Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björgvin Frede-riksen, vél- virkjameistari og fyrrverandi borgar- fulltrúi, fæddist í Reykjavík 22. sept- ember 1914. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ hinn 12. september síðastliðinn, tæplega 89 ára að aldri. For- eldrar hans voru hjónin Aage Martin Christian Frederik- sen vélstjóri og Mar- grét Halldórsdóttir frá Botnastöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1939 kvæntist Björgvin Hallfríði Björnsdóttur, f. 24. mars 1916, d. 21. september 1994. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Hilmar Kristján, f. 5. júlí 1939, maki Rannveig Haraldsdóttir, f. 25. júní 1933. Þeirra synir a) Har- aldur, f. 26. okt. 1961, maki Helen Hreiðarsdóttir, f. 5. des. 1959. Þeirra synir: Hafsteinn, f. 8. febr- úar 1983, Hilmar Birgir, f. 12. júlí 1988, Hlynur, f. 29. febrúar 1992. b) Björn Stefán, f. 11. febrúar 1969, maki Laufey Fjóla Her- mannsdóttir, f. 6. des. 1970. Þeirra börn Stefán Dan, f. 11. des. 1993, Rannveig María, f. 2. júlí 1996, Sölvi Geir, f. 6. sept. 2000. c) Valdimar Héðinn, f. 9. júlí 1971, maki Guðný Björk Sveinlaugsdóttir, f. 17. okt. 1975. 2) Birna, f. 6. júlí 1941, maki apríl 1978. c) Hjalti, f. 16. des. 1984. Björgvin lauk sveinsprófi í vél- virkjun árið 1935, stundaði fram- haldsnám í Danmörku í þeirri grein og fékk meistararéttindi ár- ið 1938. Hann stofnaði vélsmiðju og vélasölu í Reykjavík árið 1937, sem hann rak til ársins 1962. Eft- ir að hann dró úr umsvifum sín- um stundaði hann listsmíði og verkfærasmíði að Lindargötu 50 og fékkst við uppfinningar og fékk skráð einkaleyfi. Björgvin gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Meistarafélag járniðnaðarmanna og var formað- ur 1950-1953 og 1957-1958. Hann var forseti Landssambands iðn- aðarmanna 1952-1960 og próf- dómari í málmiðnaði við Iðnskól- ann frá 1961, svo eitthvað sé nefnt. Einnig var hann í stjórn Iðnaðarmálastofnunar Íslands til skamms tíma, sem og varafor- maður og formaður. Björgvin var jafnframt í stjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands 1954-1962 og borgarfulltrúi í Reykjavík 1954- 1962. Þá var hann borgarráðs- maður 1960-1962. Árið 1960 var Björgvin gerður að heiðursfélaga Landssambands iðnaðarmanna, einnig hlaut hann heiðursmerki Iðnaðarmannafélagsins á 100 ára afmæli þess 1967. Hinn 1. janúar 1989 hlaut Björgvin riddarakross fálkaorðunnar og einnig var hann tilnefndur heiðursfélagi í Iðnað- armannafélagi Reykjavíkur sama ár. Á 90 ára afmæli Iðnskólans, árið 1994 var hann jafnframt sæmdur heiðursmerki Iðnskólans í Reykjavík. Útför Björgvins verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bjarni H. Stefánsson, f. 9. júní 1941. Þeirra börn: a) Þórey, f. 26. sept. 1960, maki Árni Haukur Björnsson, f. 26. apríl 1958. Þeirra dætur Ástríður Birna, f. 22. júní 1984, og Regína María, f. 29. okt. 1986. b) Hallfríð- ur, f. 30. ágúst 1967, maki Kristinn Jó- hannsson, f. 3. maí 1964. Þeirra börn: Bjarni Heimir, f. 29. júní 1994, Birna Ósk, f. 5. júlí 2000 og Ágústa Helga, f. 17. apríl 2003. c) Stefanía Kristín, f. 18. maí 1978, maki Sverrir Örn Þórðarson, f. 7. júní 1978. d) Stefán Bjarni, f. 6. ágúst 1982. 3) Friðrik, f. 5. maí 1945. Synir Friðriks og Jóhönnu Þorgrímsdóttur, f. 30. júní 1949: a) Björgvin, f. 29. ágúst 1968, í sambúð með Hafdísi Ingadóttur, f. 4. nóv. 1969. Dætur þeirra eru Sif, f. 5. júlí 1997, og Halldóra, f. 18. jan. 1999. b) Friðrik, f. 21. des. 1973, kvæntur Bryndísi Mar- íu Leifsdóttur, f. 3. jan. 1972. Son- ur Friðriks og Eyvarar Baldurs- dóttur, f. 3. mars 1947: c) Björn, f. 26. júlí 1988. Friðrik er nú kvænt- ur Sigrúnu Valsdóttur, f. 5. mars 1945. 