Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ )* 933:.() ';':.<& ;3          +   , -.   ):. 3&'& 3. 3&'$:.&3* ,  :. ;'.=;3*:.>?( &  /   :.@00' .AB :. C>.D&7  0  1  :. ;:. 7.&.0 3& 2  34:.E.  :.,' '  56 55  :. .,- :. 7.&.0 3& 7 8  9+  8  51:.:.*!$D&7  0 8  9+  8  51:.:.*!$D&7  : :. ;'.=;3*:.>?( &  ;  9< =2  9  8> 3 @33. F.!"#$%"& '( )*++ "&,#+-$.&          ,  :. ;'.=;3*:.>?( &  /   :.@00' .AB :. C>.D&7  2  34:.E.  :.,' : :. ;'.=;3*:.>?( &  ;  :. G. 0&:.>?( &  0 -4   1 ):.=&. !) :. 0 .!$ G&3* ' 3  :. ;'.=;3*:.>?( &  2* 8?  :.('3. '03:.,' :   :. 3 .3 03:.&3* @ *1  :. ;'.=;3*:.>?( &  !"#$%"&/. '( )*++/. 0/.%/1 '( 2%(#3%(/04&2.            0  1  :. ;:. 7.&.0 3& '  56 55  :. .,- :. 7.&.0 3& > A :. & .(&  :. C>.D&7  > B :. & .(&  :. C>.D&7  > 255:. & .(&  :. C>.D&7  2    2 C :.C3  .C!:. ! & '     :. 3. .&.(;$.,;':.H > 2 :. & .(&  :. C>.D&7  >   D:. 3.(; ;:.,$D&7 .($ > E  :. & .(&  :. C>.D&7  /#$%%5 $6%3 '( /%+04&2.           +   , -.   ):. 3&'& 3. 3&'$:.&3* 7 8  9+  8  51:.:.*!$D&7  0 8  9+  8  51:.:.*!$D&7  0 15E  :. $.+*. ";:. 0 .!$ G&3* F >) 1 +    ":.:.(7$3.I; B   51 :. $. &:."*'; 3;.3' 0 8  9+  8   51:.:.*!$D&7  2*C 8  9+  8 *C  51:.:.*!$D&7  2 1  ) G  5 E  :.J$*'.>1.3*& 3:. C>.D&7  H3 C   1 1 :. $. 1.+''&:.(71..  07 8 9 7 :; <  0 .G&3; '.7.)'.!$.& *.1.1.1.K3*. 3. &'!*=* G&. ..!$D& ;.&.G&.!$?.&.3 & 1.# '!"'. '. 3 ;.0 *.G.!"'. 0. 3. '..0 3.; 3 3&'1 4-3"=(2. '( $%+2.3%%3%(/.        I  G 7 :. 1 1. ;:.+  *.!$D&7  >     J K:.  .C L :. C>.D&7  H      :.  .C L :. C>.D&7    E   :. MN' 3 .CM:. C>.D&7  I 3:. 3.+ :. C>.D&7     ,$!D*. 7.&.0 3&.O'& &3 ,$!D*. 7.&.0 3&. *'0D ,$!D*. 7.&.0 3&. $;; @ 0';.#3&'3 @ 0';. 073; C 3?@ 0';. ''"3 C 3?@ 0';.(  3*3 C 3.(0D !"    C 3?,$!D*.# '.#  ,$ '. $.9$0.I 3*3 C 3?,$.:( "3. ' 3 C 3?@ 0';.+ 7&3. ' 3 0'%.@&3)*'0 C 3.#3&'3    Týndu augun nefnist 26. bók Sigrúnar Eldjárn. Bókin er spennu- saga fyrir stráka og stelpur prýdd fjölda litmynda. Þar segir frá systkinunum Stínu og Jonna sem ákveða að strjúka frá sveita- bænum þar sem þeim hefur verið komið fyrir um stundarsakir. Þoka og drungi hvíla yfir sveitinni og úfið hraun og dularfullur skógur auð- velda þeim ekki flóttann. Ferðin snýst upp í háskaför og ótal spurn- ingar vakna. Er eitthvert mark tak- andi á undarlegum setningum í dagbók? Hvernig skyldi kortið eiga að snúa? Er Rindill vondur eða góð- ur? Er eitthvert gagn í Rekkjusvín- inu? Fyrsta bók Sigrúnar, Allt í plati, kom út árið 1980. Sigrún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, þ.m.t. Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur í þrígang og tilnefningu til H.C. Andersen-verðlaunanna sem rithöfundur og myndlistarmaður. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 208 bls., prentuð í Dan- mörku. Um myndir og kápu sá höf- undur sjálfur. Verð: 2.490 kr. Börn ÞAÐ er erfitt að finna einn titil sem nær yfir allt það sem Þor- steinn Guðmundsson hefur afrekað í leiklistinni. Hann hefur lagt fyrir sig uppistand, sviðsleik, kvik- myndaleik, stuttmyndaleik, sjón- varpsleik, leikstjórn auk þess að skrifa bækur, sjón- varpsþætti, leikrit fyr- ir svið, nokkur út- varpsleikrit og nú síðast söngleik fyrir Verzlunarskóla Ís- lands. Það væri þá helst að hið gamla góða starfsheiti „grín- ari“ komist næst þessu, enda hefur allt það sem Þorsteinn hefur starfað við á þessu sviði nær und- antekningarlaust verið tengt gamanleik. Um þessar mundir er Þorsteinn áberandi í grínumræðunni vegna þáttar hans, At- vinnumannsins, á Skjá einum. Hér er aftur á móti til umræðu nýjasta útvarpsleikrit hans, en hann hefur verið afkastamikill á því sviði síð- ustu árin og má minna á leikritin Í skýjunum (1998), Handlagna píp- arann (1999) og Hugleiðingar dauðvona offitusjúklings (2001), en tvö fyrrnefndu leikritin voru end- urflutt í vor og fyrrahaust. Eins og komið hefur fram í fyrri umsögnum undirritaðs leggur Þor- steinn mikið upp úr spaugilegum aðstæðum hversdagsfólks. En hann á sér líka aðra hlið, grótesk- una, þar sem lagt er upp úr af- skræmingu aðstæðna og persóna. Hugleiðingar dauðvona offitusjúk- lings er dæmi um hversdagslegar aðstæður gróteskrar persónu en Handlagni píparinn um gróteskar aðstæður hversdagslegra persóna. Í þáttunum um Atvinnumanninn, sem fjalla um hversdagslegar að- stæður hversdagsmanns, er svo skotið inn í gróteskum hugmynd- um. Gott dæmi er ?skúnkasían? sem hrjáir grunnskólakennarann. Þessi nálgun getur verið mjög vandmeðfarin því þó að hún geti verið bráðfyndin í hófi vill grótesk- an kaffæra hversdagsfyndnina ef of langt er gengið. Best er að nota hana varfærnislega, sem krydd í tilveru persónanna. Í Fyndnasta manni Kópavogs tekst Þorsteini að halda grótesk- tilhneigingum sínum í skefjum með góðum árangri. Verkið fjallar um Barða, sauðvenjulegan Kópavogs- búa, sem ákveður að gerast uppi- standari. Umfjöllunarefni hans er foreldrar hans, Ásta og Ármann, og samskipti þeirra við hann. Þor- steinn gerþekkir greinilega báða þætti – hversdagsleg samskipti foreldra og barna og uppistands- umhverfið – og hann spilar vel úr efninu. Í leikritinu er sífellt skipt á milli uppistandsatriðis Barða og meginþáttar verksins þar sem Barði heimsækir foreldra sína í því augnamiði að flytja þáttinn í þeirra viðurvist með ófyrirséðum afleið- ingum. Í þau örfáu skipti sem grót- eskan skýtur upp kollinum er hún nær alltaf hófsamlega notuð, unnið er úr viðbrögðum við henni og hún felld inn í framvinduna. Undan- tekningin er tilvísunin til gúrkunnar og ban- anans, en þar fellur Þorsteinn í þá gryfju að ofnota sjokkeffekt- inn. Tilvísunin í gúrk- una virkar e.t.v. ein og sér en hann dauð- rotar möguleg áhrif á áheyrendur með ban- ananum. Þessi til- hneiging Þorsteins – að halda áfram að prjóna við brandar- ann eftir að lokasetn- ingin sem broddurinn er fólginn í er kominn fram – er til lýta á annars vel sömdu efni. Það má skjóta því að að sama vandamál vill skjóta upp kollinum í Atvinnumanninum. Leikstjórn Óskars Jónassonar er eins og hæfir efni