Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
U
MRÆÐAN um femínista
hafði farið mjög hljótt á und-
anförnum árum og fram að
þeim tíma að Bríet, félag
ungra femínista, var stofnað
árið 2000. Þá var vefritið Tík-
in.is stofnað fyrir ári síðan af
hópi ungra kvenna sem deilir þeirri skoðun að
einstaklingsfrelsi, einkaframtak og jafnrétti sé
grundvöllurinn að heilbrigðu samfélagi. Fem-
ínistar koma hvaðanæva að úr pólitíkinni og
þótt karlmenn í röðum femínista hafi ekki ver-
ið margir hefur þeim fjölgað upp á síðkastið.
Vinsældir spjalllistans Femínistinn komu
flestum á óvart, en mörg hundruð manns
skráðu sig á hann á skömmum tíma og um-
ræðuefnin virðast óþrjótandi. Í vor var einnig
stofnað nýtt félag, Femínistafélag Íslands.
Leitað var til þeirra Þorgerðar Einarsdótt-
ur lektors í kynjafræði við Háskóla Íslands,
Guðrúnar Agnarsdóttur læknis sem sat á þingi
fyrir Kvennalistann á sínum tíma og hefur
beitt sér fyrir mörgum málum sem snerta kon-
ur og velferð þeirra og Gísla Hrafns Atlasonar
sem heilmikið hefur látið að sér kveða að und-
anförnu um femínisma. Auk þess er hann að
ljúka við ritgerð um neytendur vændis.
Þau halda því fram að meginástæða fyrir
femínisku bylgjunni núna sé að fólk sé búið að
fá nóg af klámi og markaðsvæðingu sem lítils-
virðir konur. Og í ljós kemur að slík bylgja rís
ekki bara hér á landi heldur víða um heim.
Umræðan hefur farið eins og eldur í sinu, enda
býður nútímatækni upp á að auðvelt er að
nálgast upplýsingar á netinu auk þess sem fólk
getur spjallað saman á netinu óháð því hvar
það er statt í heiminum. Svo kemur í ljós hvort
allur þessi áhugi og eldmóður skili sér í alvöru
jafnrétti kynjanna. Viðmælendurnir eru von-
góðir.
Ójafnrétti og
klám ástæða
nýju femínísku
bylgjunnar
Umræða um femínisma hefur verið mjög áberandi á undanförnum mán-
uðum og svo virðist sem áhugi á málefninu sé skyndilega að aukast. Hér á
landi hafa sprottið upp spjallrásir á netinu og netsíður og í vor var Fem-
ínistafélag Íslands stofnað. Ásdís Haraldsdóttir kynnti sér málið.
asdish@mbl.is
Þ
ORGERÐUR Einarsdóttir, lektor í kynja-
fræði við Háskóla Íslands, segist halda að
bakslag í jafnréttismálum hafi komið
þessu af stað. „Allir hafa verið hopandi,“
segir hún. „Hér hefur ríkt mikil einstaklingshyggja
og sú skoðun verið ríkjandi að kynferði skipti ekki
máli. En skyndilega vaknar fólk til vitundar og er
nóg boðið. Allt í einu opnast einhver rás á þessu
vori og nýr farvegur myndast fyrir þá sem þora að
tjá skoðanir sínar á þessum málum. Upp spretta
umræður á Netinu um femínisma, póstlisti fem-
ínista á Netinu og Femínistafélagið er stofnað.“
Þorgerður segir að kvennarannsóknarrástefna,
sem haldin var í október sl. haust, hafi einnig haft
mikil áhrif. „Femínisminn og umræða um hann hef-
ur lifað hér inni í Háskóla Íslands, oft í miklum mót-
byr. Svo gerist allt í einu eitthvað úti í þjóðfélaginu
og þegar við opnuðum póstlistann í febrúar flykk-
ist fólk inn á hann. Skriðan er farin af stað.“ Rosi
Braidotti er ástralskur femínisti og vinsæll fyrirles-
ari í Evrópu. Hún hélt fyrirlestur fyrir troðfullum
sal í Hátíðarsal Háskólans á ráðstefnunni. „Hún
talaði af mikilli innlifun um femínisma sem sam-
félagskenningu og greiningartæki og hvaða svör
femínisminn ætti við ástandinu í dag.“ Þorgerður
segir að eftir fyrirlestur Rosi Braidotti hafi vaknað
mikill áhugi og umræðan um félag fór af stað.
