Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 7
„Grunnsporin verða að vera alveg á
hreinu til að hægt sé að byggja ofan
á þau. Þú byggir ekki hús án þess
að hafa grunn.“
Stjörnur í Ástralíu
Fyrsta keppnin eftir Ástralíu-
ferðina var í Blackpool í byrjun árs-
ins 1999. „Við komum ekki til
keppninnar með sérstakar vænting-
ar. Þess vegna kom okkur heldur
ekkert á óvart að við skyldum ekki
hreppa verðlaunasæti. Að öðru leyti
gekk okkur í sjálfu sér ágætlega og
betur í „latin“-dönsunum en
„ballroom“-dönsunum. Árangur
okkar á mótinu varð til þess að okk-
ur var boðið að taka þátt í dans- og
söngvasýningu undir yfirskriftinni
„Burn the Floor“ um haustið. Þrátt
fyrir að við gerðum okkur grein
fyrir því að við myndum líklega
ekki þroskast sérstaklega mikið
sem dansarar af því að taka þátt í
sýningunni ákváðum við að slá til.
Sýningin virtist kjörið tækifæri til
að afla peninga og ferðast svolítið
um heiminn því að til stóð að
ferðast með sýninguna á milli
landa.“
Karen tekur fram að vinnan við
sýninguna hafi verið mjög skemmti-
leg. „Við kynntumst stórum hópi af
frábærum listamönnum frá jafn
ólíkum löndum og Ítalíu, Rússlandi,
Bandaríkjunum og Norðurlöndun-
um á meðan við vorum að æfa og
setja sýninguna upp í West End.
Ekki var minni lífsreynsla að
ferðast með sýninguna um Ástralíu.
Óhætt er að segja að sýningin hafi
slegið í gegn þar í landi. Við urðum
að hálfgerðum stjörnum á einni
nóttu. Fólk beið eftir okkur eftir
sýningar til að fá eiginhandarárit-
anir, fjölmiðlar báðu um viðtöl og
áfram mætti telja. Ég verð að við-
urkenna að mér finnst voðalega
gaman að fá að kynnast þessu þó að
glamúr-líf sé ekki eitthvað sem ég
sækist eftir í sjálfu sér,“ segir hún
og bætir við að eftir ferðina til
Ástralíu hafi þau komið fram í sýn-
ingunni víðsvegar í Evrópu og í
Bandaríkjunum fram á vorið 2000.
Leiðin á toppinn
Eftir Bandaríkjaferðina ákváðu
Karen og Adam að hætta að dansa í
sýningunni til að geta einbeitt sér
betur að því að bæta árangur sinn í
dansinum. „Eftir að við hættum í
sýningunni höfðum við aðeins þrjár
vikur til að æfa fyrir keppnina í
Blackpool árið 2000. Af því að við
gerðum okkur engar sérstakar von-
ir um að ná langt í keppninni kom
okkur þægilega á óvart að komast í
úrslit í „ballroom“-dönsum,“ rifjar
Karen upp og játar því að leiðin
hafi haldið áfram að liggja upp á við
hjá hjónunum árið 2000. „Við höfn-
uðum í 5. sæti á Heimsmeistara-
mótinu í 10 dönsum í París og urð-
um Evrópumeistarar í Bonn viku
síðar. Annars er svolítið gaman að
segja frá því að á Evrópumótinu
náðum við að sigra bæði parið í 3.
og 4. sæti frá því á heimsmeist-
aramótinu viku áður,“ bætir Karen
við. Þess má svo geta að á þessum
tíma var Evrópumeistaratitillinn
besti árangur Íslendinga í sam-
kvæmisdönsum frá upphafi.
Hvorki var haldið Evrópumót í 10
dönsum árið 2001 eða 2002. Karen
segir að bæði árin hafi keppnishald-
ararnir ákveðið að leyfa þeim Adam
að halda titlinum. Slíkt sé ekki
endilega sjálfgefið. „Við héldum
náttúrulega ótrauð áfram og vorum
ákaflega ánægð með að bæta ár-
angurinn og ná 4. sætinu á heims-
meistaramótinu í 10 dönsum í Hong
Kong árið 2001. Við mættum svo
gallhörð til leiks og ætluðum okkur
gullið á heimsmeistaramótinu í
fyrra. Þá vildi svo leiðinlega til að
þrjú pör urðu efst og jöfn að stig-
um. Að endingu komust dómararnir
svo að þeirri niðurstöðu að heims-
meistaratitillinn færi til heims-
meistara síðustu 4 ára frá Kanada.
