Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 23 góðra gripa, t.d. minnismerki, sem hann smíðaði og nefndi „Skref til friðar“ í tilefni af fundi Regans og Gorbachev í Reykjavík. Sá fundur var stórt skref til sátta kalda stríðs- ins og skráist sem heimsviðburður. Félagsmálum sinnti Björgvin um áratuga skeið, var mælskur og áheyrilegur ræðumaður. Að tíunda störf og smíðisgripi Björgvins væri efni í stóra bók, vonandi tekur ein- hver góður skrifari það verk að sér. Við kveðjum hér í dag höfðingja smiðjunnar, sælan lífdaga, hans mun lengi verða minnst. Að norðan send- um við Edda, börnum, tengdabörn- um og öðrum aðstandendum okkar hlýjustu kveðjur. Andviðri oft æði ströngu ungur mæta hlaut. Lokið er nú lífsins göngu ljúfri á sigur-braut. Minningin lifir. Pálmi Jónsson. Íslenskur málmiðnaður hefur átt því láni að fagna að hafa átt góða og farsæla forystumenn. Einn þeirra var Björgvin Frederiksen. Hann var í stjórn Meistarafélags járniðnaðar- manna, þar af formaður 1950 til 1953 og síðan aftur frá 1957 til 1958. Björgvin var mjög vel að sér í sinni faggrein og var til dæmis brautryðj- andi í þróun kælitækninnar hér á landi. Þar að auki hafði hann mjög skýra heildarsýn yfir stöðu íslensks iðnaðar í alþjóðlegu samhengi. Framganga hans öll og hæfileikinn til að tjá skoðanir sínar á hnitmiðuðu og fögru máli réð þó úrslitum um hversu frábær félagsmála- og bar- áttumaður hann var. Í þeim efnum stóð hann í fremstu röð. Oft mátti heyra saumnál detta þegar Björgvin kvaddi sér hljóðs og heillaði við- stadda með orðgnótt sinni og sann- færingarkrafti. Gæfa íslensks málmiðnaðar er að hafa átt slíkan málafylgjumann. Hann var líka fljótt kosinn til trún- aðarstarfa utan málmiðnaðarins og var m.a. forseti Landssambands iðn- aðarmanna, sem þá var heildarsam- tök löggiltra iðngreina. Alls staðar ávann hann sér hylli og traust sem hann nýtti til að vinna að hugsjón sinni sem var að efla íslenskan iðnað. Að leiðarlokum eru Björgvini Frederiksen færðar þakkir fyrir ómetanlegt framlag hans til eflingar íslenskum málmiðnaði. Nafn hans verður ávallt tengt framfara- og stórhug í þeirri iðngrein. Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Frumkvöðullinn Björgvin Freder- iksen er fallinn frá en eftir hefur hann skilið drjúgt og fjölbreytilegt æviverk. Björgvin var brautryðjandi í ís- lenskum málm- og kælitækniiðnaði, lærður bæði vestanhafs og austan. Hann var í forystusveit þeirra sem stóðu að iðnvæðingu Íslands, sem eins og flestum er kunnugt var seinna á ferðinni hér á landi en víðast annars staðar í hinum vestræna heimi. Frumkvöðlar í iðnaði á þess- um tíma þurftu því að glíma við margs konar heimatilbúinn vanda. Þeir unnu hratt að uppbyggingu iðn- aðarins til þess að ná sama iðnaðar- stigi og önnur lönd en um leið þurftu þeir að berjast gegn óvinveittu haftaumhverfi þar sem lög og reglu- gerðir þvinguðu athafnamenn til að gera fátt og hugsa smátt. Á þessum árum voru hagsmunir iðnaðarins jafnan léttvægir fundnir miðað við svokallaðar undirstöðuatvinnu- greinar. Björgvin Frederiksen trúði því að ný tækni og þekking væri sú uppspretta auðs og velsældar sem ís- lenska þjóðin þyrfti að byggja á í framtíðinni. Vera má að Björgvin Frederiksen hafi af þessum sökum verið leiddur til forustu í iðnaðinum. Meðal annars var hann um árabil forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, eins for- vera Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins eiga Björgvini margt að þakka. Eitt skal nefnt hér. Á þingi Landssambands iðnaðar- manna 1993 var til umfjöllunar stofn- un Samtaka iðnaðarins og kynnt að sex verðandi stofnsamtök þeirra, þ.m.t. Landssamband iðnaðar- manna, yrðu lögð af og starfsemi þeirra rynni inn í SI. Eins og vænta mátti, þegar miklar breytingar eru fyrirhugaðar, voru uppi mörg sjón- armið. Á þessum fundi hélt Björgvin, þá einn elstur félagsmanna, þrótt- mikla ræðu og hvatti menn til að sameinast um skýra framtíðarsýn iðnaðarins. Stofnun heildarsamtaka í iðnaði væri ekki sprottin af þörf til að leggja af rótgróin félög heldur til þess að gera iðnaðinum kleift að mæta stærstu umbreytingum iðnað- arins á Íslandi. Með aðild Íslands að EES og hraðstækkandi markaði Evrópu þyrfti íslenskur iðnaður að standa þétt saman. Samtök iðnaðar- ins væru stofnuð til að nýta betur tækifæri