Fækkun kvenna á þingi var fyrirsjáanleg
„Önnur bylgja kvennahreyfingarinnar, sem m.a.
var Kvennalistinn, hafði mikil áhrif. En möguleikar
Kvennalistans tæmdust smám saman og hann
lognaðist út af þótt jafnrétti væri auðvitað hvergi
nærri náð. Nýjasta dæmið er fækkun kvenna á Al-
þingi í þessum kosningum. Fyrir kosningarnar var
Ísland í 6. sæti yfir hlutfall kvenna af 140 þjóðþing-
um en er nú í 11.–12. sæti og á svipuðu róli og Arg-
entína og Mósambík. Þetta er skýrasta merkið um
það bakslag sem ýtti af stað femínistabylgjunni.
Þessi fækkun var fyrirsjáanleg, ekki síst eftir próf-
kjör Sjálfstæðisflokksins í haust.
Réttlætingarnar á áhrifaleysi kvenna í pólitík
hafa breyst gegnum árin. Hér áður fyrr var sagt að
konur væru ekki í pólitík, vildu ekki axla ábyrgð eða
eitthvað enn annað. Eftir kosningarnar 1995 þegar
Sjálfstæðar konur áttu þátt í góðri útkomu Sjálf-
stæðisflokksins var t.d. sagt að engin kona hefði
„flokkslega stöðu“ til að gegna ráðherraembætti.
Nú eru önnur rök fyrir áhrifaleysinu. Nú vita allir að
konur eru starfandi í flokkunum, þær hafa metnað,
þor, kjark, getu og þekkingu. Þær bjóða sig fram en
ná ekki í gegn. Núna heitir réttlætingin „kynferði
skipti ekki máli“. Ef fólk trúir því, þá hlýtur það að
trúa á einhverja meðfædda yfirburði karla. Eða eru
konur í Sjálfstæðisflokknum upp til hópa minna
hæfar en konur í öðrum flokkum? Eru konurnar
sem duttu út af þingi minna hæfar en ungu karl-
arnir sem fóru inn í þeirra stað? Ég held ekki.
Fyrstu viðbrögð margra forystumanna í stjórn-
málum voru einnig einkennileg. Eftir prófkjörið
sagði formaður Sjálfstæðisflokksins á þá leið í
sjónvarpi að menn kepptu að sjálfsögðu sem ein-
staklingar en þegar talið barst að ungu konunum
þá hét það að þeirra mistök væru að bjóða sig
fram margar í stað þess að sameinast um eina.
Ungu konurnar voru sem sé hópur meðan ungu
karlarnir voru einstaklingar. Þá sagði Björn Bjarna-
son í Morgunblaðinu 3. maí að það sé „gamaldags
skammsýni“ að horfa til hlutfalls kvenna í stjórn-
unarstöðum innan ríkiskerfisins eða stjórnarráðs-
ins. Þessi sami maður var í forystu ríkisstjórnar
sem setti á fót ráðherraskipaða nefnd til að auka
hlut kvenna í stjórnmálum, fjölmiðlum og við op-
inbera stjórnsýslu. Hví að eyða fjármunum í slíkt
nefndastarf ef kynferði skiptir ekki máli?
Og talandi um höfðatölujafnrétti má geta þess
að eini málaflokkurinn mér vitanlega þar sem
kynjakvóti er lögbundinn, fyrir utan fæðingar-
orlofslögin, eru jafnréttislögin. Þar er lögboðið að
skipa jafnt hlutfall kynja í jafnréttisráð, en þann
kynjakvóta lagði Karlanefndin til 1993 því ekki
mátti halla á karla í jafnréttisumræðunni. Hér
skortir þekkingu og samkvæmni. Eftir tap Sjálf-
stæðisflokksins í kosningunum virðist Sjálfstæð-
isflokkurinn loks hafa skilið þau skilaboð almenn-
ings að kynferði skipti máli og staðfestingin á því
er sá ráðherrakapall sem þar var hannaður þar
sem konum fjölgar á seinni hluta kjörtímabilsins.“
Þorgerði er tíðrætt um markaðsvæðinguna í
heiminum sem meðal annars komi fram í popp-
bransanum. „Ungar konur, sem eru öðrum oft fyr-
irmyndir, keppa um athyglina með því að fækka sí-
fellt fleiri fötum. Spurningin er hvort þetta sé í
raun og veru þeirra eigið val. Nú til dags er það
meiri sjálfstæðisyfirlýsing að vera fullklæddur en
fáklæddur!
Fólk finnur fyrir því að það vantar mörk, það
spyr hvað sé viðeigandi og í lagi, en svörin eru loð-
in. Allt virðist leyfilegt í nafni einhvers frelsis –
nema frelsið til að setja mörk. Hvað liggur á bak
við framleiðslu á bolum fyrir litlar stelpur sem á
stendur „Pornstar in training“ (klámstjarna í þjálf-
un)? Þetta er tískan og inn í litlar sálir síast inn ein-
hver merkingarheimur því þetta eru merkingar-
bærar áritanir.“
„Hvar á að setja mörk gagnvart klámi?“ spyr
Þorgerður. Hún segir ljóst að það sé ekki vanda-
laust því á sama tíma viljum við búa við kynfrelsi.
