Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.06.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið kvennamót sunnudaginn 15. júní Verðlaun 1.-3. sæti með forgjöf 1.-3. sæti án forgjafar Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Allir keppendur fá teiggjafir Keppnisgjald kr. 2.000 Ræst út kl. 10:00 - 14:00 Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421 4100 LEK - golfmót á Hólmsvelli í Leiru Lek Golfmót verður á Hólmsvelli í Leiru laugardaginn 14. júní. Keppt í flokkum karla 50-54 ára, 55 ára og eldri, 70 ára og eldri og í flokki kvenna 50 ára og eldri. Þá er mótið jafnframt viðmiðunarmót til landsliðs karla 55 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri. Skráning á golf.is og í síma 431 2711. ÚRSLIT ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu hefur náð að snúa dæm- inu við á stuttum tíma. Þó svo að landsliðið hafi ekki verið að leika neina stórleiki, þá hafa leikmenn liðsins mætt til leiks með réttu hugarfari í viður- eignir gegn Færeyjum og Lithá- en og fagnað sigri. Þeir hafa mætt til leiks til að gefa allt sem þeir eiga í leikina og náð að leika sem liðsheild. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson gerðu leikmönnum sínum ljóst að það væri undir þeim komið hver árangurinn yrði. Það væru leikmennirnir sjálfir sem lékju leikina, engir aðrir. Svo einföld voru skilaboðin – málið var ekki gert flókið, þannig að leikmenn- irnir gerðu sér fyllilega grein fyrir til hvers þeir voru valdir til að leika fyrir hönd Íslands. Ég hef oft séð landsliðið leika betur, en eins og staðan var á þeirri stundu var það ekki spurningin um það að vera með einhverja sýningu í snilldar- töktum heldur að leggja sig fram við verkefnið af fullum krafti og gefa ekkert eftir. Það tókst og nú verða næstu skref tekin – fram á við. Landsliðsmennirnir hafa held- ur betur verið í sviðsljósinu og þeir stóðust prófið. Það hefur þó átt sér stað vægast sagt furðuleg uppákoma í fjölmiðlum að und- anförnu í sambandi við fyrrver- andi landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu. Tvisvar sinnum á stuttum tíma hefur Guðjón Þórðarson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari, verið í sviðsljósinu í fjölmiðlum um leið og landsliðið hefur verið að leika landsleiki. Í fyrra skiptið til að gagnrýna landsliðið og landsliðs- þjálfara sem tók við hans starfi. Í seinna skiptið tilkynnti Guðjón að hann væri búinn að senda inn atvinnuumsókn til KSÍ, um að taka aftur við landsliðinu. Í sjón- varpsviðtali og blaðaviðtali fór fram ein mesta atvinnuumsókn Íslandssögunnar. Það efast enginn um að Guð- jón sé fær þjálfari, en aftur á móti er erfitt fyrir hann að snúa Erfitt að snúa klukkunni til baka BJÖRGVIN Sigurbergsson lék á þremur höggum yfir pari á þriðja og jafnframt lokakeppnisdegi Euro-pro-mótaraðarinnar sem fram fer á Palm- ares-vellinum í Algarve, Portúgal. Björgvin endaði samanlagt 5 undir pari, 67-67-74, og varð sjötti af alls 145 keppendum sem hófu leik. Sigurvegari mótsins lék á 17 undir pari samanlagt og fékk í sinn hlut um 12,3 milljónir ísl. kr. en Björgvin fékk 246 þúsund ísl. kr. í verðlaunafé fyrir árangur sinn. Þetta er besti árangur Björgvins á Euro-pro- mótaröðinni til þessa og samanlagt hefur hann unn- ið sér inn rúma hálfa milljón ísl. króna á mótaröð- inni til þessa. Björgvin er í 26. sæti á peningalista mótaraðarinnar þessa stundina en þá er ekki búið að taka með í reikninginn árangur hans á Palmares í Portúgal. Ólafur Már Sigurðsson lék fyrsta keppnisdaginn á mótinu en var dæmdur úr leik að þeim hring lokn- um þar sem hann skrifaði ekki undir skorkort sitt. Björgvin sjötti í Palmares GUÐNI Bergsson, sem lék sinn síð- asta landsleik í fyrrakvöld, er kom- inn í langþráð frí. Hann kvaddi ís- lenska landsliðshópinn í Frankfurt á leið liðsins heim til Íslands í gær og hélt upp í flugvél til Mallorca. Þar hittir Guðni fyrir fjölskyldu sína og saman ætlar hún að slaka á í sólinni. Tímabilið hefur verið langt og strangt hjá Guðna. Leiktíðinni með Bolton lauk hann í maí og síðan tók við verkefnið með landsliðinu. Guðni var ekki sá eini í landsliðinu sem ekki skilaði sér heim til Íslands. Fé- lagarnir í liði Lokeren, Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel Baldvinsson, héldu til Belgíu en á laugardaginn gengur Arnar Þór í það heilaga og verða fé- lagar hans í liðinu viðstaddir brúðkaupið. Guðni kominn í langþráð frí Guðni KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 32-liða úrslit: Seyðisfjörður: Huginn – ÍA...................... 18 Kópavogsvöllur: HK – KR................... 19:15 Hlíðarendi: Númi – Valur .................... 