Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert fagleg/ur og ákveð- in/n og átt auðvelt með að setja þér markmið. Á kom- andi ári muntu byrja á mörgum nýjum verkefnum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu maka þínum og vinum þolinmæði í dag. Ef þú gefur þér tíma til að hlusta geturðu komist að einhverju nýju um þína nánustu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Byrjaðu vikuna á því að skipuleggja þig bæði í vinnunni og á heimilinu. Það mun auðvelda þér lífið að draga úr óreiðunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Settu þér það markmið að gera eitthvað skemmtilegt í vikunni. Njóttu samvista við vini þína, farðu í bíó eða leik- hús. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við einhvern í fjöl- skyldunni í dag. Mundu að sátt innan fjölskyldunnar stuðlar að hamingju og heil- brigði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samræður við systkini þín setja svip sinn á daginn. Þú gætir einnig farið í stutt ferðalag eða átt áhugaverðar viðræður við vinnufélaga þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Íhugaðu hvernig þú getur haft sem mest not af eignum þínum. Reyndu að koma þeim hlutum í verð sem þú hefur ekki not fyrir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þar sem bæði sólin og merk- úr eru í merkinu þínu er þetta góður tími til að koma sjónarmiðum þínum á fram- færi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þar sem venus er í merkinu þínu ertu óvenju félagslynd/ ur í dag. Þú þarft eftir sem áður á einveru og hvíld að halda. Reyndu að finna ein- hvers konar jafnvægi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikið að gerast í fé- lagslífinu. Reyndu að skipu- leggja þig þannig að þú getir nýtt tíma þinn sem best. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þar sem þér hefur verið falin aukin ábyrgð þarftu að leggja aukna rækt við útlitið. Mundu að aukinni ábyrgð fylgir aukin athygli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Framhaldsmenntun, útgáfu- starfsemi, lögfræði og ferða- mál eru í brennidepli hjá þér. Settu þér skýr markmið fyrir vikuna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að huga að trygg- ingum, erfðamálum eða sam- eiginlegum eignum. Þú getur náð góðum árangri ef þú leggur þig fram. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KRÓKÓTT LEIÐ Hví stynur lækjar buna blá og byltir sér, túnin dreifist og engið á og yfir fer, keppir svo áfram krókótt skeið og kvíslar brýr, bregður svo óðar út af leið og aftur snýr? Eins tímans straumur burt mig ber. Til baka samt á krókótta lífsins leið er mér að líta tamt. Á reyk, sem í loftið leggur fjær, ég löngun finn að horfa, föðurhúsin kær og hólinn minn. Páll Ólafsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. Gréta Sævars og Árni Bergþór Sveinsson. Heimili þeirra er í Bláskógum 14, Reykjavík. AUSTUR á góða 15 punkta en mælir ekki orð frá munni á meðan NS feta sig upp í þrjú grönd. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG1075 ♥ D83 ♦ D32 ♣73 Austur ♠ ÁD3 ♥ G972 ♦ Á8 ♣Á642 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Suður opnar á 15-17 punkta grandi, norður yf- irfærir í spaða og gefur svo jafnskipta áskorun í geim, sem suður tekur. Settu þig í spor austurs, sem hefur fylgst með sögnum af at- hygli og stillt sig um að blanda sér í málin. Makker spilar út laufgosa. Viltu drepa eða dúkka? Ekkert liggur á. Suður á örugglega hjónin og þú dúkkar því. Sagnhafi tekur með drottningu og spilar tígulkóng í öðrum slag. Hvað