Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 41
m
TÍMARIT UM MAT & VÍN27062003
Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is
Auglýsendur!
Næsta tölublað af tímaritinu m sem fjallar
um mat og vín, kemur út föstudaginn 27.
júni næstkomandi.
Tímaritið fylgir Morgunblaðinu í 55.000
eintökum til allra kaupenda blaðsins um
land allt.
Matur og vín eru orðin stór hluti af lífi
landsmanna og margir sem hafa það sem
sérstakt áhugamál. Tímaritinu er ætlað að
endurspegla þennan nýja lífsstíl
landsmanna á lifandi og áhugaverðan hátt.
Stærð tímaritsins er 25x36 sm og er það
skorið og heftað.
Pantanafrestur auglýsinga er til
mánudagsins 23. júní kl. 16:00
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 41
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl.
11:00. Bænastund alla þriðjudaga
kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólar-
hringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5.
Allir alltaf velkomnir.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Eng-
in unglingasamkoma í kvöld vegna
17. júní-móts í Kirkjulækjarkoti.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa-
markaður frá kl. 10–18 í dag.
Kirkja sjöunda dags aðventista.
Samkomur laugardag:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19.
Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorra-
son.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Guðný Krist-
jánsdóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Um-
sjón: Unga fólkið.
Þorlákskirkja, Þorlákshöfn. Biblíu-
fræðsla kl. 10. Barnaguðsþjónusta
kl. 11.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðs-
þjónusta kl. 10.30.
Biblíurannsókn og bænastund á
sunnudögum kl. 13.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
Nýjar vörur
Hallveigarstíg 1
588 4848
SEGLAGERÐIN Ægir heldur
upp á 90 ára afmæli sitt um þessar
mundir. Um helgina verður haldin
afmælishátíð við Eyjarslóð 7 þar
sem fyrirtækið hefur verið með
starfsemi sína síðustu misserin. Á
svæðinu verða til sýnis og sölu
tjaldvagnar, fellihýsi og sumarbú-
staðir, auk fylgihluta. Í fréttatil-
kynningu segir að sérstök hátíð-
artilboð verði á nokkrum gerðum
vagna í tilefni tímamótanna.
Hoppkastalar, leiktæki og blöðrur
verða fyrir börn á öllum aldri. Af-
mælishátíðin stendur yfir á laug-
ardag frá kl. 12–16 og á sunnudag
frá kl. 13–17.
Guðmundur Ingólfsson sjómað-
ur stofnaði Seglagerðina Ægi og
rak hana einn fyrstu árin en síðar
keypti Sigurður Gunnlaugsson
skipstjóri sig inn í reksturinn.
Þeir félagar stýrðu síðan Segla-
gerðinni saman allt þar til Guð-
mundur lést árið 1951. Þáverandi
starfsmaður Seglagerðarinnar,
Óli S. Barðdal, keypti þá hlut Guð-
mundar heitins og eftir fráfall Sig-
urðar, árið 1960, keypti Óli einnig
hans hlut og fyrirtækið hefur ver-
ið í eigu fjölskyldunnar allar götur
síðan. Árið 1977 var Seglagerðin
gerð að einkahlutafélagi og árið
1995 var fyrirtækið gert að hluta-
félagi sem það er í dag. Óli féll frá
árið 1983 en Seglagerðinni stýra í
dag sonarsynir hans, Björgvin og
Arnar Barðdal.
Afmælishátíð
hjá Seglagerðinni
Ekkert verk unnið í granít
Ranglega var sagt í umsögn í
blaðinu í gær um sýningu Arnar Þor-
steinssonar á Kjarvalsstöðum að þar
væri m.a. að finna verk unnin í gran-
ít. Staðreynd málsins er sú að öll
stærri verkin á sýningunni eru unnin
úr grágrýti úr Skagafirði og ekkert
verkanna er úr graníti. Minni verkin
á sýningunni sem unnin eru úr grá-
grýti eru fengin úr Öskjuhlíðinni.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Er vinningur
í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill
kælibox í bíla • línuskautar
hlaupahjól og margt, margt fleira!
Glæsilegir vinningar
HEKLA hf. kynnir
nú í vikunni
Volkswagen Tour-
an, nýjan sjö
manna bíl frá
Volkswagen.
Touran er hlaðinn
öryggis- og þæg-
indabúnaði, þar á
meðal sex öryggis-
loftpúðum, ESP
stöðugleikabúnaði,
hemlahjálp og út-
varpi með geisla-
spilara. Touran kemur á markað
hér á landi með nýrri FSI-vél og sex
gíra gírkassa. Vélina er einnig
hægt að fá með sex þrepa sjálf-
skiptingu og verður sá búnaður í
boði frá miðju sumri.
Meðal þeirra atriða sem vekja at-
hygli er fjölhæf nýting innanrýmis
og mikið pláss. Lipurð og öryggi í
akstri við allar aðstæður er ekki
síst að þakka nýhönnuðum hjóla-
búnaði, með McPherson-gorma-
fjöðrun að framan og nýrri fjög-
urra liða fjöðrun að aftan.
Diskahemlar á öllum hjólum (með
kældum diskum að framan) ásamt
ESP með hemlahjálp og ABS-
hemlalæsivörn eru staðalbúnaður.
Touran kemur búinn sjö sætum
en hægt er að panta bílinn í fimm
sæta útgáfu. Sætin tvö í þriðju
sætaröðinni er hægt að fella niður í
gólfið. Í fimm sæta uppröðun er
pláss fyrir 695 lítra af farangri, en
þessi tala hækkar í 1.989 lítra þeg-
ar aftursætin eru tekin í burtu.