4) Sigurbjörg, f. 9. jan. 1951, maki Sigurður Björgvins- son, f. 11. sept. 1947. Þeirra börn: a) Steinunn María, f. 3. maí 1975. b) Hildur, f. 25. júní 1977, sam- býlismaður Jens Offersen, f. 29. Elskulegur afi okkar, Björgvin Frederiksen, eða afi á Lindó eins og við jafnan kölluðum hann, var ein- staklega góður maður. Við systurnar eigum margar góðar minningar um hann og eru þær okkur dýrmætar. Gaman var að heimsækja afa á Lindargötuna, en hann var oft uppá- tækjasamur og brá á leik með töfra- brögðum eða einhverju álíka. Hann hafði líka gaman af að leika við okk- ur, og munum við eftir stundum þar sem við sátum og drukkum „te“ úr dúkkubollastelli, eða þegar hann að- stoðaði við skírn á dúkkunum okkar. Við fylgdum oft fast á hæla hans er hann var að sinna erindum í miðbæn- um, eins og t.d. að fara í pósthúsið og athuga hólfið sitt – sem okkur þótti afar spennandi – og oftar en ekki fengum við eilítið gotterí í þessum bæjarferðum okkar. Oft var komið við hjá Bjössa ljósmyndara, hjá Steina og Dóra í Lúllabúð eða hjá systkinunum í Jónasarbúð, en þetta voru allt vinir hans afa, enda var hann alla tíð vinsæll og vinmargur. Við vorum báðar í píanónámi í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og gerðum við það að venju okkar að fara alltaf beint heim til afa eftir hvern einasta píanótíma, enda átti hann heima beint á móti. Eftir stutt- ar heimsóknir var vaninn að hann keyrði okkur heim. Eitt atvik er okkur mjög minn- isstætt, en þá var afi að keyra aðra okkar heim. Stúlkan sú var á mjög miklu gelgjuskeiði á þeim tíma og skammaðist sín hálfpartinn fyrir allt og alla. Hún lét sig þó hafa það að fá far með afa heim. Vandi kom þó upp er keyrt var inn í hverfi stúlkunnar og kunningi hennar gekk upp götuna. Þá voru góð ráð dýr því ekki vildi hún láta sjá sig með afa sínum á almannafæri. Er bíllinn nálgaðist kunningjann óð- fluga kastaði stúlkan sér niður í sætið og lagðist niður, í þeirri von að ekki sæist til hennar. Afi, mjög með- vitaður um hvað væri að gerast, spurði hana þá sallarólegur og kím- inn: „Misstirðu nokkuð?“ Fátt var um svör. Húmorinn var alltaf innan seilingar og átti afi auðvelt með að sjá skoplegar hliðar mála. Afi varði alltaf öllum jólum og ára- mótum á heimili okkar og var mjög notalegt að hafa hann hjá okkur. Hann hafði mjög gaman af því að segja sögur, og voru sumar þeirra lengri en aðrar. Ein jólin, er verið var að klára að borða, var afi í miðju kafi að segja sögu, en við krakkarnir orðnir heldur óþolinmóð að bíða eftir að opna pakkana og fannst okkur sagan hans heldur í lengri kantinum í það skiptið. Afi skildi ekkert í þess- ari óþreyju í okkur, enda hefðum við allt kvöldið fyrir okkur og það væri svo „hyggeligt“ að sitja, tala saman og njóta stundarinnar og benti hann okkur á að það væri nú enginn að missa af strætó þetta kvöldið. Eða var það nokkuð? Aftur varð fátt um svör. Margar eigum við minningarnar úr sumarbústaðnum, en sá sælureit- ur var í miklu uppáhaldi afa. Gladdi það hjarta gamla mannsins mikið þegar foreldrar okkar tóku við þeirri lóð og halda henni við af mikilli natni. Afi var tíður gestur á heimili okkar og sýndi hann alltaf mikinn áhuga á því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur, hvort heldur það var gengi í skóla eða íþróttum, ný vinna, ferðalög