Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna mistaka við vinnslu blaðsins föstu- daginn 10. október varð eftirfarandi ljóð viðskila við greinina. Við biðjum aðstand- endur velvirðingar á mistökunum og birtum greinina aftur. HALLBJÖRN EÐVARÐ ODDSSON ✝ Hallbjörn EðvarðOddsson fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 8. apríl 1921. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund 4. október síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 10. október. Langt, langt í fjarska, handan tíma og rúms býr friður líkur vatnsborði ósnertu af gárum vindsins, þar er óskaland mitt þangað vil ég komast. (Jóhann G. Jóhannsson.) Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund. Við vilj- um þakka þér allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér. Sorgin er þungbær en mestur verður söknuðurinn hjá ömmu. Við skulum hugsa vel um hana fyrir þig. Við eigum dýrmætar minningar um þig, besta afa í heimi sem við munum geyma í hjörtum okkar. Dagný Ósk og Pétur. ✝ Hallberg Krist-insson fæddist á Stokkseyri 17. apríl 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristinn Júní- usson frá Rútsstöð- um í Gaulverjabæ og Margrét Guðnadóttir frá Stokkseyri. Systkini Hallbergs eru Vilhelmína Guð- rún, f. 30. júlí 1927 (sammæðra) og Vil- borg Fríða, f. 9. ágúst 1936, og Júníus Kristinn, 12. feb. 1944, d. 7. jan. 1983. Hallberg kvæntist 28. febrúar 1959 Áslaugu Ólafsdóttur frá Eyr- arbakka, f. 9. febrúar 1941. Börn þeirra eru: 1) Margrét Dagbjört, f. 7. apríl 1958, d. 17 júlí. 1977. 2) Jó- hanna Björk, f. 19. feb. 1962. Börn hennar og Guðlaugs Albertssonar eru Margrét Dagbjört, f. 10. apríl 1986, Albert Þórir, f. 19. feb. 1990, og Bjarki Snær, f. 17. sept. 1997. Jó- hanna og Guðlaugur skildu. 3) Ólöf Ingi- björg, f. 28. ágúst 1963, maki Jóhann Garðarsson. Börn þeirra eru: Guð- mundur Njáll, f. 10. mars 1980, dóttir hans er Dagbjört Lind, f. 12. maí 1998, Áslaug Karen, f. 29. júní 1988, Viktor Örn, f. 25. júní 1991, og Hilmar Orri, f. 19. júní 1997. 4) Hafþór Kristinn, f. 30. ágúst 1968. Maki Viktoría Ottósdóttir, börn þeirra eru Guðrún Alda, f. 20. ágúst 1986, dóttir hennar er Ásdís Mar- ie, f. 28. ágúst 2003, Róbert Þór, f. 30. maí 1988, og Jóhann Ingi, f. 22. nóv. 1991. Hallberg og Áslaug skildu. Einnig átti Hallberg son- inn Gunnar Þór, f. 14. okt. 1962. Útför Hallbergs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku pabbi, guð varðveiti sálu þína. Hvíl í friði. Þín dóttir Jóhanna Björk. Við viljum kveðja afa okkar með þessum ljóðlínum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku afi, við munum alltaf sakna þín. Þín afabörn, Margrét Dagbjört, Albert Þórir og Bjarki Snær. HALLBERG KRISTINSSON Hún Sveinveig á Hól er látin. Saga systranna á Hól og móður minnar Arnþrúðar var mjög samtvinnuð á árum áð- ur. Þær fæddust allar á Vopnafirði, Sveinveig 1915 og hinar 1916. Svein- veig og Fanný fluttust til Seyðisfjarð- ar árið 1923 og móðir mín árið eftir. Náin vinátta var alltaf á milli þeirra. Þegar ég var að alast upp kenndi Sveinveig stúlkum handavinnu ásamt því að vinna í kaupfélaginu sem þá hét Kaupfélag Austfjarða og stóð á bakka lónsins rétt fyrir neðan Tungu. Kaup- félagið var draumaveröld okkar krakkanna. Þar var allt sem hugurinn girntist en ekki fékkst nema kannski á jólum. Þarna réð hún ríkjum, þessi litla, glaðværa kona í afgreiðslusloppn- um. Á þessum árum var fastur liður að fara í jólaboð inn á Hól. Ég man hátíð- legt andrúmsloft, ljúffengt bakkelsi og okkur Bubbu dóttur hennar að leika að