Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 C 47Fasteignir Berjarimi + bílskýli Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fallegu vel staðsettu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. V. 14,0 m. Áhv. 8,5 m. 1011 Lyngmóar - bílskúr Rúmgóð 115 fm 4ra herb. íb. á fyrstu hæð ásamt 20 fm innbyggðum bílskúr. Suðvestursvalir og útgengi þaðan út á góða nýja timburver- önd. 3 svefnherb. Rúmgóð stofa. Mikil sameign. Fallegt hús. Fráb. staðsetn í hjarta Garðabæjar. V. 16,5 m. 1838 Grafarholt - laus strax - glæsi- leg nýl. íb. á útsýnisstað + bíl- skýli Ný fullbúin 122 fm íb. á 3. hæð (efstu) í litlu vönduðu fjölb. vestarlega í Grafarholti. Frábært útsýni yfir Snæf.nes, Esju, sundin, hluta Rvíkur og fl. Glæsil. kirsuberjainnr. Baðherbergi með horn- nuddkari. Þvottaherb. í íb. Tvennar svalir með mögul. að byggja yfir aðrar og stækka íb. verulega. Áhv. ca 8 m. húsbr. V. 17,8 m. Laus við kaupsamning. 1903 Rauðalækur - sérinngangur Fjögurra herbergja íbúð í kjallara í fjórbýl- ishúsi með sérinngangi. V. 10,0 m. Áhv. 4,7 m. 1896 Skólavörðustígur - lúxusíbúð Glæsileg 127 fm eign á 3ju hæð í nýlegu húsi í hjarta miðbæjarins. Íbúðin er glæsilega innréttuð. Kirsuberjainnrétting- ar. Parket og vandaðar flísar á gólfum. Suðursvalir. Lofthæð 2,8 m. Glæsil. út- sýni af svölum. Miklir mögul. V. 20,5 m. 1890 Langholtsvegur - 4ra herb. Falleg 110 fm íb. í kjallara. Nýl. fallegt eldhús og glæsilegt nýstandsett baðherb. Parket. Sérinng. í tvíbýli. Húsið nýlega viðgert ut- an og málað. V. 12,2 m. 1836 Leirubakki Góð 4ra herbergja 90 fm íbúð á 2. hæð með vestursvölum. Sjón- varps- og símatenglar í öllum herb. Þvottahús innan íbúðar. Góð eign í ró- legu barnvænu hverfi. V. 12,3 m. Áhv. 3,8 m. byggsj. 1898 Norðurmýri - laus strax. Falleg 5 herb. íb. á 1 h. ásamt góðu aukaherb. Nýlegt gler. Öll nýl. máluð. Bjartar og fal- legar stofur. Fráb. staðsetn. V. 14,8 m. 1730 Kópavogur - mjög gott verð Fal- leg 4ra herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýli. 2 svefnherb. og 2 stofur. Nýl. endurn. bað- herb., endurnýjað eldhús (að hluta) o.fl. Frábært skipulag. Björt og góð íbúð. Áhv. ca 6,6 m. Verðtilboð. 1700 www.valholl. is Naustabryggja 4 - glæsil. ný íb. m. sérinngangi til afh. strax - allt að 80% fjármögnun - skipti möguleg á 2ja-3ja herb. ód. íb. Glæsileg tvær nýjar 135 fm íb. á 1. hæð (endi) m. sérsuðurverönd og sérgarði og 2. hæð (suðurendi). Til afh. strax, fullfrá- gengin með vönduðum eikarinnr. (án gólfefna) með flísal. baði. Glæsilegt lyftu- hús þar sem hús og gluggar eru ál- klæddir. Allt frágengið í dag. Stæði fylgir í mjög góðu bílhúsi undir húsinu. Þvotta- hús í íb. V. aðeins 17,9 m. Greiðsludæmi 17,9 m. V. samning 1,5 m. 4-6 mán. seinna 1,2 m. 8-10 mán. seinna 1,2 m. Með húsbr. 9,0 m. *Með láni frá Nb. allt að 5,0, m. til 30 ára með veði í íbúðinni. 1162 Gnípuheiði - sérinng. Ný falleg 3ja herb. íb., 80,5 fm íb. á jarðhæð í þríbýli m. sérinng. Fallegt eldhús og baðherb. Sérverönd mót suðri. Parket. Getur verið laus nær strax. V. 13,1 m. 1837 Engihjalli - lyftuhús - húsvörður Rúmgóð og vel með farin 90 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Tvennar svalir til suðurs og austurs. Vönduð gólfefni og innrétt- ingar. V. 11,0 m. Áhv, 8,2 m. 1901 Fróðengi - með bílskúr Falleg 83 fm íbúð á 3. hæð í góðu litlu fjölbýli. Íbúðin er vel innréttuð, góðar suðursvalir og mikið útsýni. Barnvænt og rólegt hverfi, örskammt frá verslun og þjónustu. V. 14,5 m. 1370 Hringbraut - stæði í bílskýli Björt opin og vel skipulögð íbúð á 4. hæð með góðum suðursvölum. Íbúðin er á tveimur hæðum og henni fylgir stæði í bílskýli. V. 11,0 m. Áhv. byggsj. 