Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.2003, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Ítalía 17.205kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Flórída 18.837kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Spánn Alicante 13.109kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, einn auka bílstjóri, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 21 66 1 07 /2 00 3 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Ekkert bókunargjald. ÞAÐ er mismunandi kostnaður við að skipta íslenskum krónum í gjald- eyri þegar fólk er á ferð í útlönd- um. Það er einnig margt sem þarf að taka tillit til við skoðun á kostn- aði eins og þóknanir, mismunandi og síbreytilegt gengi banka og kortafyrirtækja og vextir sem verða þegar seðlar eru keyptir fyrir brottför í stað þess að greiða kreditkortareikninginn eftir á. Að sögn Þórdísar Pálsdóttur, sem starfar hjá útibúasviði Íslands- banka, er langalgengast að fólk hafi með sér lágmarksupphæð í gjald- eyri en noti síðan kreditkort og taki gjaldeyri jafn óðum út úr hrað- banka. „Þó færist það í aukana að nota debetkort erlendis. Fólk horfir á þægindin við að nota hraðbank- ana því afgreiðslur með korti í verslunum og á veitingahúsum taka oft langan tíma. Það er góð regla að láta kortið aldrei fara úr augsýn þear verið er að greiða með því til að lágmarka áhættuna af því að kortið verði misnotað. Ekki er tekið við kortum í öllum verslunum og þjónustufyrirtækjum og því get- ur verið öruggara að vera með reiðufé á sér og geta þá fylgst bet- ur með eyðslunni.“ Þórdís segir að það heyri til undantekninga ef fólk taki með sér ferðatékka það sé helst ef það er að ferðast til fjarlægra landa. Algengast að fólk noti kortið í útlöndum                                               !"#$%&'(    )     *    ! +!                                  Þ AÐ var óneitanlega gaman að fá í eina kvöldstund að setja sig í spor gesta skemmti- ferðaskipsins Seven Seas Navigator þegar það heimsótti Reykjavík fyrir skömmu. Strax og komið er inn í skipið á fimmta þilfari fer ekkert á milli mála að þar fer glæsifley. Stórir salir blasa við og breiðir gangar svo og glæsilegar glerlyftur sem flytja farþega milli hæða. Ellefu þilför eru á skipinu og allar vistarverur gesta eru ofansjáv- ar og flestar með svölum. Það er varla hægt að kalla her- bergin káetur, því jafnvel ódýrustu herbergin eru eins og svítur. Í þeim er auk hjónarúms, marm- araklætt baðherbergi með sturtu og baði, lítið fataherbergi með öryggis- hólfi, sófasett, sjónvarp, bar og borð og stólar. Fersk blóm prýða borð og ávextir og kampavín bíða gesta við komu um borð. Skipt er þrisvar á dag um handklæði og þjónn kemur að morgni og kvöldi til að búa um rúmið. Markaðsstjórinn Michael Baker gekk um skipið með hópi fólks á veg- um ferðaskrifstofunnar Emblu en það fyrirtæki fékk nýlega einkaum- boð fyrir ferðir með skipum félagsins hér á landi. Hann sýndi okkur líka flottustu svíturnar sem eru á við meðalstóra íbúð að stærð. Þar eru rókókóhúsgögn í rúmgóðri stofu og borðstofu, hljómflutningstæki af fín- ustu gerð, bar, tvö sjónvörp, mynd- bandstæki, mjög stórt hjónarúm og hægt er að stækka svítuna um eitt svefnherbergi í viðbót. Þar er auðvit- að rúmgott fataherbergi og baðher- bergi, góð forstofa og einkaþjónn ávallt reiðubúinn ef á hann er kallað til að sinna þörfum gesta. Michael upplýsir að margir kjósi að fá morgunverðinn á svalirnar á morgnana, sérstaklega þegar verið er að sigla á hlýjum slóðum og þá þurfi ekki einkaþjón til, slíka þjón- ustu geti allir pantað. Þegar verið er að horfa á sjónvarpið eða myndband er hægt að hringja á þjón og biðja hann um að koma með poppkorn eða gosdrykki ef þá vantar á barinn. Allur matur innifalinn Þegar við gengum um skipið voru fáir á ferli enda flestir gestanna í Bláa lóninu eða að skoða Gullfoss og Geysi. Í setustofu sátu þó nokkrir og hlýddu á hörpuslátt fyrir matinn. Fjórir veitingastaðir eru um borð. Allur matur er innifalinn í verði ferð- arinnar og einnig léttvín með mat og allir óáfengir drykkir í ferðinni. Gest- ir geta valið sér tvær flöskur af sterku áfengi en síðan þurfa þeir að greiða fyrir áfengi