„En í klámvæðingu birtist mikil kvenfyrirlitning
sem hefur verið ítarlega kortlögð.Við setjum okkur
mörk í öllu daglegu lífi, um mataræði, umgengni og
fleira og hvers vegna gerum við það ekki í klámi?“
Metum verk karla meira en verk kvenna
Við vindum okkur í allt annað og förum að ræða
hvers vegna ekki sé enn jafnrétti í launamálum.
Þorgerður segir að okkur hafi skort tæki til að
skoða kynjaslagsíðuna í samfélaginu.
„Vinnumarkaðurinn virðist lúta kynbundnum
viðmiðunum. Vinnukröfur, andrúmsloft og gildis-
mat taka gjarna mið af einsleitum hópi karla. Kon-
ur hafa gengið inn í þessi kerfi sem oft passa ekki
utan um þær. Þegar fjallað er um stöðu kvenna á
vinnumarkaði verður að horfa til þess að margt í
atvinnulífinu, t.d. viðmið um velgengni og frama, er
sniðið utan um annað kynið og þarfir þess. Rann-
sóknir sýna að við erum tilbúin að meta verk karla
meira en verk kvenna, til dæmis þar sem nafn-
lausar ritgerðir hafa verið metnar eða ferilskýrslur
þar sem karla- og kvennöfn eru notuð til skiptis á
tilbúnar umsóknir. Þessi innbyggða kynjaslagsíða
sem kölluð hefur verið „kynjun“ þýðir að kynferðið
er hluti af túlkunarramma okkar á hlutunum.“
Femínistafélag Íslands er sprottið upp úr sömu
þörf og hratt af stað þriðju bylgju kvennabarátt-
unnar, að mati Þorgerðar. „Það er ekki markmiðið
að finna hina einu réttu femínisku afstöðu því hún
er ekki til. Femínistar eru margbreytilegur hópur
með margvíslegar pólitískar skoðanir. Markmiðið
er að nýta þá þekkingu sem búið er að skapa og
nýta hana í umræðunni. Umræðan þarf að vera lif-
andi því þannig skilar hún meðvitund um kynjunina
í samfélaginu. Femínistafélagið hefur sannarlega
skilað þeirri umræðu og vitund út í samfélagið.“
Allt í einu opnaðist
einhver rás og
nýr farvegur
Morgunblaðið/Arnaldur
ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR„Fólk finnur fyrir því að það vantar mörk, það spyr hvað sé viðeigandi
og í lagi, en svörin eru loðin. Allt virðist leyfilegt í nafni einhvers frelsis - nema frelsið til að setja mörk.“
G
UÐRÚN Agnarsdóttir læknir hefur komið
víða við í kvennabaráttunni. Hún dvaldist
erlendis við framhaldsnám og störf á ár-
unum 1968 til 1981. „Ég var í útlöndum
allt rauðsokkutímabilið,“ segir hún. „Á þeim árum
var mikið á seyði í Bretlandi. Ég fylgdist vel með og
keypti skemmtileg kvennablöð á borð við hið rót-
tæka og áhugaverða „Sparerib“og hið bandaríska
„Ms“. Á þessum árum var ég á fullu í framhalds-
námi í læknisfræði , í vinnu og að sinna ungum
börnum. Bylgja kvennabaráttunnar var hins vegar
að rísa og snerti mig mikið. Er mér skolar aftur
hingað heim 1981 var ég meira en til í að taka þátt
og fór í gegnum friðarmálin inn í kvennabaráttuna.
Þannig leiddist ég inn í Kvennaframboðið, síðar
Kvennalistann og varð þingkona hans.
Ég tel að Kvennalistinn hafi að talsverðu leyti
haft þau áhrif sem hann ætlaði sér, þ.e.a.s. að
koma af stað hugarfarsbyltingu. Við vorum auðvit-
að með ýmis þingmál sem voru góð og gagnleg.
Áþreifanlegt dæmi um hvernig hægt er að breyta
samfélaginu með lagasetningu eða þingsályktun
er hugmynd um neyðarmóttöku vegna nauðgunar
sem þróaðist út frá þingsályktun Kvennalistans og
hefur nú starfað í tíu ár en ég veiti henni einmitt
forstöðu. Mörg önnur mál sem komu inn á þing
fyrir tilstuðlan Kvennalistans skiluðu sér aftur út í
samfélagið til hagsbóta fyrir konur og samfélagið
allt. Mikilvægast af öllu fannst mér þó að styðja
sérhverja konu í þeirri réttindabaráttu sem hún há-
ir á hverjum degi. Þetta gerum við flestar með ein-
um eða öðrum hætti, meðvitað eða ómeðvitað.
