Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 37

Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 37 okkar. Takk fyrir að „gefa“ okkur strákana þína, Börk og Hlyn, sem fengið hafa marga af þínum góðu kostum í vöggugjöf. Við kveðjum þig með söknuði. Blessuð sé minning þín. Við lofum að hugsa vel um unaðsreitinn þinn. Megi guð gefa okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Þínar tengdadætur, Hrafnhildur og Inga Huld. Í dag kveðjum við í hinsta sinn elskulegan tengdaföður minn Birgi Antonsson. Leiðir okkar Birgis hafa legið saman síðustu tólf ár og er óhætt að segja að yndislegri maður er vandfundinn. Mig langar í nokkr- um orðum að rifja upp þær vörður sem hann hefur skilið eftir sig í huga mínum. Birgir var mikill áhugamaður um gamla bíla og flugvélar. Þannig verð- ur vart fundinn sá maður sem hefur meiri þekkingu á árgerðum og teg- undum slíkra tækja. Þegar legið var yfir bíómynd átti Birgir það til að fræða mann um hvaða tæki bar fyrir augun á skjánum, „Ford ’57,“ sagði hann án þess að útskýra það nokkuð frekar, þegar vel fægður Ford ’57 rúllaði yfir skjáinn. Í starfi sínu hin seinni ár ferðaðist Birgir mikið um landið og má meðal annars sjá minnisvarða um hann við þjóðveginn hringinn í kringum land- ið í formi veðurathugunarstöðva og umferðargreina. Hann lagði mikinn metnað í starfið og var óþreytandi við að sýna og útskýra hvernig tækninni fleygði fram í þessum mál- um. Segja má að Birgir hafi verið heppinn að því leyti að geta samein- að vinnu sína og áhugamál á þennan hátt. Fyrir um þremur árum festi Birg- ir kaup á sumarbústað í Hvalfirði ásamt systur sinni Valborgu sem andaðist 13. mars 2001. Stundirnar sem fjölskyldan hefur átt í Hvalfirð- inum eru ómetanlegar og verða vel geymdar í hugarfylgsnum mínum um ókomin ár. Birgir lagði ósjaldan leið sína í sumarbústaðinn og hugs- aði vandlega um allan gróður ásamt því að viðhaldið var í góðum höndum. Birgi voru einnig vel lagðar hend- ur þegar kom að því að snúast í kringum afabarnið sitt, Hilmu Ösp, og var óþreytandi við að leika sér við hana og sinna henni á allan þann hátt sem fjörugt barn krafðist. Elsku Birgir, á þessum degi kveð ég þig með söknuð í hjarta. Þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman þótt við báðir hefðum óskað þess að þær yrðu fleiri. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðm.) Áskell Þór Gíslason. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Ný strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elskulegur bróðir og góður vinur hefur hlýtt kalli himnaföður. Það kom snöggt, eins og alltaf, og í þessu tilfelli líka ákaflega óvænt, því Birgir hafði varla kennt sér nokkurs meins fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir þetta sviplega, snögga kall. Það voru erfið spor sem ég átti heim til hans þetta kvöldið. Birgir var sannkallaður stóri bróðir minn og naut ég þess í ríkum mæli alla tíð á allan hátt. Ætíð til taks, ef á aðstoð þurfti að halda, sama í hverju hún var fólgin, alltaf hlýr og elskulegur í öllu sem að mér og mínum sneri. Elsku bróðir, margs er að minnast og margt áttum við ógert, það bíður síns tíma og verður í minningasjóðn- um. Takk fyrir allt og allt, Guð geymi þig og styrki börnin þín, barnabörn- in og Jónu, sem öll kveðja þig með söknuði. Óli.  Fleiri minningargreinar um Birgi Antonsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÁLMARS GUÐMUNDSSONAR, Vogatungu 41, Kópavogi. Gunnlaugur Hjálmarsson, Guðný Andrésdóttir, Sjöfn Hjálmarsdóttir, Sigurjón Arnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Heiðardal, Vestmannaeyjum. Erna Hrólfsdóttir, Jón Örn Ámundason, Birna Hrólfsdóttir, Einar Sveinsson, Ásta Sigríður Hrólfsdóttir, Agnar Fr. Svanbjörnsson, Hrefna Hrólfsdóttir, Hjörtur Örn Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.