Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                !    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÝLEGA efndum við hjá Flugmála- félagi Íslands til hópflugs á einka- flugvélum til Víkur í Mýrdal. Suðurströnd landsins skartaði sínu fegursta úr lofti og eftir fallegt flug tylltum við 23 flugvélum niður á Höfðabrekkuflugvelli við Vík í glaða- sólskini og logni. Þegar viðburður af þessu tagi er skipulagður með góð- um fyrirvara á þessum árstíma er slíkt blíðskapaveður óvænt heppni. En það voru ekki bara veðurguðirnir er léku við okkur því heimamenn létu ekki sitt eftir liggja. Flughópnum var sannarlega ekki í kot vísað í Vík enda nutum við gest- risni og greiðvikni eins og hún best gerist á Íslandi. Gestgjafar okkar voru kollegar okkar úr fluginu, Reynir Ragnarsson og Jóhann Ein- arsson, fjölskyldur þeirra og vinir úr Björgunarsveitinni Víkverja. Okkur var boðið í skoðunarferð upp á Höfðabrekkuafrétt en þangað er um 50 mínútna bílferð. Þarna er bæði ægifagurt og svo athyglisvert hellasvæði sem hefur verið vel varð- veitt leyndarmál enda ekki vel greið- fært þar til í fyrra að ráðist var vegabætur. Á leiðarenda var áð í Þakgili og slegið upp glæsilegri grill- veislu í stórum og miklum, en opnum helli, og brugðið á fjöldasöng svo undir tók í hellisþakinu. Staðarhaldarar í Þakgili eru hjón- in Bjarni Finnsson og Helga Ólafs- dóttir er hafa átt veg og vanda að því að laga leiðina þangað og meira að segja lagt brú á eigin kostnað. Í hell- inum mikla hafa þau komið fyrir veglegum borðum og bekkjum, fyrsta flokks grillaðstöðu og stein- snar frá rafstöð og snyrtilegu húsi með salernum og sturtuaðstöðu enda mun fyrirhugað að reka þarna tjaldstæði þegar á næsta ári. Í þess- ari óvenjulegu náttúruparadís hátt uppi í fjallasal ætti ekki að væsa um neinn í tjaldi. Dagsferð með grill- veislu og fjöldasöng í hinum stóra og mikla helli eða lengri dvöl á tjald- svæðinu er spennandi dæmi fyrir fé- lagasamtök og fyrirtækjahópa sem alltaf eru að leita að einhverju nýju, óvenjulegu og skemmtilegu fyrir sitt fólk. Markmið Flugmálafélagsins með hópflugum af þessu tagi er marg- þætt. Sjálf njótum við þess að geta flogið saman nokkrum sinnum á ári í okkar fallega landi og lenda á góðum stað til að skoða það sem náttúran hefur upp á að bjóða undir leiðsögn staðkunnugra vina úr fluginu. Síðast en ekki síst er það ákaflega gefandi fyrir okkur í fluginu að geta boðið öllum heimamönnum á viðkomandi stöðum að skoða og fræðast um flug- vélarnar okkar og eftir því sem færi gefst sýna þeim stór og smá flug- atriði. Þessar heimsóknir okkar út á land hafa hvarvetna vakið áhuga og hrifn- ingu enda ekki á hverju ári sem flug- mannahópur á stórum flugflota kemur í heimsókn sjálfum sér til fróðleiks og heimamönnum til skemmtunar. Þetta er skilvirk og ódýr leið til að kynna flugið fyrir al- menningi og hreinlega vökva þennan mikla áhuga sem er á flugi þannig að fólkið í landinu standi með fluginu þegar á þarf að halda. Eftir þennan skemmtilega dag sem þar sem við í flughópnum vor- um sólarmegin í lífinu sem auðfúsu- gestir í Vík þá viljum við færa íbúum og nærsveitarmönnum hjartans þakkir fyrir skemmtilega viðkynn- ingu og góðan viðurgjörning. Með flugkveðju! GUNNAR ÞORSTEINSSON, Flugmálafélagi Íslands. Flugmenn sólarmegin í Vík í Mýrdal Frá Gunnari Þorsteinssyni                                SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.