4,3 m. 1891 Vesturbær - aukaherb. Ágæt 3ja herb. íb. á 3. hæð ásamt ca 10 fm auka- herb. í kj. Fallegt útsýni á Esjuna. Laus strax. Íbúðin er sérlega vel staðsett. Hentar vel fyrir viðbótarlán. V. 10,8 m. 1864 Í lyftuhúsi í Breiðholti Góð íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi ásamt bílskúr. Íb. er ca 90 fm og bílskúrinn 23,4 fm. Mjög gott skipulag. V. 10,9 m. 1595 Bryggjuhverfi - glæsil. lúxus- íb. - skipti á ód. Glæsil. nýleg 149 fm 4-5 herb. íb. á 3. hæð + ris í ál- klæddu litlu fjölb. á rólegum stað í Bryggjuhverfi. 3 góð svefnherb., gegn- heilt parket, vandaðar innr., þvottahús í íb., stórar suðvestursvalir. Lystigarð- ur við húsið. Getur verið laus við kaup- samning. Áhv. 15 m. í húsbr. + hagst. langt.lán. Gr.byrði ca 100 þús. á mán. V. 19,8 m. Skipti mögul. á 2ja-4ra herb. ódýrari íb. 1878 Breiðavík - glæsil. Í einkasölu glæsileg 93 fm íb. á 3. h. í nýl. vönduðu húsi. Íb. er fullb. á vandaðan hátt. Suð- ursvalir. Tvö svefnherb. Glæsil. eldhús og baðherb. Parket. Sérþvottahús í íb. Íb. getur verið laus nær strax. V. 13,4 m. 1866 Holtsgata - 3ja herb. Skemmtileg og góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð á eftirsóttum stað í gamla vesturbænum. Eign í ágætu standi og góðu viðhaldi. V. 10,2 m. 1846 Maríubakki - góð kaup Falleg 3ja herb. ca 70 fm íb. á 2. hæð í góðu húsi á mjög góðum stað í Breiðholti. Gott skipulag. Nýl. glæsil. eldhús o.fl. Góð sameign. Góður garður. Hús klætt að hluta, góðar suðv.svalir. Glæsilegt útsýni. Áhv. 6,6 m. 1754 Sólvallagata - ný íbúð m. bíl- skýli Ný ca 90 fm íb. í lyftuhúsi á fráb. stað í vesturbænum. Vandaðar innrétt. frá Brúnási. Afh. fullfrág. án gólfefna. Teiknisett og nánari upplýsingar á Val- höll 1027 Pósthússtræti v. Austurvöll. - lyftuhús - bílskýli Falleg, nýleg (1985) 3ja-4ra herbergja vel skipulögð 96 fm íbúð á 3. hæð í vönduðu lyftuhúsi á frábærum stað í hjarta miðbæjarins. Stæði 27 fm í bílskýli. Tvö sfefnherb., tvær stofur, þvottahús í íb. Áhv. 7,0 m. Verðtilboð. 1651 Miðbærinn - sérinng. Falleg 2ja herbergja risíbúð með sérinngangi. Húsið endurskipulagt/endurætt 1989. Fallegar innréttingar og gólfefni, mikil lofthæð. V. 9,9 m. Áhv. 4,6 m. byggsj. Laus. 1603 Miðhús - neðri sérhæð Falleg björt og vel innréttuð 87 fm neðri sérhæð. Íbúðinni fylgir timburverönd og garður. Forstofa flísalögð. Laus til afhendingar. Verðtilboð. Áhv. hagst lán. 1499 Sogavegur - sérinng. Falleg og mikið endurnýjuð 64,2 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérgarði. Íbúðin er nýlega innréttuð á allan hátt, innréttingar, gólfefni og nýjar lagnir. V. 11,0 m. Áhv. 5,0 m. 1907 Hlíðarhjalli - laus Mjög falleg og björt 2ja herb. 65 fm íb. á 1. h. í nýmál- uðu og standsettu fjölbýli. Glæsil. útsýni. Fallegar innréttingar. Rúmgóð og vönduð íbúð á eftirsóttum stað. Laus. V. 10,5 m. 1872 Skeljagrandi - bílskýli Rúmgóð 2ja herbergja íbúð á 4. hæð (efsta). Stæði í bílskýli. Suðursvalir. Frábær staðsetn. Fallegt útsýni. V. 9,9 m. 1627 Vantar einbýlishús, parhús og raðhús. Óskum eftir sérbýlum á söluskrá okkar, einbýlishúsum, raðhúsum og parhúsum í öllum hverfum. SÚ VAR tíðin aðmenn einfald-lega opnuðu gluggann til að fá hreint loft inn að sínu vinnuborði, hvort sem það var skrifborð, hef- ilbekkur, steðji eða eitthvað annað sem nauðsynlegt var starf- inu. Í þá daga var allt svo einfalt, eða það höldum við í dag. En þá voru kröfurnar aðrar, húsin minni og fólk lét sér nægja það sem það hafði, um annað var ekki að ræða. Nú er öldin önnur, of heit hús eru að verða sama vanda- málið að sumri til og köld hús voru að vetr- arlagi á árum áður. Í ræðu og riti hafa skáld og þjóðræknir menn mært endalaust íslenska loftið og vissulega á það margt hrósið skilið. En þeir sem sitja inni í lokuðum rýmum, innan um