Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 7
ALLT eða ekkert er mér afar hjart-fólgin mynd. Hún er sprottin afmjög djúpstæðum kenndum umástina, sambönd, fjölskylduna ogdaglegt líf hvunndagshetjunnar.
Um leið og ég byggi hana á eigin lífi og tilfinn-
ingum þá er hún vitnisburður um það sem ég sé
gerast í kringum mig hér í Lundúnum í dag.“
Mike Leigh lætur þessi orð falla þar sem
hann er staddur á Cannes-kvikmyndahátíðinni
2001 til að fylgja eftir kvikmynd sinni Allt eða
ekkert sem tilnefnd var til Gullpálmans það árið.
Mike Leigh hefði þar getað verið að lýsa flestum
sínum myndum því í þeim – átta kvikmyndum
og ótal fleiri sjónvarpsmyndum – hefur hann
fengist við hversdagsleikann, oftast á gráa mát-
ann, þá bæði -glettinn og -myglaðan.
Leigh hefur vegnað vel á Cannes-kvik-
myndahátíðunum. Þar var hann tilnefndur til
Gullpálmans fyrir Naked árið 1993 og fékk leik-
stjóraverðlaunin það árið og svo þremur árum
síðar stóð hann með hinn eftirsótta pálma í
höndunum sem hann fékk fyrir hina margverð-
launuðu Secrets And Lies.
Eldhúsvasksmyndir
Leigh er ögrandi og frumlegur kvikmynda-
gerðarmaður sem gerir betur en nokkur annar
kvikmyndir sem Bandaríkjamenn eiga til að
lýsa sem eldhúsvasksmyndum, myndir um und-
irmálsfólk og verkalýðinn og baráttuna fyrir
betra, eða a.m.k. bærilegra lífi.
Vinnubrögð Leighs hafa skapað honum sér-
stöðu og aflað honum ómældrar virðingar meðal
kollega sinna og ekki síst leikara. Kannski vegna
þess að hann er sjálfur leikari að mennt þá gefur
hann sér óvenjulega langan tíma í undirbúning
mynda með leikurum og reynir hvað hann getur
til að virkja þá í handritsvinnunni. Flest hand-
ritin eru þannig unnin sem spunaverkefni undir
handleiðslu Leighs. Hann leggur línurnar, færir
leikurum í hendur persónur; tilvist þeirra, en lít-
ið sem ekkert meira. Þegar búið er að móta per-
sónurnar, gefa þeim einkenni og tilgang sest
Leigh niður með afrakstur spunavinnunnar,
tvinnar saman samtölin og býr til úr þeim fram-
vinduna. Afrakstur þessara sérstæðu vinnu-
bragða við kvikmynd þykja oftar en ekki end-
urspegla raunveruleikan glettilega vel þannig
að á stundum er eins og um heimildarmynd sé
að ræða en ekki leikið drama.
Að undanskilinni fyrstu mynd hans, Bleak
Moments (1971), vann hann fyrsta áratug ferils
síns að gerð sjónvarpsmynda sem fæstar sáust
utan Bretlands á sínum tíma en eru blessunar-
lega fáanlegar margar hverjar á myndbandi í
dag.
Árið 1988 var frumsýnd í fyrsta skiptið í 17 ár
mynd eftir hann í kvikmyndahúsi, hatrömm
ádeila á Thatcher forsætisráðherra Bretlands
sem hét High Hopes. Myndin vakti þegar mikla
athygli á Leigh og næsta mynd á eftir, fjöl-
skyldukómedían kolsvarta Life is Sweet (1991),
jók orðspor hans enn frekar. Þótt Naked (1993)
hafi reynst hans myrkasta – og er enn í dag – þá
var það þessi óvenjulega en geysikröftuga mynd
sem kom Leigh varanlega á kortið sem einum
athyglisverðasta kvikmyndagerðarmanni Breta
og færði honum fjölda verðlauna. Secrets and
Lies var algjör andstæða hennar, fjallaði um
gildi fjölskyldunnar og ástarinnar í stað ein-
semdar og haturs. Secrets and Lies reyndist
jafnframt hans aðgengilegasta til þessa og hans
farsælasta. Career Girls (1997) vakti minni at-
hygli og búningadramað Topsy-Turvy fékk
mjög misjafna dóma þótt velgengni á kvik-
myndahátíðum hafi ekki látið á sér standa.
Maður fæðist, lifir og deyr
Þótt Leigh sé einstaklega vel liðinn af sam-
starfsmönnum þá er það einhverra hluta vegna
svo að blaðamenn eru hálfhræddir við hann.
