Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FULLYRÐA má að án nýsköpunar og frumkvöðla- starfs á sem flestum sviðum muni skapast hérlendis hættulegt ástand þar sem kyrrstaða, atvinnuleysi og efnahagsöngþveiti verða megineinkenni samfélags okkar. Líklega geti flestir verið sammála um að ný störf verða ekki til í hefðbundnum sjávarútvegi eða landbúnaði. Veldur þar margt, m.a. breytt lífs- munstur þjóðarinnar og þá ekki síður miklar tækni- breytingar á þessum sviðum. Til þess að svara vinnuaflsþörfinni verða því aðrir þættir að leysa hinna fyrri af hólmi. Þar mun frumkvöðlastarf og nýsköpun ráða úrslitum. Nýsköpun nær til allra sviða – ekki síður hinna hefðbundnu atvinnugreina (sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar) en að auki þurfum við að hasla okkur völl á nýjum lendum. Segja má að þar megi tala um bæði góðar fréttir og vondar. Verstu tíðindin eru líklega þau að hið svokallaða þolinmóða fjármagn er akkilesarhællinn í nýsköpun. Margar hugmyndir á sveimi Greint var frá því nýlega að í úttekt OECD hefðu Íslendingar komið einkar vel út í samanburði við aðrar þjóðir á sviði frumkvöðlastarfs. Í því felst að fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir sinna frumkvöðlastarfi. M.ö.o. eru fjölmargar nýsköp- unarhugmyndir á sveimi innan íslensks samfélags – sumar örugglega alveg galnar en aðrar snjallar og ættu að eiga góða möguleika á að komast á markað, skapa störf og verðmæti. Blessunarlega hafa nokkr- ar slíkar hugmyndir orðið að veruleika og skilað miklu til þjóðarbúsins. Nægir þar að nefna Marel, Íslenska erfðagreiningu, UVS, kvikmyndageirann, tónlistina, lyfjafyrirtækin, Undra (vistvænt hreinsi- efni), tölvugeirann, orkufyrirtækin og marga fleiri. Við getum rétt ímyndað okkur hve íslenskt atvinnulíf væri til muna fátækara ef ekki hefði náðst árangur á sviði nýsköpunar. Líklega væri hér alvarleg kreppa og neyðarástand. Auk einstakra hugvitsmanna má segja að innan margra fyrirtækja eigi sér stað nýsköpunarstarf, í háskólasamfélaginu, hjá rannsóknarstofnunum og einstökum stofnunum. Hið opinbera veitir beinan og óbeinan stuðning með ýmsum hætti – e.t.v. of dreift og óhnitmiðað. En betur má ef duga skal. Þrátt fyrir mikla ný- sköpun og frumkvöðlavinnu daga allt of margar hug- myndir uppi – ná aldrei að þroskast til fulls og kom- ast ekki á markað. Þar er alvarlega veikur hlekkur – í raun svo veikur að hann kann að kosta þjóðarbúið glötuð tækifæri til verðmætasköpunar og atvinnu. Vantar þolinmótt fjármagn Að mörgu leyti veitir hið opinbera ágætan stuðn- ing við frumkvöðla. Auk Rannís og rannsóknastofn- ana má nefna Impru og atvinnuráðgjafa landshluta- samtaka. Ekki má gleyma ESB en á vegum þess hafa verið veitt hundruð milljóna til rannsóknar- og þróunarstarfs á liðnum árum. Þá eru ónefndir fjöl- margir sjóðir á vegum hins opinbera. Líklega nálg- ast þeir á þriðja tug þegar grannt er skoðað. Getur það verið skynsamlegt hjá lítilli þjóð að dreifa tak- mörkuðu nýsköpunarfé á jafnmarga litla potta og raun ber vitni? Eitt stærsta vandamál við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd er skortur á þol- inmóðu fjármagni. Svo sorglega mörg dæmi þekki ég um einstaklinga