Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 25 RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi Til leigu í Ármúlanum snyrtilegt skrifstofuher- bergi. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sam- eign. Góður staður. Upplýsingar gefur Þór í síma 553 8640 eða 899 3760. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  1849228  mbl.is ATVINNA KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kynn- ingarfundur kl. 12. María Íris Guð- mundsdóttir, BA í sálarfræði, og Krist- jana Þorgeirsdóttir Heiðdal, líkams- ræktarþjálfari bjóða til samveru með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er með fæðingarþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Um- sjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Haf- dís Fjeldsted. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur.Uppl. og skrán- ing í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10-12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Umsjón Munda og Sigfús. 12 sporin andlegt ferðalag kl. 20. Kynning- arfundur. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13-15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjallað og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30-15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Seljakirkja. KFUK 9-12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Ástjarnarsókn 2. hæð á Ásvöllum. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og uppúr) á mánudögum kl. 20-22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tek- ur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9-16. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkj- unnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn, er í Varmárskóla kl. 13.150- 14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árlegan jólabasar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. kl. 15 heimilasamband, allar konur velkomn- ar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Safnaðarstarf LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Steindór Jónsson vinur minn er liðinn í bili, en lifir þó með okkur áfram, að minnsta kosti okkur sem þekktum hann best. Steindór var vel gerður maður, traustur og góður félagi. Ræktar- semi hans var einstök við allt og alla, sem honum kynntust. Steindór var gáfaður maður og víðlesinn, ekki síst í Biblíunni og oft fór hann með eitt- hvað fallegt eftir Davíð og fleiri. Hann var prýðilega hagmæltur og einhverja fallegustu vísu sem ég hef heyrt orti hann. Steindór stundaði nám við Hvann- eyrarskóla og útskrifaðist þaðan með bestu einkunn. Síðan nam hann í Reykjavík, var þar á búgarði og afl- aði sér frekari þekkingar. Síðan lá leiðin austur í Vopnafjörð og þá í Hraunfell, þar sem hann var fæddur og fór að búa með bræðrum sínum. Átta ára gamall þurfti ein- hver að fara, því að nógir voru munnarnir samt eftir. Ingólfur bróð- ir hans vildi ekki fara, svo það kom í hlut Steindórs að fara í Arnarvatn, en lenti síðan í Þorbrandsstaði. Steindór sagðist bera nafn Steindórs Kristjánssonar fyrrum bónda í Syðri-Vík og síðar verslunarmanns STEINDÓR JÓNSSON ✝ Steindór Jónssonfæddist á Hraun- felli í Vopnafirði hinn 23. mars 1916. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að eigin ósk. hjá mági sínum á Vopnafirði, síðast bók- ara hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga á Vopna- firði, en hann sendi ávallt léreft og fleira fyrir jólin. Ingólf sagði hann bera nafn Ingólfs Gíslasonar læknis á Vopnafirði, en hann kom oft í Hraunfell og spilaði við fólkið og ávallt færandi hendi. Þegar Steindór flutti til Akureyrar, veturinn 1949, fékk hann strax vinnu hjá verksmiðjum SÍS, sem þá voru í blóma. Bróðir hans hafði flutt norður tveim árum áður og starfaði þar. Ég sá Steindór sumarið 1949 á Akureyri, því hann hélt til hjá bróður sínum, en hann var giftur móðursystur minni. Stein- dór var tæplega meðalmaður á stærð, með fallega brún augu og dökkt hár. Svo kom að því, að fækka þurfti fólki í verksmiðjunum og var Steindór einn af þeim, þar sem hann hafði unnið svo stutt. Þá gerðist Steindór ráðsmaður í Skjaldarvík og þar kynntist hann konu sinni, Sig- rúnu Ragnarsdóttur. Bjuggu þau lít- ils háttar á Akureyri, en keyptu svo jörðina Hólkot í Hörgárdal. Þar búnaðist þeim vel, en eftir um það bil 10 ár brugðu þau búi óvænt. Þá keyptu þau efri hæð í Brekkugötu 31 á Akureyri. Steindór fékk strax vinnu hjá verksmiðjum SÍS og starf- aði þar uns hann lét af störfum vegna aldurs, en hann starfaði áfram meðan hann stóð í fæturna. Það var gaman að vinna með Steindóri og skrafa saman í bundnu máli. Steindór sagði mér að þegar hann kom í Þorbrandsstaði hefði hann verið heldur vesæll en þegar Krist- björg frænka mín kom þangað, ásamt Kjartani syni sínum, barni að aldri og ömmu okkar