jólagjöfum á gólfinu. Og svo komu þau til okkar um næstu jól. Sigurður gamli var orðinn aldraður ekkjumað- ur. Hann bjó hjá þeim Sveinveigu og Úlfi, manni hennar Ingólfssyni. Fanný bjó þar líka. Ég held reyndar að Fanný hafi verið ein besta vinkona mömmu. Man eftir þeim sitjandi í eld- húsinu með kaffi og rettu, ræðandi mál sem maður fékk hreint ekki að hlusta á. Fanný var tíður gestur í Tungu. Eftir að móðir mín lést 1964 slitnaði þetta nána samband milli bæjanna. Úlfur söng áfram tenór hjá pabba sem stundum fór í heimsókn inn á Hól. En ég kom þar varla, fór að heiman í skóla nokkrum árum síðar og rækti gamlan vinskap illa í mörg ár. Á seinni árum, þegar ég hafði mannast eitthvað og fór að koma aftur heim á Seyðisfjörð, heimsótti ég Sveinveigu og Úlf alltaf. Fanný lést 1983 og þau voru bara tvö eftir á Múlaveginum þar sem þau höfðu reist sér hús. Alltaf var gaman að hitta Svein- veigu. Hún var orðin nokkuð öldruð en SVEINVEIG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sveinveig Sig-urðardóttir fæddist 6. júlí 1915 á Hrappsstöðum í Vopnafirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 26. septem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seyðisfjarð- arkirkju 4. október. tók manni tveim hönd- um og leiddi til stofu, að spjalla saman, drekka kaffi, hafa kökur og rifja upp gamla tíma. Mér er sérlega minnisstæð ein heimsókn þegar ég og Kristín systir mín vor- um á ferð með dætur okkar þrjár. Þá settu þær upp leikrit úti í garði á Múlaveginum. Við systkinin sátum í stofu með þeim hjónum allt kvöldið eftir steik og ís en dæturnar sömdu og æfðu bjart júníkveld- ið. Á slaginu tólf á miðnætti settumst við öll út í garð og horfðum á leikrit í seyðfirskri sumarblíðu. Þá var Svein- veigu skemmt enda hrein óskastund. Ég heyrði á Úlfi þegar ég talaði við hann í sumar að útlitið væri slæmt. Sveinveig var orðin 88 ára og hennar tími kominn. En hún lifði bæði vel og lengi eins og segir í ævintýrunum. Hún var heilsteypt og lífsglöð kona og mestan partinn heilsuhraust. Nú eru þær komnar saman aftur, móðir mín og þær systur. Sveinveig fór síðust. Blessuð sé minning systranna á Hól. Úlfi, Bubbu og barnabörnum votta ég samúð mína. Ingólfur Steinsson. Elsku amma. Ég trúi því varla að þú sért farin. Þú sem varst alltaf hjá mér, alveg frá því ég fæddist. Þú varst alveg ekta amma, alltaf tilbúin til að gera allt fyrir okkur systkinin. Oft komum við systurnar í hádegismat til ykkar afa og alltaf var heitur matur hjá þér og grautur á eft- ir, þó svo að þú ynnir sjálf úti og kæm- ir aðeins heim í hádeginu. Alltaf var líka passað upp á að maður ætti prjón- aða ullarsokka og vettlinga og ekki var lengi verið að stoppa í götin þegar þau komu. Þú varst ótrúlega dugleg kona, skemmtileg og ákveðin, þú varst hreinskilin, sagðir það sem þér fannst. Ég man þú sagðir oft við mig að þú værir orðin það gömul að þér væri al- veg sama hvað fólki fyndist. Oftast þegar ég kom á Múlann þá var spilað, ef við vorum tvær þá spil- uðum við annað hvort kasínu eða rommý, en þegar afi var með þá spil- uðum við manna og yfirleitt vann afi okkur. Það er ekki hægt annað en að minn- ast á jólin þegar ég hugsa um þig amma, því að þau voru einstök. Ég held að ég hafi bara misst af 4 jólum með ykkur afa. Alltaf voru aspassúpa og rjúpur. Þegar við systkinin vorum lítil kunnum við ekki alveg að meta þessar blessuðu rjúpur, en því var bjargað með því að elda kjúkling, hangikjöt eða eitthvað annað sem okkur langaði í. Svo var vaskað upp og við Kolla og seinna Böðvar biðum spennt