sem hafa verið komnir ótrúlega langt í þróunarstarfi hugmynda sinna þegar fé þrýt- ur. Allar eignir veðsettar upp í rjáfur, bankar loka dyrum og hugvitsmaðurinn gefst upp. Staðreyndin er einfaldega sú að þrátt fyrir allt stoðkerfi nýsköp- unar skortir hið þolinmóða fjármagn. Hinir dreifðu sjóðir veita einungis smáskammtalækningar, sköpunarsjóður er fjárvana og bundinn af hár ávöxtunarkröfu og almennir fjárfestar koma ekki inn fyrr en hugmyndin er orðin „pottþét Samandregið má því segja að nýsköpun og kvöðlastarf hérlendis sé blómlegt, stuðningur fyrstu stigum þokkalegur en aðgengi að þolin fjármagni kæfi allt of margar hugmyndir. Tillögur til úrbóta Eitt brýnasta úrlausnarefni okkar er að bæ þessu ástandi. Menntastig þjóðarinnar hækka ir vikið fjölgar hugmyndum og nýsköpun eyk þess að leyfa þeim hugmyndum að blómstra þ að úr verði verðmæti, ný störf og aukin hagsæ þurfum við að skapa frumkvöðlum þau skilyr þeir geti þróað hugmyndir sínar alla leið á m Ég leyfi mér að varpa fram tillögum að þrem gerðum: 1. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög), einka og lífeyrissjóðir leggi árlega tvo milljarða króna í þróunarsjóð sem úthluti e legum reglum (með sem minnstri Nýsköpun er n Eftir Hjálmar Árnason KANKÚN-fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem lauk um síðustu helgi átti að marka áfanga í svokölluðum Doha-viðræðum um frekara frelsi í heimsviðskiptum. Markmið lotunnar var að stuðla að aukningu heimsviðskipta og hagvaxtar í heimsbú- skapnum. Markmið Kankún-fundarins var að marka braut- ina fyrir samningamenn aðildarríkjanna til að þeim væri kleift að ljúka Doha-viðræðunum í lok næsta árs. Þótt ekki næðist samkomulag um öll þau atriði sem lagt hafði verið upp með fyrir fundinn þokaði málum á öðrum sviðum lotunnar áfram. Þetta markmið náðist ekki og viðræðurnar strönd- uðu einkum á svokölluðum Singapúr-málefnum, sam- keppnismálum, opinberum innkaupum, fjárfestingum og afnámi viðskiptahindrana. Viðræðunum miðaði áfram í landbúnaði og var út- lit fyrir að þeim þætti myndi ljúka þegar ákveðið var að hætta samningaviðræðum. Útlínur lágu fyrir sem hefðu haft þau áhrif að hagræða þyrfti í íslensk- um landbúnaði vegna aukinnar erlendrar samkeppni á næstu árum. Í grófum dráttum stefndi í að draga þyrfti verulega úr framleiðslutengdum og við- skiptatruflandi styrkjum hér á landi. Þetta myndi einkum hafa áhrif á fyrirkomulag styrkja til mjólk- urframleiðslu hér á landi. Þá var útlit fyrir a sveigjanleiki varðandi heimildir stjórnvalda t styrkja landbúnað myndi minnka auk þess s ið framboð yrði á erlendri búvöru hér á land tollar myndu lækka í sumum tilvikum umtal Gera verður ráð fyrir að ekki sé lengur m að ljúka lotunni í tíma í lok næsta árs eins o stefnt en þó er rétt að gera ráð fyrir að þráð verði tekinn upp að nýju í náinni framtíð. Fyrir utan landbúnað og Singapúr-málefn minna á öðrum málaflokkum enda var ágrein þar almennt minni, t.d. að því er varðar mar aðgengi fyrir iðnaðarvörur og þjónustuviðski Hverjir ráða ferðinni? Í Kankún var áberandi, að það eru einkum ríkjahópar sem ráða ferðinni innan WTO: Ba in, Evrópusambandið og þróunarríkin. Síðas hópurinn hefur að geyma um 3⁄4 