Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MYND Bjarna Tryggvasonar geimfara er á frí- merki sem kanadíska póstmálastofnunin gaf út hinn 1. október síðastliðinn. Frímerkin eru gefin út til heiðurs Kanadísku geimferðastofnuninni (CSA) og átta núlifandi kanadískum geimförum og er Bjarni einn þeirra. Bjarni Tryggvason fæddist á Íslandi en var alinn upp í Vancouver í Bresku Kólumbíu í Kanada. Í frímerkjasamstæðunni eru átta, 48 senta kringlótt frímerki, með myndum af kanadískum geimförum sem allir hafa verið sendir út í geim. Frímerkin voru gefin út í sex milljónum ein- taka og eru seld sem sett með geimförunum átta, að því er fram kemur á heimasíðu kanadíska póstsins. Bjarni Tryggvason er menntaður í eðlisverk- fræði og heimfærðri stærðfræði. Hann fór í sína fyrstu og einu geimferð til þessa árið 1997. Kanadíska geimferðastofnunin, CSA, var sett á laggirnar árið 1989. Bjarni Tryggvason geimfari er á frímerki sem kanadíska póstmálastofnunin var að gefa út. Bjarni Tryggva- son geimfari á frímerki í Kanada SKEMMTILEG uppákoma mætti vegfarendum á Lauga- veginum í Reykjavík í gær. Trumbuleikarar, eldspúandi fjöllistamenn og spákona létu sjá sig og frömdu ýmsa gjörn- inga auk hljómsveitarinnar Amos sem lék ljúfa tóna. Til- efnið var nokkuð óvenjulegt, en yfir stóðu tökur á kvikmyndinni Dís og var verið að endurskapa stemningu Menningarnætur með sprellinu. Hluta götunnar var lokað fyrir bílaumferð en almenningur mátti ganga um og njóta stemningarinnar. „Við vorum einnig að svið- setja beina útsendingu Kast- ljóssins frá Menningarnótt, en Dís álpast inn í hana í sögunni,“ segir Agnes Johansen, fram- leiðslustjóri Dísar. „Það var al- veg frábært rigningarveður, en fólk var samt dálítið smeykt við að fara út, það gerist oft þegar rignir. Samt var prýðilegt fólk í tökunum og gaman að deg- inum.“ Morgunblaðið/Sverrir Glaumur á Laugavegi BÆKUR erlendra rithöfunda sem voru gestir bókmenntahátíðar í Reykjavík í byrj- un síðasta mánaðar eru áberandi í sam- antekt Félagsvísindastofnunar á bóksölu í september sem birt er í blaðinu í dag. Emmanuel Carrère, Yann Martel og José Saramago eiga allir bækur í hópi tíu sölu- hæstu bókanna og að auki eru á listanum yfir söluhæstu skáldverkin bækur eftir Ingvar Arnbjörnsen, Haruki Murakami og Mikael Niemi. Sex af tíu söluhæstu skáldverkum mán- aðarins eru með öðrum orðum eftir erlenda gesti á bókmenntahátíð. Arnaldur Indriða- son á hinar bækurnar fjórar. Bókmenntahátíðin í Reykjavík Bækur gesta seljast vel  Bókasala/16 „KVIKMYNDATÖKULIÐ á veg- um bandaríska sjóhersins dvaldist nýverið í þrjá daga í Keflavík- urstöðinni við að taka myndir sem sýna eiga hermönnum að það sé ekki slæmt að vera þar,“ segir í nýrri frétt á heimasíðu bandaríska herblaðsins Stars and Stripes. Þar segir að kvikmyndatöku- mennirnir hafi einnig tekið myndir af bandarískum hermönnum í frí- tíma þeirra í Reykjavík og á lands- byggðinni og efnið verði síðan not- að í 60 sekúndna kynningar- eða auglýsingabút á sjónvarpsstöð sjó- liða þar sem fjallað er um stöðvar sem erfitt hefur reynst að manna. Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, segir að varnarstöðin í Keflavík sé ein af svokölluðum „fjarlægum her- stöðvum“ sem eðlilega séu ekki eins vinsælar og margar aðrar her- stöðvar. Það stafi fyrst og fremst af því að það sé ekki eins auðvelt fyrir hermenn að komast heim og kannski dýrara en menn eiga að venjast. Menn stökkvi t.d. ekki heim til mömmu ef þeir eigi langa fríhelgi. Margir kostir við að vera hér „Þetta þýðir hins vegar ekki að Keflavík sé óvinsæll staður og við höfum stundum talað um að Kefla- vík sé staður sem menn hafi ein- faldlega ekki uppgötvað. Það eru gríðarmargir kostir við að vera hér sem menn átta sig ekki endilega alltaf á og í þeim tilgangi eru svo- kallaðir „spottar“, eða kynning- armyndir, framleiddir sem síðan eru sýndir á sjónvarpsstöðvum hersins.“ Spurður segir Friðþór að slíkt sjónvarpskynningarefni virki greinilega og það að Keflavík sé kynnt nú sé auðvitað ekkert eins- dæmi, þetta sé gert reglulega og auk þess sé unnið alls kyns kynn- ingarefni annað um herstöðvarnar. Ekki slæmt að vera sendur til Keflavíkur ÞEGAR stærð fiskstofna fer nið- ur fyrir ákveðið lágmark á að hætta veiðum úr þeim sjálfkrafa og án allra afskipta stjórnmála- manna. Þetta sagði Jean Boulva, forstjóri hafrannsóknastofnun- arinnar í Mont-Joli í Quebec í Kanada, í hringborðsumræðum sem haldnar voru í tengslum við heimsókn landstjóra Kanada og forseta Íslands á Hafrannsókna- stofnun. Þorskstofnar undan ströndum Kanada hrundu á síðasta áratug í kjölfar breyttra aðstæðna í um- hverfinu og ofveiða en þrátt fyrir friðun þorsksins undanfarin ár virðast stofnarnir ekki enn hafa náð sér almennilega á strik. Boulva segir að áður fyrr hafi stjórnmálamenn jafnan gefið leyfi til að veiða meira en æski- legt var talið, einkum til þess að verja störf sjómanna og fisk- vinnslufólks: „En við viljum að hægt og rólega verði sett upp kerfi sem miðar að sjálfvirkri stöðvun fiskveiða ef stofninn fer niður í ákveðið mark. Þetta er sú hugmyndafræði sem við erum að reyna að innleiða en við verðum að uppfræða sjómenn og fá þá til að vinna með okkur.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir Íslendinga sumpart eiga við svip- aðan vanda að glíma og Kanada- menn, m.a. sé umhverfið hér að taka miklum breytingum og eins sé ljóst að líklega hafi Íslending- ar sótt í fiskistofnana af of mikl- um þunga. „Við eigum auðvitað að horfa til Kanada og þeirra reynslu, því þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að forðast að lenda í sömu aðstæð- um, því það yrði mikil skelfing. Margt hefur þó verið til eftir- breytni hér á landi og ánægjulegt að starfsbræður okkar í vestri líti til reynslu og þekkingar okkar í þessum efnum,“ segir Jóhann. Jean Boulva segir að rekja megi hrun fiskistofnanna til ým- issa þátta, en það sé almenn skoðun sérfræðinga að ofveiðar hafi haft afgerandi áhrif. Við lok níunda áratugarins var orðið ljóst að stofnarnir stóðu ýmist í stað eða minnkuðu á ný og fljót- lega eftir 1990 kom í ljós að stofn- arnir höfðu hrunið. Þrátt fyrir ít- arlegar rannsóknir hefur engin ein ástæða fundist fyrir hruninu. Hætta skal veiðum við ákveðið lágmark stofna  Þorskstofnar/4 Kanadamenn vilja innleiða nýja hugmyndafræði í fiskveiðistjórnun FÉLAGAR í skíðafélagi Siglu- fjarðar, Skíðaborg, tóku að sér að smala eftirlegukindum í Héðins- firði í gær. Komu þeir siglandi á björgunarsveitarbátnum Sigurvon um kaffileytið í gær með nokkar kindur sem síðan voru hífðar í land og þeim komið til heimkynna sinna. Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson Fé í fiskikörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.