Heildarburðargetan er meira en
660 kíló. Grunnverð Volkswagen
Touran er 2.250.000 krónur, segir í
fréttatilkynningu.
Hekla kynnir
Volkswagen Touran
Lýst eftir
vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir vitnum að ákeyrslu á kyrr-
stæða bifreið í bifreiðastæði við
Tryggagötu 6 aðfaranótt 9. júní.
Ekið var á fólksbifreið af gerð-
inni Lancia með skrásetningar-
númerinu MD-258 og hún stór-
skemmd. Ökumaður yfirgaf
vettvang án þess að tilkynna tjón-
ið. Talið er að atvikið hafi orðið
eftir klukkan þrjú þá um nóttina.
Er ökumaðurinn beðinn að gefa
sig fram við umferðardeild lög-
reglunnar í Reykjavík svo og vitni
að atburðinum.
DHL flytur
til og frá
Írak
ÍSLENSKIR ættingjar og vinir
fólks sem býr eða dvelur um þess-
ar mundir í Írak geta nú reitt sig á
alhliða flutninga frá alþjóðlega
flutningafyrirtækinu DHL. Þetta
var tilkynnt í höfuðstöðvum DHL
um leið og ljóst var að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefði aflétt
viðskiptaþvingunum á landið. DHL
er fyrsta og eina flutningafyrir-
tækið sem er með starfsemi í Írak,
jafnt sem í öðrum 220 löndum
heimsins, segir í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu.
„Meðal þeirrar þjónustu sem
DHL býður upp á í Írak eru hrað-
flutningar, auk fraktflutninga flug-
leiðis sem sjóleiðis. Ákvörðun
DHL um að hefja starfsemi í Írak
var tekin um klukkustund eftir að
Öryggisráð SÞ hefði aflétt við-
skiptaþvingunum.
Til að byrja með mun DHL hafa
sjö manns í vinnu, þar af fjóra
Íraka, og flogið verður þrisvar
sinnum í viku frá Bahrain til Bag-
dad. Þá mun DHL einnig bjóða
upp á landflutninga um tvær leið-
ir,“ segir í tilkynningunni.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ályktun frá Heimi, félagi ungra
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ,
um veru Varnarliðsins:
„Heimir, félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjanesbæ, skorar á
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að
beita sér af fullum þunga fyrir póli-
tískri lausn í viðræðunum um veru
Varnarliðsins hér á landi. Sé
ákvörðun um brottflutning Varn-
arliðsins tekin með skömmum fyr-
irvara mun slíkt valda upplausn í
atvinnumálum á Suðurnesjum sem
erfitt er að bregðast við. Brottflutn-
ingur flughersins gæti einnig grafið
undan stuðningi almennings á Ís-
landi við utanríkisstefnu Banda-
ríkjamanna. Þá er ljóst að varnir
landsins skerðast verulega og póli-
tísk samskipti ríkjanna geta borið
skaða af. Staða heimsmálanna
breytist ört og óljóst er hvert mik-
ilvægi Íslands verður í framtíðinni.
Vera Varnarliðsins með óbreyttum
hætti er því mikilvæg fyrir sameig-
inlega hagsmuni ríkjanna tveggja.“
Áskorun til
stjórnvalda
Málþing um kynþáttafordóma
og þjóðernishyggju Afríka 20:20,
Mannfræðifélag Íslands og Heims-
þorp í samvinnu við AUS standa
fyrir málþingi um kynþátta-
fordóma og þjóðernishyggju í
Norræna húsinu á morgun, laug-
ardaginn 14. júní, kl. 14–17. Er-
indi halda: Hallfríður Þórarins-
dóttir mannfræðingur, Árni
Helgason sagnfræðingur, Kristín
Loftsdóttir mannfræðingur, Pétur
Waldorff háskólanemi, Samuel
Richard Oppong (Akeem) með-
ferðarráðgjafi og Melkorka Ósk-
arsdóttir, formaður Heimsþorps.
Fundarstjóri: Gerður Gestsdóttir,
verkefnisstjóri fræðsludeildar Al-
þjóðahússins. Fyrirlestrarnir fara
fram á íslensku en enskumælandi
fólki stendur túlkun til boða. Þá
fara umræður fram bæði á ís-
lensku og ensku.
Fjölskylduganga á Ingólfsfjall
HSK og Alviðra, umhverf-
isfræðslusetur Landverndar,
standa fyrir fjölskyldugöngu á
Ingólfsfjall á morgun, laugardag-
inn 14. júní, kl. 14. Gangan er
hluti af verkefni sem UMFÍ
stendur fyrir í ár og nefnist ,,Fjöl-
skyldan á fjallið“. Þátttakendur
komi að Alviðru undir Ingólfsfjalli
við Sog, gegnt Þrastarlundi í
Grímsnesi. Þaðan er merkt göngu-
leið á fjallið. Eftir gönguna verður
boðið upp á veitingar í Alviðru.
Göngustjóri verður Hjördís B. Ás-
geirsdóttir, staðarhaldari í Al-
viðru. Allir velkomnir.
Komið verður fyrir dagbók/
gestabók á þau fjöll sem tilnefnd
verða í verkefninu ,,Fjölskyldan á
fjallið“. Í lok ágúst verða dregnir
út nokkrir einstaklingar sem fá
verðlaun.
Á MORGUN