Þorsteins best, hann leggur áherslu á persónu- sköpunina, sem er aðal Þorsteins sem höfundar, og að leikurinn sé hófstilltur, sem tekst að vísu ekki alltaf. Ármann er aldeilis stór vel formaður hjá Júlíusi Brjánssyni. Björn Hlynur Haraldsson beitir röddinni nokkuð undirfurðulega sem Barði – með góðum árangri – en það koma fyrir tilvik þar sem hann gleymir sér og raddbeiting- unni með, auk þess sem einstaka sinnum bregður fyrir lestrartóni. Helga Braga Jónsdóttir fer með fyndnustu rulluna, hlutverk Ástu, og gerir það eins og henni er einni lagið en spurningin er hvort demp- aðri leikur hefði ekki skilað meiri áhrifum. Fjölmargar tilvísanir í textanum til eðli fyndninnar og hvað upplifun á hvað sé fyndið sé persónubundin gefur verkinu aukið gildi. Það er greinilegt að Þorsteinn vex ásmeg- in við hvert nýtt verk, hér var engu ofaukið, leikararnir hafa úr nógu að moða enda mörg tilsvörin gull- molar og heildarsvipurinn sann- færandi. Hljóðvinnslan var til fyr- irmyndar, nostrað við hvert atriði, þó að gleymst hafi að geta hverjir ljáðu áhorfendum uppistandsins raddir sínar. Hvað er fyndið? LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Þorsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri: Óskar Jónasson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Helga Braga Jónsdóttir og Júlíus Brjánsson. Frumflutt sunnudaginn 5. október; verður endurflutt í kvöld, mánudagskvöldið 13. október. FYNDNASTI MAÐUR KÓPAVOGS Sveinn Haraldsson Þorsteinn Guðmundsson Á DÖGUNUM færði Jón Ármann Héðinsson Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum að gjöf 40 bækur á spænskri tungu. Í bréfi sem fylgdi gjöfinni segir Jón Ármann m.a.: „Í tilefni þess að nákvæmlega fimmtíu ár eru liðin síðan ungur Spánverji var hér fyrstur þarlendra manna við nám í íslensku við H.Í. og að ég fór utan með honum 28. apríl 1953 til náms í spænsku, hef ég ákveðið að færa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við H.Í. 40 bækur á spænskri tungu. Þetta tengist einnig níutíu ára tímamótum H.Í. Þessar bækur eru sérútgáfa á Spáni, að frumkvæði stærsta blaðs landsins, El País. Hér er um að ræða frumsamin verk á spænsku og svo þýðingar. Höfundar eru allir heims- þekktir og sumir hverjir ein- hverjir þeir merkustu á sviði bók- menntanna. Ég vænti þess, að þetta komi að góðum notum við spænskukennslu innan H.Í. Vinur minn, Spánverjinn Jose Antonio Fernandez Romero, pró- fessor, dvaldi hér í tíu ár. Hann þýddi fyrstur manna beint af ís- lensku yfir á spænskuna og vann í upphafi við það á heimili mínu á Húsavík. Bókin var Ljós heimsins. Hann hefur hlotið æðstu viðurkenn- ingu, sem veitt er á Spáni fyrir þýðingar sínar úr íslensku.“ Bókunum veittu viðtöku Vigdís Finnbogadóttir, fyrir hönd stofnunarinnar, Erla Erlendsdóttir, fyrir hönd HÍ, og Sigrún K. Hannesdóttir lands- bókavörður fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Færðar spænskar bækur að gjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.