Margar konur sverja sig ekki í ætt við neina kven-
réttindabaráttu og vilja ekki koma nálægt henni en
eru samt sífellt að berjast fyrir tilverurétti sínum í
karlaheimi. Tilvist kvenna sem tala máli kvenna og
kvenfrelsis og sýnileiki þeirra á vettvangi þjóðmál-
anna skiptir máli fyrir allar konur, hvort sem þær
sjálfar kjósa þessa málsvara sína eða ekki.“
Guðrún segir ákveðið tómarúm hafa skapast
þegar Kvennalistinn leið undir lok. Margar konur
hafi eiginlega orðið munaðarlausar. „Kvennalistinn
klofnaði því sumar konur vildu fara í samstarf við
aðra flokka og stofnuðu Samfylkinguna. Aðrar
vildu það ekki og fóru út úr Kvennalistanum áður
eða eftir að þetta gerðist. Sumar voru með þar til
hann hætti að vera til sem virkt afl án þess að
ganga í Samfylkinguna. Konur sem voru í Kvenna-
listanum tilheyrðu alls ekki einni línu í hefðbundinni
flokkapólitík. Sumar höfðu verið virkar í pólitísku
starfi áður og komu inn víða að, flestar höfðu aldr-
ei komið nálægt stjórnmálastarfi, eins og til dæm-
is ég.“ Hún nefnir einnig að ekki bara kvenfrelsis-
baráttan hafi misst málsvara er Kvennalistinn leið
undir lok, líka jafnréttisbaráttan. Henni finnst
greinileg afturför hafa orðið í baráttunni.
Niðurstöður kosninganna færa okkur afturábak
„Niðurstöður kosninganna voru mikil vonbrigði
þegar litið er á hlut kvenna og þær færa okkur
mörg skref afturábak. Fjöldi kvenna í ábyrgðar-
stöðum og tryggum sætum á vegum stjórnmála-
flokka er algerlega á ábyrgð stjórna flokkanna og
þeirra sem þar eru virkir. Það er þeirra að setja
reglur sem eru viðunandi og tryggja jafnrétti. Hún
er undarleg þessi íhaldssemi og gamaldags hugs-
un sem virðist ríkja meðal flestra stjórnmálaflokka
hér á landi. Systurflokkar þeirra á Norðurlöndum
hafa flestir fyrir löngu tryggt konum innan sinna
vébanda betri og eðlilegri hlutdeild í því að móta
samfélagið. Það er löngu tímabært að forustu-
menn í stjórnmálum á Íslandi fari að hlýða kalli
tímans í þessum efnum,“ segir hún.
„Konum hefur heldur ekki fjölgað í stjórnunar-
störfum, eða eru í það minnsta ekki áberandi. Það
er þó greinilegt að stúlkur hafa hlýtt því sem
mömmur þeirra og ömmur hafa margar hvatt þær
til að gera, það er að mennta sig. Meirihluti nema í
framhaldsskólum og háskólum eru stúlkur. En ef
litið er á stöðu þessara menntuðu kvenna ber hún
ekki vott um að framlag þeirra hafi verið virt sem
skyldi. Þrátt fyrir að þær standi sig vel í skóla hafa
þær lægri laun þegar þær koma út á vinnumark-
aðinn. Við virðumst vera að kljást við eitthvað sem
lítur næstum út fyrir að vera náttúrulögmál en
það er að líta á konur sem varavinnuafl en ekki
sem sjálfstæðar manneskjur og fyrirvinnur. Þó
vita allir að heimilin þurfa tvær fyrirvinnur til að
hlutirnir gangi upp.
Feðraorlofið er að mörgu leyti spor í rétta átt.
Mér finnst gott að feðrum sé ætlað og að þeir
skuli sinna því að taka þátt í uppeldi lítilla barna.
Það er þeim sjálfum og allri fjölskyldunni til far-
sældar að þeir tengist börnum sínum þegar þau
eru mjög ung. Það er jákvætt að svo margir skuli
nýta sér þennan rétt. Ef karlar fara að ganga
meira inn í það hlutverk að sinna börnum er það
vel. Á hinum Norðurlöndunum hefur réttur til fæð-
ingarorlofs verið lengur við lýði og lengri en hér og
líka fyrir feður en sums staðar ekki verið vel nýttur
Mikilvægt, jákvætt
pólitískt afl á ferðinni