Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 20
HESTAR 20 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AMERÍKA er stórt land,það vita þeir best semreynt hafa að markaðs-setja íslenska hestinn þar í landi. Þótt 20 manna hópur TGIHF hafi að þessu sinni ferðast um 4.500 kílómetra leið þá var það örsmár partur Bandaríkjanna. Með í förum voru 14 hross en ferðin stóð yfir í 22 daga og var farið frá Maryland til Minnesota. Á þessum tíma voru haldin þrjú reiðnámskeið þar sem Eyjólfur Ís- ólfsson og Reynir Aðalsteinsson kenndu um eitt hundrað manns og settar voru upp fjórar sýningar í skautahöllum. Þá heimsótti hóp- urinn Michigan State University til að taka þátt í rannsóknum á ganghæfni íslenska hestsins. Auk fræðimanns frá Michigan-háskóla voru mættir á staðinn sérfræð- ingar frá Ohio State University. Mætti TGIHF-hópurinn á staðinn með fjóra úrvals töltara til þátt- töku í gangtegundagreiningu. Telur Björn að þessar rannsóknir eigi eftir að vekja mikla athygli en tilgangur þeirra var að safna tölulegum upplýsingum varðandi ýmsa þætti töltsins. Rannsókn- irnar fóru þannig fram að 16 nemar voru límdir á hestana sem voru tengdir við fjórar sérútbúnar tölvumyndavélar og tók hver þeirra 120 myndir á sekúndu í þrívídd. Var hestunum riðið á mismunandi hraða á tölti framhjá myndavélunum og yfir vigt sam- tímis. Segir Björn að unnið verði úr upplýsingunum á næstu mán- uðum og muni þær væntanlega sýna nákvæmlega hvernig þyngd- ardreifingin er á tölti. Heimsmet hjá Íslendingunum Í þessum rannsóknum segir Björn að íslenski hesturinn hafi sett heimsmet í hröðun úr kyrr- stöðu. Til þessa hafi ekkert hesta- kyn náð meira en 5 m/sek. En ís- lensku hestarnir fóru þetta á 7,5 m/sek. Fullyrðir Björn að það eitt að ofangreindir aðilar sýni ís- lenska hestinum áhuga muni leiða til enn frekari áhuga á íslenska hestinum. Hefur yfirmaður þess- ara rannsókna, dr. Hilary Clayt- on, óskað eftir því við hópinn að koma aftur vestur um haf til við- ræðna um niðurstöðuna úr þess- um rannsóknum og taka þátt í ennfrekari rannsóknum. Hvað viðkemur sýningum í þeim fjórum skautahöllum sem sýnt var í segir Björn það sigur út af fyrir sig að fá inni í þessum virtu höllum og enn meiri sigur þá staðreynd að hópurinn skuli vera boðinn velkominn aftur og reyndar beðið um að fá þessar sýningar aftur. Sagði Björn að TGIHF-hópurinn væri fyrsti og eini aðilinn í heiminum sem hefði sett upp slíkar sýningar í Banda- ríkjunum. Björn kvaðst ánægður með ár- angurinn af ferðinni að þessu sinni og nefndi hann því til stuðn- ings að á allar sýningarnar komu fjölmiðlar til að fylgjast með, sjón- varpsstöðvar, útvarpsstöðvar og dagblöð og sagt var frá sýning- unum í fréttatímum sjónvarps- stöðva í Albany, New York, Grand Rapids og Lansing í Michigan, St. Pauli og Minneapolis í Minnesota, og birtar um þær greinar í dag- blöðum á öllum þessum stöðum. Sýnt verður frá þeim á sjónvarps- stöð Michigan-háskóla en um 50.000 nemendur eru í háskól- anum og lætur nærri að í há- skólabænum búi um 100.000 manns. Tekinn var fjöldi fjöl- miðlaviðtala við aðila innan hóps- ins. Sum viðtölin hafa þegar verið birt, önnur birtast á næstu vikum og mánuðum. Fimmtíu mínútna sjónvarpsþáttur er nú í vinnslu um ferðina og verður sýndur á RÚV og markaðssettur í Banda- ríkjunum og hefur ein sjónvarps- stöð nú þegar ákveðið að sýna hann þar. Glapræði að leggja árar í bát Eftir svona vel heppnaða kynn- ingu telur Björn glapræði að láta hér staðar numið í stað þess að byggja áframhaldandi kynningu íslenska hestsins í Bandaríkjunum á því sem nú hefur áunnist. Að- spurður kvað Björn verkefnið nánast að öllu