Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 11 Sölu- og samningatækni sem þeir fremstu nota Crestcom, eitt virtasta fyrirtæki heims í söluþjálfun, kynnir nýtt námskeið sem hefst miðvikudaginn 22. október. Þátttakendur öðlast m.a. þjálfun í: • Að greina merki um kaupáhuga og gera stöðuathuganir • Að snúa hörðum mótbárum í jákvæð viðskipti • Að eiga við erfiða viðskiptavini • Að semja á árangursríkan hátt • Að ljúka sölu af öryggi Nýtt nám skeið í sölu- og sam ningatæ kni hefst 22. október Crestcom er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er starfandi í yfir 50 löndum. AT&T, Coca Cola, Kodak, Microsoft, Oracle, Shell, Sony og Toyota eru á meðal margra heimsþekktra fyrirtækja sem hafa notað Crestcom til að þjálfa starfsmenn sína.Skráning og upplýsingar: crestcom@crestcom.is og í símum 561 5800 og 896 6960. Leiðbeinandi: Þorsteinn Garðarsson viðskiptafræðingurÍ SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL A 2 24 54 0 10 /2 00 3 Borgarfirði | Landsmót Ungmenna- hreyfingar Rauða Kross Íslands RKÍ var haldið á Varmalandi nýlega. Landsmótið sem bar yfirskriftina ,,Börn í stríði“ var fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Um 110 þátttakendur, þar með taldir leiðbein- endur, sóttu mótið. Dagskráin var þétt skipuð og byrjaði með fræðslu um Rauða krossinn. Síðan var unnið með þema mótsins og voru haldnir fyrirlestrar, horft á myndbönd og unnin verkefni. Aðalfyrirlesari var Eva Laufey Stef- ánsdóttir sendifulltrúi sem hefur starfað í Kenýa og Írak á vegum Rauða krossins. Hún flutti áhugaverðan fyrirlestur þar sem hún sagði frá starfi sínu þar og sýndi myndir. Eftir fræðslu og fyrirlestur um börn í stríði var þátttakendum skipt í hópa þar sem umræður fóru fram um efnið og að lokum málaði hver hópur stóra mynd, annars vegar af heimi barna í stríði og hinsvegar af sínum eigin heimi. Eftir þemavinnuna var farið í sund í Borg- arnesi og borðað í Hyrnunni. Um kvöldið var kvöldvaka og diskó, en haldið heim næsta dag. Morgunblaðið/Guðrún Vala Árni Þór Björnsson frá Stykkishólmi sýn- ir afrakstur verkefnavinnu. Landsmót UKRI Borgarnesi | Um 15 sérkennarar tóku þátt í fyrrihluta námskeiðs um fyrirlögn og túlkun á Aston Index prófi. Nám- skeiðið var haldið í Grunnskólanum sl. helgi og var Guðjón Ólafsson leiðbeindi en hann er einn þeirra sem standa að ís- lensku útgáfunni. Aston Index er ætlað til athugunar og mats á lestrar-, skrift- ar- og málörðugleikum barna á aldrinum 6 til 14 ára. Prófið var sérstaklega samið til þess að greina börn með dyslexíu og bera kennsl á styrk og veikleika þeirra. Prófið var samið af Margaret J. Newton og Michael E. Thomson sem kenna við Aston háskólann á Englandi og byggist á rannsóknum þeirra. Sérkennararnir á námskeiðinu eiga að æfa fyrirlögn á prófinu áður en þeir koma á seinni hluta námskeiðsins sem verður í nóvember. Morgunblaðið/Guðrún Vala Einbeittir sérkennarar á námskeiði. Sérkennarar á námskeiði Borgarnesi | Góð þátttaka var á tveimur sjókajaknámskeiðum sem haldin voru á vegum Sí- menntunarmiðstöðvar Vest- urlands nýlega. Sigurjón Þórðarson leiðbeindi þátttakendum og byrjaði á að kynna þeim sjókajakferðabún- aðinn. Hann kenndi undirstöðu róðrartækni og lagði áherslu á að þátttakendur lærðu að und- irbúa og fara öruggar ferðir á eigin vegum. Samkvæmt Sig- urjóni er það ekki spurningin um hvort fólk fari á hvolf í kaj- ak heldur hvenær og því mik- ilvægt að geta bjargað sjálfum sér og ferðafélögum sínum við einfaldar aðstæður. Þess vegna var öllum gert að velta á hvolf og vera bjargað auk þess að bjarga öðrum. Sigurjón sagði að allir hafi lært að að sjórinn er ískaldur en kannski ekki eins kaldur og menn bjuggust við. Eftir námskeiðið eiga þátttak- endur að geta róið við góðar að- stæður, en bendir á að best sé að æfa í félagsskap og eiga róðrarfélaga. Sigurjón hefur haldið sérhæfð námskeið á veg- um Ultima Thule-ferðaskrifstof- unnar í rúm fimm ár. Að sögn hans er öll fjölskyldan með óstöðvandi kajakdellu og notar hvert tækifæri til sjóferða. Morgunblaðið/Guðrún Vala Góð þátttaka: Margir voru með á