Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Ronhald H. Brown, rannsóknar- og eft- irlitsskip og út fara Berlin, La Fayette, Mánafoss, Bremen, Luetjens og Pamiut. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Kl. 13.30 bingó..) Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Miðar á dagsferð Reykjanes 18. júní verða seldir í dag kl. 13–15. Billjard kl. 13.30, brids kl. 13. Pútt- æfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. S. 588 2111. Dagsferð 24.júní: Þjórsárdalur, Hóla- skógur, Stöng, Hraun- eyjar. Skoðunarferð um Þjórsárdal og ná- grenni. Kaffi og með- læti í Hrauneyjum Leiðsögn Tómas Ein- arsson. Einnig minnum við á fleiri ferðir sjá síð- asta tímarit List- arinnar að lifa. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10– 16. Gerðuberg, fé- lagsstarf, sími 575 7720. Í dag kl. 9– 16.30 vinnustofur opn- ar, m.a. bútasaumur og föndur. Kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, hárgreiðsla, fóta- aðgerð, leikfimi. Pútt kl. 10–12. Miðvikudag- inn 25. júní verður Jónsmessuhátíð í Skíðaskálanum undir stjórn Óla B. Ólafs- sonar. Ekið verður um Heiðmörk og Vatns- veitan heimsótt. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13. Skráning á skrif- stofu eða í síma 587 2888. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting, fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, , kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og opin vinnustofa, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fót- aðgerð, kl. 12. 30 opin vinnustofa, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánudaga og fimmtudaga. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, föstudaginn 13. júní kl. 10 við Ljós- heima. Minningarkort Minningarkort Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu, eru af- greidd í síma 551 7868 á skrifstofutíma og í öll- um helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort Foreldra- og vina- félags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópavogshæli), í síma 560 2700 og á skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551 5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Í dag er föstudagur 13. júní, 164. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálk- anum í auga þínu? (Matt. 7, 3.)     Umræður um varn-armál eru nú nokkuð fyrirferðarmiklar á vef- svæðum um stjórnmál. Á Kremlarvefnum ritar Magnús Árni Magnússon grein þar sem hann segir m.a.: „Ef Íslendingar telja að hér verði að vera flugher til að tryggja varnir landsins, en Bandaríkjamenn telja að meira gagn sé að flug- hernum þeirra ann- arsstaðar, þá endar það auðvitað með því að hér verður enginn flugher svo lengi sem varnirnar eru alfarið í höndum Bandaríkjamanna. Ef við teljum okkur þurfa flug- her til að vernda landið, þá er auðvitað sjálfgefið að við, sem sjálfstæð þjóð, höldum honum úti sjálf. Hvers vegna? Jú, því annars erum við ekki „sjálfstæð“ þjóð í þess orðs skilningi. Ef við get- um ekki séð okkur fyrir þeim lágmarksvörnum sem við teljum að hér þurfi að vera til staðar á friðartímum, þá er sjálf- stæði okkar orðin tóm.     En auðvitað er þettaekki svona einfalt. Þetta er líka spurning um peninga. Það er frek- ar óraunhæft að íslenska ríkið leggi að óbreyttu út í þann kostnað sem er því samfara að byggja upp til viðbótar við þá land- helgisgæslu sem þegar er til staðar flugsveit með fjórum orrustuþotum, sem virðist vera sá lág- marksviðbúnaður sem menn telja að þurfi. Þó er það ekki útilokað að slíkt yrði mögulegt með aðstoð Bandaríkjamanna, sem sæju sér kannski meiri hag í því að hjálpa okkur til að sjá um eigin varnir. Þetta er fyr- irkomulag sem er Banda- ríkjamönnum ekki ókunnugt og má í því sambandi nefna Ísrael, sem þeir hafa stutt með peningum, vopnum, ráð- um og dáð. Það sama á við um fleiri bandalags- þjóðir Bandaríkjanna.     