umfram það. Stærsti veitingasalurinn er á fimmta þilfari skipsins þar sem gengið er um borð. Þar eru dúkuð borð og þjónað til borðs og gestir velja matinn af matseðli og geta þess vegna borðað átta- eða tíuréttað. Síðan er hægt að velja léttara fæði eða sérhæfðara eft- ir óskum hvers og eins og um borð í þessu skipi sérhæfir eitt veitingahús- ið sig í Cordon Bleu-matargerð. Það þarf enginn að láta sér leiðast um borð því þar er tennisvöllur, æf- ingasvæði fyrir golfara, næturklúbb- ur, leikhús þar sem troðið er upp að minnsta kosti þrisvar í viku, tölvu- herbergi þar sem hægt er að komast á Netið, bókasafn og myndbanda- safn, sundlaug, heitir pottar, tvær verslanir, leikfimisalur, tækjasalur, gufubað, snyrtistofa, nuddstofa og svo framvegis. Meira að segja eru á sumum göngunum borð með risa- stórum púsluspilum sem fólk getur gripið í ef því líst svo á. Starfsfólkið talar á fjórða tug tungumála og ég var ekki búin að ganga lengi um skipið þegar ég heyrði eina þernuna tala íslensku. Hún heitir Karolina Johanson og er sænsk en hafði verið tvö ár á Íslandi að passa börn. Langi gesti til að sinna hússtörfum eru þvottavélar, þurrkarar og strau- járn á hverri hæð en Michael segir að margir kjósi líka að láta þvottahús skipsins sjá um slíkt fyrir sig. Hann bendir á að gestir þurfi að velja af kostgæfni herbergi þegar þeir panta ferð með skemmtiferða- skipi. „Það getur skipt sköpum hvoru megin herbergin eru í skipinu upp á útsýnið á leiðinni,“ segir hann. Um leið verður mér einmitt litið út um gluggann og Esjan í öllu sínu veldi blasir við. Ég sé fyrir mér að þeir sem séu hinum megin sjái bara Sundahöfnina úr sínum glugga. Íslenskir tónlistarmenn um borð En eru það aðallega ellilífeyrisþeg- ar sem ferðast með svona skipum? „Nei síður en svo,“ segir Ingiveig Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Emblu. „Hér um borð eru t.d. allir aldurshópar meðal gesta. Það er auðvitað aðeins mis- munandi eftir skipum hvað stendur til boða í afþreyingu og síðan skiptir líka máli hvaða áfangastaði á að skoða á leiðinni en skipafélagið hefur lagt sig fram um að velja spennandi og ævintýralega staði til að skoða. Skipafélagið rekur sjö skip sem taka frá 180 manns upp í 700 manns og sigla um öll heimsins höf. Á næsta ári verða t.d. í boði ýmsar þemaferðir þar sem kastljósi er t.d. beint að Bítl- unum, vínsmökkun, matargerð og fleiru. Þá munu ýmsir þekktir lista- menn troða upp í skipunum og m.a. íslenskir tónlistarmenn í einni ferð- inni með þessu skipi sem verður með þemað Norræn tónskáld.“ Þegar hún er spurð hvort það sé á færi almennings að ferðast á 6 stjörnu skemmtiferðaskipi vegna kostnaðarins segir hún að þetta sé mun ódýrara en margir haldi. „Það er til dæmis hægt að fara í vikusiglingu um Karíbahaf í svítu með öllu inniföldu frá 130.000 ís- lenskum krónum. Svo er líka hægt að komast í 56 daga ævintýrasiglingu hringinn í kringum Suður-Ameríku fyrir 1.275.000 krónur og þá með flugi á fyrsta farrými og öllu inni- földu. Um borð í sex stjörnu skemmtiferðaskipinu Seven Seas Navigator Enginn þarf að láta sér leiðast um borð Það er skipt um handklæði hjá gestum þrisvar á dag og búið um rúmin morgna og kvölds. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir skoðaði sex stjörnu skemmti- ferðaskip sem lagðist fyrir skömmu að bryggju í Sunda- höfn.  Skipafélagið Radisson Seven Seas cruises Vefslóð: www.rssc.com Ferðaskrifstofan Embla Vefslóð: www.embla.is Sími: 511 4080 gudbjorg@mbl.is Gestir geta fundið sér ýmislegt til dundurs, spilað golf, tennis, farið í leikfimi, skroppið í nudd eða sund, farið á Netið eða litið í bók, hlustað á fyrirlestra eða farið í spilavítið. Stærstu og íburðarmestu svíturnar eru á við meðalstóra íbúð að stærð og þeim fylgir einkaþjónn ef vill. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir geta valið úr fjórum veitingahúsum til að snæða á en allur matur er inni- falinn í verði ferðarinnar, þjórfé einnig svo og allt léttvín, óáfengir drykkir og sterk vín upp að vissu marki. Minnstu vistarverurnar eru einnig huggulegar og öllum herbergjum fylgir sér baðherbergi og fataherbergi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.