eða íbúðarkaup. Eftirtekt- arsamur var hann og vorum við stundum steinhissa á því að hann skyldi taka eftir svo litlum atriðum eins og ef önnur okkar var í nýju pari af skóm. Já, það var fátt sem fór framhjá afa. Nú er afi farinn og það verður tómlegt án hans. Við erum honum mjög þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum með honum. Sofðu rótt, elsku afi. Þínar Hildur og Steinunn María. Hann afi minn var alveg yndisleg- ur og frábær maður. Hann var hress, kátur og mjög mikill húmoristi og oftar en ekki var hann eitthvað að grínast eða sprella. Ég á margar góðar minningar af Lindargötunni frá því ég var yngri enda vorum við mikið saman og var hann einn minn besti vinur. Flestar minningarnar frá Lindargötunni koma úr verk- stæðinu hans í kjallaranum, en þar eyddi ég ófáum stundum, annað- hvort að fylgjast með afa vinna eða að negla nagla í stóran spýtuklump sem ég átti þar. Oftar en ekki fórum við svo upp í eldhús eftir erfiðið og hann sauð handa mér pylsu og gaf mér kók og þegar hann skutlaði mér heim, galdraði hann oft handa mér lakkrísrör undan sætinu á bílnum. Síðustu ár hafa verið honum erfið og loksins er hann búinn að fá hvíld- ina sem hann er búinn að bíða lengi eftir. Elsku besti afi minn, ég þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar sem við áttum saman og ég veit að þér líð- ur vel núna og sú hugsun lætur mér líða vel. Guð geymi þig. Hjalti Sigurðarson. Það var 22. september 1914 að karskur sveinn leit í fyrsta sinni dagsins ljós og vissi þá að sjálfsögðu ekki frekar en aðrir sem eins er ástatt með hvert lífshlaup hans yrði á ókomnum árum. Hann var vatni aus- inn og nefndur Halldór Björgvin, en hefur ætið gengið undir hinu síðara nafni. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Halldórsdóttir af hún- vetnskum bændastofni og Aage Martin Cristian Frederiksen, dansk- ur að ætt. Þeim hjónum varð sjö barna auðið og er Björgvin þriðji elstur þeirra systkina. Ekki mun hann hafa verið hár í lofti þegar hann fór að létta undir með heimilinu, kannski ekki stórt í fyrstu en margt smátt gerir eitt stórt, og tíminn leið í aldanna rás við leik og störf við hvað- eina sem til féll. Rétt er aðeins að nema staðar og líta um öxl hvernig umhorfs var í þjóðfélaginu og hverjir möguleikar ungra manna og kvenna voru til að afla sér menntunar og hasla sér völl til nýrra starfa á þeim árum sem Björgvin óx úr grasi. Í fáum orðum sagt þá var þjóðin frjáls í hugsun, stórhuga og setti markið hátt, en í fjötrum efnahagslega. Allur fjöldi al- þýðuheimila varð að gæta ýtrustu hagsýni og ráðdeildar húsbændanna, svo áfallalaust yrði. Það sem þyngst var á þessum árum fyrir heimilin var atvinnuleysi, þá var ekki hlaupið í ríkiskassann og sóttar atvinnuleys- isbætur, barnabætur eða aðrir fram- færslustyrkir og hvað þeir nú allir heita sem samfélagið býður upp á í dag. Þá varð hver og einn að bjarga sér sjálfur, eða með öðrum orðum að duga eða drepast. Árið 1934 lauk Björgvin vélvirkja- námi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þaðan lá leið hans á vélfræðiskóla í Danmörku 1935–36. Þar fékk hann fræðslu um innviði og uppsetningu frystivéla. Prófverkefni frá skólan- um var fólgið í því að teikna slíka vél ásamt vinnuteikningum yfir hvern einstakan hlut hennar. Kom þessi þekking sér vel síðar á hafta- og skömmtunartímabilinu, þegar skort- ur var allsráðandi á varahlutum í flestar vélar, svo smíða þurfti æði oft ýmislegt í stað þeirra hluta sem biluðu. Að loknu prófi fór hann í nokkurra mánaða verklega kynningu hjá vel þekktu fyrirtæki í Danmörku, Th. Sabroe. Þaðan fékk hann lofsamleg ummæli og viðurkenningu fyrir þekkingu sína á frystivélum. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að fá full réttindi til smíða og uppsetningar á frystivélum hér á landi. Heim kominn frá námi 1937 stofn- aði hann sitt eigið fyrirtæki, Vél- smiðju Björgvins Frederiksen. Þetta var á kreppuárunum og því lítil efni en því meiri stórhugur sem réð fram- vindu. Þetta fyrirtæki rak hann í ald- arfjórðung við góðan orðstír og hafði 25–30 manns í vinnu þegar mest var umleikis og útskrifaði átján nemend- ur sem vélvirkja frá verkstæði sínu. Oft átti Björgvin erindi út fyrir landsteinana bæði vegna kynninga og viðskiptaerinda. Þegar Þjóðverj- ar hertóku Danmörku var hann staddur þar og allar leiðir lokuðust til og frá landinu. Fjölmargir Íslend- ingar voru staddir í Danmörku og horfði nú í tvísýnu fyrir þá að komast heim. Það varð frægt á sínum tíma þegar skipið „Frekjan“ renndi inn á Reykjavíkurhöfn og með því sjö Ís- lendingar, þeirra á meðal Björgvin Frederiksen. Þetta þótti í senn háskaferð, en ævintýri líkast hvernig þetta heppnaðist. Björgvin tók ríkan þátt í félags- og þjóðmálum. Hann var forseti Lands- sambands iðnaðarmanna 1952–60. Hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur af hálfu Sjálfstæðisflokksins 1954–62 og tók þátt í starfi ýmissa félaga. Hinn 25. mars 1939 gekk hann að eiga unnustu sína Hallfríði Björns- dóttur, tollvarðar í Reykjavík, glæsi- lega konu í sjón og raun. Þau eign- uðust fjögur börn sem öll eru hin mannvænlegustu, uppkomin og flog- in úr hreiðri fyrir löngu. Í öndverðu á sínum búskaparárum keyptu þau húsið Lindargötu 50 og byggðu þar upp fallegt og notalegt heimili, þar sem vinir og ættingjar nutu gestrisni þeirra í ríkum mæli. Það eru rösk sextíu ár síðan leiðir okkar Björgvins lágu saman með fjölskyldutengslum og var ég nokkuð tíður gestur á heimili þeirra hjóna og á þaðan margar góðar minningar. Ég vil á þessum tímamótum bera fram þakkir til þeirra beggja fyrir ánægjuleg kynni á liðinni tíð. Síðustu árin hrakaði heilsu Björg- vins og dvaldi hann á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ og naut góðrar aðhlynningar. Ég vil að síðustu þakka honum góð kynni og ánægjulega samfylgd í gegnum tíðina. Ég votta ástvinum hans dýpstu samúð og bið þann sem öllu ræður um styrk þeim til handa. Guðmundur Jóhannsson og fjölskylda. Elsku afi. Ég sit hérna og skrifa til þín, með söknuð og gleði í hjarta. Ég sakna þín sem góðs vinar og er glað- ur yfir öllum skemmtilegu tímunum sem við áttum saman. Ég er þakk- látur fyrir að hafa átt þig alltaf að og getað leitað til þín með hvaða erindi sem er. Þú hefur veitt mér stuðning og leiðsögn sem ég bý ávallt að. Þú tókst á móti Bryndísi, ástinni minni, með opnum örmum og óskaðir okkur heilla í brúðkaupinu okkar. Elsku afi, ég gæti skrifað ótal ferðasögur um ævintýri okkar um Ísland, en það verður hlý minning sem við eigum tveir saman. Núna ert þú farinn í annað ferðalag á yndisleg- an áfangastað. Það er ferðalag sem við öll eigum eftir að fara. Ég veit að þér líður betur og að góður Guð fylgir þér í þessari för. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, elsku afi. Guð geymi þig. Þinn Friðrik. Með nokkrum línum vil ég minn- ast vinar míns Björgvins Frederik- sen. Ég kynntist Björgvini fyrir um 35 árum en þessi kynni þróuðust í ein- læga vináttu milli okkar. Á þessum tíma var hann farinn að draga saman seglin eftir að hafa ver- ið í umsvifamiklum atvinnurekstri, félagsmálum og stjórnmálum. Allt hafði þetta verið gert svo eftir var tekið. Þegar við kynntumst var mikið af eftirminnilegu fólki kringum Hverf- isgötuna: Lúðvík Þorgeirsson í Lúllabúð, Jónas Sigurðsson kaup- maður og fleiri, sem eru fallnir frá. Núna er það Björgvin, höfðinginn á horninu, en það var sæmdarheiti sem ýmsir hér í Skuggahverfinu, sem minna máttu sín gáfu honum, en oftar en ekki vék hann góðu að því fólki. Oft var setið í Lúllabúð, hjá Jónasi kaupmanni eða á ljósmynda- stofunni hjá undirrituðum. Var þá glatt á hjalla og margt spjallað og varla sá hlutur í bæjarlífinu, sem þessi hópur vissi ekki um. Það var gaman að ræða við Björg- vin, því að frásagnargáfan var ein- stök. Hann hafði afburða gott minni til síðasta dags. Sjónminni hafði hann afar gott og gat lýst hlutum og atburðum ótrúlega vel. Björgvin var listasmiður, járn lék í höndum hans, en hann hefði líka get- að orðið gullsmiður, það sýna allir hinir fögru smíðisgripir, sem eftir hann liggja, hvort það eru kerta- stjakarnir, sem hann gaf í Hall- grímskirkju og eru notaðir við flest- ar athafnir í kirkjunni, eða aðrir gripir sem víða eru til. En hann hafði ekki aðeins þessa smíðakunnáttu, heldur líka þessa sköpun, sem lista- mönnum er gefin, því að til eru verk eftir hann, sem ekki eru smíðaverk heldur listaverk. Það var gaman að tala um stjórn- mál við Björgvin og hvað hann greindi þau vel. Ég vil minnast leið- togafundarins í Höfða, því að skoð- anir okkar lágu svo oft saman. Þar vorum við sammála og greindum fundinn strax að þarna væri fall Sov- étríkjanna. Þessi fundur var ofarlega í huga hans og smíðaði hann for- kunnarfagra fánastöng með áletrun- inni ,,Skref til friðar“. Er stöngin með merki Reykjavíkurborgar og fánum Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Var þessi fánastöng sett upp í Höfða. Hann var gegnheill sjálfstæðis- maður og ræddum við oft um stefnu flokksins og hvað við værum lánsam- ir með formann, sem stjórnaði Sjálf- stæðisflokknum í dag. Það er margs að minnast, þegar svipmikill vinur fellur frá og maður saknar. Þá er gott að eiga minningar um góðan mann að ylja sér við. Síð- ustu ár voru Björgvini nokkuð erfið vegna veikinda. Þegar ég heimsótti hann fyrir hálfum mánuði mátti finna að lífs- löngun hans var þrotin og hann var farinn að þrá kallið sem allra bíður. Þá minnist maður þess, þegar hann gekk hér um götur í Skuggahverfinu, að það voru ekki margir, sem sópaði eins að í glæsileik og reisn og Björg- vini Frederiksen.Um leið og góður vinur er kvaddur, vottum við hjónin ástvinum hans okkar innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar guðs. Björn Pálsson. Allt sem úr tré er unnið, mun eyðast og falla að jörð. Öllu sem gert er úr grjóti, granda sprungur og skörð. Gler glatast og brotnar, en gullið í súginn fer. Stálið er málmurinn mikli, sem meistarinn valdi sér. Mér kemur þetta ljóð Fagraskóg- arskáldsins í hug þegar ég minnist vélsmíðameistarans Björgvins Frederiksen. Björgvin var einstak- lega góður smiður og á fyrri hluta síðustu aldar brautryðjandi á Íslandi í uppsetningu og viðhaldi á frysti- klefum fiskvinnsluhúsa, allt í kring um landið. Vélsmiðja Björgvins var staðsett bak við íbúðarhús hans og Hallfríðar frænku minnar, á Lindar- götu 50. Hjá þeim var gott að gista. Eftir Björgvin liggur margt lista- BJÖRGVIN FREDERIKSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.