Ítalskt par hreppti 2. sætið og við 3.
sætið.“
Datt úr sambandi
Karen segir að þau Adam hafi
sett sér markmið um að ná heims-
meistaratitlinum í 10 dönsum á
næstu 2 til 3 árum árið 2000. Þeim
áfanga náðu þau svo í Tókýó 22.
júní sl.
Karen segir að þau hafi haft einn
dag til að hvíla sig í Japan fyrir
heimsmeistarakeppnina. Þau hafi
verið vel stemmd og náð að undir-
búa sig vel bæði andlega og lík-
amlega fyrir keppnina. Þau eru
spurð að því hvort keppendur nái
eitthvað að sofa fyrir svona keppni?
„Já og nei,“ segir Karen. „Við reyn-
um auðvitað að nota okkar aðferðir
til að ná einhverjum svefni. Hugsa
um eitthvað sérstakt og svoleiðis.
Ég verð samt að viðurkenna að ég
sef oft ekki nema svona 4 til 6 tíma
og sjaldnast djúpum svefni fyrir
svona stór mót. Maður kemst ein-
hvern veginn áfram á spennunni.
Þarna í Tókýó gekk einfaldlega allt
upp. Við Adam vorum vel undirbúin
og aðstæðurnar hefðu tæplega get-
að verið betri, flottur salur og góð
ljós. Rétt birta er mikilvæg til að
manni líði vel svona uppstríluðum
um hábjartan dag.
Eftir „ballroom“-dansana kom í
ljós að við höfðum komist í úrslit í
öllum dönsunum ásamt pörum frá
Ítalíu, Japan og svo heimsmeist-
urunum frá Kanda. Eftir „latin“-
dansana varð spennan svo enn
meiri því að í ljós kom að sömu pör-
in höfðu komist í úrslitin þar og í
„ballroom“-dönsunum. Á svona
mótum reyna mótshaldararnir að
gera allt til að auka spennuna, t.d.
er venja að kalla 10 hæstu pörin
baksviðs rétt áður en úrslitin eru
tilkynnt. Ég man að við stóðum svo-
lítið afsíðis þegar tveir menn undu
sér að okkur og spurðu hvaða heið-
ursdans við vildum dansa. Ég svar-
aði um hæl „djæf“ en velti því ekk-
ert frekar fyrir mér hvort þeir
væru að spyrja fleiri því að oft er
reynt að auka spennuna með því að
biðja fleiri að velja sér heiðursdans.
Satt best að segja var ég á þessari
stundu alveg viss um að við hefðum
sigrað. Að lokum vorum við svo
kölluð aftur út í salinn og dóm-
ararnir tilkynntu að parið frá Kan-
ada væri í 3. sæti og parið frá Ítalíu
í 2. sæti. „Nú hafa Japanarnir unn-
ið,“ hvíslaði Adam að mér rétt áður
en par númer 12 var kallað upp og
nú get ég ekki sagt þér meir því að
á þessu augnabliki fór ég algjörlega
úr sambandi. Ég man hreinlega
ekki hvað gerðist fyrr en seinna um
kvöldið þegar við borðuðum með
hinum keppendunum og skáluðum
svo fyrir úrslitunum í kampavíni
með nokkrum góðum vinum, þ.á m.
parinu frá Kanda. Þau eru reyndar
ágætir kunningjar okkar því að þau
tóku þátt í „Burn the Floor“-sýn-
ingunni með okkur á sínum tíma.“
Njóta hverrar mínútu saman
Af öllu fasi Karenar og Adams er
auðvelt að ráða að þau eiga ákaf-
lega vel saman. „Ég efast um að þú
gerir þér grein fyrir því hversu
mikið kraftaverk er að einn dansari
finni annan eins og við Karen fund-
um hvort annað,“ segir Adam blátt
áfram. „Við erum ekki aðeins sálu-
félagar eins og flest hjón. Við erum
vinnufélagar, viðskiptafélagar og
samherjar á framabrautinni svo
eitthvað sé nefnt. Við erum saman
öllum stundum og njótum hverrar
einustu mínútu,“ heldur hann áfram
og Karen kinkar kolli.
Þau geta þó ekki neitað því að
stundum hafi komið upp erfiðleikar.