aðildarríkja og sýndi sá ríkjahópur Bandaríkjunum og E engir samningar munu nást innan WTO án s inga við hann. Annað umhugsunarefni er hvernig ríki sem standa utan þessara ríkjahópa þurfa að vinn þess að verja hagsmuni sína. Í Úrúgvæ-viðræ Hvað gerðist í Kank Eftir Björn Inga Hrafnsson ER RÍKISKJÖT BETRA EN BANKAKJÖT? Gunnar Ásgeir Gunnarsson, svína-bóndi á Hýrumel í Borgarfirði,gerir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að umtalsefni þá gagnrýni, sem heyrzt hefur; að bankarnir láni svína- bændum og haldi þannig búum þeirra gangandi, þrátt fyrir að hörð sam- keppni og offramleiðsla hafi keyrt niður verðið á framleiðslu þeirra og búin séu rekin með tapi. Gunnar segir m.a.: „Við höfum engan kvóta en við fáum heldur enga aðstoð frá opinberum aðilum ef illa gengur. Við verðum sjálfir að bera allt tap sem verður í svínabúskapnum, þeg- ar um slíkt er að ræða, eins og nú er staðreynd. Við tökum þessu en á hinn bóginn erum við svínabændur ekki sátt- ir við að bændaforystan skuli hafa við orð að slæmt ástand í málefnum sauð- fjárbænda sé vegna of mikillar svína- kjötsframleiðslu.“ Gunnar bendir á að svínabændur séu í svipaðri stöðu og sauðfjárbændur; þeir eigi erfitt með að losna við framleiðslu sína. Hann segir: „Svínabændur hafa fengið mestalla sína lánafyrirgreiðslu frá bankakerfinu. Þess vegna kalla sumir svínakjöt „bankakjöt“. Á sömu forsendum mætti kalla kindakjötið „rík- iskjöt“, sauðfjárbændur fá fyrirgreiðslu frá ríkinu.“ Hvort ætli sé nú betra út frá sjón- armiði hagkvæmni og heilbrigðrar sam- keppni, ríkiskjötið eða bankakjötið? Markaðurinn fyrir svínakjöt hefur farið stækkandi og eftirspurnin aukizt. Vegna miklu meiri framleiðni í svína- kjötsframleiðslunni en í lambakjöts- framleiðslu hefur neytendum boðizt svínakjöt á mun betra verði en lamba- kjöt, auk þess sem breyttur matar- smekkur hefur haft áhrif á breytinguna. Umsvifamiklir svínabændur hafa ráðizt í verulegar fjárfestingar í von um að ná til sín sem stærstum hluta þessa stækk- andi markaðar. Bankar hafa verið reiðubúnir að lána þeim á viðskiptaleg- um forsendum eins og öðrum atvinnu- rekendum og taka þannig þátt í þeirri áhættu með þeim að þeir verði undir í samkeppninni. Það virðist blasa við að einhverjir svínakjötsframleiðendur heltist úr lestinni vegna offramleiðslu og fallandi verðs og þá munu einhverjir bankar vafalaust tapa fé, en stjórnend- ur bankanna hafa væntanlega vitað um áhættuna. Þeir þurfa síðan að svara fyr- ir ákvarðanir sínar gagnvart hluthöfum bankanna, sem líka þekkja áhættuna, sem í lánveitingum felst. Neytendur hagnast hins vegar – a.m.k. tímabundið – á hinni hörðu samkeppni og lága verði. Í tilviki lambakjötsframleiðslunnar er verðið á kjötinu hins vegar stórlega niðurgreitt með peningum skattgreið- enda. Samt gengur ekki betur en raun ber vitni hjá sauðfjárbændum. Mörgum neytendum þykir lambakjötið alltof dýrt, en það er sama hvort þeir kaupa það eða ekki, þeim verður alltaf sendur reikningur fyrir hluta framleiðslu- kostnaðarins í formi skattseðilsins. Ef einhver ætti að kvarta undan ósann- gjarnri samkeppni eru það svínabænd- urnir, sem þurfa að keppa við framleið- endur, sem fá kostnað sinn að stórum hluta greiddan úr vasa skattgreiðenda, alveg burtséð frá því hvort búrekstur- inn ber sig eða ekki. Auðvitað er æskilegast að hægt sé að framleiða landbúnaðarvörur á Íslandi án styrkja frá skattgreiðendum. Það má taka undir orð Gunnars á Hýrumel: „Hin frjálsa samkeppni sem í greininni ríkir er óvægin – en eigi að síður besti kosturinn að mínu mati.