Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 21 ✝ Bergsteinn Sig-urðarson fæddist á Hjallanesi á Landi í Landsveit 11. maí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 11. septembers síð- astliðins, þá 84 ára. Foreldrar hans voru Sigurður Lýðsson og Ingiríður Berg- steinsdóttir. Systur hans eru Lára, Mar- grét og Sigríður sem er yngst og lifir hún bróður sinn ásamt uppeldisbróður þeirra Þór Páls- syni. Hinn 29. september 1955 kvænt- ist Bergsteinn eftirlifandi eigin- konu sinni, Unni S. Malmquist, f. 29.9. 1922. Foreldrar hennar voru Jóhann Pétur Malmquist og Krist- rún Bóasdóttir frá Stuðlum í Reyð- arfirði. Börn Bergsteins og Unnar eru: 1) Sigurður Jóhann, f. 3.1. 1956, kvæntur Bryndísi Kondrup, þeirra börn eru Sunna, f. 10.10. 1980, og Máni, f. 22.2. 1990. 2) dóttur er Ingibjörg Sólveig Kolka, f. 15.10. 1947 gift Jóni Bjarnasyni, þeirra börn eru. Bjarni, f. 6.6. 1966 (hann á eina dóttur), Ásgeir, f. 21.6. 1970 (kvæntur Gerði Bolla- dóttur, þau eiga tvö börn), Ingi- björg J. Kolka, f. 13.1. 1972, Lauf- ey Erla, f. 4.2. 1978, Katrín Kolka, f. 29.9. 1982, og Páll Valdimar Kolka, f. 1.12. 1983. Bergsteinn stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Bergsteinn vann við smíðar til 1963 en réðst þá til eft- irlitsstarfa á byggingadeild borg- arverkfræðings þar sem hann starfaði til 1991, en eitt af aðal- verkefnum hans þar var að sinna skipulagningu viðhalds á leikskól- um Reykjavíkurborgar. Bergsteinn vann mikið að fé- lagsmálum, fyrst í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og síðar í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og í BSRB. Hann var einn af stofn- endum Félags eldri borgara í Reykjavík, sat í stjórn þess og var formaður þess 1988-1992 og vann þá m.a. að því að hvetja til stofn- unar sams konar félaga á lands- byggðinni og loks stofnunar Landssambands eldri borgara. Útför Bergsteins verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bóas Dagbjartur, f. 23.3. 1959. Sambýlis- kona hans er Þorbjörg Gísladóttir. Bóas á eina dóttur, Krist- rúnu, f. 23.9. 1995, móðir hennar er Bryndís Eiríksdóttir. Börn Unnar af fyrra hjónabandi eru Úlla Knudsen, f. 15.8. 1940, og Hilmar Knudsen, f. 5.10. 1941. Úlla var gift Sæmundi Stefáns- syni sem er látinn, þeirra börn eru Sæ- mundur, f. 22.8. 1962 (kvæntur Margréti Völu Kristjáns- dóttur, þau eiga þrjú börn), Unnur, f. 2.5. 1964, (gift Sveini Stefáns- syni, þau eiga tvö börn) og Geir, f. 13.6. 1965 (kvæntur Ernu Torfa- dóttur, þau eiga þrjú börn). Hilmar er kvæntur Ólöfu Kjaran, þeirra börn eru Helga Sveinbjörg, f. 20.6. 1963 (gift Ólafi Gunnarssyni, þau eiga þrjú börn) og Unnur, f. 5.8. 1966 (gift Arnaldi Halldórssyni, þau eiga þrjú börn). Dóttir Berg- steins og Ingibjargar Kolka Páls- Vorið 1946 kom ungur nýútskrif- aður trésmiður norður á Skaga- strönd til að vinna við byggingu nýrrar síldarverksmiðju. Hann vakti strax athygli fyrir bjartan, hreinan og glaðlegan svip. Pilturinn var kvikur í hreyfingum og afar kurteis og fágaður í framkomu. Móðir mín var þá enn í foreldra- garði á Blönduósi. Á sjómannadaginn 1946 tókust með foreldrum mínum kynni sem stóðu næstu misserin, fyrst fyrir norðan á Skagaströnd og Blönduósi um sumarið og síðan áfram í Reykjavík veturinn eftir, en þar dvöldu þau bæði, hún í vinnu hjá móðurbróður sínum Lofti Guð- mundssyni ljósmyndara, en faðir minn við smíðar í Reykjavík. Svo fór þó að leiðir foreldra minna skildu áður en ég fæddist. Faðir minn var lærður trésmiður og þótti afar efnilegur í iðngrein sinni. Gáfur hans voru fjölþættar, hann var víðlesinn og áhugasviðið breitt. Félagar hans í Héraðsskól- anum á Laugarvatni minntust hans sem mikils námsmanns, góðs félaga og prúðmennsku hans var við- brugðið. Veturinn 1947 bauðst hon- um fjárstyrkur til náms og kynn- isdvalar í Svíþjóð sem hann þáði og dvaldi þar um hríð. En hann kom heim aftur og eftir að ég flutti suð- ur ræktaði hann samband okkar og fór með mig í heimsóknir til föð- urfólksins, svo að ég gæti kynnst því. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þessum samveru- stundum okkar og með foreldrum hans, Sigurði og Ingiríði, og systr- um hans. Í heimsókn hjá Jóni og Guðrúnu á Grettisgötunni smakkaði ég í fyrsta skipti banana. Mér fannst hann afspyrnu vondur enda voru bananar ekki almennt í búðum þá. Ég fór með föður mínum á fyrstu bíómyndina sem ég man eft- ir. Að vísu varð ég hrædd og grenj- aði svo hann þurfti að fara með mig út í miðri mynd. Hann teiknaði fyr- ir mig myndir m.a. af dýrum. Þýddi Andrés Önd fyrir mig en Andrés kom þá aðeins út á dönsku. Árið 1955 kvæntist faðir minn Unni Malmquist og eignaðist in- dælt heimili með henni og börnum hennar, Úllu og Hilmari. Síðan bættust Siggi og Bóas í hópinn. Þangað fannst mér gott að koma. Eigum við, ég og fjölskylda mín, ljúfar og skemmtilegar minningar frá heimsóknum og mörgum sam- verustundum með þeim. Börn okkar Jóns litu á það sem sérstök forréttindi að eiga tvö pör af móðuröfum og ömmum. Bergsteinn var afar barngóður og hafði einstakt lag á að hæna börn að sér, leika og ræða við þau á jafnréttisgrunni. Hann hafði gaman af rökræðum, fróður og mótaði sér sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var einstaklega orðhagur, kastaði fram smellnum tækifærisvísum og var skemmtileg- ur bréfritari. Síðustu árin átti faðir minn við heilsuleysi að stríða. Ódrepandi baráttuhugur og þrjóska, eins og hann kallaði það, fleytti honum á ótrúlegan hátt í gegnum sjúkdóms- legur. Faðir minn hélt fullri andlegri heilsu, kímni og kankvísum tilsvör- um til hinstu stundar. Ég og fjölskylda mín geymum ljúfar minningar um góðan föður, tengdaföður, afa og langafa. Blessuð sé minning föður míns, Bergsteins Sigurðssonar. Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir. Tengdafaðir minn Bergsteinn Sigurðarson er látinn 84 ára gam- all. Ég hitti hann fyrst haustið 1962. Hann og Unnur tengdamóðir mín fluttu þetta haust heim frá Svíþjóð ásamt litlu strákunum sínum tveim- ur, Sigga og Bóasi, eftir árs dvöl þar í landi. Á meðan þau voru í burtu hittumst við Hilmar og vor- um við nýtrúlofað par þegar ég heilsaði verðandi tengdaforeldrum mínum í fyrsta sinn. Ég hef því þekkt hann tengda- föður minn í rúm 40 ár, en í hin 40 árin þar á undan fékk ég svo inn- sýn af frásögnum hans. Held ég að fáir menn hafi gefið mér betri mynd af lífinu til sveita hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar en hann. Í sumarbústað tengdaforeldra minna héngu litlir prjónaleppar til skrauts á vegg. Lepparnir voru hvítir með rauðu útprjóni sem mig minnir að hafi verið fangamarkið ,,BS“. Þetta voru undurfallegir leppar sem hlýjað höfðu litlum fót- um í sauðskinnsskóm á moldargólfi í sveit, á árunum upp úr 1920. Þessir litlu skóleppar leiddu huga minn að því að trúlega hefur engin kynslóð fyrr eða síðar upplifað aðr- ar eins breytingar og sú sem fædd- ist snemma á síðustu öld. Bergsteinn var barn síns tíma og oft hristi hann höfuðið yfir nútím- anum og lái honum það hver sem vill. Hann var held ég alla tíð í hjarta sínu sveitadrengurinn úr Landsveitinni, unni grænum grund- um, lyngivöxnum mó, bláum berja- lautum svo og rammíslenskum mat. Börnin horfðu stórum augum á að- farirnar þegar hann borðaði augun úr sviðum og sagði að þau væru það besta. Hangikjötið á jólunum vildi hann hafa ,,væna flís af feitum sauð“. Hann gaf lítið út á nútíma hollustumatargerð með uppistöðu úr grasi eins og hann orðaði það. Bergsteinn vildi líka hafa fiskinn nýdreginn úr sjó, helst stóran fal- legan þorsk. Hann, Hilmar eigin- maður minn og nokkrir félagar gerðu út litla trillu í 14 ár. Þá var róið til fiskjar út á flóann eftir vinnu á daginn og veitt í soðið. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap en áttu sinn sælureit í Hvammsvík í Hvalfirðinum. Þar áttu þau hús sem þau gerðu upp saman af mikilli natni og segja má að hann hafi klappað og strokið hverri einustu fjöl og borði í húsbyggingunni, en hún gerði upp og skreytti fallega innanstokksmuni. Þetta varð þeim margra ára verkefni og áhugamál og þarna nutu þau þess að vera meðan heilsa leyfði. Annan ekki síðri sælustað áttu þau í Hrísey á Eyjafirði hjá Úllu dóttur sinni og hennar fjölskyldu. Þar voru þau í nokkrar vikur á hverju sumri í sumarparadís. Okkur hér fyrir sunnan skildist helst að aldrei drægi ský fyrir sólu þarna fyrir norðan og bláberin væru bæði stærri, blárri og sætari en hér. Þetta með berin fengum við svo að sannreyna með berjaveislu þegar þau komu heim á haustin. Fyrir réttum hálfum mánuði kom Bergsteinn í síðasta sinn heim með berin að norðan. Hann sagðist vera orðinn svoddan aumingi að þetta væri ekki neitt en samt var okkur Hilmari boðið í ber með rjóma sem auðvitað brögðuðust betur en sunn- lensku berin. Tengdafaðir minn var heill og góður maður sem skilaði sínu dags- verki með láði. Hann var náttúru- barn og ég gleðst yfir því að hann skyldi fá að lifa þetta góða sumar og komast einu sinni enn út í nátt- úruna nú í ágúst þótt af veikum mætti væri. Ég kveð tengdaföður minn að hausti alveg eins og ég heilsaði honum að hausti fyrir 41 ári. Þakka ég honum allt og bið honum guðs blessunar. Ólöf. Tengdapabbi minn hefur nú fengið hvíldina, sem hann var far- inn að þrá, því að hann var orðinn máttfarinn og þreyttur. En alltaf reyndi hann að vera léttur í lund og oft var glettnisblik í augum. Þannig minnist ég hans frá fyrstu tíð,- allt- af hæglátur, ljúfmannlegur, lág- róma og með þetta blik í augum. Þau hjónin Unnur og Bergsteinn voru um margt afskaplega ólík. Hún alltaf kát og félagslynd, mið- punktur og sameiningartákn stór- fjölskyldunnar. Hann hægur og ró- legur, horfði með velþóknun og næstum því undrun á þennan stóra og myndarlega afkomendahóp. En andstæður eiga oft vel saman og mér er minnisstæð falleg ræða Bergsteins síðast þegar kona hans átti stórafmæli. Hann hóf mál sitt þannig: „Ég sá þessa glæsiskvísu fyrst á Bláu Stjörnunni fyrir 50 ár- um og sá stjörnur.“ Og svo leit hann á hana aðdáunaraugum. Síðustu árin var heyrnin farin að gefa sig en alltaf reyndi Bergsteinn að fylgjast með þjóðmálunum og varð þá gjarnan heitt í hamsi þegar honum misbauð mörg vitleysan í pólitíkinni. Í lok ágústmánaðar skruppum við fjölskyldan í heimsókn til Hrís- eyjar, þar sem Bergsteinn og Unn- ur dvöldu hjá Úllu dóttur sinni í góðu yfirlæti. Þangað reyndu þau alltaf að koma á hverju hausti til að tína ber og njóta náttúrufegurð- arinnar. Það er ómetanlegt, ekki síst fyrir börnin okkar, að hafa fengið þessar góðu lokastundir með afa. Við borðuðum góðan mat sam- an, fórum upp að vita og horfðum á kvöldsólina. Morguninn eftir kysst- um við afa bless þar sem hann sat úti á pallinum í góða veðrinu og horfði á stórbrotið landslagið, þreytulegur en ánægður. Bryndís Kondrup. Hann afi hefur fengið hvíldina. Við minnumst hans með þakklæti og gleði í huga. Þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að fá að vera afabörnin hans, þó þar væri ekki um blóðbönd að ræða. Þakklæti fyrir alla þá elsku og hlýju sem hann ávallt sýndi okkur systkinun- um og síðar mökum okkar og börn- um. Gleði yfir öllu sprellinu er hann skemmti okkur með sem þó var svo laust við læti og hamagang. Afi var rólegur maður en glettinn, einkar skemmtilegur og göldróttur í þokkabót. Það var okkur krökk- unum óskiljanlegt hvernig peningar hurfu skyndilega og birtust aftur á allt öðrum stað. Við sóttum fast að fá að sitja hjá honum á aðfanga- dagskvöld, því undantekningalaust fékk sá möndlugjöfina sem næst honum sat. Afi var sérstaklega barnelskur maður, enda hændust öll börn fljótt að honum. Með sínu rólega fasi en um leið grallaralegu svipbrigðum vakti hann forvitni þeirra og voru jafnvel þau feimn- ustu komin í fang hans eftir stutta stund og undu sér þar vel. Margar ljúfar minningar eigum við frá því þegar afi og amma heimsóttu okkur í Hrísey. Afi sagðist ávallt hafa tek- ið með sér sól á flösku til að tryggja gott veður. Hvað sem veðr- inu leið færði hann okkur sól í hjarta