„Við höfum auðvitað lent í andbyr
og reynum eins og aðrir að læra af
reynslunni, t.d. höfum við komist að
raun um hversu nauðsynlegt er fyr-
ir okkur að aftengjast vinnunni eftir
að henni lýkur. Við verðum að geta
skilið vinnuna eftir í vinnunni eins
og önnur hjón til að geta notið okk-
ar í einkalífinu heima.“
En hvað er heima? „Við erum
eiginlega á sífelldum ferðalögum á
milli landa til að sýna, kenna og
halda fyrirlestra. Þess vegna er erf-
itt að segja að við eigum einhvers
staðar heima,“ segir Adam. „Ég
held samt að Ísland komist næst
því að vera „heima“ fyrir okkur. Þú
sást nöfnin á dyrabjöllunni. Hér
höfum við aðsetur hjá foreldrum
Karenar á meðan við erum á Ís-
landi að kenna eins og núna. Ég er
mjög hrifinn af Íslandi og sakna
þess þegar ég er í burtu. Við giftum
okkur líka á Íslandi. Athöfnin fór
fram í Fríkirkjunni þann 16. júní
árið 2001. Sá dagur er besti dagur
ævi minnar. Hvorki Evrópumeist-
aratitillinn né heimsmeistaratitillinn
jafnast á við þennan dag. Að Íslandi
frátöldu erum við með fast aðsetur í
London, búum yfirleitt í einbýlis-
húsi í eigu systur minnar í Ástralíu
og svo höfum við vanið okkur á að
vera alltaf á sama hótelinu í Japan
þannig að þar erum við með eins
konar aðsetur.“
Þó Karen og Adam keppi fyrir
Íslands hönd á stórmótum erlendis
njóta njóta þau ekki mikilla styrkja
frá Íslandi. Þau játa því að ástæðan
kunni að vera að dansinn njóti ekki
sömu virðingar og aðrar sambæri-
legar greinar á Íslandi. „Dansinn
nýtur mun meiri virðingar í Dan-
mörku og Þýskalandi heldur en
nokkurn tíma á Íslandi. Danskir og
þýskir dansarar njóta góðs af því og
fá oft ágæta styrki til að sinna
dansinum,“ segir Karen og Adam
grípur orðið. „Dansinn nýtur sorg-
lega lítillar virðingar á Íslandi. Ekki
hvað síst af því að Íslendingar hafa
góða möguleika á að standa fram-
arlega í dansinum, a.m.k. vantar
ekki efniviðinn. Hér er fullt af feiki-
lega efnilegum dönsurum af yngri
kynslóðinni. Þessir dansarar þurfa
auðvitað stuðning til að geta æft og
keppt við jafnaldra sína á mótum
erlendis.“
„Viljum hætta á toppnum“
Að lokum verður ekki undan því
vikist að spyrjast fyrir um framtíð-
ina. „Við getum í raun haldið áfram
að keppa í svona 5 til 10 ár í viðbót
en við höfum tekið ákvörðun um að
hætta eftir svona 3 til 4 ár,“ segir
Adam. „Við viljum hætta á toppn-
um,“ bætir Karen við. „Eftir að
hafa náð jafnlangt og við höfum
gert er ekkert gaman að hætta í
einhverri meðalmennsku. Ekki er
heldur þar með sagt að við þurfum
að hætta að dansa þó við hættum að
keppa. Við erum jafnvel að hugsa
um að opna dansskóla í Ástralíu eft-
ir að við hættum að keppa. Ég gæti
líka vel hugsað mér að halda áfram
námi. Ég hætti náttúrulega í skóla
eftir grunnskóla og er ekki með
aðra framhaldsmenntun en dans-
námið. Viðskiptanám freistar mín
mest. Við erum náttúrulega í sjálfu
sér ekkert annað en lítið fyrirtæki
og hagnýtu atriðin eins og að panta
flug og svoleiðis hafa yfirleitt komið
í minn hlut.“
„Ég er stoltur yfir að keppa fyrir
Íslands hönd,“ laumar Adam að í
bláendann. „og ég veit að ég tala
fyrir hönd okkar beggja. Ég hef
samanburð því ég keppti fyrir hönd
Ástralíu í 10 til 12 ár. Heima virðist
fólk oft eiga erfitt með að gleðjast
yfir velgengni annarra. Fólk dregur
hvert annað því miður alltof mikið
niður í yfirgengilegri afbrýðissemi.
Þótt Ástralir hafi boðið okkur gull
og græna skóga hefur ekki hvarflað
að okkur að skipta um skoðun. Ís-
lendingar hafa tekið okkur opnum
örmum og samglaðst okkur svo
innilega að þó engir peningar séu í
spilinu erum við ekki í vafa um
hverjum við viljum tilheyra. Ég
verð svo að fá að nota tækifærið til
að þakka fjölskyldum okkar og vin-
um fyrir allan stuðninginn í gegn-
um árin. Sérstaklega þó foreldrum
Karenar. Stuðningur þeirra hefur
reynst okkur algjörlega ómetan-
legur.“
Karen hampar gullinu á verðlaunapallinum í Tókýó.
ago@mbl.is
raut
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 7
lif
u
n
Auglýsendur!
Hafðu samband í síma 569 1111 eða
í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is
Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu
miðvikudaginn 27. ágúst