skóg af tölv- um og blikkandi skjám eru kannski ekki lengur inni í hinu íslenska tæra lofti; það er orðið æði margt sem spillir. Svo getur einnig verið að ekki þýði að opna gluggann, það er ekki tæra loftið ofan af Kili sem streymir inn í bankann, ráðu- neytið eða hvaða bygging það er sem einstaklingurinn situr í, nú- tíminn gefur af sér svo margt sem spillir hinu tæra íslenska fjalla- lofti. Það er heldur engan veginn víst að það sé neinn opnanlegur gluggi á byggingunni og það er einmitt mergurinn málsins. Við margar nútíma loftræsingar á hreina loftið að koma inn vélrænt. Það á að koma inn um ristar og hefur þá oft farið um langan veg eftir stokkum, knúið áfram af stórum viftuhjólum. Eitt er víst að það ætti að vera hægt að fá hreint og hressandi loft úr þessari stóru vél sem við skulum hér og nú kalla sínu rétta nafni, loftræsikerfi, sagt og skrif- að loftræsikerfi, takið eftir að í því er ekkert té. Eðlilega, þar á ekkert té að vera. Að kjarnanum með svolitlum útúrdúr Undanfarið hefur birst svoköll- uð skjáauglýsing frá einni ágætri blikksmiðju þar sem hún auglýsir vörur og þjónustu. Skjáauglýsing er stillimynd, en meðan hún er í augsýn er lesinn textinn sem sem á skjánum stend- ur. Blikksmiðjan auglýsir þar „loftræsikerfi“, en það er sama hver textann les, alltaf klingir snjallt og greinilega „loftræsti- kerfi“. Er á þessum orðum einhver af- gerandi greinarmunur? Já, svo sannarlega. Loftræsikerfið segir okkur að eitthvað rennur og það er loft. Þarna gerist það sama og þegar bóndinn ræsir mýrina, en þar er það vatn sem rennur. En nú er útúrdúrinn búinn. Loftræsikerfi hefur tvennan til- gang, annars vegar að veita inn hreinu lofti, hins vegar að hita hý- býli, en þá er loftið hitað upp í elementum sem um rennur heitt vatn. Loftræsikerfin hafa löngum mátt þola illt umtal, þeim fundið allt til foráttu og oft sögð ekki koma að nokkru gagni. Er eitthvað til í þessu? Já, því miður, það verður að viðurkenn- ast. En hvers vegna er það svo? Vegna hins landlæga íslenska slóðaskapar sem hefur verið böl frá því að við hættum að búa í torfbæjum og fórum að byggja úr varanlegra efni. Einhvern veginn hríslaðist það þá inn í þjóðarsálina að um leið og húsið væri byggt, um leið og kerf- ið væri lagt, hvort sem það væri miðstöðvarkerfi eða loftræsikerfi, þá væri allt komið í höfn, um þetta þyrfti ekki meira að hugsa. Nú var bara að flytja inn, setj- ast við skrifborðið eða sófann, elda sinn mat eða telja peninga við skenkinn, flytja leikrit á sviði eða hvað það nú var sem húsið var byggt fyrir. Viðhald og eftirlit var nokkuð sem við lærðum ekki um leið og við fórum að byggja glæsileg hús úr varanlegum efnum. Í þessu orði „varanlegum“ var okkar fallgryfja. Það er ekkert til sem er óend- anlega varanlegt, tönn tímans sér um það. Þess gjalda loftræsikerfin. Þau voru sett í gang fyrir langa löngu og látin ganga meðan allt slarkaði, því miður. Fyrstu kerfin voru auk þess barn síns tíma, öll tækni löngu úr sér gengin og tæki slitin. Eitt af því sem hefur verið trassað allt of mikið er að hreinsa kerfin. Um þau á að streyma loft, hreint loft til að þeim sem anda því að sér líði betur. Sé þetta gert skila þau sínu verki í flestum tilfellum. Hvernig er það á þínum vinnu- stað, er loftræsikerfið hreinsað reglulega, er skipt um síur sem safna í sig alls kyns óhreinindum? Hvernig væri að spyrja þá sem ábyrgðina bera á húsi og kerfum? Þú átt kröfu á því að þessu sé sinnt, loftið úr kerfinu fer ofan í þín lungu. Tvær myndir af sama stokki í loftræsikerfi. Á efri myndinni er stokkurinn fyrir hreinsun, en neðri myndin er tekin eftir hreinsun. Er loftið hreint og tært á þínum vinnustað? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.