Morgunblaðið - 13.06.2003, Síða 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Berta Guðjóns-dóttir Hall
fæddist í Stykkis-
hólmi 15. apríl 1914
og ólst upp á Hofs-
stöðum í Helgafells-
sveit á Snæfellsnesi.
Hún lést á Landspít-
alanum 2. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guðjón
Jóhannsson, f. 4.
júní 1886 á Skildi í
Helgafellssveit,
skipstjóri í Stykkis-
hólmi og bóndi
lengst af á Hofs-
stöðum, d. 5. okt. 1973, og Jónína
Þorbjörg Árnadóttir, f. 23. mars
1891 í Miklaholti í Miklaholts-
hreppi, d. 7. júní 1980, húsmóðir
á Hofsstöðum. Systkini Bertu
eru: 1) Gunnar, f. 19. ágúst 1915,
bóndi á Hofsstöðum, kvæntur
Laufeyju Guðmundsdóttur, f. 14.
júní 1922. Þau eru nú búsett í
Stykkishólmi. Þau eiga fimm
börn, eitt þeirra er látið. 2) Anna,
f. 22. ágúst 1917, d. 29. apríl
1986, húsfreyja, var gift Stein-
dóri Steindórssyni, f. 3. mars
1917, d. 13. febrúar 1989. Þau
skildu. Þau eignuðust fjóra syni,
tveir eru látnir. 3) Árni, f. 4. júlí
1919, búsettur í Hveragerði,
starfaði þar við garðyrkju. 4)
Kristrún, f. 8. janúar 1924, hús-
freyja, búsett í Hveragerði.
Melkorku, barnsmóðir er Arna
Kristjánsdóttir. b) Ragnar Darri,
f. 13. apríl 1967, kona hans er
Svandís B. Harðardóttir, f. 10.
nóv. 1968, börn þeirra eru Sigrún
Gígja og Logi Bjarnar. 2) Íris
Jónína Hall, f. 20. janúar 1942,
húsfreyja og flokksstjóri, gift
Heiðari Steinþóri Valdimarssyni,
f. 18. ágúst 1939, trésmíðameist-
ara og verkstjóra. Börn þeirra
eru: a) Íris Hlín Heiðarsdóttir, f.
11. sept. 1962, gift Sævari Líndal
Haukssyni, f. 21. jan.1960, synir
þeirra eru Freyr Líndal, Hlynur
Daði og Arnar Heiðar. b) Agnes
Lind, f. 11. júlí 1964. c) Berta
Björk, f. 29. des. 1967, maður
hennar er Ólafur Hjalti Erlings-
son, f. 10. ágúst 1965, börn þeirra
eru Stefán Snorri, Harpa Lind og
Arnþór Nói. d) Valdimar Fjörnir,
f. 19. mars 1969, kona hans er Jó-
hanna Helgadóttir, f. 13. apríl
1977, barn þeirra er Helgi Gnýr.
3) Ragna Jóna Hall, f. 3. feb.
1945, húsfreyja, gift Eggerti Ósk-
arssyni, f. 1. ágúst 1943, héraðs-
dómara í Reykjavík. Börn þeirra
eru: a) Ragnar Þór, f. 13. ágúst
1966. b) Nanna Hrund, f. 11. nóv.
1972, sambýlismaður hennar er
Atli Gunnarsson, f. 13. feb. 1966.
c) Sigríður Elísa, f. 17. júlí 1984.
4) Þórður Hall, f. 8. okt. 1949,
myndlistamaður og kennari,
kvæntur Þorbjörgu Þórðardóttur
f. 1. júlí 1949, veflistakonu og
kennara. Synir þeirra eru: a)
Sölvi, f. 28. sept. 1974, kona hans
Guðríður Kristín Þórðardóttir, f.
26. des. 1977. Barn þeirra er
Bjarki. b) Daði, f. 3. sept. 1979. c)
Arnaldur, f. 30. mars 1982.
Útför Bertu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Hennar maður var
Jóhannes Heiðar Lár-
usson, f. 31. ágúst
1935, d. 11. febrúar
1999. Kristrún á eina
dóttur. Tvö yngstu
systkinin voru Rut, f.
29. júní 1926, d. sama
dag, og Einar, f. 6.
ágúst 1931, d. sama
dag. Uppeldissystir
þeirra er Sólveig Ei-
ríksdóttir, f. 28.
