Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 B 17
bíó
Frönskunámskeið
hefjast 15. september
innritun 1. til 13. september
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Viðskiptafranska.
Lagafranska.
Nýtt heimilisfang
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík, fax 562 3820.
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: af@ismennt.is
Innritun í síma
552 3870
Rannsóknasjóður
Umsóknarfrestur 1. nóvember 2003
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
www.rannis.is
Vísindasjóður og Tæknisjóður hafa verið sameinaðir undir nafninu
Rannsóknasjóður sem verður í umsýslu Rannís,
Rannsóknamiðstöðvar Íslands.
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á
Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga,
rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir
styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli fag-
legs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda
rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.
Umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð verður 1. nóvember 2003.
Auglýstir verða til umsóknar þrjár gerðir styrkja.
a) Öndvegisstyrkir
b) Verkefnisstyrkir
c) Rannsóknarstöðustyrkir
Ítarlegri upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð munu liggja frammi á
skrifstofu Rannís og vefsetri um miðjan september.
SUMUM finnst Donald Sutherland dálítiðófrýnilegur í framan, en ég veit til þessað ýmsum konum, sem nú eru á miðjum
aldri, þótti hann á sínum tíma með kynþokka-
fyllstu mönnum og löðuðust að honum eins og
syndarar að djöflinum. Hann var langur og
grannur með ljóshærðan hestshaus, dálítið
glaseygður og svolalegur, og þegar hann
brosti var eins og að rýtingur birtist undan
ermi. En það var og er enn eitthvert heillandi,
ískyggilegt blik í bláum augunum. Því var
ekki að furða að leikferill hans í bíómynd-
unum hæfist í hrollvekjum, nánar tiltekið
hinni ítölsku Il Castello dei Morti Vivi (1964)
eða Kastali hinna lifandi dauðu; þar gerði
hann sér lítið fyrir og lék tvö gjörólík hlut-
verk, ungan hermann og gamla kerlingu! Slík-
ur leikari hlaut að eiga framtíðina fyrir sér,
enda hefur hann bætt við hátt í 130 hlut-
verkum á þeim tæpu 40 árum sem liðin eru.
Þótt næstu hlutverk yrðu flest í billegum
hrollvekjum á borð við Dr. Terror’s House Of
Horror og Die! Die! My Darling (báðar 1965)
hóf Sutherland ferilinn í gamanleik sem liðs-
maður grínistaflokks í Toronto þar sem hann
stundaði háskólanám í verkfræði. Hann er
Kanadamaður að uppruna, uppalinn á Nova
Scotia, og varð snemma upptekinn af
skemmtanabransanum. Hann gerðist plötu-
snúður á útvarpsstöð aðeins 14 ára að aldri og
fyrsta fasta launastaðan var við frétta-
mennsku á slíkri stöð. Kynnin af grínleiknum
í háskólanum gerðu Sutherland afhuga verk-
fræðinni og hann reyndi að komast til náms
við tónlistar- og leiklistarakademíu Lundúna
(LAMDA) en var hafnað vegna þess hversu
stór hann var og skrýtinn í útliti! Þetta lét
hann auðvitað ekki bjóða sér og þrjóskaðist
við, sótti um og fékk smáhlutverk hjá enskum
leikhópum og í sjónvarpssyrpum á borð við
The Saint eða Dýrlinginn.
Það var þó ekki fyrr en 1967 að Robert Ald-
rich nýtti Sutherland skynsamlega í hlutverki
illa bilaðs drápsmanns í hasarmyndinni vin-
sælu The Dirty Dozen eða Tólf ruddum að
ferillinn tók verðskuldaðan kipp. Og enn
stærra stökk tók hann 1970 þegar Robert Alt-
man fékk Sutherland til að leika þann kostulega
herskurðlækni Hawkeye Pierce í stríðssat-
írunni MASH, en sú mynd gerði stjörnur úr
þeim báðum, honum og Elliott Gould og dugði
þeim næsta áratuginn eða svo. Sutherland inn-
siglaði stöðu sína árið eftir þegar hann lék tit-
ilhlutverkið í spennutrylli Alans Pakula Klute á
móti Jane Fonda. Þau Fonda framleiddu, sömdu
og leikstýrðu svo saman 1972 harðri ádeilu-
mynd á stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Ví-
etnam, F.T.A., en á þessum árum varð Suther-
land eins konar táknmynd nýrrar kynslóðar í
Hollywood, hippalegur og róttækur í stjórn-
málum og lífsstíl. Hann notfærði sér nýfengna
stjörnustöðu til að leika til skiptis í afþreying-
armyndum sem líklegar þóttu til vinsælda,
t.d. öðrum stríðshasar, Kelly’s Heroes, og svo
áhættumeiri verkefnum, eins og Fellini-æfingu
Pauls Mazurski Alex in Wonderland, þar sem
hann lék kvikmyndaleikstjóra í sköpunar-
kreppu, en báðar eru frá árinu 1970.
Næstu árin var Sutherland á miklu flugi og
lék í allt að sex myndum á ári, en margar fóru
nú fyrir lítið. Þær helstu eru:
Don’t Look Now (1973), sálfræðileg eða yf-
irnáttúruleg - eftir því hvernig á það er litið -
spennumynd Nicolas Roeg, þar sem Sutherland
og Julie Christie léku í sögufrægri samfarasenu.
Þessi mynd er fyrir löngu orðin sígild.
Day Of the Locust (1975), Hollywoodádeila
Johns Schlesinger eftir sögu Nathanaels West þar
sem Sutherland fór á kostum í illmennsku.