19:15 Víkin: Deiglan – Víkingur R. ............... 19:15 Njarðvíkurv.: Njarðvík – Þróttur R. .. 19:15 Hásteinsvöllur: KFS – ÍBV................. 19:15 Selfossvöllur: Selfoss – KA.................. 19:15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík.. 19:15 ÍR-völlur: ÍR – Fram ........................... 19:15 VISA-bikar kvenna, 2. umferð: Fjölnisvöllur: Fjölnir – ÍR........................ 20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar kvenna, 2. umferð: HK/Víkingur - Stjarnan ..........................0:3 Auður Skúladóttir, Lilja B. Valþórsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir.  Stjarnan er komin í 8 liða úrslit. 1. deild kvenna B Leiknir F. - Höttur....................................0:6 Staðan: Höttur 3 3 0 0 12:1 9 Tindastóll 2 2 0 0 13:1 6 Fjarðabyggð 3 2 0 1 12:7 6 Sindri 2 1 0 1 5:6 3 Einherji 2 0 0 2 3:7 0 Leiftur/Dalvík 2 0 0 2 4:15 0 Leiknir F 2 0 0 2 1:13 0 Vináttulandsleikir Ekvador - Perú ......................................... 2:2 Hondúras - Chile ...................................... 1:2 Svíþjóð Öster - Elfsborg ........................................1:2 Staðan: Hammarby 9 6 3 0 14:6 21 AIK 9 6 2 1 20:9 20 Djurgården 9 6 1 2 24:7 19 Örebro 9 5 1 3 15:12 16 Halmstad 9 4 2 3 14:12 14 Helsingborg 9 4 2 3 10:12 14 Malmö 9 3 3 3 13:11 12 Elfsborg 9 3 3 3 11:16 12 Gautaborg 9 2 3 4 13:12 9 Sundsvall 9 2 3 4 10:13 9 Landskrona 9 2 3 4 10:14 9 Örgryte 9 2 2 5 11:18 8 Öster 9 2 1 6 7:16 7 Enköping 9 1 1 7 8:22 4 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslit New Jersey - San Antonio ...................77:76  Staðan er 2:2. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Miðnæturmót ÍR Laugardalsvöllur í Reykjavík, 12. júní: KARLAR 200 m hlaup: Bjarni Þór Traustason, FH..................22,94 Sigurkarl Gústafsson, UMSB ..............23,05 Andri Karlsson, Breiðablik ..................23,13 800 m hlaup: Björn Margeirsson, Breiðabl. ...........1.54,59 Stefán Már Ágústsson, UMSS..........1.58,94 Burkni Helgason, ÍR..........................2.00,84 5000 m hlaup: Sigurbj. Árni Arngrímss, UMSS ....15.39,28 Stefán Guðmundsson, Breiðabl. .....16.44,86 Sveinn Ernstsson, ÍR.......................16.50,86 400 m grindahlaup: Björgvin Víkingsson, FH .....................54,16 Unnsteinn Grétarsson, ÍR....................55,83 4x100 m boðhlaup: Breiðablik...............................................44,57 FH...........................................................44,65 Kringlukast: Jón Bjarni Bragason, Breiðabl. ...........47,24 Stefán Ragnar Jónsson, Breiðabl. .......43,34 Magnús Björnsson, USAH...................35,94 KONUR: 200 m hlaup: Sunna Gestsdóttir, UMSS....................24,99 Hildur Kristín Stefánsdóttir, ÍR..........26,41 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl. ........26,98 1500 m hlaup: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR...............4.45,24 Marta Ernstdóttir, ÍR .......................4.48,88 Herdís Helga Arnalds, Breiðabl. ......5.16,06 400 m grindahlaup: Þóra Kristín Pálsdóttir, ÍR ..................67,85 4x100 m boðhlaup: Breiðablik...............................................49,06 Meyjasveit ÍR........................................51,86 Fjölnir.....................................................53,22 Stangarstökk: Fanney Björk Tryggvadóttir, ÍR ..........3,40 Aðalheiður Vigfúsdóttir, Breiðablik......3,20 Kringlukast: Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann................41,56 Hallbera Eiríksdóttir, UMSB..............36,40 Jóhanna Sigmundsdóttir, ÍR ...............19,10 Spjótkast: Vigdís Guðjónsdóttir, HSK ..................48,60 Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, FH .....46,53 Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann................46,46 GOLF Opna bandaríska meistaramótið Staða efstu manna kl. 23.00 í gær: Brett Quigley .......................................65 (-5) Justin Leonard ....................................66 (-4) Jay Don Blake......................................66 (-4) Stephen Leaney...................................67 (-3) Tom Gillis .............................................68 (-2) Ian Legatt ............................................68 (-2) Mark Calcavecchia ..............................68 (-2) Hidemichi Tanaka ...............................69 (-1) Cliff Kresge..........................................69 (-1) Tom Byrum..........................................69 (-1) Ernie Els ..............................................69 (-1) Loren Roberts .....................................69 (-1) Billy Mayfair ........................................69 (-1) Padraig Harrington ............................69 (-1) Colin Montgomerie .............................69 (-1) Jonathan Byrd .....................................69 (-1) Timothy Clark .....................................69 (-1) Robert Damron ...................................69 (-1) Chad Campbell ...........................................70 Tiger Woods...............................................70 Vijay Singh..................................................70 Bernhard Langer .......................................70 Charles Howell ...........................................70 Bob Estes....................................................70 Justin Rose .................................................70 Samningur þeirra Ásgeirs ogLoga við KSÍ er þess eðlis að báðir geta þeir hætt fyrirvaralaust og knattspyrnusambandið er sömu- leiðis ekki með neinar skuldbinding- ar gagnvart þeim. Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, lýsti því yfir í samtali við Morgunblaðið eftir sig- urinn glæsilega í Kaunas í Litháen í fyrrakvöld að hann væri afar ánægð- ur með framlag þjálfaranna og hann vonaðist til að þeir kláruðu í það minnsta Evrópukeppnina en þrír síðustu leikir íslenska liðsins eru á móti Færeyingum í Þórshöfn 20. ágúst, gegn Þjóðverjum á Laugar- dalsvelli 6. september og lokaleikur- in er við Þjóðverja ytra 11. október. Eggert fékk sem kunnugt er um- boð frá stjórn KSÍ til að leita erlend- is að nýjum þjálfara. Formaðurinn hefur farið sér afar hægt í þeim mál- um og ekki er loku fyrir það skotið að hann leggi til við stjórnina að þeir Ásgeir og Logi verði ráðnir til fram- búðar enda mikil ánægja með þá í röðum KSÍ og meðal leikmanna landsliðsins. Morgunblaðið/Arnaldur Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson. Ásgeir og Logi verða út EM-keppnina AÐ öllu óbreyttu munu þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stýra íslenska landsliðinu í knattspyrnu í leikjunum þremur sem það á eftir að leika í undankeppni EM. Þeir félagar voru ráðnir tíma- bundið til starfa eftir að Atli Eðvaldsson ákvað segja starfi sínu lausu og hefur íslenska landsliðið unnið báða leikina undir þeirra stjórn, gegn Færeyingum og Litháum.  KARLALANDSLIÐ Íslands í tennis vann Möltu í gær, 3:0, í viður- eign liðanna í Davis-bikarkeppninni sem fram fer í San Marínó. Íslenska liðið vann Kenýa, 3:0, í fyrstu við- ureign sinni á mótinu og leikur því um sæti í 3. deild á laugardag en í dag á liðið frí frá keppninni.  RAJ Bonifacius vann sinn and- stæðing, 6:4, 2:6, 6:4. Arnar Sigurðs- son vann sinn leik, 6:1, 6:0 og Arnar lék með Davíð Halldórssyni í tvíliða- leik þar sem þeir unnu, 6:1 og 6:1.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, milliríkjadómarar í hand- knattleik, hafa verið valdir til að dæma seinni leik Krótatíu og Hvíta- Rússlands í undankeppni EM í Slóv- eníu 2004. Leikurinn fer fram í Zagr- eb laugardaginn 21. júní. Þeir Stefán og Gunnar dæmdu um síðustu helgi á París Bercy mótinu í Frakklandi. Þar dæmdu þeir leiki Alsírs við Frakkland og Ungverjaland.  NIKOS Dabizas, varnarmaður gríska landsliðsins í knattspyrnu sem til skamms tíma lék með New- castle, handleggsbrotnaði í bílslysi snemma í gærmorgun. Dabizas tók í fyrrakvöld þátt í mikilvægum sigri Grikkja á Úkraínu, 1:0, í undan- keppni EM.  DABIZAS missti stjórn á bifreið sinni og keyrði á vegrið. Hann gekkst undir aðgerð á handleggnum í dag en varð einnig fyrir minni hátt- ar meiðslum í andliti. Dabizas var leystur undan samningi sínum við Newcastle í síðastliðinni viku og er á lausu þessa dagana. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.