ágúst 1930, húsfreyja
í Kópavogi, hennar
maður er Þorbjörn
Tómasson, f. 23.
október 1931, þau eiga tvo syni.
Berta giftist 8. júlí 1938 Ragn-
ari Hall málara, f. 1. sept. 1905 á
Þingeyri við Dýrafjörð, d. 20.
okt. 1989. Hann var sonur Jón-
asar Thorsteinsson Hall faktors á
Flateyri og Ísafirði, síðar versl-
unarstjóra á Þingeyri, f. í Rvk. 2.
des. 1856, d. 17. maí 1946, og
Jónu Ingibjargar Örnólfsdóttur
húsfreyju frá Ísafirði, f. 25. júní
1864, d. 18. ágúst 1944. Börn
Bertu og Ragnars eru: 1) Örn-
ólfur Hall, f. 1. des. 1936, arki-
tekt, kvæntur Ásthildi Kjartans-
dóttur, f. 14. mars 1940, kennara,
synir þeirra eru a) Helgi Frið-
jónsson, f. 1. sept. 1959, kona
hans er Sif Ægisdóttir, f. 9. maí
1965, þeirra börn eru Hekla og
Nökkvi. Fyrir á Helgi dótturina
Tengdamóðir mín, Berta G. Hall,
lést á Landspítalanum 2. júní sl. eftir
skamma sjúkdómslegu, 89 ára að
aldri. Hún var búin að vera nokkrar
vikur til rannsóknar á spítalanum
þegar hún veiktist hastarlega og
óvænt á uppstigningardag og í ljós
kom að hún ætti ekki langt eftir. Allt
fram að þeim degi hafði hún verið
andlega hress og gat rætt um menn
og málefni, en þrátt fyrir háan aldur
fylgdist hún vel með því sem var að
gerast í þjóðfélaginu og heimsfrétt-
unum einnig, hún var vel með á nót-
unum og hafði sínar skoðanir á hlut-
unum. Þótt sárt væri og erfitt að
sætta sig við að hún væri á förum þá
var sjúkdómslega hennar stutt og
hún yfirgaf þetta líf eftir langa og
góða ævi.
Berta bjó öll sín hjúskaparár í
Reykjavík. Hún var heimavinnandi
húsmóðir alla tíð og fjölskylda henn-
ar var ávallt í fyrirrúmi. Hún og
Ragnar Hall, eiginmaður hennar,
sem lést árið 1989, voru mjög sam-
rýnd hjón og börnin þeirra fjögur ól-
ust upp við ástríki og samheldni fjöl-
skyldunnar. Hefur það veganesti án
efa átt sinn þátt í því hve samheldni
stórfjölskyldunnar síðar meir hefur
verið mikil og ánægjuleg, eftir að
barnabörnin og barnabarnabörnin
komu til sögunnar. Berta hefur hin
síðari ár verið sú kjölfesta ættarinn-
ar, sem hefur haldið henni saman, og
átt sinn þátt í því að stórsamkomur
og ættarmót hafa verið haldin. Hún
hafði mikið yndi af því að hitta sitt
fólk og lét ekkert tækifæri ónotað
sem til þess bauðst. Sjálf var hún
mjög gestrisin og naut þess að vera
innan um fólk. Bjartsýni og jákvæðni
voru áberandi þættir í lyndiseinkunn
hennar. Hún var einstaklega góð
amma og langamma og ömmubörn-
unum bregður nú við og þau eiga um
sárt að binda þegar hennar nýtur
ekki lengur við. Berta var í Kven-
félagi Bústaðasóknar í áratugi og tók
virkan þátt í starfsemi félagsins.
Mikill listrænn bragur var yfir
heimilinu á Réttarholtsveginum,
enda foreldrar og börnin öll gædd
listrænum hæfileikum. Allt lék í
höndunum á Bertu, saumaskapur og
hannyrðir, en hún lagði gjörva hönd á
margt. Það var þó ekki fyrr en á efri
árum, sem Berta vakti sérstaka at-
hygli fyrir einstakar myndir sem hún
gerði úr rennilásum. Þær vöktu svo
mikla athygli að hún komst í sjón-
varpið þegar hún var sótt heim í
þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þess-
ar myndir eru mjög vel gerðar og fal-
legar, fyrirmyndirnar eru gjarnan úr
náttúrunni, svo sem blóm og fuglar.