Árið 1976 lék hann í myndum tveggja
ítalskra meistara, 1900 eftir Bernardo Bertolucci
og titilhlutverkið í Casanova eftir Federico Fell-
ini. Uppúr þessu fer Donald Sutherland smám
saman að þokast út í misjafnlega vel valin
skapgerðarhlutverk, þar sem hann hefur að
mestu starfað síðan. Þar er undanskilinn afar
vandaður og óvenju lágstemmdur leikur hans
sem faðir og eiginmaður í drama Roberts Red-
ford Ordinary People (1980).
Þótt oftar en ekki sé myndarprýði af Donald
Sutherland er ekki hægt að segja að hann hafi
verið sérlega eftirminnilegur lengi. Hann var
einna skemmtilegastur í ellismellagríni Clints
Eastwood Space Cowboys (2000) og leikur nú
einn ellismellinn til viðbótar sem gamall
krimmi í hópi fífldjarfra gullræningja í The
Italian Job, endurgerð samnefndrar myndar
frá 1969. Sutherland er væntanlegur í fjölda
mynda á næstunni og hefur nóg að gera.
Þannig vill hann hafa það. „Ég vinn mikið því
það er nauðsynlegt til að viðhalda lífsneist-
anum, rétt eins og að stunda kynlíf,“ segir
kappinn í nýlegu viðtali. „Ég ætla því að
reyna að vinna fram í andlátið. Þetta er in-
dælt líf.“ Og megi hann lifa, vinna og stunda
kynlíf sem lengst.
Með blik í auga
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
Fyrir kvikmyndaáhugafólk af yngri kynslóð er Don-
ald Sutherland kannski þekktastur fyrir að vera
pabbi Kiefers; það er ekki svo slæmt eins og sá pilt-
ur hefur þroskast sem leikari. En fyrir þá eldri er
Donald Sutherland einn allra svipsterkasti, hæfi-
leikamesti og sérkennilegasti leikari sem náði að
verða stjarna á Hollywoodfestingunni þegar andófið
gegn stjörnuglansinum réð þar ríkjum á 7. og 8.
áratugnum. Og þótt þessi tæplega sjötugi silfur-
refur hafi nú vikið á ný fyrir glansinum á miðjunni
er yfirleitt gaman að sjá hann leika sér á hliðarlín-
unni. Það má gera í spennumyndinni The Italian
Job, sem frumsýnd er hérlendis um helgina.
hefur leikið hátt í annað hundrað
hlutverk en hefur einnig hafnað
mörgum tilboðum. Hann iðrast t.d.
þess að hafa ekki þegið tilboð
Johns Boorman um að leika í sí-
gildum óbyggðatrylli hans Deliver-
ance og Sams Peckinpah um að
leika í hinni umdeildu Straw Dogs.
Síðan hefur hann yfirleitt sagt já –
til að vera viss um að gera engin
mistök. Og einmitt þannig hefur
hann gert slatta af mistökum.
Reuters
Donald
Sutherland
SKÁLDSAGAN The
Alchemist eða Gullgerð-
armaðurinn eftir brasilíska
rithöfundinn Paulo Coelho
verður nú kvikmynduð undir
stjórn Laurence Fishburne,
bandaríska leikarans (The
Matrix) sem semur hand-
ritið og leikstýrir sjálfum sér
í aðalhlutverkinu. Coelho
hefur staðfest að hann hafi
samþykkt handrit Fish-
burnes, en í áratug hefur
hann hafnað fjölmörgum öðrum atrennum að
verkefninu. „Í fyrsta sinn líkaði mér það sem ég
las,“ segir hann. Skáldsagan hefur selst í 27 millj-
ónum eintaka um heim allan. Ráðgert er að tökur
hefjist í árslok í Jórdaníu og auk leikstjórans
verða í aðalhlutverkum Jeremy Irons og
Madonna, sem verður að teljast djarft val eins og
leikafrekum hennar hefur verið tekið undanfarin
ár.
Fishburne finnur gull
Fishburne:
Leikstýrir, semur
og leikur.
MONTY Python-
liðsmaðurinn Terry Gilli-
am komst í hóp athyglis-
verðustu samtímaleik-
stjóra með Brazil, The
Fisher King og fleiri frum-
legum verkum. Í seinni tíð
hefur gengið á afturfót-
unum hjá honum og lang-
þráð bíótúlkun hans á
Don Quixote strandaði í
miðjum klíðum, m.a.
vegna fjárskorts. Núna er Gilliam kominn á kreik
á nýjan leik og er í Prag við tökur á The Brothers
Grimm. Ekki er við því að búast að Gilliam geri
hefðbundna ævisögu þessara ævintýrahöfunda,
sem Matt Damon og Heath Ledger leika, enda er
myndinni lýst sem „sögulegri fantasíu“ þar sem
þeir bræður eru í álögum.
Grimmsbræður í
höndum Gilliams
Terry Gilliam:
Aftur á kreik.
NÓG er að gera hjá Richard
Gere. Hann leikur í róm-
antísku gamanmyndinni Shall
We Dance? undir stjórn
breska leikstjórans Peters
Chelsom og verður þar ást-
fanginn af Jennifer Lopez -
eins og fleiri. Eftir það leikur
hann titilhlutverkið í sann-
sögulegri epískri ævintýra-
mynd, Emperor Zehnder,
sem fjallar um ljósmyndarann
og mörgæsafræðinginn Bruno Zehnder sem
frægur er fyrir störf á suðurskautinu. Leikstjóri
verður Gregory Hoblit.
Gere gerir það gott
Richard Gere:
Upptekinn.