Morgunblaðið - 17.08.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 17.08.2003, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 11 ÞAÐ er ekki amalegt að ganga um Kristjaníu með Fríðu Arnardóttur, sem þekkir þar hvern krók og kima og íbúana líka. Hún kom fyrst til Kristjaníu sumarið 1972. Hún rak þá leðurverk- stæði á Íslandi, keypti inn efni á sumrin og fór þá jafnan í mánaðarferð til Danmerkur. Hún flutti síðan alfarin til Kaupmannahafnar árið 1976 og bjó í Kristjaníu á meðan hún var að leita að húsnæði. Norsk stúlka tók íbúðina yfir – Fyrst var ég bara í heimsókn og gisti hjá vinum. Þá voru Íslendingar með íbúð í Ljónahús- inu. Eftir að ég flutti til Danmerkur fékk ég lán- að herbergi þar í nokkra mánuði, en ekki í íbúð Íslendinganna, heldur hjá dönskum kunningja. Þá voru nokkrir Íslendingar eftir í Ljónahúsinu, en þeir voru alveg að missa það út úr hönd- unum á sér. Margir voru að flytja heim aftur. Og eiginlega var það þannig að norsk stelpa með barn sem kom þar inn endaði á því að sölsa undir sig íbúðina, hún sem var svo lítil og mús- arleg. Ég heimsótti hana einu sinni og þá var hún komin með hvít gólfteppi á alla íbúðina og var bara að pússa hassið. Allir Íslendingarnir farnir. Svo býr allt annað fólk þar núna. Spennandi en óttalegt – Hvernig leist þér á Kristjaníu? – Ég veit ekki hvað skal segja, svarar hún og dæsir. Þetta var svolítið spennandi, samt dálítið óttalegt. Í byrjun fannst manni allt hálfskítugt. En svo kynntist ég þarna góðu fólki sem er vinir mínir enn í dag. Ég var þó fljót að sjá bæði góð- ar og vondar hliðar á þessu samfélagi. Það góða er að fólk passar vel upp á hvað annað og hafi maður kynnst því og umhverfinu getur maður verið nokkuð öruggur. – En það vonda? – Það voru ekki öll húsin með vatni eða kló- setti. Víða voru almenningsklósett, en það var ekkert farið að skipuleggja að þrífa þau reglu- lega. Ekki má þó gleyma því að þó að sjálfur sé maður alinn upp við að hafa klósett, þá eru Danir ýmsu vanir. Á þessum árum og raunar langt fram á níunda áratuginn var algengt hjá verkamannafjölskyldum í Kaupmannahöfn að búa í íbúðum án klósetts og að kamarinn væri úti í garði. Allir greiða húsaleigu Að sögn Fríðu býr mikið af skapandi og dug- legu fólki í Kristjaníu, oft pólitísku á vinstri vængnum sem vill gera heiminn góðan. En svo flytur líka inn fólk sem á við ýmis vandamál að stríða og á tímabili hefur verið mikið af eitur- lyfjum í umferð. – Leonardo í Flóabyggingunni [Loppe- byggingunni] gerði það að sínu ævistarfi að fara með unglinga í meðferð. Þar fengu þeir tæki- færi til að taka sig á og koma skikki á líf sitt. Annars var þeim hent út úr Kristjaníu. Og smám saman losuðu Kristjaníubúar sig við þetta vandamál. – Höfðu þeir vald til þess að reka fólk út? – Já, máttur samfélagsins er mikill hérna. Það þurfa t.d. allir að borga húsaleigu og þær reglur hafa verið settar að ef leigan er ekki greidd í þrjá mánuði á fólk á hættu að missa húsnæðið. Þetta er tekið fyrir á hverfafundum og nöfn og heimilisföng þeirra sem skulda húsa- leigu eru birt í vikulegu blaði sem dreift er í Kristjaníu. Fyrir leiguna fær fólk rafmagn og vatn og svo á það möguleika á ýmsum styrkj- um, t.d. ef það vill gera við húsið sitt. Sótti vatn í fakírskólann Fríða flutti aftur til Kristjaníu árið 1981. Þá bjó hún eitt ár í tréhúsi rétt við brúna út á Dysen, sem liggur við vatnið. – Þetta var tréhús, sem byggt var í kringum tré. Eldhús var í miðju húsinu og gengið beint inn í það. Það óx tré upp úr eldhúsinu. Í trénu voru naglar og hægt að hengja á þá viskustykki. Stofan var hægra megin og svefnherbergið vinstra megin. Tréð