Þessi sjónvarpsþáttur varð til þess að
fjölmargir hringdu í hana og vildu
kaupa af henni myndir, en hún vildi
ekki selja myndir sínar. Hins vegar
hefur hún gefið myndir eftir sig. Þá
mun hafa verið leitað eftir því við
hana að hún héldi námskeið og
kenndi hvernig svona myndir væru
gerðar. Til þess kom þó ekki.
Berta fæddist í Stykkishólmi og
var uppalin á Hofstöðum í Helgafells-
sveit. Hún hafði sterkar taugar til
sveitarinnar og var mikill náttúru-
unnandi. Hún hafði yndi af ferðalög-
um og fór víða. Utanlandsferðirnar
urðu þrjár, en það voru fyrst og
fremst ferðalög innanlands, sem áttu
hug hennar allan. Nánast á hverju
sumri hefur hún farið með okkur í
ferðalög, lengri eða skemmri ferðir,
þ.m.t. hringferðir um landið. Úr þeim
ferðum er margs að minnast. Hin síð-
ari ár höfum við margsinnis farið
vestur í Dali, á Fellsströnd, og oft var
á leiðinni suður komið við á Hofsstöð-
um í Helgafellssveit hjá Gunnari
bróður hennar og Laufeyju konu
hans. Síðustu ferðina vestur fór hún
með okkur í júlí á sl. sumri og þá var
m.a. áð í Haukadal og merkar minjar
á Eiríksstöðum skoðaðar.
Að leiðarlokum minnist ég tengda-
móður minnar með miklu þakklæti
og kveð hana með söknuði. Blessuð
sé minning hennar.
Eggert Óskarsson.
Sumarið var komið, óvenju
snemma, og skartaði sínu fegursta
þegar hún Berta tengdamóðir mín
kvaddi þennan heim. Minningarnar
hrannast upp og allar eru þær ljúfar
og góðar. Berta var mjög félagslynd
kona og bjó yfir ákveðinni ró og yf-
irvegun sem hafði góð áhrif á aðra.
Það var alltaf eins og hún hefði næg-
an tíma fyrir alla. Hún hélt vel utan
um fjölskylduna og var sérlega
frændrækin, við fengum fréttir af
frændfólki frá henni, það má segja að
hún hafi verið nokkurs konar skipti-
stöð. Berta var mikil hannyrðakona
og eru ófáar peysurnar og sokka-
plöggin sem hún prjónaði á barna-
börnin. Á efri árum hóf hún einnig að
föndra myndir úr rennilásum svo eft-
ir var tekið og fyrir nokkrum árum
hélt hún einkasýningu á slíkum
myndum í félagsheimili aldraðra við
Hæðargarð.
Berta og Ragnar fóru í sína fyrstu
utanlandsferð þegar þau heimsóttu
okkur Þórð til Svíþjóðar meðan við
vorum í námi. Þessi ferð varð eftir-
minnileg fyrir þau bæði og vitnuðu
þau oft til hennar með mikilli gleði,
síðar áttu þau eftir að ferðast víðar
utanlands. En Ísland var landið og ís-
lensk náttúra heillaði mest enda ferð-
uðust Berta og Ragnar meðan hann
lifði vítt og breitt um landið. Það var
ekki aðeins landslagið sem töfraði
Bertu heldur einnig steinar og
plöntur sem hún nýtti sér í alls konar
skreytingar enda var hún með græna
fingur. Snæfellsnesið, þó sérstaklega
hennar bernskuslóðir, Helgafells-
sveitin, var henni afar hugleikið, það
gladdi hana því mjög mikið að við
fjölskyldan skyldum velja land for-
feðranna undir sumarhús. Hún
fylgdist vel með framvindu þeirrar
framkvæmdar full tilhlökkunar, en
því miður fær hún ekki aðnjóta þess
með okkur. En við trúum því að hún
fylgist með okkur núna létt á fæti.
Það er með söknuði og trega sem ég
kveð elskulega tengdamóður mína en
eftir standa minningarnar sem ég
geymi.
Þorbjörg.
Á björtum sumardegi kvaddi
Berta G. Hall jarðneska vist sína.
Ekki er hægt að segja annað en að
það myndist eyða í tilveruna þar sem
Berta var. Hún hafði gaman af að
vera með í fjölskylduboðum af ýmsu
tagi, og lét sig aldrei vanta þar.
Alltaf var tengdamóðir mín til í að
koma með okkur hjónunum í langar
og stuttar ferðir út fyrir borgina.