sem breytt viðskiptaum- hverfi byði upp á. Það er freistandi að ætla að þessi ræða Björgvins hafi valdið töluverðu um þann einhug sem náðist meðal samtaka og meist- arafélaga í iðnaði við stofnun nýrra heildarsamtaka í iðnaði. Allt fram undir það síðasta sýndi Björgvin óbilandi áhuga á málefnum og málflutningi Samtaka iðnaðarins. Fyrir fáeinum árum sýndi Björgvin hlýhug sinn í verki er hann gaf Sam- tökunum forláta grip sem hann hafði smíðað: borðfánastöng á stalli, hárnákvæma smíði úr gljáfægðum kopar. Fyrir áhuga og mikilvægt framtak standa Samtök iðnaðarins í þakkar- skuld við Björgvin Frederiksen. Fjölskyldu hans og ættingjum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins. Með Björgvin Frederiksen er fall- inn frá áhrifamikill forustumaður iðnaðarmanna. Hann var kjörinn for- seti Landssambands iðnaðarmanna árið 1952 og tók við því starfi af Helga H. Eiríkssyni, sem verið hafði einn af stofnendum Landssambands iðnaðarmanna árið 1932 og forseti sambandsins frá upphafi. Það var vandasamt hlutskipti að taka við starfi Helga H. Eiríkssonar, sem um árabil hafði verið öflugasti forustu- maður iðnaðarmanna, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík og fyrsti bankastjóri Iðnaðarbankans. Björgvin var á þessum tíma for- maður Meistarafélags járniðnaðar- manna og virkur þátttakandi í fé- lagsmálum iðnaðarmanna. Þá hafði hann stundað framhaldsnám í iðn- grein sinni í Danmörku og haft kynni af iðnaðarmálum þar í landi. Hann var fyrsti Íslendingurinn, sem stund- aði frystivélanám og nam til hlítar þau handbrögð, sem tengjast kæli- tækni. Árið 1937 stofnaði hann vél- smiðju, sem annaðist smíði og upp- setningu frystikerfa og var það brautryðjandastarf hér á landi á þessu mikilvæga sviði matvælaiðn- aðar. Hér kom að góðum notum, hversu mikill völundur hann var, því að smíða þurfti verkfæri og ýmsa hluti í frystikerfin. Starf Björgvins í þróun þessa þýð- ingarmikla iðnaðar og kennsla nem- enda í iðninni nægir eitt sér til þess að framtaks hans og framsýni verður lengi minnst. Kynni okkar Björgvins hófust árið 1958, þegar ég var ráðinn fram- kvæmdastjóri Landssambands iðn- aðarmanna. Hann var þá borgar- fulltrúi í Reykjavík og með honum hafði ég fylgst í því starfi. Þótt sam- starf okkar í Landssambandi iðnað- armanna hafi aðeins verið í tvö ár tókst með okkur vinátta, sem hélst frá fyrstu kynnum. Björgvin var öflugur forustumað- ur iðnaðarmanna og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. „Verkið lofar meistarann“ voru orð, sem hon- um voru hugleikin. Þetta var markmið, sem hann vildi að góður iðnaðarmaður keppti að og ekki var á færi annarra að ná en úr- vals fagmanna. Það var mjög lærdósríkt að starfa með Björgvini í Landssambandi iðn- aðarmanna. Hann bjó yfir mikilli þekkingu á málefnum iðnaðarins og átti auðvelt með að gera grein fyrir þeim í ræðu og riti. Það tók hann stuttan tíma að setja sig inn í flókin mál og mynda sér að því búnu skoð- anir. Heyra mátti í máli hans þá djúpu öldu framfarasóknar, sem einkenndi framvarðarsveit iðnaðarmanna á síð- ustu öld, þar sem iðnnám og tækni- menntun skipuðu öndvegið. Iðnskól- ar höfðu verið stofnaðir og reknir af iðnaðarmannafélögum og forstöðu þeirra veittu um tíma hinir mikilhæf- ustu menn eins og verkfræðingarnir Jón Þorláksson, Emil Jónsson og Helgi H. Eiríksson meginhluta starfsævi sinnar. Það var iðnaðar- mönnum mikil hvatning að hafa notið starfa þessara manna í hinum ýmsu málum iðnaðarins. Þegar ég lít yfir farinn veg er at- hyglisvert, hversu Björgvin hafði mikil áhrif á starfsemi Landssam- bands iðnaðarmanna, eftir að hann hætti að gegna trúnaðarstörfum fyr- ir sambandið. Sýnir það með öðru traust það, sem til hans var borið af þeim, sem til forustu völdust í Landssambandinu og hversu mikils þeir mátu viðhorf hans og tillögur. Björgvin var mjög skemmtilegur maður. Hann var hrókur alls fagn- aðar í góðra vina hópi og þar sem hann fór var gaman að vera. Hann kunni þá list að fara með gamanmál, þannig að engan meiddi. Að leiðarlokum minnist ég góðs vinar og félaga, sem greiddi götu mína og veitti mér ávallt stuðning í starfi mínu að málefnum iðnaðarins. Við Ragnheiður sendum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bragi Hannesson. Í dag kveðjum við Björgvin Frederiksen vélvirkjameistara og fyrrverandi