Þannig var undirritaður hreinlega varaður við
honum af fleiri en einum blaðamanni sem lent
höfðu í kauða á slæmum degi. Hann ku nefnilega
ekki sá allrakurteisasti í bransanum og hikar
ekki við að úthúða blaðamanni þyki honum
spurning hans óviðeigandi, ég tala nú ekki um
heimskuleg. Þessi hlið á honum ætti þó kannski
ekki að koma neinum þeim á óvart sem stúderað
hefur myndir hans. Þær eru nefnilega sumar
hverjar æði kaldar og hranalegar. Lífið er á
stundum bölvanlegt og maður verður bara að
taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Og kald-
hæðnin er hans aðalsmerki, svo mjög að maður
á í mesta basli með að staðsetja hann, er honum
alvara eða ekki? Á þetta bæði við um hann sjálf-
an sem og persónur hans. Nægir þar að nefna
einfarann Johnny í Naked því til undirstrikunar,
ruddafenginn, misskilinn en fluggáfaðan gaur
sem maður fær strax á tilfinninguna að eigi heil-
mikið sameiginlegt með Leigh eftir að hafa
komist í kynni við báða.
„Lífið er erfitt,“ segir Leigh hvasst við blaða-
mann, „og ég er sannfærður um að flestu fólki á
þessari jarðkringlu finnist það. Maður fæðist,
lifir og deyr og þetta í miðjunni er sko hægara
sagt en gert og það eina sem við getum gert er
að reyna að gera okkur þetta bærilegt. Við vilj-
um ekki vera ein, þurfum ást og umhyggju, en
það er enginn hægðarleikur að öðlast þetta allt.
Það þarfnast vinnu og oftast nær heppni. Lífið
er flókinn vefur einmanakenndar og samkennd-
ar. Ég hef oftsinnis verið spurður hvers vegna
ég nenni að standa í að segja sögu á þeim nótum
og svarið er að lífið er bara svona hjá flestum,
meira eða minna. Eilíf barátta fyrir því að geta
lifað lífinu bærilega. Ég bý til myndir um það
sem lífið snýst um í alvörunni. Aðrir einbeita sér
að skáldskapnum, hvernig við vildum að lífið
okkar eða annarra væri.“
Myndir sem vit er í
Leigh hefur verið sérlega gagnrýninn á
breska kvikmyndagerð og haldið því fram að
vegur hennar myndi verða mun meiri í heim-
inum ef kollegar hans fengjust í meira mæli við
það sem máli skiptir, alvarleg viðfangsefni sem
koma við áhorfendur. „Ég er síst af öllu að
skipta mér af því hvernig myndir menn gera, og
fagna því að frelsið sé fyrir hendi til að gera
hvernig myndir sem er, heldur bara að segja að
einu myndirnar sem vit er í séu þær sem eru
heiðarlegar og eru um eitthvað. Um leið og við
förum að láta það ráða ferðinni hvað selur og
hvað ekki þá töpum við áttum. Þetta á svo sann-
arlega ekki einungis við um breska kvikmynda-
gerð heldur almennt kvikmyndagerð í heimin-
um í dag.“
Leigh hefur fengist við sömu viðfangsefnin á
ferli sem spannar nú þrjá áratugi. Hann virðist
hafa samskonar áhyggjur af samfélaginu og
hann hafði á 8. áratugnum Er það vegna þess að
hann telur engar breytingar hafa átt sér stað,
ekkert hafa batnað. „Við erum að glíma við
sömu vandamál, sömu flóknu lífsgáturnar. Ef
eitthvað þá finnst mér grimmdin orðin meiri,
græðgin heiftarlegri og einsemdin greinilegri.“
Fólkið í blokkinni
Allt eða ekkert fjallar um lífið í bæjarblokk á
ónefndum stað í Lundúnum samtímans, en gæti
hæglega hafa gerst fyrir þrjátíu árum. Penny er
hætt að elska manninn sinn, leigubílastjórann
Phil. Hann er ljúfur, þögull og þenkjandi náungi
og hún vinnur á kassa í stórmarkaði. Dóttir
þeirra vinnur á elliheimili og sonurinn er at-
vinnulaus og árásargjarn offitusjúklingur.
Hamingjan en víðs fjarri á þessu heimili og
sundrungin algjör, þar til sonurinn veikist og
þarf að fara á spítala, nokkuð sem sameinar fjöl-
skylduna á ný. Spurningin er bara hversu lengi.
Sagan gerist á einni helgi, og segir einnig frá ná-
grönnum þeirra Phils og Pennys, sem einnig
eiga eftir að verða snortnir af veikindum unga
mannsins á einn eða annan hátt. Allar eiga per-
sónurnar sammerkt að vera óhamingjusamar,
ófullnægðar og óværar. Þau þrá öll eitthvað
meira, ekkert mikið, bara eitthvað aðeins meira
en þetta tómarúm sem þau lifa í.