nú? Svisslendingurinn Jean Besse var með spil austurs og hann tók sér langan tíma til að íhuga vörnina. Loks drap hann á tígulás og spilaði LITLU laufi: Norður ♠ KG1075 ♥ D83 ♦ D32 ♣73 Vestur Austur ♠ 984 ♠ ÁD3 ♥ 104 ♥ G972 ♦ 9654 ♦ Á8 ♣G1098 ♣Á642 Suður ♠ 62 ♥ ÁK65 ♦ KG107 ♣KD5 Sagnhafi stakk upp kóng, en það var aðeins áttundi slagurinn. Lítum á hvað gerist ef austur tekur á laufásinn og spilar aftur laufi. Þegar suður tekur fríslagi sína á tígul lendir austur í vand- ræðum. Hann má henda spaðaþristi í þriðja tíg- ulinn, en sá fjórði setur hann í vanda. Skást er að henda laufi, en þá er ein- falt mál fyrir sagnhafa að spila austri inn á fjórða hjartað og þiggja níunda slaginn á spaðakóng í lok- in. Besse sá þessi vandræði fyrir og þegar suður spilaði fjórða tíglinum henti hann laufásnum! Þannig hélt hann valdi á hálitunum og opnu sambandi við makker í laufinu. Glæsilegt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. e3 a6 6. b3 Bb4 7. Bd2 0-0 8. Bd3 Rbd7 9. Dc2 Bd6 10. Re2 c5 11. 0-0 b6 12. cxd5 exd5 13. Rg3 Bb7 14. Rf5 Bc7 15. dxc5 bxc5 16. b4 c4 17. Be2 Re4 18. Bc3 Rxc3 19. Dxc3 Rf6 20. Hfd1 Bc8 Fyrir nokkrum árum tefldi Garry Kasp- arov (2.830) fjöl- tefli við ísraelska landsliðið í skák sem var skipað mörgum öflugum stórmeisturum. Á meðal þeirra var Alexander Huzm- an (2.574) sem tap- aði sannfærandi fyrir skrímslinu með þúsund augun. Fram að viðureign þeirra á Krít hafði Kasparov unnið all- ar fjórar skákir sínar og þar á meðal á móti Alex- ander Grischuk. Í þessari skák var Garry hins vegar óþekkjanlegur og nýtti Huzman sér það til hins ýtrasta. 21. Hxd5! De8 Hrókurinn var friðhelgur vegna mátsins á g7 og svo hins vegar vegna 21. – Dxd5 22. Re7+ og hvítur vinnur drottn- inguna. 22. Bxc4 og svart- ur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R. Gæði á góðu verði 80 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 13. október, eru átt-ræð tvíburasystkinin frá Bolungarvík þau Kristín Sveinsdóttir, Digranesvegi 34, Kópavogi og Haukur Sveinsson, Hólabraut 5, Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FJÖGUR fyrirtæki í heilbrigð- isþjónustu sem hafa komið sér fyrir í endurnýjuðu húsi við Suð- urlandsbraut í Reykjavík, Orku- húsinu, höfðu um helgina opið hús fyrir gesti. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, klippir hér á borða og opnar húsið formlega með Sigurði Ásgeiri Kristinssyni, bæklunarlækni og framkvæmda- stjóra rekstrarfélags Orkuhúss- ins. Fyrirtækin eru Læknastöðin, Íslensk myndgreining, Sjúkra- þjálfun Íslands og innanlands- deild Össurar hf. Fjölmenni heim- sótti húsið um helgina, m.a. margir fulltrúar heilbrigðisstétta. Morgunblaðið/Þorkell Fjölmargir skoð- uðu Orkuhúsið FRÉTTIR ÚT er komin ný íslensk tölvubók um StarOffice 6, ber hún nafnið „Ís- lenska StarOffice 6 bókin“. Höfund- ur bókarinnar er Elías Ívarsson sem áður hefur ritað tölvubækur í ís- lensku. Bókina má lesa á Netinu á slóðinni www.ibok.ci.is og einnig má panta þar eintak af henni. Bókin fjallar ítarlega um öll helstu forrit í StarOffice skrifstofuvöndlinum, sem eru ritvinnsla (Writer), töflureiknir (Calc) og glærugerð (Impress). Lesa má allar tölvubækur Elíasar frítt á vefslóðinni www.ibok.ci.is, en hugbúnaðurinn „Acrobat Reader“ er þó nauðsynlegur til þess. Þar má einnig panta sérprentuð eintök bók- anna. Óski lesendur þess að eiga prentað eintak geta þeir pantað bók- ina sérstaklega. Umboðsaðili Star- Office hérlendis er EJS hf. Ný íslensk tölvubók www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.