forseta Landsambands iðnaðarmanna. Mig langar að minnast þessa heið- ursmanns með nokkrum orðum. Björgvin nam vélvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk sveins- prófi 1935. Hann fór síðan utan til Danmerkur og stundaði nám í vél- fræðiskóla 1935-36. Þar kynntist hann smíði og uppsetningu frystivéla og hlaut þar réttindi til að setja upp slíkar vélar. Fljótlega eftir heim- komuna stofnaði hann eigið fyrir- tæki í Reykjavík, vélsmiðju og véla- sölu sem hann rak til 1962. Árið 1939 fór hann aftur til Dan- merkur til að kynna sér byggingu og rekstur dieselvéla. Meðan hann dvaldist þar skall heimstyrjöldin á, sem gerði allar ferðir milli landanna nær óhugsandi. Björgvin var þó ráð- inn í að komast sem fyrst heim og tókst með ótrúlegum dugnaði og seiglu, ásamt nokkrum öðrum valin- kunnum Íslendingum, að brjótast gegnum allar hindranir sem stríðs- ástandið skapaði, yfir hafið og heim á „Frekjunni“, litlum bát, sem frægt varð. Þrátt fyrir þær hindranir sem styrjöldin skapaði fór Björgvin enn til útlanda á stríðsárunum og nú til Bandaríkjanna til að kynna sér kæli- tækni og hraðfrystingu matvæla. Sú ferð varð upphafið að byltingu hér á landi í frystiiðnaði, en fyrirtæki Björgvins sérhæfði sig í smíði og uppsetningu frystivéla og setti upp fjölda slíkra véla um allt land. Framlag Björgvins til framþróun- ar í kælitækni hér á landi verður seint ofmetið. Hann kom ungur mað- ur að utan með dýrmæta þekkingu í þessum iðnaði sem gjörbreytti allri aðstöðu okkar Íslendinga til að með- höndla útflutningsverðmæti okkar á þann hátt sem nútíminn krafðist. Ljóst er að Björgvin hlaut í vöggu- gjöf sérstaka leiðtogahæfileika. Hann var því snemma kosinn til margháttaðra trúnaðarstarfa. List- inn er langur en það nægir að nefna eftirtalið: Formaður Meistarafélags járniðnaðarmanna, fulltrúi í Iðnráði og á Iðnþingum, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna 1952-1960, í skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík 1954-1974, í stjórn Iðnaðarmála- stofnunar Íslands og þar formaður 1967-1971, auk þess sem hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1954-’62. Fyrir störf sín í þágu iðnaðarins hlaut hann margskonar viðurkenn- ingar. Hann var kosinn heiðursfélagi Landssambands iðnaðarmanna 1960 og hlaut m.a. heiðursmerki Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík og gull- merki Félags málmiðnaðarfyrir- tækja. Björgvin var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu 1. janúar 1989. Nú, að leiðarlokum kemur margt í hugann. Það voru sannkölluð forrétt- indi á sínum tíma fyrir ungan mann eins og mig sem var að feta mín fyrstu skref í félagsmálum að kynn- ast Björgvin Frederiksen. Bjartsýni hans, þekking og áhugi á öllu því sem til framfara horfði á sér fáar hlið- stæður. Þegar við bættist afburða ræðumennska og einstök, en um leið dálítið sérstök frásagnarlist, er ekki að undra að hann hafi víða verið val- inn til forustu. Íslenskt atvinnulíf og þá ekki síst iðnaðurinn stendur í mikilli þakkarskuld við Björgvin fyr- ir þá leiðsögn sem hann veitti um árabil. Persónulega vil ég að lokum þakka margar ánægjulegar stundir og alla þá vináttu sem hann sýndi mér í gegnum árin. Minningin um góðan dreng og mikilhæfan foringja mun lengi lifa. Ég færi börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Haraldur Sumarliðason. Elskulegi drengurinn okkar, bróðir og barna- barn, ÁRNI ÁSBERG ALFREÐSSON, Stuðlabergi 76, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 14. september, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Alfreð Ásberg Árnason, Magnea Snorradóttir, Guðný Ásberg Alfreðsdóttir, Árni Samúelsson, Guðný Ásberg Björnsdóttir, Snorri Magnússon, Elísabet Hrefna Jónsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR, Vallargötu 17, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 24. september kl. 14.00. Hafsteinn Magnússon, Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Torfi Rúnar Kristjánsson, Magnús Hafsteinsson, Hrefna Kristjánsdóttir, Hafsteinn Hugi Hafsteinsson, Ástríður Emma Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR, frá Stóru-Hvalsá, síðar búsett á Selfossi, lést föstudaginn 19. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur hinnar látnu. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.