Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 29
féllust á
Hamas
Leiðtog-
sagt síð-
sér ekki
ngar fari
líta svo á
við her-
nig Ísrael.
dinni um
urlöndum
skir emb-
eta skorið
hreyfing-
a þess að
ggisstofn-
gt er þó
Vegvísin-
m „viðvar-
gursríkar
ínumanna
a herská-
ð þreytu-
s virðast
kki finna
ýstingi til
Ísraela –
að flestir
haron vilji
ernám og
la
ðið
dulbúnir
aumuðust
sraels og
aginn var
nnum að
u felldir.
a var í
sá þriðji í
sjálfs.
as blaða-
áskorun
því jafn-
yndi ekki
nar valdi
það geti
Ísraelar
em merki
að berjast
gegn hreyfingunum, annars myndi
árásunum aldrei linna.
Palestínumenn, þeirra á meðal
Abbas, líta hins vegar á árásir Ísr-
aela sem hryðjuverk, ekki síður en
sprengjutilræði herskáu hreyfing-
anna, vegna þess að þær kosta oft
saklausa Palestínumenn lífið.
Fimm óbreyttir borgarar biðu
bana í árás Ísraelshers á Gaza-
svæðinu á miðvikudag og daginn
áður reyndi hann að bana Abdel
Aziz al-Rantissi, helsta leiðtoga
Hamas, með flugskeytaárás á bif-
reið hans í Gaza-borg. Rantissi
særðist en lífvörður hans og
óbreyttur borgari féllu og þrír sak-
lausir Palestínumenn létu lífið síð-
ar á þriðjudag þegar Ísraelar svör-
uðu flugskeytaárás frá
Gaza-svæðinu.
Umdeilanlegt er hvort slík bana-
tilræði við forystumenn palest-
ínsku hreyfinganna samræmast
Vegvísinum þar sem orðalagið á
textanum er óljóst af ásettu ráði í
erfiðum málum. Ísraelar eru þar
hvattir til að grípa ekki til „neinna
aðgerða, sem grafa undan trausti,
meðal annars brottvísana og árása
á óbreytta borgara“. Ekki er þó
lagt blátt bann við banatilræðun-
um.
Ekki er heldur mikil andstaða
við tilræðin meðal almennings í
Ísrael. Skoðanakönnun, sem dag-
blaðið Maariv birti á miðvikudag,
bendir til þess að 56% Ísraela telji
að ekkert sé athugavert við tíma-
setningu árásarinnar á Rantissi en
33% séu þeirrar skoðunar að Ísr-
aelar „hafi átt að bíða“. Vikmörkin
voru 4,5 prósentustig.
Ummæli Bush
gagnrýnd
Bush Bandaríkjaforseti kvaðst
vera „mjög áhyggjufullur“ vegna
banatilræðisins á þriðjudag og
telja að það yki ekki öryggi ísr-
aelskra borgara, heldur græfi það
undan „tilraunum palestínskra yf-
irvalda og annarra til að binda
enda á árásir hryðjuverkamanna“.
Stuðningsmenn Ísraelsstjórnar
á Bandaríkjaþingi gagnrýndu þessi
ummæli forsetans og sögðu að Ísr-
aelar gerðu árásirnar til að verja
sig, rétt eins og Bandaríkjamenn
hefðu gert.
Einn þingmannanna, Gary L.
Ackerman, demókrati frá New
York í fulltrúadeildinni, sakaði
Bush um „hræsni“ og skírskotaði
til þess að Bandaríkjamenn hafa
sjálfir elt uppi menn sem þeir telja
hryðjuverkamenn og skotið á þá
flugskeytum, til að mynda liðs-
menn al-Qaeda í Jemen í nóvem-
ber. „Hvers vegna getum við gripið
til ákveðinna aðgerða til að bregð-
ast við hryðjuverkastarfsemi og
síðan sagt öðrum, þegar þeir gera
nákvæmlega það sama, að það sé
ekki gagnlegt?“ sagði hann.
Los Angeles Times hafði eftir
heimildarmönnum sínum í Wash-
ington að á leiðtogafundinum í
Jórdaníu hefðu Bush og embætt-
ismenn hans talið sig hafa náð
samkomulagi við Sharon um að
Ísraelar gripu ekki til slíkra hern-
aðaraðgerða nema þeir hefðu vissu
fyrir því að hryðjuverk væru yf-
irvofandi og þeir þyrftu að bregð-
ast strax við hættunni. Orðalagið
hefði hins vegar verið svo óljóst að
Sharon hefði túlkað það á annan
hátt.
Að sögn Los Angeles Times
kann þetta að vera til marks um al-
varlegan galla á niðurstöðu leið-
togafundarins í Jórdaníu. Blaðið
hafði eftir sérfræðingum í málefn-
um Mið-Austurlanda að til að
tryggja að samkomulag næðist
milli leiðtoga Ísraela og Palestínu-
manna hefði Bandaríkjastjórn
samið um málamiðlanir sem væru
svo óljósar að samkomulagið hefði
brostið nær samstundis.
orðalag
inum?
Reuters
u í
amas.
til
töðu
að
n er
ð
hétu
ði til
IÐNAÐARMENN og starfs-fólk eru í óða önn aðganga frá öllum lausumendum í frágangi nýja hót-
elsins á Búðum. „Það er ekki
laust við að það sé svolítill fiðr-
ingur í okkur,“ segir Guðveig
Eyglóardóttir, bústýra á Hótel
Búðum. „Við erum ofsalega
spennt, enda búin að vera að
byggja hótel frá grunni. Maður
fylgist með hverjum einasta vegg
koma upp. Öll smáatriði í upp-
setningu hótelsins eru á okkar
könnu, frá klósettpappírshöld-
urum að málverkunum á veggj-
unum og allt þar á milli.“
Búðir er sögufrægur staður og
gamla hótelið á sér ríkulega sögu
sem snertir fjölmarga Íslendinga.