Stundum var það með nokkurra
mínútna fyrirvara og þegar við kom-
um til hennar var hún alltaf tilbúin
með kaffi og meðlæti og sjaldan
gleymdist dósin með brjóstsykurs-
molunum.
Hún var með afbrigðum frænd-
rækin og þegar við ókum um sveit-
irnar heyrði maður hana segja: Hér
býr eða bjó frænka eða frændi minn.
Ef farið var á Snæfellsnesið ók mað-
ur varla framhjá bæ að hún þekkti
ekki einhvern þar.
Hún naut þess að fara um sína
heimasveit, Helgafellssveitina, og að
Hofsstöðum.
Hún hvatti skyldfólk sitt oft til að
halda ættarmót og henni til mikillar
ánægju tókst það mjög vel. Eitt sinn
hringdi hún í ættingja sína og boðaði
þá 8. janúar 2000 á ættarmót í Ás-
garð í Glæsibæ, salinn var hún búin
að panta sjálf og fékk síðan börn og
tengdabörn sér til aðstoðar. Þar var
lesið upp ættartal, rabbað saman,
ávörp flutt og sungið, þá var kátt í
höllinni hjá Bertu.
Berta var listhneigð og fór óhefð-
bundnar leiðir í listsköpun sinni og
vöktu rennilásamyndir hennar verð-
skuldaða athygli og hún var með
myndirnar á sýningu í safnaðarheim-
ili Bústaðakirkju.
Við munum sakna hennar og eins
og fyrr er nefnt myndast skarð sem
erfitt er að fylla upp í.
Guð blessi minningu hennar og
njóti hún Guðs blessunar á því til-
verustigi sem hún flutti til.
Heiðar S. Valdimarsson.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar við hugsum um
ömmu og meðal þeirra eru heimsókn-
irnar til hennar á Réttarholtsveginn.
Þegar við vorum yngri var fátt meira
spennandi en að uppgötva ýmis æv-
intýri heima hjá ömmu og afa, hvort
sem þau leyndust í snyrtiborðinu
hennar ömmu eða fataskápnum uppi
á lofti, niðri í kjallara þar sem afi
geymdi málningaráhöldin sín eða úti
í garði, sem í minningunni var svo
ótrúlega stór og fullur af litríkum
blómum og rabarbara. Eins var mjög
eftirminnilegt að sitja með ömmu
inni í eldhúsi og hlusta á hana segja
svo skemmtilega frá því þegar hún og
afi bjuggu niðri í miðbæ og börnin
voru lítil. Myndirnar sem hún dró
upp af tíðarandanum, litríkum per-
sónum og umhverfinu birtust manni
ljóslifandi og voru einstök upplifun.
Amma var mjög handlagin og hug-
myndarík sem sást glöggt á ýmsu
handverki sem hún hafði unnið í
gegnum tíðina. Þá naut frumleiki
hennar sín sérstaklega vel í myndum
úr gömlum rennilásum sem hún vann
mikið að síðustu árin. Það var aðdá-
unarvert að fylgjast með því hvað
amma var alltaf jákvæð gagnvart því
að sjá og prófa eitthvað nýtt. Sem
dæmi var hún alltaf tilbúin að
skreppa í bíltúra, ferðalög eða heim-
sóknir og lét það ekki aftra sér þótt
síðustu árin ætti hún stundum erfitt
með gang. Amma var mjög fé-
lagslynd og hafði gaman af því að
hafa fólk í kringum sig. Þá hafði hún
sérstaklega gaman af því að heyra
um hvað „unga fólkið“ var að gera
eins og hún komst sjálf að orði og
fylgjast með því. Amma lét sér mjög
annt um fjölskylduna og var sann-
kölluð ættmóðir. Við kveðjum ömmu
nú með söknuði, minningin um hana
lifir alltaf með okkur.
Nanna Hrund Eggertsdóttir,
Sigríður Elísa Eggertsdóttir.
Þótt nú sé bjartasti tími ársins er
dimmt yfir vegna þess að amma er
dáin eftir erfiða sjúkdómslegu. Það
er erfitt að sætta sig við og trúa því
að hún sé farin frá okkur. Amma var
vel ern og fylgdist vel með öllu fram
að síðustu dögunum. Ótal minningar
koma upp í hugann um liðna tíma.
Minningar frá jólum, hátíðum og
ferðalögum í gegnum árin. Minnis-
stæð er dvöl með stórfjölskyldunni á
Arnarstapa sumarið 1999, þar sem
hún naut sín vel í umhverfi sem hún
þekkti undir Jökli.
