Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Shoei Maru koma í dag. Brúarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist, hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9-12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13-16.30 smíðar, útskurður, kl. 13-16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9-16 handavinna, kl. 9- 12 bútasaumur, kl. 9- 17 fótaaðgerð, kl. 10- 11, samverustund, kl. 13.30-14. 30 söngur við píanóið, kl. 13-16 búta- saumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10-11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18-20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 9-16.30 púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 9-16 handavinna, kl. 9-12 myndlist, kl. 13-16 körfugerð, kl. 11-11.30 leikfimi, kl. 13-16 spil- að, kl. 10-13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9- 12, opin vinnustofa, kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, kl. 9-12 hár- greiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið opnað kl. 9. Pútt og biljardsalur opnir til kl. 16. Tréút- skurður og félagsvist kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. kl. 13.30-15.30. Handavinnustofan op- in, spjall og kaffi. Um- sjón Ragnheiður Þor- steinsdóttir. Skrifstofa FEB, Faxafeni 12, verður lokuð eftir há- degi í dag vegna jarð- arfarar Bergsteins Sigurðarsonar. Félagsstarf eldri borgara, Mosfells- sveit. Línudans kl. 17.30, postulínsmálun. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt dagskrá alla virka daga frá k. 9-16.30. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9-17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 leir- mótun og brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, perlusaumur, kortagerð og fótaað- gerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9-15 handmennt, kl. 9- 10 og kl. 10-11 jóga, kl. 13-16 spilað. Fóta- aðgerðir. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun þriðjudag sundleikfimi í Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16 fótaaðgerð, kl. 10- 11 ganga, kl. 13-16.45 opin vinnustofa, myndlist. Sléttuvegur 13-18. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 13.30 söngstund við píanóið, Þorvaldur Björnsson stjórnar. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9-10 boccia, kl. 9-12 mós- aík, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 9.30- 10.30 boccia, kl. 11-12 leikfimi, kl. 12.15-13.15 danskennsla, kl. 13-16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spila- mennska hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Íslenska bútasaums- félagið. Fyrsti fundur vetrarins í safn- aðarheimili Háteigs- kirkju þriðjudaginn 23. september kl. 20. Round Robin kvöld. Munið 3 stk. 2 1/2" x 45 haustlitir. Minningarkort. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minn- ingarkort Grafarvogs- kirkju eru til sölu í kirkjunni í s. 587 9070 eða 587 9080. Hægt er að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Í dag er mánudagur 22. sept- ember, 265. dagur ársins 2003. Máritíusmessa. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lk. 12, 34.)     Athafnamaðurinn Hall-dór Einarsson varð Vefþjóðviljanum umfjöll- unarefni fyrir helgi.     Í nýjasta tölublaði Við-skiptablaðsins er rætt við Halldór Einarsson – eða Henson eins og fyr- irtæki hans nefnist og hann sjálfur er gjarnan kallaður. Eins og margir vita hefur Halldór um áratugaskeið rekið fata- framleiðslu hér á landi og reyndar víðar og marga fjöruna sopið í þeim rekstri.     Fataiðnaður á Íslandihefur mjög látið und- an síga á síðustu árum, rétt eins og fataiðnaður víða á Vesturlöndum, enda erfitt að keppa við iðnað í þeim löndum þar sem starfsfólk setur upp lægra verð fyrir vinnu sína.     Halldór segir að fyrirrúmum fimmtán ár- um hafi hátt á þriðja þúsund manns starfað við fataframleiðslu á Ís- landi en nú séu starfs- menn aðeins á þriðja hundraðið.     