leyti fjármagnað af hópnum sem að því stæði, og því ólíkt flestum markaðsverkefnum. Fjármagn til auglýsinga væri því mjög takmarkað og mætti því um kenna að aðsókn að sýningum til dæmis var ekki í samræmi við það sem áætlað hafði verið. Þegar bet- ur hefði verið að gáð reyndust þær áætlanir ekki raunhæfar. Þau hefðu verið mjög sátt við að 3.000 manns hefðu komið á sýningarnar og þar af hefði vel á annað þús- und manns komið til þeirra að loknum sýningu til fá frekari upp- lýsingar. Eru þeir sem þátt tóku í ferðinni sammála um að megintil- gangur ferðarinnar hafi náðst; að vekja athygli á íslenska hestinum og faglegri íslenskri hesta- mennsku og leggja enn frekari grunn að því að festa sýningar á ís í sessi. Það vekur athygli að Björn Ólafsson og kona hans Guðríður Gunnarsdóttir sem áttu frum- kvæði að stofnun TGIHF eru ekki með umfangsmikla hrossasölu til Bandaríkjanna og hafa því ekki beinan hag af þeirri umfangs- miklu kynnningu sem hér er sagt frá. Sagði Björn að þau væru að selja innan við tíu hross á ári til Bandaríkjanna. Það sem ræki þau hins vegar áfram við þetta væri trú þeirra á að sýningar á íslensk- um hestum í skautahöllum væru ein besta leiðin til að ná góðri kynningu á íslenska hestinum þar vestra. Talsvert hefði þurft til að sannfæra menn þar ytra um að glóra væri í fara með hesta inn á svellið og hvað þá að setja upp einhver sýningaratriði og munst- urreið. Nú væri hins vegar búið að brjóta ísinn og taldi hann góða möguleika á að snúa dæminu við þannig að þessar sýningar fari að skila góðum tekjum. Stærsta höll- in sem sýnt var í rúmaði tíu þús- und áhorfendur og þótt langt væri frá að tekist hefði að fylla hana taldi Björn ekki fráleitt að það væri möguleiki með tíð og tíma. Hann benti á að þar sem þetta uppátæki væri því sem næst fjár- vana væri ekkert svigrúm til að kaupa auglýsingar á þessum við- burðum. Sýningarnar hefðu rétt hangið í því að standa undir kostnaði við leigu á höllum og tryggingum sem væri stór kostn- aðarliður. Sígandi lukka best Íslenski hesturinn er hægt og bítandi að ná fótfestu í Vest- urheimi. Nokkrir íslenskir aðilar vinna markvisst í sölu á íslenskum hestum í Bandaríkjunum um þess- ar mundir. Lengi hefur verið ljóst að möguleikarnir þar eru miklir en Bandaríkjamarkaður er sýnd veiði en ekki gefin. Fjöldi seldra hesta þangað og til Kanada hefur vaxið ár frá ári. Margir telja að sígandi lukka sé best því menn verði að fá tíma til að læra á þetta tröllaukna markaðssvæði og við- kvæma markað. Það er því ljóst að ameríski draumurinn verður ekki tekinn með trompi á stuttum tíma. Eitt verkefni hópsins var þátttaka í rannsóknum sem gerðar voru á ganglagi íslenska hestsins við Michiganháskóla og þykja þær athygliverðar. Reynir Aðalsteinsson leiðbeinir hér einum Bandaríkjamanni hvernig meðhöndla skuli gæðinga frá Ís- landi en mikil ásókn var í reiðnámskeið hjá honum og Eyjólfi Ísólfssyni. Hin vaska sveit sem tók þátt í hinni hugsjónafullu krossferð til Bandaríkjanna þar sem markmiðið var að kynna íslenska hestinn og faglega íslenska hestamennsku. Lagt til atlögu við ameríska drauminn Ameríski draumurinn hefur freistað margra um víða veröld. Um árabil hafa íslenskir hestakaupmenn glímt við þennan draum í markaðssetningu íslenska hestsins í hinum stóra Vesturheimi. Nýlega fór flokkur manna sem kalla sig The great Icelandic horse fair (TGIHF) um nokkur fylki í því augnamiði að opna augu vesturheimskra fyrir dásemdum íslenska hests- ins. Valdimar Kristinsson forvitnaðist hjá einum forkólfa þessa fyrirbæris, Birni Ólafssyni, um þessa ferð sem tók 22 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.