Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 56

Morgunblaðið - 13.06.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VISTMAÐUR af sambýlinu Skálatúni í Mosfellsbæ beið bana í gærkvöld þegar hann varð fyrir bifreið á Vesturlandsvegi. Slysið varð um klukkan 19 á móts við Skála- tún og voru tildrög ekki fyllilega ljós í gær- kvöld. Liðsmenn tækni- og rannsóknardeildar lögreglunnar voru kallaðir á vettvang, auk slysarannsóknardeildar. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins sendi tækjabíl sinn á slys- stað og sjúkrabíla en ekki þurfti að loka Vesturlandsvegi lengi fyrir umferð á meðan lögregla og slökkvilið unnu á vettvangi. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er sjötta banaslysið í umferð- inni á þessu ári. Banaslys á Vestur- landsvegi Í TILLÖGUM starfshóps sem skipaður var til þess að gera til- lögur vegna atvinnuvanda á Rauf- arhöfn er m.a. lagt til að skoðaðir verði möguleikar á því að stofn- setja saltfiskvinnslu á Raufarhöfn, en slík starfsemi aflagðist þar árið 1996. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, og Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í ráðu- neytinu, áttu í gær fund með sveitarstjórn á Raufarhöfn þar sem helstu tillögur nefndarinnar voru kynntar. Í tillögunum er einnig bent á möguleika sem kunna að felast í ferðamannaþjónustu á svæðinu auk þess sem ráðgert er að tré- og vélsmiðja á staðnum fái aðstoð til að koma vörum sínum á framfæri á stærri markaði. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Byggðastofnunar. Stofnað var til hópsins þegar stærsti atvinnu- rekandinn á Raufarhöfn, Jökull ehf., tilkynnti um skipulagsbreyt- ingar og sagði öllum 50 starfs- mönnum fyrirtækisins upp. Gert er ráð fyrir að Jökull ehf. end- urráði um tuttugu manns en áfall- ið fyrir þetta tæplega þrjú hundr- uð manna byggðarlag er þó slíkt að nauðsynlegt þótti að ríkisvaldið gripi til sérstakra aðgerða. Í til- lögum starfshópsins er ekki gert ráð fyrir sértækum aðgerðum vegna Raufarhafnar heldur er not- ast við þær stofnanir sem ráðu- neytin hafa þegar yfir að ráða. Guðný Hrund Karlsdóttir sveitar- stjóri segist ánægð með fundinn í gær og er bjartsýn á að betri tíð sé í vændum fyrir atvinnulífið á Raufarhöfn. Tillögur starfshóps um atvinnuvanda Raufarhafnar á borð ríkisstjórnar Hugmyndir um að hefja saltfiskvinnslu á ný  Saltfiskur/6 „HÆ“, kalla Mollí og Olli hástöf- um til þeirra sem leið eiga um Framnesveginn og verða hálf- móðguð ef vegfarendur taka ekki undir kveðjuna. Svo þenja þau sig heil ósköp þegar þau eru að viðra sig úti í garði þannig að tilvist þeirra fer tæpast framhjá nein- um. Ef þau eru inni og heyra í krökkum út kalla þau „krakkar“ og svo „hæ, Lotta“ ef þau sjá kisu, enda er kisan Lotta heimilisföst á sama stað og því hálfpartinn syst- ir þeirra. Páfagaukarnir Mollí og Olli lifa sældarlífi hjá „foreldrum sínum“, Gunnhildi Ásmundsdóttur og Rúnari Guðjóni Einarssyni, og eru aldrei lokuð inni í búri. Þeir eiga sérherbergi niðri í kjallara ásamt litlum gára sem er mikill vinur þeirra. Gunnhildur segist eiga góða nágranna sem taki fugl- unum vel. „Mollí og Olli eru að mörgu leyti eins og börn og þegar þau eru orðin þreytt á kvöldin hleypur svefngalsi í Mollí og hún kjaftar út í eitt en það slaknar á Olla og hann segir „Olli lúlla“. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mollí og Olli tala, hlæja og dansa  Daglegt líf/6 arssonar, fulltrúa ríkislögreglu- stjóra, gaf Friðþjófur þá skýringu að hann væri að taka myndir af fuglum við Kárahnjúka en hann sagði að ekki væri hægt að taka þessar mynd- ir aðra daga. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er mönnum skylt að bera vitni fyrir dómi. Helgi sagði að vissulega vonaðist hann til þess að ekki þurfi að handtaka Frið- þjóf og sé tryggt að hann muni mæta fyrir dóm verði það ekki gert. DÓMSTJÓRI Héraðsdóms Vest- fjarða gaf í gær út handtökuskipun á hendur Friðþjófi Helgasyni mynda- tökumanni, að kröfu fulltrúa ríkis- lögreglustjóra, en hann mætti ekki fyrir dóm í gær þrátt fyrir að hafa tekið við skriflegri boðun og án þess að boða lögmæt forföll. Friðþjófur átti að gefa skýrslu í máli ríkislög- reglustjóra gegn skipstjóra Bjarma BA sem sakaður er um brottkast. Að sögn Helga Magnúsar Gunn- Skipstjóri Bjarma er ákærður fyr- ir brot gegn lögum um nytjastofna sjávar með því að kasta „að minnsta kosti 53 þorskum“ í sjóinn í tveimur veiðiferðum í byrjun nóvember 2001. Friðþjófur tók myndir af brott- kastinu og í kjölfarið fylgdi áköf um- ræða um brottkast á Íslandsmiðum og kosti og galla kvótakerfisins. Skipstjórinn sagði að fiskurinn hafi allur verið ónýtur vegna hringorms. Ekki tóku allir skipverjar undir það og sögðu fisknum hafa verið hent fyrir borð þar sem hann þótti of lítill og ekki fengist nægilega mikið fyrir aflann. Aðalmeðferð í málinu gegn skipstjóranum hófst í gær og átti að ljúka í dag en var frestað vegna fjar- veru myndatökumannsins. Fallið hefur verið frá ákæru á hendur út- gerðarfélagi bátsins enda hefur það verið úrskurðað gjaldþrota. Handtökuskipun gefin út á hendur myndatökumanni  Skipstjóri/4 NÝ KYNSLÓÐ verslunareigenda er að koma fram á sjónarsviðið í höfuðborginni og með henni gætu verslunarhættir smám saman tekið breytingum. Nýverið hafa til dæmis ver- ið opnaðar, við Skólavörðustíg og Laugaveg, þrjár verslanir sem eiga það sameiginlegt að aðstandendur þeirra eru allir menntaðir í mynd- list og hönnun – en ekki í rekstrar- fræðum. Verslan- irnar eiga það svo sammerkt að ein- kennast af skemmtilegheitum og hugrekki. Eig- endur þeirra leggja áherslu á íslenska frumsköpun og í fæstum tilvikum eru söluvörurnar fjölda- framleiddar í hefðbundnum skilningi. Sköpunargleðin er höfð ofar gróðavon- inni. Ein búðanna er umboðsverslun fyrir „allt sem er að gerast í grasrótinni“ eins og eigendur segja, önnur er sölugallerí „þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum“ og hin þriðja er „hluti af myndlistarferli“ eigandans. Verslanirnar spretta upp á svæði þar sem fyrir eru hárgreiðslustof- ur, handverksbúðir og kaffihús í eigu ungs fólks sem vill veg miðborgarinnar sem mestan. Í verslun eftir listnám  Daglegt líf/4 Íslensk hönnun. Armbönd í Verk- smiðjunni. MIKIL ásókn var í miða á söngleikinn Grease þegar miðasala hófst klukkan 10 í gærmorgun. Bjarni Haukur Þórsson, framleiðandi sýning- arinnar, segir að 100 miðar hafi selst á fyrstu 25 mínútunum en alls seldust tæplega 1.100 mið- ar í gær. Söngleikurinn verður frum- sýndur í Borgarleikhúsinu 26. júní. Örtröð á Grease  Yfir/50 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.