„Sagan er okkur afar mikilvæg.
Við höldum mikið upp á fortíðina
og margar myndir eru á veggj-
unum sem endurspegla fortíð
Búða, ferðalanga og landkönnuða
fyrr á tímum.“
Ný hönnun í gömlum anda
Upprunalega hótelið að Búðum
eyðilagðist í eldsvoða árið 2000,
þegar til stóð að gera það upp.
Þá ákvað Viktor Sveinsson hót-
elstjóri að byggja nýtt hótel í
anda þess gamla. Guðveig segir
að þrátt fyrir að húsið sé nýtt, sé
byggt á gömlum hefðum. „Búða-
stemningin er enn til staðar og
ný orka fylgir nýju húsi og einnig
nýir möguleikar. Þannig vísar
morgunverðarsalurinn mót sól-
arupprásinni, en veitingasalurinn
vísar að sólarlaginu.“
Hótelið hefur verið nokkuð nú-
tímavætt til að standast kröfur
nútímans og býður það nú upp á
þráðlaust internet um öll húsa-
kynni. Guðveig bætir hlæjandi við
að þeir sem eiga leið hjá og vant-
ar að komast á Netið séu velkom-
ir að renna í hlað og nýta sér
bandvídd hússins.
Pétur Þórðarson, kokkur stað-
arins, segir að matargerðin muni
fylgja hinni sígildu hefð sjáv-
arfangs og ferskleika. Þorskur,
silungur og ýmiss konar skel-
fiskur eru ofarlega á forgangs-
lista kokksins. Pétur hefur auk
þess ráðið sér til halds og trausts
Gunnhildi Emilsdóttur, sem sér-
hæfir sig í grænmetismatargerð.
„Þannig getum við haft fjöl-
breytnina að leiðarljósi um leið
og við höldum í gamla hefð.“
Landslagið að Búðum er sann-
arlega margbrotið.
Friðlýst hraunið
myndar sérstakan
samhljóm við sand-
fjöruna og Búðaós.
Þarna var áður
blómlegur versl-
unarstaður og mik-
ið mannlíf. Ung
kona sem er gest-
komandi að Búðum
segist ekki hafa
komið þangað áð-
ur, en víst sé að
hún muni koma
þangað aftur, slík
sé stemningin og
náttúrufegurðin.
„Fólk einblínir dá-
lítið á jökulinn, en
ég held að sjarmi
staðarins felist
ekki eingöngu í
honum, heldur einnig
í fjöllunum, strönd-
inni, hrauninu og
hafinu og því
magnaða samhengi sem staðurinn
myndar. Hérna koma saman öll
helstu einkenni íslensks landslags
á einum stað.“ Eftir dálitla um-
ræðu um stemningu staðarins ná
viðmælendur að smætta hana nið-
ur í öflugt tvíeyki: „Ástir og
glæsileiki.“
Möguleikar þjóðgarðsins
Búðir njóta mikillar nálægðar
við Snæfellsjökulsþjóðgarð. Enn
er þó óreynt hvaða áhrif það hef-
ur á gestagang á Búðum. Þó tel-
ur Guðveig líklegt að þegar
stefnumótun og skipulag þjóð-
garðsins komast á lokastig muni
það hafa í för með sér mjög já-
kvæð áhrif. „Það eru miklir
möguleikar í þessum þjóðgarði
og um að gera að nýta sér þá.“
Ungt snjóbrettafólk í Evrópu hef-
ur lýst yfir miklum áhuga á að
koma til Snæfellsness og prófa að
renna sér á jöklinum í miðnæt-
ursólinni. Þetta segir Guðveig
vera áhugaverða hugmynd. „Það
er yndislegt að vera úti í sum-
arsólinni og mér finnst þetta frá-
bært og nýtt innlegg í ferðaþjón-
ustu á Snæfellsnesi. Ég hlakka til
að fá tækifæri til að taka á móti
fólki sem gerir svona spennandi
og ævintýralega hluti. Því fylgir
mikill og jákvæður kraftur.“
Hótel Búðir opnaðar á morgun eftir endurbyggingu eftir eldsvoða
Morgunblaðið/Golli
Guðveig Eyglóardóttir, bústýra á Búðum, fyrir utan hótelið í gær.
Búðir eru sögufrægur staður og í anddyri hótelsins blasir við fjöldi mynda er endurspegla söguna.
„Ástir og
glæsileiki“
Á Búðum á Snæfellsnesi er handagang-
ur í öskjunni þegar Svavar Knút Krist-
insson og Kjartan Þorbjörnsson ber
að garði. Unnið er af kappi til að allt
verði klappað og klárt fyrir opnunarhóf
nýja hótelsins á laugardag.
Pétur Þórðarson kokkur og Gunnhildur Emilsdóttir, hans hægri hönd,
hlakka til þess að gæla við bragðlauka Búðagesta.
Herbergin í nýja hótelinu eru í takt við breytta tíma.
Morgunblaðið/Golli
Óli Dimmalimmson staðarhaldari er hvers manns
hugljúfi og fylgist með að allt fari vel fram.