Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 33 Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Þetta er sko stuðmynd í lagi! KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 10. . B.i. 12. KVIKMYNDIR.IS EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.20. B.I. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50 og 6.10. Ísl tal. Topphasarmyndin í USA í dag. SV MBL KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 8. Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Löggur þurfa líka hjálp! KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Kl. 6 og 8. KRINGLAN Kl. 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Myndin er byggð á bókinni, Milljón holur sem komin er út á íslensku. Myndin sló í gegn í USA. Sum leyndarmál eru betur geymd grafin.... eða hvað! Milljón Holur AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Fór beint ítoppstætið í USA þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. KVIKMYNDIR.IS  Skonrokk 90.9  HP KVIKMYNDIR.COM AKUREYRI Sýnd kl. 10.15. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12.  SV MBL  HK.DVKVIKMYNDIR.IS MINEUR-AGGRESSIF er fyrsta plata Kimono en hefur hvergi á sér byrjendabrag og gef- ur okkur mynd af fumlausri og öruggri en að vísu heldur melankól- ískri sveit. Yfir- bragðið er þung- lyndislegt, innhverft síðrokk þar sem menn horfa á fætur sér meðan gítararnir eru knúnir áfram en meira hangir á spýtunni. Mollhljómurinn er raunalegur þráður í gegnum lögin en Kimono-liðar leika sér („leika sér“ er reyndar alltof glaðbeitt lýsing á með- limum) með blæbrigði og uppbyggingu og forðast þannig að allt fletjist út í alls- herjar þyngsli. Titillinn, Min- eur-aggressif er lýsandi fyrir lögin sem fær- ast á milli lág- værra, melód- ískra kafla þar sem sefjandi munstur eru snúin saman úr gítarlínum, og sterkari, kraftmeiri hluta þar sem stefin verða ákveðnari og grimmari. Dálítið Úlpu-legt á köflum en þetta tvítog á líka við textana, undarlegar furðusögur þar sem mörkin milli óráðs og veruleika eru hvergi skýr, sungið um hrylling og hvers- dagsleika og japanska lögreglu- menn. Eitt mikilvægasta hljóðfærið hér er rödd söngvarans, Alex, kyrrlát og næstum fjarræn eins og hún sé ekki alveg í tengslum við þessa til- vist, og hálfhvíslar sínar draum- kenndu smásögur. Textabókin sem fylgir er dálítið sniðug, þar er ekki að finna textana sem slíka heldur sögurnar sem þeir eiga rætur í og teikningarnar fylla upp í myndina af þessu undirfurðulega umhverfi. Lögin eru ekki lögð eftir beinni línu eða skýrum kaflaskiptum heldur er slóðin krókótt, stundum dvalið lengur á einum stað og nostrað við nóturnar, síðan snúið við eða beygt í aðra átt, gefið í eða dregið úr og hlustandinn veit sjaldnast hvert krákustígarnir leiða. Í raun afar myndræn tónlist þar sem gefinn er tími til að hlaða upp og bæta við hljóðlínum frekar en að snúast um smellið viðlag. Hér skiptir líka máli að hljómur er mjög góður og gefið rúm fyrir ým- is smáatriði og óvenjuleg hljóð sem víkka út lögin, fyrir utan það grundvallaratriði að sveitin er greinilega mjög vel samstillt og æfð. Upphafslagið „Japanese police- man“ er verulega sterkt; sefjandi gítarstef og mild röddin dáleiða okkur inn í lagið en síðan er keyrt áfram með gítarstefið af síauknum þunga. Í „The Elegy“ fer laglínan í allar þær áttir sem maður á ekki von á og hámarkið sem byggt er undir kemur ekki fram – kannski best að grípa til setningar í texta- bókinni „Some songs are defined by what they aren’t“. Smáatriði verða lykilatriði í hinu hæga og dapurlega „Tea can forest“, þar sem sellóleikur undirstrikar draumkennt andrúmsloftið og ör- lítil innkoma básúnu lyftir laginu upp í lokin, það endar líka afar fal- lega með nokkrum stök- um píanónót- um eins og úr öðru lagi. Ball- aðan „Ü perez“ er ekki síðri, þar fer einsöm- ul gítarlína og kyrrlát röddin yfir og trega- full fiðla – samt alls ekki verið að sykra með strengjun- um heldur að- eins teikna í kring svo lagið dýpkar við. Hámarki – á reyndar mjög jafnri skífu – ná Kimono í lokalaginu, „The Apol- ogy“, áhrifamiklu lagi þar sem ró- legheitum er skyndilega snúið á haus og kraftinum hleypt óbeisl- uðum fram, með ágengu gítarstefi sem magnað er upp og umbreytt í hverju skrefi. Orðlaus, kröftugur endir á hugmyndaríkri og vel heppnaðri frumraun. Tónlist Týndir í mollinu Kimono Mineur-aggressif