Kjartans, Sesselju, hefði Kristbjörg gefið sér einn bolla af rjóma á dag og þá hefði farið að koma döngun í sig. Einnig sagði hann mér sögur af Einari afa sínum og Brún hans. Þegar hann var að fylgja honum um sveitina, þá orð- inn blindur, en sagði samt til vegar, stráknum. Eins þegar þau voru að spjalla saman, amma mín og hann. Hann sagði að ég væri mjög líkur henni. Svo þegar hann var að ferðast með Sigga frænda Þórarinssyni, jarðfræðingi. Ég átti þess líka kost að hlaupa með honum upp um allar heiðar, þegar Siggi var að kanna virkjun Hvammsár, sem betur hefði verið gerð. Steindór var mikill rækt- unarmaður, ræktaði blóm inni sem úti, hirti lóðina, mokaði snjó frá hús- inu og þrifinn var hann. Þau höfðu gaman af að spjalla saman, kona mín og hann og þá sérstaklega um ætt- fræði, en það háði honum hvað hann heyrði orðið illa. Já, Steindór var sannkallaður ræktunarmaður, hann læknaði sig sjálfur, átti lækningabækur, bæði manna og dýra. Kannski þessar stökur, sem kona mín gerði og ætl- aði að vera búin að senda honum, segi satt eða lýsi honum best, eins og ljósið í myrkrinu, ég vona að þær fái að fljóta hér með: Steindór Jónsson starfar hér, stendur vel að verki, höndin aldrei hlífir sér, heiðurs ber hann merki. Vorsól þegar vermir geð, varpann blómum skrýðir, runna snyrtir, rósabeð, ræktar allt og prýðir. Ég sem þessar línur rita, þótt þær mættu vera fleiri, og fjölskylda mín, þökkum honum allt sem hann gerði fyrir okkur og sendum börnum hans og ættingjum bestu samúðarkveðjur okkar. Vertu sæll, Steindór minn. Vinum okkar varstu trúr vís og fróður talinn. Eftir lífsins skin og skúr skaltu guði falinn. (G.J.) Stefán G. Sveinsson frá Miðhúsum. Að ala upp allan þennan krakkahóp hefur sennilega ekki verið auðvelt á þeim tímum en með dugnaði og út- sjónarsemi tókst að fæða og klæða alla og var oft unnið fram á nótt við sláturgerð og saumaskap. Ekki er hægt að kveðja Þorbjörgu án þess að þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur en á fyrstu búskaparárunum rétti hún okkur oft hjálparhönd, einkum við að gæta barna okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir Þórdís. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Þorbjörg. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði. Óskar og Svanlaug. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Dodda langamma. Vonandi líður þér vel hjá Guði. Auður og Guðrún Óskarsdætur. Þú varst og ert og verður mér, vinur elskulegi, allt sem best og blíðast er á björtum ævidegi. GUÐJÓN BALDUR VALDIMARSSON ✝ Guðjón BaldurValdimarsson fæddist á Læk í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 9. janúar 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Selfossi 12. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Selfoss- kirkju 20. septem- ber. Ég vildi líka, vinur minn, vera ljós á þinni braut, leggja hönd í lófa þinn og líða með þér hverja þraut. Von er sárt ég sakni þín, er sætið lít ég auða, þú sem eina ástin mín ert í lífi og dauða. Sumarblærinn blíði, hann ber til þín inn frá mér kærustu kveðju og koss á vanga þinn. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Þín elskandi eiginkona Guðbjörg. Ég kveð með þessum fátæklegu orðum hann Valla, eiginmann minn- ar kæru vinkonu Ólu. Mörg eru þau orðin árin sem við höf- um þekkst og marga kaffibollana hef ég þegið á heimili þeirra hjóna. Valli VALLAÐUR PÁLSSON ✝ Vallaður Pálssonsendibílstjóri fæddist á Stóru-Völl- um í Landsveit í Rangárvallasýslu hinn 16. mars 1928. Hann lést á líknar- deild L-5 á Landakoti 11. september síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Ás- kirkju 18. september. var öðlings drengur, ósérhlífinn og harðdug- legur, trúr sínum vin- um og reyndist mér og fjölskyldu minni ævin- lega góður vinur. Ávallt var hann boðinn og bú- inn að hjálpa mér þeg- ar mér þótti tímbært að skipta um húsnæði og það gat nú verið ansi oft hér áður fyrr – æ. Hver á nú að hjálpa mér síðasta spölinn, Valli minn? Óla mín, Guðbjörg, Jón, Sigrún og barna- börn, við Inga biðjum Guð að vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Jóna. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 16. september var spilað á níu borðum. Úrslit urðu þessi. Norður/suður Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 259 Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 246 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 245 Austur/vestur Jón Pálmason – Helgi Sigurðsson 263 Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 248 Stefán Ólafsson – Sigurjón Sigurjónss. 228 Spilað er í Hraunseli við Flata- hraun í Hafnarfirði á þriðjudögum og föstudögum og hefst spila- mennska klukkan 13.00. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Tískuvöruverslun Laugavegi 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.