Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnunarvika Stjórnvísi Óáþreifanleg verðmæti StjórnunarvikaStjórnvísi er árvissviðburður. Þá held- ur félagið ráðstefnur, morgunverðarfundi og námskeið þar sem fjallað um stjórnun frá mörgum sjónarhornum og í öllum myndum. Í ár er vikan helguð sjálfsmatslíkönum, virkjun þekkingar og mannauðsstjórnun. Á morgun verður haldinn morgunverðarfundur sem opinn er fólki alls staðar úr atvinnulífinu. Ragnheiður Halldórsdóttir, formaður Stjórnvísi, segir hugmynd- ina með stjórnunarvikunni að stuðla að umbótum í stjórnun íslenskra fyrir- tækja. „Sérstaða félagsins felst í um þrettán faghóp- um sem hver hefur ákveðið þema sem hann starfar með. Faghóp- arnir fjalla meðal annars um sam- hæfð mælingakerfi, starfsþróun og fræðslu, umhverfis- og örygg- isstjórnun, gæðastjórnun, þekk- ingarverðmæti og þjónustu. Grunnurinn að starfsemi Stjórnvísi er í gegnum þessa fag- hópa sem hittast reglulega á fund- um. Í faghópunum hittist fólk úr ýmsum atvinnugreinum og mynd- ar vettvang fyrir skoðanaskipti og umræðu. Þar getur fólk miðlað af eigin reynslu og fengið praktískar hugmyndir sem það getur nýtt sér í sínu starfi. Yfir árið höfum við einnig marga morgunverðar- fundi til að teygja okkur út til annarra en félagsmanna. Stjórnvísi gefur einnig út vef- ritið Dropann, sem fjallar um stjórnun í víðasta skilningi þess orðs. Í ritinu eru greinar um stjórnun, bæði reynslusögur fyr- irtækja af upptöku og innleiðslu aðferða og greinar sem útskýra ýmsar stjórnunaraðferðir. Drop- inn er opinn öllum í stjórnunar- vikunni og slóðin á hann er www.stjornvisi.is.“ – Hvað verður helst til umræðu á ráðstefnunni „Virkjun þekking- ar“ sem haldin er í vikunni? „Við fáum meðal annars erlend- an fyrirlesara frá Danmörku, Per Nikolaj Buch, prófessor við Ár- ósarháskóla, sem ætlar að taka fyrir samband þekkingarstjórn- unar og samhæfðs mælingakerfis. Hann hefur verið með rannsóknir á sviði þekkingarstjórnunar þekk- ingarmats og er einn fremsti sér- fræðingur á Norðurlöndum á þessu sviði. Per mun fjalla um hvernig eigi að stjórna þekkingu og taka saman þekkingarskýrslur og meta hin óáþreifanlegu verð- mæti fyrirtækisins. Síðan erum við með ýmislegt frá innlendum aðilum. Þar er ver- ið að spá í þekkingarmiðlun og hvernig sumir halda að sér þekk- ingu. Þar velta menn fyrir sér svonefndu „þekkingarvaldi“, sem samanstendur af þekkingarsókn og þekkingarvörn og getur haml- að þekkingarmiðlun innan fyrir- tækja. Þetta er stund- um kallað að gera sig ómissandi í fyrirtæki. Svo er verið að spá í starfsþjálfun, til dæmis starfsfóstrun eða svo- kallað „mentorship“, þar sem einn starfsmaður þjálfar annan. Síðan er líka rætt við stjórnanda sem hefur farið í gegnum stjórnenda- þjálfun og hann segir frá þeirri reynslu sinni.“ – Hvað verður á boðstólum á morgunverðarfundinum í fyrra- málið? „Þar verða kynntar niðurstöður könnunar, sem við stóðum fyrir meðal íslenskra stjórnenda, um hvað það er sem gerir fyrirtæki góð. Í þessari könnun var skoðað hvaða þættir það eru sem fólk tel- ur gefa vísbendingar um að fyr- irtæki sé til fyrirmyndar. Er það arðsemi, ánægja starfsmanna og viðskiptavina eða orðspor? það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr könnuninni. Er það stjórnandi, stefnumótun, fyrir- tækjabragur eða vörurnar sjálfar og þjónustan sem skipta mestu máli til að fyrirtæki komist í flokk fyrirmyndarfyrirtækja. Einnig verður erindi frá Marel, sem hlaut íslensku gæðaverðlaun- in í fyrra, þar sem fjallað verður um ávinninginn af því að fá slík verðlaun. Síðan verður þarna er- indi um hvernig hægt er að sam- þætta stefnumörkun fyrirtækja og sjálfsmatlíkanið EFQM til að ná betri árangri.“ – Hvað er EFQM? „EFQM er sjálfsmatslíkan sem kemur frá Evrópsku gæðastjórn- unarsamtökunum (European Fo- undation for Quality Manage- ment). Þetta hefur verið þýtt á íslensku yfir í „Að skara fram úr – EFQM líkanið.“ Líkanið er grunnur að gæðaverðlaunum hér á landi og í Evrópu. Um er að ræða árangurslíkan þar sem fyr- irtækið fer í gegnum níu flokka og í hverjum flokki er ákveðinn fjöldi spurninga sem stjórnandi þarf að taka afstöðu til og meta þannig hvernig fyrirtækið stendur sig á ýmsum sviðum. Þetta eru bæði framkvæmdaþættir sem meta framkvæmd- ir ýmissa hluta og einn- ig hvaða árangri verið er að ná hvað varðar til dæmis ánægju starfs- manna og viðskiptavina auk arð- semi. Stjórnunarvikunni lýkur síðan á föstudaginn með morgunverð- arfundi undir yfirskriftinni ISO fyrir alla. Þar verður fjallað um ISO 9001 staðalinn út frá öðru sjónarhorni en vottun og á að höfða til þeirra sem ekki hafa velt honum mikið fyrir sér sem stjórn- kerfi.