Ég veit að henni líður vel núna á
öðru tilverustigi þar sem við munum
öll hittast aftur í fyllingu tímans. Ég
er þakklátur fyrir að hafa haft ömmu
svona lengi á meðal okkar.
Guð geymi þig, elsku amma.
Ragnar Þór Eggertsson.
Elsku Berta amma. Mikið eigum
við eftir að sakna þín. Í huga okkar
varst þú ættmóðirin, sem fylgdist
grannt með öllu sínu fólki. Vildir öll-
um svo vel, tengill fjölskyldunnar. Í
gegnum þig bárust fréttir af frænd-
fólkinu, nærskyldum sem fjarskyld-
um. Og þú varst stolt af þínu fólki.
Það verður skrítið að hafa þig ekki
lengur hjá okkur. Laga handa okkur
gott uppáhellt kaffi inni á Réttó. Spá
síðan í bollana og sjá alltaf bara lukk-
ustólpa eða eitthvað annað gott í
þeim … eða hlusta þegar þið mæðg-
ur, allar andlega sinnaðar, voruð að
tala um merka menn eins og Þorleif
heitinn í Bjarnarhöfn … eða þegar
þú varst að segja frá lífinu á Klapp-
arstígnum, þegar þið afi bjugguð þar.
Yndislegar sögur af mannlífinu í
Reykjavík fyrir rúmum 50 árum. Þar
hefur þú haft í nógu að snúast með
fjögur fjörug börn og fullt hús af
gestum. Það er einhver ævintýra-
ljómi yfir þessum sögum, þar sem
fléttast saman frænkur og frændur,
spákonur, kynlegir kvistir (skyldir
sem óskyldir) og verur af öðrum
heimi. Eða hvað Réttarholtsvegur 29
var ein undraveröld fyrir okkur
barnabörnin. Lyktin af olíumálning-
unni hans afa í kjallaranum, kaffi og
ilmandi bökunarlykt af kleinum og
randalín úr eldhúsinu … og garður-
inn líktist aldingarði, þar sem mátti
finna ýmsar blómategundir, jarðar-
ber og radísur.
Já, þær eru svo margar minning-
arnar og allar svo góðar, sem koma
upp í hugann. Elsku amma, við kveðj-
um þig með söknuði og þökkum fyrir
alla þína umhyggju og hjartahlýju.
Íris Hlín, Agnes Lind, Berta
Björk og Valdimar Fjörnir.
Elsku amma/langamma Berta. Við
viljum kveðja þig með örfáum orðum.
Þú hefur alltaf verið fastur punkt-
ur í lífi okkar og gátum við vitað með
vissu að hjá þér yrði tekið á móti okk-
ur með hlýhug og oftar en ekki með
gómsætum kræsingum. Við minn-
umst þín sem góðrar ömmu sem
sýndi því alltaf áhuga hvað við vær-
um að gera og hvernig okkur reiddi
af. Þú varst mjög ættrækin og þig
vantaði nær aldrei í fjölskylduvið-
burði, þrátt fyrir misgóða heilsu. Þú
miklaðir það aldrei fyrir þér að fara
út úr húsi, hvernig sem viðraði. Þú
varst mjög félagslynd og naust þess
að vera innan um vini og ættingja. Þú
vissir allt um alla, gleymdir engu og
sást til þess að fréttir bærust milli
manna.
Við munum trausta geymslu hjól-
anna okkar þegar við vorum í Rétt-
arholtsskóla, eggin og beikonið sem
steikt var ofan í okkur í hádegismat,
Ninja-lopalambhúshetturnar sem
voru prjónaðar úr svörtum íslensk-
um lopa, heimabakaða brauðið og
hangikjötið á aðfangadag, rennilá-
samyndirnar, kossana á höndina á
Bjarka, sögur um fornar vættir og
margt fleira sem lifir í huga okkar.
Það verður skrítið að hafa þig ekki
með okkur í komandi fjölskylduvið-
burðum, en þó sérstaklega á jóla-
dagskvöld þar sem þig hefur aldrei
vantað. Það er sérstaklega á þeim
stundum sem við munum minnast þín
og sakna.
Hvíl í friði, elsku amma, takk fyrir
allt.
Sölvi Hall, Daði Hall,
Arnaldur Hall, Guðríður og
Bjarki Hall.
BERTA
GUÐJÓNSDÓTTIR
HALL