óx upp úr þakinu og var þakið byggt í kringum það, þétt að trénu, svo vel að það lak ekki. Í húsinu var brennsluofn, sem var notaður til kyndingar, og gegnt því var kamar. Svo sótti maður vatn í fakírskólann, gamlar hermannabúðir neðar á stígnum. Á þessum tíma vann Fríða á Woodstock, „sem betur fer bara á morgunvöktunum“, en þá var boðið upp á kaffi og morgunmat. Um eftir- miðdaginn var hægt að kaupa danskt smur- brauð, en um kvöldið voru veitingarnar fljótandi. – Á morgnana komu Grænlendingarnir bros- andi og fólk fékk sér morgunpípurnar, var jafn- vel með vatnspípur á barnum. Nú er ekki reykt eins mikið og áður. Fólk er orðið eldra og ráð- settara. Ef ég fer til Kristjaníu fer ég alltaf á Woodstock. Ég þekki marga þar, gamla sam- starfsfélaga og kúnna sem hanga ennþá á barn- um þar. Fólk umgengst mikið í klíkum í Krist- janíu og heldur sig á sömu stöðunum. Bjó í Bátsmannsstræti 43 Þegar Fríða varð ófrísk fannst henni tréhúsið of lélegt til þess að hún gæti hugsað sér að ala þar upp barn. Hún vildi hafa aðstöðuna í lagi. Hún flutti því með sænskum barnsföður sínum til Íslands um hríð, en bjó síðan í Svíþjóð frá 1982 til 1994. Þá flutti hún með krakkana og búslóðina til Elísabetar vinkonu sinnar í Kristjan- íu þar til hún fann annað húsnæði í Kaupmanna- höfn, sem raunar er í göngufæri við Kristjaníu. – Elísabet býr í Bómuhúsinu, Bátsmanns- stræti 43, en það er heimilisfang allra í Kristjan- íu. Í gömlu hermannabúðunum voru í Bómuhús- inu varðmenn og fangaklefar. Ég flutti þangað með þrjú börn og æðislega stóran hund og hún bjó í helmingnum af þessu pínulitla húsi, – í tveimur herbergjum. Hún var sjálf með tvo stóra hunda og aðeins tvö rúm. Ég og sonur minn sváfum í einu, Elísabet svaf með dóttur mína í öðru og svo var einn sonur minn með hundinum í dívaninum. Tveir hundar sváfu á gólfinu. Hún fékk síðan að eiga hundinn minn, því það var ómögulegt að taka hann með í íbúð- ina mína, sem er á fjórðu hæð. Þetta var síðasti hundurinn úr hundaeldinu, sem ég rak í Svíþjóð. Hann er risastór með hvítt rastahár og orðinn hálfgert tákn fyrir Kristjaníu, t.d. eru myndir af honum á heimasíðunni og einnig á póstkortum sem gefin eru út í Kristjaníu. Djass og skartgripir Fríða tengist Kristjaníu enn sterkum böndum. Luther Thomas, maðurinn hennar, spilar og æfir reglulega í Barnaleikhúsinu í Kristjaníu, en þar er djassklúbbur á hverju miðvikudags- og föstu- dagskvöldi. Hann spilar á saxófón, syngur, rapp- ar og skemmtir. – Sú hefð hefur skapast að tónlistarmenn, sem hafa verið að spila úti um allan bæ, enda í djassklúbbnum og djamma og spila saman fram undir morgun, segir Fríða. Sjálf fór hún nokkrum sinnum í viku til Kristjaníu til að passa vinkonu sína í Ljónahús- inu, sem var með MS-sjúkdóm og gat orðið ekk- ert bjargað sér. Fríða hefur alla tíð fengist við að hanna hluti og er núna skartgripahönnuður fyrir verslunina Bead House, en skartgripirnir ásamt öðru sem hún hefur hannað, s.s. hekluðum húfum og hett- um, hafa komið í erlendum tískublöðum, t.d. Eurowoman. Ekki aðeins eru skartgripir seldir í búðinni heldur er þar allt sem þarf til að við- skiptavinir geti búið sér til skartgripi sjálfir, s.s. steinar, lásar og snúrur. Ekkert úr ekta gulli, en steinarnir eru ekta og búðin vinsæl. Og hug- myndin um að fólk geti sjálft búið sér til skart- gripi, – er hún ekki svolítið í anda Kristjaníu? Það óx tré upp úr eldhúsinu Fríða Arnardóttir við tréð sem óx upp úr húsinu hennar í Kristjaníu. Fólk hefur það náðugt í garðinum við endann á Pusherstreet. Morgunblaðið/Pétur Blöndal vegna götunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.