Slíkt samband, þar semvið nytum hernaðar- aðstoðar Bandaríkja- manna en sæjum sjálf um varnirnar, væri auðvitað eitthvað sem sjálfstæðu smáríki væri fullur sómi að. Auðvitað er það svo að íslenskt varnarlið myndi aldrei standast innrás raunverulegs her- afla margfalt stærri tæknivæddrar þjóðar. Ef til slíks kæmi myndum við, eins og vel flestar aðrar þjóðir þessa heims, þurfa að kalla til banda- menn okkar okkur til fulltingis. Hins vegar værum það við sjálf sem hefðum eftirlit með ís- lensku landi, miðum og lofthelgi. Við sjálf ákvæðum þann varn- arviðbúnað sem hér þyrfti að vera, t.a.m. til að verjast hryðjuverkum og ásælni í auðlindir okk- ar. Íslendingar sæju sjálf- ir um varnir Íslands. Við erum rík, vel menntuð og tæknivædd þjóð og höf- um fulla burði til þess að taka við þessu sjálfsagða hlutverki fullvalda ríkis.“ STAKSTEINAR Kreml og varnarmálin Víkverji skrifar... NÚ ER brostin á grilltíð, eða tímiglóðarsteikingar, eins og glöggt má sjá af auglýsingum um grilltæki og grillmat. Blámóðu leggur yfir bæ- inn á góðviðrisdögum og ilmurinn kitlar nefið. Víkverji dagsins kann vel að meta glóðarsteiktan mat, sé hann almennilega grillaður, vel að merkja. Grillarar skiptast í grófum drátt- um í tvo hópa, kolagrillara og gas- grillara. Víkverji tilheyrir fyrrnefnda hópnum, sem virðist vera í minni- hluta hér á landi ef marka má laus- lega könnun á því hvernig grillbún- aður er algengastur við híbýli. Svo virðist sem Íslendingar hafi ánetjast gasgrillunum svo gjörsamlega að ko- lagrillararnir eru jafnvel litnir vor- kunnaraugum. Á sama hátt líta margir forfallnir kolagrillarar á gas- liðið sem viðvaninga! En hvers vegna kolagrill? Vík- verja þykir bragðið einfaldlega betra. Vandkvæðin sem sumum þykja fylgja kolunum verða léttvæg séu notaðar almennilegar græjur. Fyrir mörgum árum áskotnaðist Víkverja amerískt kolagrill, mikill ketill með loki. Leyndardómur hans felst í því að maturinn er eldaður með lokið á katlinum. Það hefur þann kost að hitinn dreifist jafnt um ketilinn sem gefur betri árangur við eldunina. Glóðin í lokuðum katlinum er betur varin fyrir vindblæstri en í opnu grilli eða gasgrilli. Lokaði ket- illinn lengir því töluvert þann tíma ársins sem hægt er að grilla hér á landi með góðu móti. Auk þess að krydda matinn og marínera er hægt er að bragðbæta hann enn frekar með því að setja deigan reykspæni eða viðarkubba á glóðina. Með þessari aðferð finnst Víkverja grillbragðið verða ósvikið. Annar kostur við lokaða kolagrillið þykir Víkverja ekki síðri. Það er nógu rúmgott til að hægt sé að nota svokallaða „óbeina“ eldun. Þá er glóðunum sópað út í hliðarnar og því ekki beint undir matnum. Þegar vænu lambakjöti er brugðið á grillið og fitan fer að drjúpa fellur hún því ekki á kolin. Þótt það gerist er lítil hætta á ferðum því í lokuðum katl- inum er ekki nóg súrefni til að fitan logi. Þannig má losna við bókstaflega eldsteikingu, sem hvorki er kræsileg né heilsusamleg. x x x MÖGULEIKAR kolagrillsins erunær endalausir. Víkverji las um dönsk hjón sem elda helst á grilli, það er kolagrilli með loki. Þau eiga útieldhús þar sem eru mörg grill af ýmsum stærðum. Grillin nota þau ekki einungis til að steikja kjöt og fisk yfir sumartímann heldur er glóð- að allt árið og eldaður matur af öllu tagi. Þau baka rúgbrauð, eplakökur og já kransakökur á grillunum. Auk þess eru grillaðir ávextir gjarnan notaðir í eftirrétti. Um