Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Synd kl. 3.45. Ísl tal KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. B.i. 10. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10. AKUREYRI kl. 10. B.i. 10. Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! Yfir 41.000 gestir Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd. kl. 6. Enskur texti -With English subtitles NÓI ALBINÓI Rómantísk grínmynd frá leikstjóra When Harry Met Sally með LukeWilson (Legally Blonde) og Kate Hudson (How To Lose A Guy...) Kvikmynd eftir Sólveigu Anspachi i i DIDDA JÓNSDÓTTIR ELODIE BOUCHEZ BALTASAR KORMÁKUR INGVAR E. SIGURÐSSON Mögnuð mynd eftir Sólveigu Anspach sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 6. kl. 8. kl. 8. kl. 10.05. kl. 10.15. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View KLEZMER-tónlist er aldagömul gyðingleg alþýðutónlist sem á rætur í Austur-Evrópu en hefur síðan borist um heiminn. Tónlistin hefur tekið breytingum í aldanna rás, aðallega að því leyti hvaða hljóðfæri eru í aðal- hlutverki, en einnig hafa áhrif úr öðr- um tónlistarstefnum síast inn. Nú til dags þekkja menn best bandaríska klezmer-hefð og þá ekki bara fyrir það hve menn hafa ver- ið iðnir við að rifja hana upp á síðustu áratugum heldur varð klemzer gríð- arlega vinsæl tónlist þar í landi í upp- hafi síðustu aldar sem skilaði sér með- al annars í laginu vinsæla Bei Mir Bist du Schon með Andrew-systrum og söngleiknum Fiðlaranum á þakinu þótt tónlistin í honum hafi verið kom- in nokkuð frá upprunanum. Klezmer-tónlist hefur heyrst hér á landi, meðal annars í flutningi Rússí- bananna, en sú skífa sem hér er gerð að umtalsefni er að mínu viti sú fyrsta með íslenskum listamönnum sem ein- göngu er helguð klezmer. Upphafs- maður skífunnar er Haukur Gröndal klarinettuleikari sem hefur dvalið við nám erlendis undanfarin ár en hann stofnaði hljómsveitina Schpilkas til að fá útrás fyrir brennandi áhuga sinn á klezmer, en heiti sveitarinnar mætti útleggja sem fjör eða spilagleði í þessu tilfelli. Með Hauki í sveitinni eru tveir danskir tónlistarmenn og einn íslenskur sem allir standa sig vel. Þó er Haukur fremstur meðal jafn- ingja, sýnir ekki bara færni á klarin- ettið heldur og að hann hefur sökkt sér í hefðina. Haukur spilar eins og hann eigi lífið að leysa, fullur af spilagleði og skap- hita þegar við á og félagar hans standa sig ekki síður vel. Það er helst að harmonikkuleikarinn sé hlédræg- ur, eða í það minnsta of aftarlega í hljóðblöndun, sjá til að mynda lagið góða Klezmer Ballad sem er eftir Hauk, en það myndi lyfta því til muna ef harmonikkan fengi að njóta sín bet- ur, væri nánast jafnoki klarinettsins. Það lag, reyndar og fleiri á plöt- unni, sýnir að Haukur er ekki bara góður á klarinettið þegar klezmer- tónlist er annars vegar, heldur er hann svo næmur á formið að hann getur samið klezmer-lög sem skera sig í engu úr – hljóma eins og þau hafi verið samin í shtetl austur í Evrópu fyrir mörgum áratugum. Klezmer-hefðin spannar ólík af- brigði tónlistar, hún er mis-austræn ef svo má segja og Haukur og félagar eru ófeimnir við að færa sig austar í stemmningunni, leika lög sem sverja sig í ætt við gríska, búlgarska eða tyrkneska þjóðlagatónlist. Sjá til að mynda sextánda lag skífunnar, Kof- tos, sem dæmigert demotiki, grískt þjóðlag, frá Ípíros á Vestur-Grikk- landi. Víðar bregður fyrir áhrifum sem ekki eru beinlínis klezmer-leg en væntanlega hafa menn einmitt leikið svo fyrr á árum þegar klezmorim fóru bæ úr bæ til að snapa sér vinnu við spilamennsku í brúðkaupum, erfi- drykkjum eða álíka. Þannig hefði gríska-makedónska þjóðlagið sem er fjórtánda lag disksins sómt sér vel í hora-dansi í brúðkaupi og svo má lengi telja. Diskurinn er allur uppfullur af fjöri; nefni Potpourri þar sem fléttað er saman stefjum úr örum lögum, er fjörugt og skemmtileg spenna í takt- inum, slagverk og bassi vinna vel saman. Önnur slík samantekt er síð- asta lag disksins, einnig kallað Potpo- urri þar sem Kingo á ágætan sprett á á nikkuna. Gaman hefði síðan verið að fá enn meira stuð, fá fleiri hljóðfæri til leiks, enda má segja að allt sé leyfilegt í klezmer, eða svo gott sem, og ekki hefði verið síður gaman að fá smá söng, en það bíður kannski betri tíma. Tónlist Uppfullur af fjöri TÓNLIST Sey mir gesunt RODENT Sey mir gesunt, breiðskífa klezmer- sveitarinnar Schpilkas. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal sem leikur á klarin- ett, Nicholas Kingo sem leikur á harm- onikku, Peter Jörgensen sem leikur á bassa og Helgi Sv. Helgason sem leikur á trommur og slagverk. Lögin á plötunni voru tekin upp í studíó Stemmu undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Helgi Sv. Helgason sá um samsetnigu og hljóð- blöndun en dr. Axel Árnason gerði frum- eintak. Rodent gefur út, 12 Tónar dreifa. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Klezmersveitin Schpilkas leikur mikla gleðitónlist. TÍSKUVIKUNNI í New York er nú lokið en einn af þeim sem sýndu hönnun sína fyrir næsta vor og sumar var hinn ungi Zac Posen. Posen skaust skyndilega upp á stjörnuhimininn skömmu eftir útskrift úr hinum þekkta skóla Central Saint Mart- in’s í London. Hann hélt sína fyrstu sýningu í októ- ber 2001 í New York þar sem hann fæddist árið 1980. Hann var í ár og í fyrra tilnefndur sem fata- hönnuður ársins af Samtökum fatahönnuða í Bandaríkjunum en hefur ekki enn hreppt hnossið. Honum þótti takast vel upp í New York á fimmtudaginn og standast enn vænt- ingar og þykir líklegt að hann verði tilnefndur í þriðja sinn við betri árangur. Sean „P. Diddy“ Combs sá um tónlistina á sýningunni og mættu fjölmargar stjörnur á staðinn, m.a. Natalie Portman, Claire Danes, Lenny Kravitz, China Chow og Lauren Bush. Þó nóg væri um stjörnur glitraði sýningin, sem var haldin í Listasafninu í Chelsea, enn frekar vegna þess að skartgripaframleiðandinn Harry Winston lánaði hönnuðinum skartgripi að andvirði um 2,5 milljarðar króna, sem fyrirsæturnar báru. Tískuvikan í New York: Vor/sumar 2004 ingarun@mbl.is AP Posen stenst pressuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.