“ AFTUR Í FJÖLSKYLDU EVRÓPUÞJÓÐA Lettar samþykktu á laugardag meðyfirgnæfandi meirihluta, 67% at- kvæða, að ganga í Evrópusambandið. Þar með er stækkun Evrópusambands- ins til austurs innsigluð, en Lettland og níu önnur ríki Austur- og Suðaustur- Evrópu ganga í sambandið hinn 1. maí næstkomandi. Áður höfðu kjósendur í hinum Eystra- saltsríkjunum tveimur, Eistlandi og Litháen, samþykkt ESB-aðild með við- líka meirihluta; 67% kjósenda í Eistlandi voru hlynnt aðild og í Litháen sögðu yfir 90% kjósenda já. Á leiðtogafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Prag í nóvember síðastliðnum var jafnframt ákveðið að Eystrasalts- löndin þrjú fengju aðild að bandalaginu ásamt Slóveníu, Slóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu. Eystrasaltsríkin hafa náð miklum ár- angri á undraskömmum tíma. Fyrir að- eins tólf árum voru þau undirokaðar hjálendur Sovétstjórnarinnar í Moskvu, efnahagslífið var í rúst eftir langa óstjórn undir merkjum kommúnisma og almenningur bjó við skoðanakúgun og kröpp kjör. Nú hafa ríkin fengið aðild að tvennum mikilvægustu samtökum vest- ræns samstarfs, Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Þau hafa upp- fyllt ströng skilyrði hvorra tveggja sam- takanna, m.a. um efnahagsþróun og frjálsræði í efnahagslífi, vernd mann- réttinda, lagakerfi og skilvirkar varnir. Ísland hefur lengi tengzt Eystrasalts- ríkjunum sérstökum böndum, m.a. vegna þess að þau urðu sjálfstæð um leið og Ísland fékk fullveldi árið 1918 en glöt- uðu því sjálfstæði í síðari heimsstyrjöld og lentu undir hæl kommúnismans. Við Íslendingar hljótum því að samfagna þessum vinaríkjum og sjálfsagt finna margir til dálítils stolts yfir því að Ísland skyldi á sínum tíma verða fyrst til að við- urkenna sjálfstæði ríkjanna í ágúst 1991. Það virðist ótrúlega stutt síðan utan- ríkisráðherrar ríkjanna komu þá til Reykjavíkur að undirrita skjöl um stjórnmálasamband, klökkir yfir því að sjá fána landa sinna blakta um alla borg- ina. „Ég vissi alltaf að sá dagur kæmi að ég myndi halda á fána Eistlands milli handa mér. Ég átti mér alltaf þann draum að við fengjum fánann aftur. Þeg- ar ég var í útlegð í Síberíu dreymdi mig þennan einfalda draum. Nú höfum við snúið aftur til raunveruleikans. Og ég er þakklátur Íslendingum fyrir að hafa fyrstir látið okkur hafa lykilinn, sem opnar dyrnar að Evrópu,“ sagði Lennart Meri, þá utanríkisráðherra Eistlands og síðar forseti, í viðtali við Morgunblaðið 27. ágúst 1991. „Við snúum nú aftur inn í fjölskyldu Evrópuþjóða,“ sagði Meri við sama tækifæri. Á dögunum hafði Juhan Parts, forsætisráðherra Eist- lands, uppi svipuð orð eftir að Eistar samþykktu ESB-aðild: „Við verðum áfram eistnesk [innan ESB], en með þessari sterku tilfinningu að tilheyra fjölskyldu ... fjölskyldu Evr- ópuþjóða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.