jólin fer svo „flæskesteg“ á grillið. Þessi ágætu hjón hafa skrifað matreiðslubækur um eldun á grilli allan ársins hring og hvernig best er að bera sig að. Samkvæmt þeim kokkabókum á Vík- verji margt ólært í grillfræðum. Vandræði með leikskóla BARNIÐ mitt er að hætta á leikskóla um miðjan júní og fara á annan í byrjun ágúst. Áður en ég fékk úthlutað plássi fékk ég rukkun fyrir báða leikskólana. Ég hringdi í bankann og var sagt að tala við Leik- skóla Reykjavíkur, sem ég og gerði. Var mér þá sagt að henda kvittuninni, ég fengi nýja. 15. maí sl. fékk ég ítrekun frá bankanum, ég hringdi í Leikskóla Reykja- víkur og talaði við yfirleik- skólakennarann í nýja leik- skólanum. 6. júní sl. fékk ég aftur ítrekun frá bankanum. Ég á ekki að þurfa að borga pláss fyrr en í ágúst, þ.e. eftir þennan júnímánuð. Ég vil koma þessu á fram- færi svo að þetta verði lag- að. Sigurlína. Varðandi misferli VEGNA umræðu um mis- ferli hjá starfsmanni Sölu- nefndarinnar í sambandi við viðskipti við herinn vaknar sú spurning hvort þarna sé eingöngu við undirmenn að sakast. Ég vil spyrja hvaða ráð- herra er það sem ber ábyrgð á þessari starfsemi? Þetta er búið að ganga í ára- tugi, upp úr miðri seinni heimsstyrjöldinni, og þessi rannsókn hlýtur að þurfa að ganga lengra aftur í tímann og ekki einangrast við mál innkaupastjórans sem var látinn hætta fyrir stuttu. Ráðherraábyrgð hlýtur að vera þarna fyrir aftan. Þessir menn hljóta að starfa undir einhverju ráðuneyti. Það er líkt og það tíðkist hér að menn séu án allrar ábyrgðar. Einar Vilhjálmsson. Góð þjónusta hjá Steinari Waage ÁNÆGÐUR viðskiptavinur hafði samband við Velvak- anda og vildi koma á fram- færi þakklæti fyrir góða þjónustu hjá Steinari Waage í Kringlunni. Vandlátur viðskiptavinur. Tapað/fundið Bensínlok tapaðist HINN 10.6. sl. tapaðist lok af bensíntanki við bensín- stöð sunnan Miklubrautar þar sem nú er Orkan. Sími 553 5194 eða 865 4302. Fundarlaun í boði. Smábarnaskór týndist HVÍTUR Nikeplay-smá- barnaskór týndist um hvíta- sunnuhelgina. Hann hefur sennilega dottið úr bíl ein- hvers staðar á leiðinni frá Reykjavík að Flúðum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Unni í síma 586 1580. Dýrahald Fimm hálfir persar fást gefins VIÐ erum fimm hálfir pers- ar. Mamma er vel ættuð, með ættartölu, en pabbi al- þýðuköttur, svo að við kost- um ekkert. Við viljum heimili þar sem við komumst út og inn, njót- um almennra kattaréttinda og umhyggju fram í háa elli. Þeir sem hafa áhuga á okkur eru beðnir að hringja í síma 552 7836 eftir kl. 17. Kettlingur fæst gefins NÍU VIKNA gamall kett- lingur er í leit að góðu heim- ili. Hann prýðir allt sem prýtt getur góðan kettling; er fallegur, skemmtilegur og kassavanur. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða honum inn á sitt heim- ili geta haft samband í síma 565 3422. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Hlaupið til móts við gangbrautarkarlinn. LÁRÉTT 1 bauka, 4 ólundin, 7 næða, 8 byggð, 9 víð, 11 titra, 13 verma, 14 lagvopn, 15 klína, 17 grófur, 20 ílát, 22 eldi- viðurinn, 23 tóbaki, 24 ferma, 25 flot. LÓÐRÉTT 1 hjálpar, 2 tanginn, 3 mjög, 4 lögun, 5 með- vindur, 6 gista, 10 úthlaup, 12 keyra, 13 vöflur, 15 stór, 16 höfuðs, 18 skin, 19 heift, 20 ilma, 21 skrokkur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kollóttur, 8 kofar, 9 illur, 10 kát, 11 trana, 13 innan, 15 hjóms, 18 strák, 21 tin, 22 grófu, 23 örðug, 24 fagurgali. Lóðrétt: 2 offra, 3 lurka, 4 teiti, 5 ullin, 6 skot, 7 grín, 12 nam, 14 not, 15 hagl, 16 ósóma, 17 stunu, 18 snögg, 19 riðil, 20 kugg. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.