Smekkleysa Kimono eru Halldór Örn Ragnarsson, bassi, Þráinn Óskarsson, trommur, pí- anó, orgel, Gylfi Blöndar, gítar, og Alex Macneil, gítar, söngur. Einnig komu við sögu Gyða Valtýsdóttir á selló, Matthías Stefánsson á fiðlu, Samúel J. Sam- úelsson, básúna og Birgir Örn Stein- arsson, „delay“ og rafbor. Öll lög eftir Kimono, textar eftir Alex. Hljóðritað í Tíma og Geimsteini. Upptökur: Curver og Birgir Örn Steinarsson, hljóðblöndun og mastering Curver. Steinunn Haraldsdóttir Frumraun Kimono, Mineur-aggressif, er hugmyndarík og vel heppnuð að mati gagnrýnanda. AÐDÁENDUR hljómsveitarinnar Limp Bizkit brugðust ókvæða við þegar hljómsveitin hætti að leika á tónleikum eftir einungis 17 mín- útur. Nú hafa 172 tónleikagestir í sameiningu farið fyrir dómstóla og krafist þess að fá endurgreiðslu vegna þessa. Því er haldið fram að hljómsveitin hafi brotið samning vegna þess að tón- leikagestir hafi borgað fyrir og búist við 90 mínútna sýningu. Fred Durst, söngvari hljómsveitarinnar, segir að þeir hafi hætt svo snemma vegna þess að þeim stafaði ógn af mann- fjöldanum, sem að hans sögn lét dólgslega. Þessi málsókn er ekki sú fyrsta sinnar tegundar í Bandaríkj- unum því að í apríl sl. höfðuðu tón- leikagestir mál gegn rokk- hljómsveitinni Creed. Því var haldið fram að Scott Stapp, söngvari hljóm- sveitarinnar, hefði verið í annarlegu ástandi og því ekki hæfur til þess að syngja. Í því tilfelli vildu dómstólar ekki taka undir kröfur tónleika- gesta. ... R&B stjarnan Ms Dynamite hefur samið lag fyrir nýja plötu ástr- ölsku söngkon- unnar Kylie Min- ogue, sem á að koma út í næsta mánuði. Ms Dynamite samdi lagið Secret ásamt útsetjaranum Reza Safinia fyrir plötu Kylie, sem bera mun heitið Body Language. Min- ogue, sem náði gríðarlegum vinsæld- um með laginu Can’t Get You Out of My Head árið 2001, er sögð hafa breytt töluvert um stíl á nýju plöt- unni. Talsmaður Minogue sagði að hún hefði ekki unnið beint með Ms Dynamite við gerð lagsins. Hún bætti því við að Kylie hefði tekið þátt í því að semja nokkur lög á plötunni. Íslenska tónlistarkonan Emilíana Torrini tók einnig þátt í því að semja lag á plötuna. Lagið heitir Slow og þær sömdu það í sameiningu Emil- íana og Kylie ásamt náunga sem kallar sig Mr. Dan. Emilíana stjórn- aði jafnframt upptökum á laginu ásamt Mr. Dan. Á heimasíðu Kylie er lagið sagt í rólegri kantinum og hljómurinn í því sá svalasti sem heyrst hefur frá Kylie og sjálf segir hún það vera „sexí“. ... Ósk- arsverðlauna- leikkonan Emma Thompson mun leika einn af kennurum galdrapiltsins Harrys Potters í Hogwarts-skóla í þriðju kvikmynd- inni sem gerð verður eftir bók J.K. Rowling, að því er kvikmyndafyr- irtækið Warner Bros. Pictures til- kynnti fyrir skömmu. Thompson leikur kennslukonuna Sybill Trelaw- ney í myndinni Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Þá mun leik- arinn góðkunni Gary Oldman leika Sirius Black og leikarinn David Thewlis fer með hlutverk Lupins prófessors. Þá mun Michael Gamb- on leika Dumbledore prófessor en Richard Harris, sem nú er látinn, lék prófessorinn í tveimur fyrri myndunum …Skötuhjúin Cameron Diaz og Justin Timberlake rifust heiftarlega í næt- urklúbbi í New York á dögunum eftir að Diaz dansaði við karl- mann á staðnum. Vitni segja að parið hafi látið vel að hvort öðru fyrr um kvöldið en Justin varð held- ur óhress þegar Diaz fór upp á svið og dansaði eggjandi dans við íþrótta- mannslega vaxinn klúbbgest. Að lokum missti Justin þolinmæðina og skammaði Diaz sína sem sagði hon- um að hundskast í burtu. Justin varð svo mikið um að hann rauk á dyr en Diaz hélt áfram að dansa … Britney Spears er bandill þessa dagana eftir að fyrirtæki sem framleiðir megr- unarpillur notaði hana í auglýs- ingar sínar í leyf- isleysi. Popp- drottningin sást nefnilega missa glas af Zantrez 3, vinsælum megr- unarpillum, á flugvelli fyrr á árinu og náðist mynd af atvikinu sem framleiðandinn hefur notað í sölu- herferð sinni. Í auglýsingunum kem- ur fram að loks hafi tekist að afhjúpa megrunarleyndarmál Britneyjar en talsmenn hennar segja möguleika á að hún fari í mál verði herferðinni ekki hætt. Margir eru hins vegar gramir út í Britney vegna sambands hennar við dansarann Colombus Short sem er giftur söngkonunni Brandi en hún ber einmitt með barn hans undir belti … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.