðum að halda okkur á jörð- inni. Næst bíður okkar erfiður útileikur á móti Færeyjum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.