í hvert skipti. Fátt gladdi afa meira en að komast á handfæri og ófáar veiðiferðirnar voru farnar út á Eyjafjörð. Þar skemmti afi okkur með göldrum sínum og ýmsum uppátækjum til að auka veiðina. Það brást ekki að alltaf veiddi hann manna mest. Afi náði að koma til Hríseyjar í sumar, þó heilsan væri orðin léleg. Hann fór sína síðustu ferð í berjamó, líklega meira af vilja en mætti. Nú er hann lagður upp í sína hinstu ferð. Við kveðjum hann með söknuði og virðingu fyrir einstökum manni. Elsku amma, megi Guð gefa þér styrk nú þegar afa nýtur ekki lengur við. Minning- arnar munu ylja okkur öllum um ókomin ár. Sæmundur, Unnur og Geir. Bergsteinn Sigurðarson var á meðal helstu frumkvöðla að stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík árið 1986. Hann var síðan formaður félagsins 1988 til 1992. Bergsteinn vann ötullega að stofnun Lands- sambands eldri borgara en það var stofnað á Akureyri 1989. Hann kom einnig á samskiptum á milli félags- ins og norrænna landsambanda eldri borgara. Bergsteinn var mikill hugsjóna- maður og vildi hag félagsins sem mestan. Hann hafði mikinn áhuga á því að félagið eignaðist sitt eigið húsnæði. Það tókst með samheldni og dugnaði stjórnenda félagsins að láta þann draum rætast og árið 1990 keypti félagið ásamt Reykja- víkurborg húsnæði á Hverfisgötu 105 og var starfsemi félagsins þar til húsa til ársins 1998. Félagið óx og dafnaði vel í formannstíð hans. Stjórn félagsins gerði Bergstein að heiðursfélaga árið 2001. Ég vil f.h. stjórnarinnar þakka Bergsteini giftusamleg störf í þágu félagsins. Ég undirrituð var svo lánsöm að fá að kynnast Bergsteini þegar ég hóf störf hjá félaginu 1989. Bergsteinn var mikill öðlingur og góðmenni og einstaklega gott var að vinna undir hans stjórn. Hann var glaðlyndur og barngóður með eindæmum. Eitt sinn mætti ég með yngstu dóttur mína, þá litla, í vinn- una vegna kennarafundar í leik- skólanum. Bergsteinn var á skrif- stofunni og þau áttu góða stund saman. Eftir það tókst mikil vinátta á milli þeirra og minnist hún hans með hlýhug. Ég þakka Bergsteini þau ár sem ég hef fengið að vera með honum bæði í leik og starfi. Ég og fjölskylda mín vottum Unni, börnum, fósturbörnum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík sendir einnig Unni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Stefanía Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík. Nú er fallinn frá einn af öfl- ugustu og ötulustu forystumönnum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem stofnað var 1986, en þá var hann strax í forystu við að byggja upp starf bæði út á við og ekki hvað síst inn á við. Að mörgu þurfti að hyggja í þessu stóra félagi sem það varð strax. Bergsteinn var látlaus maður, sem ekki hafði hátt, en vann öt- ullega að eflingu félagsins á marg- víslegan hátt, því alltaf leitaði hann leiða til að félagið næði sem bestum árangri. Frumherjarnir komu þess- ari hreyfingu af stað með mörgum nýjungum sem nú þykja sjálfsagð- ar. Þó að baráttumál aldraðra hafi ekki náð nógu langt á sumum svið- um, þá höfum við nú félög sem standa fyrir okkar málum og er það vel. Nú eru yfir 8000 manns í félag- inu í Reykjavík, sem Bergsteinn stýrði sem formaður 1988-1992, en á öllu landinu eru nú 53 félög aldr- aðra, með alls 15000 meðlimum. Það er ekki svo lítið að skila af sér slíku félagsstarfi. Bergsteinn átti við langvarandi veikindi að stríða síðustu árin, en alltaf þegar færi gafst sneri hann sér að þessum málefnum. Við færum Unni og ættingjum Bergsteins innilegar samúðarkveðj- ur og þökkum honum margvísleg störf í þágu aldraðra. Páll Gíslason læknir. BERGSTEINN SIGURÐARSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Breiðumörk 11, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 19. september. Guðfinna Sigmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Karlinna Sigmundsdóttir, Magnús Gíslason, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Hreinn Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.