kajaknámskeiðinu. Hér býr mannskapurinn sig undir það að fara í sjóinn. Sjórinn er ískaldur MEIRIHLUTI hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps átti nýverið fund með bæjarráði og bæjarstjóra Akraness um þá ákvörðun meirihlutans að leggjast gegn áformum Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu. Vildu Skaga- menn kynna sér sjónarmið heima- manna nánar, en þau urðu til þess að Landsvirkjun frestaði veitunni og stækkun Norðuráls á Grund- artanga fór í uppnám. Sem kunn- ugt er hafa Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja verið að kanna möguleika á orkuöflun til Norðuráls í stað Landsvirkjunar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að fundurinn hafi verið bæði gagnlegur og fróðlegur. Menn hafi skipst á upplýsingum og skoðunum og skilið sáttir í fund- arlok. Sveitarfélögin séu í þeirri stöðu að annað þeirra sé við upp- tök orkunnar sem um hafi verið rætt en hitt sem þiggjandi hennar. Matthildur Elísa Vilhjálmsdótt- ir, varaoddviti hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, tek- ur undir með Gísla um að fund- urinn hafi verið mjög góður. Ekk- ert nýtt hafi í raun komið fram, annað en að sjónarmið beggja aðila hafi betur komið í ljós. Hún segir umræður milli manna ávallt af hinu góða. Hið sama megi segja um nýlegan fund meirihlutans með Landsvirkjun. Þar hafi gagnlegur viðræður farið fram og ákveðið hafi verið að halda þeim áfram. Matthildur segir þetta mál nú vera í höndum samvinnunefndar um skipulag miðhálendisins og líklegt að það komi aftur til kasta hrepps- nefndarinnar. Skagamenn hittu meirihluta hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps Ýmis sjónarmið sem þarf að sætta Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Við upphaf fundar í Árnesi. Skagamenn eru vinstra megin, þeir Gunnar Sigurðsson, Sveinn Kristinsson, Gísli Gíslason og Guðmundur Páll Jóns- son. Síðan koma Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og meiri- hlutamennirnir Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E. Vilhjálms- dóttir, Aðalsteinn Guðmundsson og Tryggvi Steinarsson. Hellissandi | Haldið var upp á eitt hundrað ára vígsluafmæli kirkjunnar á Ingjaldshóli undir Jökli síðastliðinn laugardag, 4. október. Kirkjugestir voru margir og hvert sæti skip- að í kirkju og safnaðarheimili Tónleikar hófust í kirkjunni kl. 13.30 með söng kirkju- og barnakórs, Martin Markvoll lék á trompet, Guðríður Þorkelsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir léku á þverflautu. Hátíðarguðsþjónusta hófst að loknum tón- leikunum. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, prédikaði en sóknarpresturinn, sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, ásamt pró- fasti Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis þjónaði fyrir altari. Innst í kirkjunni voru fimm hempuklæddir prestar prófastsdæm- isins. Auk þeirra voru við guðsþjónustuna og fögnuðu með söfnuðinum fjórir fyrrverandi sóknarprestar á Ingjaldshóli. Við lok guðs- þjónustunnar færði Hildigunnur Smáradóttir textílhönnuður formanni sóknarnefndar, Þorbjörgu Alexandersdóttur, gjöf til kirkj- unnar, fagran hökul. Hökullinn er hluti af verkefni hennar við lokapróf frá Listaháskóla Íslands. Hildigunnur var fermd og hún gifti sig í Ingjaldshólskirkju. Að lokinni athöfn- inni í kirkjunni var boðið til samsætis í fé- lagsheimilinu Röst á Hellissandi. Kvenfélag Hellissands stóð þar fyrir glæsilegri veislu. Þeir Skúli Alexandersson og Smári Lúðvíks- son fluttu ágrip af byggingarsögu og sögu kirkjunnar en hún er talin vera elsta stein- steypta kirkja í heimi. Fróðlegri myndasýn- ingu var varpað á vegg sem sýndi viðburði í starfi safnaðarins. Margar góðar gjafir voru færðar kirkjunni. Hundrað ára vígsluafmæli Ingjaldshólskirkju haldið hátíðlegt Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Hundrað ára vígsluafmæli: Frá guðsþjónust- unni í Ingjaldshólskirkju um síðustu helgi. Ingiberg J. Hannesson prófastur, Ragnheið- ur Karítas Pétursdóttir sóknarprestur og Karl Sigurbjörnsson biskup. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.