“ Ragnheiður Halldórsdóttir  Ragnheiður Halldórsdóttir fæddist í Kópavogi 1966. Hún út- skrifaðist úr Háskóla Íslands ár- ið 1991 sem vélaverkfræðingur. Árið 1995 útskrifaðist hún frá Danmarks Tekniske Universitet með M.Sc. í rekstrarverkfræði, með áherslu á skipulagningu og tæknistjórnun. Ragnheiður starfar sem gæða- stjóri Marels hf. Hún hefur tekið þátt í faghópum Stjórnvísi, setið í stjórn félagsins og verið formað- ur Stjórnvísi í tæp tvö ár. Ragn- heiður á tvö börn. Sumir halda að sér þekkingu ÍSLENSK erfðagreining efnir til vísindadaga þessa viku og hefjast þeir í dag, 13. október. Efnt er til vísindadaga í samvinnu við fjöl- mörg félög sjúklinga og stendur dagskráin til 19. október. Vísinda- menn fyrirtækisins munu kynna niðurstöður sem fengist hafa í rannsóknum á orsökum algengra sjúkdóma og hvernig þær eru not- aðar við þróun nýrra lyfja og greiningarprófa. Í frétt frá Ís- lenskri erfðagreiningu segir að um 100.000 manns hafi tekið virkan þátt í þessum rannsóknum. „Á hverjum degi fram til sunnu- dags verður fjallað um niðurstöður rannsókna innan ákveðins sjúk- dómasviðs í höfuðstöðvum Ís- lenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8 í Reykjavík. Hefst dagskráin hverju sinni með al- mennri kynningu á rannsóknum fyrirtækisins innan þess sviðs sem er til umfjöllunar. Meðal annars verður fjallað um hvernig uppgötv- anir í erfðafræði gera fyrirtækinu kleift að þróa lyf og greiningarpróf sem beint er að líffræðilegum or- sökum sjúkdóma. Þá verður fjallað sérstaklega um rannsóknir á tveimur til þremur sjúkdómum þar sem fengist hafa markverðar nið- urstöður,“ segir ennfremur. Fundirnir hefjast klukkan 20 alla dagana, nema laugardag og sunnudag er þeir hefjast klukkan 16. Í dag, 13. október, verður fjallað um hrörnunar- og augnsjúkdóma. Þriðjudaginn 14. október verður fjallað um hjarta- og æðasjúk- dóma, miðvikudaginn 15. október um geðsjúkdóma og fimmtudaginn 16. október um öndunarfærasjúk- dóma og ofnæmi. Föstudaginn 17. október verður fjallað um sjúkdóma í stoðkerfi og húð, laugardaginn 18. október um offitu og sykursýki og sunnudag- inn 19. október um krabbamein. ÍE kynnir ýmsar rann- sóknir á vísindadögum Við erum komin á þvílíkt hreinleikaflug í orkumálum að strætóferðir Ísland – himnaríki gætu þess vegna orðið næstar. MIKILL áhugi er á störfum á Vífils- stöðum en um áramót tekur Hrafn- ista þar í notkun öldrunarheimili með 50 rýmum. Auglýst var eftir starfsfólki í Morgunblaðinu á sunnudag en að sögn Sveins H. Skúlasonar, forstjóra Hrafnistu, er gert ráð fyrir um 70 manns í 50 stöðugildum við þetta nýja öldr- unarheimili. Sveinn segir áhugann mikinn hjá fólki sem starfaði áður á Vífilsstöðum og vill halda þar áfram. Hrafnista hefur gert samning við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimilis fyrir aldraða á Vífilsstöðum til ársins 2007. Reiknað er með að níu af hverjum tíu heimilismönnum komi af öldrunardeildum Landspít- alans, líkt og gert var á Sóltúni, eða alls um 45 manns. Framkvæmdir við breytingar ganga vel Sveinn segir framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu ganga vel, en verktakinn, byggingarfélagið Sökkull, á að skila tveimur hjúkr- unarhæðum í desember og ljúka við afganginn af húsinu um áramótin. Verða rýmin 50 á þremur hæðum. Hönnuður breytinganna er Halldór Guðmundsson arkitekt. Sveinn segir að það muni taka nokkra mánuði að fylla rýmin 50, það verði ekki gert á einum degi eft- ir áramótin. Hann bendir á að á næsta ári verði alls 150 ný hjúkr- unarrými fyrir aldraða tekin í notk- un á höfuðborgarsvæðinu. Auk hinna 50 rýma á Vífilsstöðum verða um 60 rými tekin í notkun 1. júlí 2004 hjá Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík og 40 rými verða í nýrri viðbyggingu hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvog, sem taka á í notkun upp úr áramótum. Að sögn Sveins er talið að um 300 aldraðir einstaklingar á höfuðborg- arsvæðinu séu á biðlista og í brýnni þörf eftir því að komast á hjúkr- unarheimili. Mikill áhugi á störfum hjá Hrafnistu á Vífilsstöðum Morgunblaðið/Þorkell Öldrunarheimili verður opnað í gamla Vífilsstaðaspítalanum um áramót og hafa margir fyrrverandi starfsmenn spítalans lýst áhuga á að starfa þar á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.