Baráttan hjá Halldóriog öðrum í íslenskri fataframleiðslu er greini- lega mjög hörð og því er ánægjulegra en ella að Halldór tekur fram í við- talinu að hann vilji ekki heyra minnst á að fá op- inbera styrki til starf- semi sinnar, því rík- isstyrki telji hann aldrei verða til góðs: „Að grípa inn í hluti eða styðja eina grein á kostnað annarrar – það hef ég aldrei getað sætt mig við. Ég vil að atvinnulífið sé frjálst og ég vil ekki að ríkið sé að vasast í atvinnurekstri. Ríkið á að skapa fyr- irtækjum góð skilyrði og ég tel að það hafi tekist með mjög góðum ár- angri.“     Það er óhætt að takaundir það með Hall- dóri að ríkið á að forðast að styðja einstakar at- vinnugreinar eða vasast í atvinnurekstri. Það besta sem ríkið getur gert fyr- ir atvinnulífið er að lækka skatta, hvort sem er á fyrirtæki eða ein- staklinga, auka frelsi fólks og einfalda og fækka reglum.     Það er langbest að fólkfái að ráða sínum málum sjálft, þar með talið því hvað það kaup- ir, af hverjum og á hvaða verði. Viðskipti eru því eðlilegri sem þau eru frjálsari og því fjær þeim sem ríkið er með reglur sínar, staðla og eftirlit. Því lægri sem skattar til ríkis og sveitarfélaga eru og því einfaldari og fá- brotnari sem opinberar reglur eru, þeim mun meiru ræður hver og einn um það hvað hann kaupir, hvað hann veitir sér og hvernig hann lifir lífi sínu,“ segir Vefþjóð- viljinn á andriki.is. STAKSTEINAR Fataiðnaður og ríkisstyrkir Víkverji skrifar... Í FJÖLMIÐLUM keppast mennnú við að lýsa yfir því að tiltekinn samanburður sé ótækur vegna þess að verið sé „að bera saman epli og appelsínur“. Hér er þýtt beint úr enskri tungu. Víkverji ætlar ekki að gera borg- arstjórann í Reykjavík ábyrgan fyr- ir þessum ósköpum en hann heyrði Þórólf Árnason fyrstan manna tjá þessa hugsun er hann sagði tiltek- inn samanburð ekki standast í ein- hverju viðtalinu á dögunum. Verið væri að bera saman „epli og appels- ínur“. Þessi hugsun er ekki íslensk. Hún er því óþjóðleg, vond og röng. Vandséð er hvers vegna menn telja nauðsynlegt að vísa til matvæla þegar þeir tjá afstöðu sína til sam- anburðar sem gerður hefur verið. En vilji þeir hinir sömu endilega gera það leggur Víkverji til að ís- lenskri nálgun verði beitt í því skyni. „Hér er verið að bera saman grjúpán og glóaldin,“ hljómar mun betur í eyrum Víkverja. Telji menn við hæfi að vísa frekar til þeirra matvæla sem Íslendingar treysta einkum á nú um stundir geta þeir þá borið saman „kjöthleif og flatböku“. Svonefnt „stofnanamál“ einkenn- ist af óhóflegri notkun nafnorða. Víkverji hefur löngum talið það sér- lega heillandi birtingarmynd viðtek- innar hugsunar. „Stofnanamál“ er andlaust, staglkennt, ósveigjanlegt, ófrjótt, einhæft og leiðinlegt. Í stuttu máli er „stofnanamál“ betur fallið en flest annað til að lýsa ís- lenskum samtíma. x x x EINN AF þúsundum kunningjaVíkverja sótti á dögunum for- eldrafund í grunnskóla einum. Þar var viðstöddum gerð grein fyrir því að tekið yrði hart á „seinkomu“ nemendanna. „Seinkoma“ yrði merkt í kladdann og þær færslur allar tengdar illskiljanlegu punkta- kerfi. Börnin sem sækja þessa mótunar- stofnun eru því ekki lengur „sein“, „fjarverandi“, eða „mætt“. Þau sem mæta of seint eru „seinkomin“ og hin þá vísast ýmist „ókomin“ eða „velkomin“. Þessi undursamlega stofn- anahugsun býður upp á ýmsa mögu- leika. Tefjist börn vegna ófærðar má þá t.a.m merkja „snjókoma“ í kladdann. Og vitanlega eru börnin ekki lengur samferða í skólann. Það nefnist nú að sjálfsögðu „samkoma“. Víkverja þykir við hæfi að íslensk skólabörn séu strax frá upphafi van- in við stofnanamálið. Stofnanir munu ráða lífi þeirra þar eð Íslend- ingar trúa því að heppilegast sé að stofnanir móti einstaklinginn og hafi með honum stöðugt eftirlit. Víkverja er enda sagt að samanburður við út- lönd leiði í ljós að lífshamingjan sé við það að ganga frá íslensku þjóð- inni. En vera kann að þar beri menn saman grjúpán og glóaldin. Morgunblaðið/Þorkell