Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2003 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2003 er til 15. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. —————————————  ————————————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003 er til 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni.                 !"   !#$!% &' ( !#   !#$!% )   !*   !#$!% +      !,   !#$!% -    !.   !#$!% /  (   01 '                                                 !             " "    #$  %      $    &  % '    "  "    (      "    "  )     *       ! +   , -   "        "   "       !)   !         .      )     "        $      /        0    AÐ minnsta sex manns týndu lífi og tugur manna eða jafnvel nokkrir tugir slösuðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í gær. Var bíll sprengdur í loft upp við Bagdad-hótelið en það er aðsetur CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, í Írak, sumra banda- rískra verktaka í landinu og einnig nokkurra meðlima Íraska fram- kvæmdaráðsins. Tala látinna var nokkuð á reiki en talsmaður bandaríska hersins sagði, að sex hefðu farist og tíu slasast. Læknar á nálægu sjúkra- húsi sögðu hins vegar, að þangað hefði verið komið með 38 menn slasaða. Sagt er, að hinir látnu séu allir Írakar en sprengingin varð engum að bana inni í hótelinu. Haft er eftir vitnum, að reynt hafi verið að koma bílnum framhjá varðstöð en þá hafi íraskur lög- reglumaður skotið á hann. Hafi bíll- inn þá verið sprengdur upp en þá átti hann eftir nokkra tugi metra að sjálfu hótelinu. Á árásin sér stað aðeins fjórum dögum eftir líka árás á lögreglustöð í Sadr-borg, fá- tækrahverfi í Bagdad, en hún varð að minnsta kosti tíu mönnum að bana. Eftir írösku lögreglunni var haft, að bílarnir hefðu verið tveir og hefði ökumanni annars þeirra tekist að komast alveg að hótelinu. Vitni töluðu þó aðeins um einn bíl og talið er, að misskilningurinn stafi af því, að annar bíll hafi orðið alelda og sprungið eftir að bíll árásarmanns- ins sprakk. Ekki líkur Íraka Eitt vitnanna, Sabah Ghulam, sem var í bíl skammt frá, kvaðst hafa séð árásarmanninn undir stýri á bílnum, Toyota Corolla, árgerð 1990, og hefði hann verið ljós á hör- und og ekki líkur Íraka. Sprengingin var mjög öflug og olli nokkrum skemmdum á Bagdad- hótelinu og einnig á nokkrum bygg- ingum í kring. Bandaríkjastjórn og Paul Brem- er, ráðsmaður Bandaríkjamanna í Írak, fordæmdu árásina í gær og sögðu, að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að koma í veg fyrir uppbyggingu landsins. Stefna Bush gagnrýnd Hryðjuverkið kemur á slæmum tíma fyrir Bandaríkjastjórn en á síðustu dögum hefur hún verið að reyna að snúa vörn í sókn heima fyrir og sýna fram á, að Íraksstríðið hafi verið réttmætt og mikið hafi áunnist í landinu. John Kerry öld- ungadeildarþingmaður, sem sækist eftir því að verða forsetaefni demó- krata í næstu kosningum, gagn- rýndi George W. Bush forseta harð- lega í gær og sagði, að stefna hans í málefnum Íraks væri öll í molum. Sagði hann, að Bandaríkin ættu að biðja Sameinuðu þjóðirnar um að- stoð og gera það af auðmýkt en ekki hroka. AP Vopnaður en óeinkennisklæddur Bandaríkjamaður fyrir framan Bagdad-hótelið eftir árásina í gær. Sex létust í sjálfsmorðs- árás á hótel í Bagdad Starfsmenn CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, með aðsetur á hótelinu Bagdad. AP, AFP. AHMED Qureia, forsætisráðherra Palestínumanna, lýsti yfir því á fundi miðnefndar Fatah-flokksins í gær að hann ætlaði ekki að gegna embætt- inu lengur en í þrjár vikur en þá verður ný ríkis- stjórn Palestínu mynduð. Qureia stjórnar nú neyðarríkis- stjórn sem Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, skipaði fyrir viku. Þeir Qureia og Arafat hafa hins vegar deilt um hver eigi að vera innanrík- isráðherra og hvort Arafat hafi völd til að mynda ríkisstjórn með tilskip- un. Eftir fund miðstjórnarinnar í gær sagði Qureia, að ný stjórn yrði mynd- uð eftir þrjár vikur „með nýjum for- sætisráðherra,“ þegar skipunartími neyðarstjórnarinnar rennur út. Qureia hótaði á fimmtudag að segja af sér eftir deilur við Arafat um vald- svið stjórnarinnar og hver ætti að ráða yfir öryggisstofnunun. Fyrir- rennari Qureias, Mahmud Abbas, sagði af sér vegna sams konar deilna við Arafat sem vill ekki sleppa hend- inni af öryggisstofnunum sem tryggja honum umtalsvert vald á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna. Qureia í embætti í þrjár vikur Ramallah. AP. Ahmed Qureia ÞRJÁTÍU manns, aðallega sjúkling- ar, týndu lífi þegar eldur kom upp í geðsjúkrahúsi í Hvíta Rússlandi í gær. Grunur leikur á, að einn sjúk- linganna hafi kveikt í. Eldur kom upp snemma morguns en sjúkrahúsið er í borginni Randilo- vichy. Talið er, að einn sjúklinganna, kunnur brennuvargur, hafi kveikt í en hann hafði reynt það áður. Byggingin var úr timbri og barst eldurinn um hana á skömmum tíma. Báru tilraunir til að slökkva hann ekki árangur og þegar slökkviliðið kom var hún rústirnar einar. Flestir sjúklinganna, sem létust, voru sofandi, á róandi lyfjum, en tveir þeirra vildu ekki láta bjarga sér, heldur stukku þeir inn í eldinn og brunnu lifandi. 30 fórust í eldsvoða Mínsk. AFP. ATVINNA mbl.is mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.