„Ég ætla ekki að hjálpa þér við að finna út
hvort atburðirnir sem eiga sér stað um helgina
komi til með að breyta lífi þessa fólks á einhvern
hátt, til hins betra eða verra. Það er áhorfand-
ans að meta. En það eru allir á ákveðnu ferða-
lagi og öll ferðalög taka enda, hvort sem það er
hin hinsta áning eða einhver önnur.“
En á þessu ferðalagi getur ýmislegt komið
upp, þarf ekki að vera mikið, til þess að stefnan
gjörbreytist og allt fer á annan veg en á horfðist.
„Maður heldur að maður þekki framtíð sína,
stærðirnar í lífi sínu, en svo allt í einu hefur mað-
ur allt eða ekkert. Og þar hefurðu, gerðu svo vel,
titilinn á myndinni.“
Lífið er erfitt
Fólkið í blokkinni berst fyrir bærilegra lífi en svo breytist allt — eða ekkert.
Mike Leigh: „Ég bý til myndir um það sem lífið snýst í alvörunni. Aðrir einbeita sér að skáldskapnum,
hvernig við vildum að lífið okkar eða annarra væri.“
Það sætir ávallt tíðindum er ný Mike Leigh-mynd birtist á íslensku
kvikmyndatjaldi. Nýjasta mynd hans heitir Allt eða ekkert og er
meðal mynda á Bresku bíódögunum. Skarphéðinn Guðmundsson
hitti Leigh daginn eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í fyrra og ræddi við hann um allt og ekkert.
skarpi@mbl.is
Allt eða ekkert er sýnd á Breskum bíó-
dögum í Háskólabíói.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 7
EIN eftirtektarverðasta leikframmistaðan í Allt
eða ekkert er tvímælalaust túlkun Sally nokk-
urrar Hawkins á glyðrunni Samönthu. Um er að
ræða fyrsta kvikmyndahlutverk þessarar ungu
og efnilegu leikkonu sem hlaut menntun sína í
RADA og hafði komið fram í nokkrum þekktum
sjónvarpsþáttum og leikið á sviði.
Þegar leikritaskáldið Jón Atli Jónasson
þekktist boð um að taka þátt í leikhúsvinnu í
hinu virta Royal Court-leikhúsi fyrr á þessu ári
fékk hann tækifæri til þess að vinna með um-
ræddri Sally Hawkins.
„Ég fékk tækifæri til að þróa áfram leikverk
sem ég hef í smíðum og kallast Krávd plíser.
Mér stóð til boða að fá Sally og aðra leikara til
að vinna með mér. Hún sló til og við unnum
saman í eina viku, æfðum og svo léku þau eina
senu úr verkinu.“
Jón Atli segist hafa beðið sérstaklega um að
fá leikara sem væru vanir spuna og því hafi
Hawkins komið til greina enda hafði hún sann-
arlega vanist spuna við gerð myndar Leighs.
Jón Atli segist hafa verið nýbúinn að sjá
myndina áður en þau Hawkins fóru að vinna
saman og hreifst mjög af myndinni og frammi-
stöðu hennar í henni. „Hún ræddi mjög mikið
við mig um vinnubrögð Leighs. Þegar hún byrj-
aði að vinna við myndina var það undir henni
komið að skapa þessa týpu, sem er svolítið
fyndið, því hún er svo gerólík Hawkins sjálfri en
hún er svo innilega róleg stelpa, algjör and-
stæða þeirrar í myndinni. Hún sagði mér að
spunavinnan hafi gengið svo langt að það vissi
enginn hvernig myndin ætti að enda.“
Jón Atli segir að þegar þau hafi verið að
vinna saman að leikriti hans hafi verið fyndið að
sjá hana detta af og til inn í persónu myndar-
innar, hann hafi greint taugakippi hjá henni sem
hann kannaðist við úr myndinni. „Hún getur
bara ýtt á takka og þá er hún búin að skipta um
persónu.“
Jón Atli segist hafa greint á vinnubrögðum
Hawkins hversu varanleg áhrif Leigh virðist
hafa á leikara sína. „Þetta vinnuferli er svo
ofsalega frábrugðið öllu öðru. Þetta er svo mikil
karakterstúdía framar öllu öðru. Og svo lygi-
lega vel gert að þetta virkar á mann eins og
heimildarmynd enda hélt ég fyrst að stór hluti
leikaranna væri ófaglærður, en svo er víst ekki.“
Jón Atli segir þetta ekki síður hafa verið
tækifæri fyrir Hawkins, að hafa fengið að vinna
í Royal Court, nokkuð sem væri mjög eftirsótt
fyrir unga leikara í Bretlandi.
Hann telur sig vita fyrir víst að Hawkins komi
til með að leika hlutverk í næstu mynd Leighs,
sem enn hefur ekki gefið upp hvað heitir.
Sally Hawkins úr Allt eða ekkert lék fyrir Jón Atla Jónasson
Vildi spuna og fékk spuna
Jón Atli Jónasson telur Allt eða ekkert með
betri myndum Mikes Leighs.
Sally Hawkins er ung leikkona á uppleið.