Seinkoma eða samkoma? Vandamál fólksins, ekki kattanna MIKIÐ hefur verið skrifað um kattafaraldur í blöðun- um undanfarið og fólk kvartar undan ónæði af villiköttum og nágranna- köttum. Mig langar til að koma því á framfæri hér, að þetta er vandamál sem fólk skap- ar, ekki kettirnir! Læðurn- ar biðja ekki um að fá að gjóta aftur og aftur. Högn- arnir biðja ekki um að vera látnir ganga um ógeltir og skilja eftir sig kettlinga- fullar læður út um allt. Það er fólkið sem á kettina sem ákveður að hafa þetta svona, eða að gera ekkert í því. Kettirnir lifa eftir eðl- isávísun, ekki ákvörðunum eins og fólkið. Það verður að skrá, gelda og merkja alla ketti, annars verður þetta vandamál alltaf til staðar. Mikið væri það frábært, ef kattareigendur færu að taka á sig ábyrgðina sem fylgir því að eiga kött. Hún er nefnilega heilmikil. Það er ábyrgðarleysið sem skapar kattafaraldurinn. Af hverju geldið þið ekki högnana? Það er ekki svo dýrt. Tímaleysi? Það er dýrt! Athugunarleysi? Þá verðið þið að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið tak- ið að ykkur kött. Málið er einfalt, sum ykkar skilja kettlinga eftir einhvers staðar tvist og bast, jafnvel losið ykkur við kisur sem þið hafið tekið að ykkur af því að allt í einu er þetta orðin byrði. Þá verða þetta villikettir, sem eru bara að reyna að afla sér viðurværis og eru á lífi þangað til þeir verða fyrir bíl, deyja úr sulti og þorsta eða er útrýmt í átaki af borginni. Og ... þið hafið kastað ykkar byrði á okkur hin í samfélaginu. Finnst ykkur þetta sanngjarnt? Ég pirra mig ekki á kött- unum, mér þykir vænt um dýr þótt ég eigi engin sjálf, en ég pirra mig á því fólki sem í ábyrgðarleysi sínu tekur að sér kött/ketti, en hugsar svo ekkert um af- leiðingarnar. Já, þeir eru sætir kettlingarnir þegar þeir eru litlir, en þeir stækka og þurfa sitt. Tökum nú höndum sam- an með borginni og dýra- verndunarfélaginu sem ætla að setja ný lög varð- andi kattahald. Geldum högnana okkar, skráum þá og stemmum stigu við þessu vandamáli, sem er fólksins, ekki kattanna. Kettirnir geta ekki leyst vandamálið, en við fólkið getum og eigum að gera það. Ég er tilbúin að leggja hönd á plóginn, þótt engan köttinn eigi. Bestu kveðjur, Árný Jóhannsdóttir. Svona frétt slær NÝLEGA var löng frétt í ljósvakafjölmiðlum um ungan Palestínumann sem Ísraelsmenn hefðu verið að murka lífið úr heila nótt, m.a. hefðu þeir skotið á sjúkrabílstjórann sem kom á vettvang. Svona frétt slær mann alveg rosalega. Þegar þessu fór fram voru Ísraelsmenn að spá í að drepa Arafat. Ég er ekki að mæla hryðjuverkum bót en í lýðræðisríki, eins og er í Ísrael, á stjórnin að haga sér samkvæmt því. Á sama tíma var íslenski forsetinn staddur þarna og notaði hann tækifærið og heim- sótti ísraelska ráðamenn. Broddi. Tapað/fundið Rauða kortið týndist RAUÐA kortið týndist í leið 14 sl. fimmtudag um kl. 7.30. Kortið var í plasti, þess er sárt saknað. Sá sem hefur fundið kortið hafi samband í síma 567 0764. Dýrahald Fallegir kettlingar fást gefins TVEIR fallegir kettlingar tveggja mánaða fást gef- ins. Uppl. í síma 482 1041. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Ungviðið skoðar heiminn stórum augum. LÁRÉTT 1 fikta við galdur, 4 nötraði, 7 halda til haga, 8 fuglar, 9 skolla, 11 nákomin, 13 geð- vonska, 14 spilið, 15 fjöl, 17 auðlind, 20 sarg, 22 bogin, 23 slitin, 24 bjóða, 25 rækt- aða landið. LÓÐRÉTT 1 undirokun, 2 aki, 3 mjög, 4 viðlag, 5 sálir, 6 birgðir, 10 baunir, 12 miskunn, 13 bókstafur, 15 skinnpoka, 16 rótarskapur, 18 heimshlut- inn, 19 hægt, 20 elska, 21 syrgi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fannfergi, 8 færni, 9 digra, 10 tíu, 11 síðla, 13 reiða, 15 volks, 18 flesk, 21 kol, 22 messa, 23 ærleg, 24 gustmikil. Lóðrétt: 2 afræð, 3 neita, 4 eldur, 5 gegni, 6 ofns, 7 fata, 12 lok, 14 ell, 15 voma, 16 lustu, 17 skatt, 18 flæmi, 19 efldi, 20 kugg. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.