eftir því að opna pakkana. Við fengum nú reyndar alltaf að opna einn pakka meðan við biðum. Þetta verða alltaf bestu jólin. Jólin 1997 eru mér sérstaklega minnistæð því þá vorum við Ýmir ein með ykkur afa og þá voru líka rjúpur en þau vissu að Ýmir væri ekkert sérstaklega hrifinn af rjúpum svo þau höfðu líka hangi- kjöt. Svona voru þau alltaf bæði tvö, alltaf að passa að öllum liði vel og að allir væru ánægðir. Ég man líka eftir því að þegar við vorum veik þá feng- um við alltaf smá gjafir, litabók, púsl o.fl. svo að okkur leiddist ekki eins mikið. En það er ekki hægt að tala um ömmu nema að minnast á afa líka því að þau voru svo samrýnd, það var svo gaman að hlusta á þau, smá kítandi en maður sá alveg hvað þau elskuðu hvort annað mikið og hugsuðu vel um hvort annað og eftir að amma varð lé- legri, hvað afi hugsaði vel um hana, las fyrir hana og þegar þau fóru í morg- ungönguna leiðandi hvort annað. Árið 2001 eignuðumst við Ýmir strák og amma var auðvitað montin með lang- ömmubarnið sitt eins og hin tvö. Svo komum við austur í mars 2002 til að láta skíra hann. Ég gleymi aldrei þeg- ar ég sagði henni hvað hann átti að heita, hún var nú ekki hrifin. Þetta var ekki einu sinni nafn, ég ætti frekar að láta hann heita Jónas Pétur eftir öfum sínum og alltaf þegar ég hitti hana eft- ir þetta þá spurði hún hvort hann héti virkilega ennþá Jason. Ég var aldrei sár yfir þessu því hún sagði þetta á svo skemmtilegan hátt og þá mundi hún líka alltaf eftir honum. Ég var svo ánægð eitt kvöldið sem ég kom í sumar, þá varstu komin á spítalann og þú sast og horfðir á frétt- irnar með hinum konunum og við byrj- uðum að tala saman og þú spurðir eftir afa og þá kom hann akkúrat og rak okkur frá sjónvarpinu því að það gat enginn hlustað á fréttir fyrir látunum í okkur. Við hlýddum auðvitað og færð- um okkur frá sjónvarpinu og tókum einn slag, einn manna og það var líka síðasta spilið sem við spiluðum. Elsku amma, þú skilur eftir þig stórt skarð, sem erfitt verður að fylla, en ég veit að þú verður alltaf með okk- ur öllum og ég má bara þakka fyrir að hafa haft þig svona lengi. Ástarkveðja frá Ými og Jasoni Ými. Hjördís. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Þessar línur Bólu Hjálmars fóru í gegnum huga minn þegar ég frétti að vinkona mín Sveinveig væri dáin. Mig langar til þess að minnast hennar í ör- fáum orðum. Frá því að ég man eftir mér voru heimsóknir inn á Hól hluti af tilveru okkar í Tungu. Þar bjuggu Sveinveig og Fanný ásamt föður þeirra Sigurði sem þá var orðinn ekkjumaður. Þar var Úlfur sem átti ekkert skylt við úlf- inn í Rauðhettusögunni (það vissum við krakkarnir), stundum Regína sem mér fannst alltaf vera eins og kvik- myndastjarna og síðan bættist Bubba litla við. Á Hól var gott að koma. Stof- urnar litlar en hlýjar og ég finn enn kaffiilminn í loftinu. Fjölskyldan var vinafólk afa og ömmu frá Vopnafirði og systurnar Fanný og Sveinveig vin- konur móður minnar. Umræðuefni skorti aldrei og mikið var hlegið. Nú eru þær allar farnar vinkonurnar, fyrst mamma, þá Fanný og nú langsíð- ust Sveinveig. En ég ætla að trúa því að þær hlæi í öðrum stað. Seinna fluttu Sveinveig og Úlfur í nýtt hús á Múlavegi. Þar var ekki síð- ur gott að koma. Ýmist fyllti ég húsið af börnum eða settist ein í eldhúshorn- ið með Sveinveigu. Og svo létum við dæluna ganga. Alltaf voru móttökurn- ar jafn hlýjar. Einu sinni var ég ekki nógu fljót að skila mér í heimsókn en var á flakki um Seyðisfjörð. Þegar Sveinveig frétti af því fóru hún og Úlf- ur út að leita að mér. Það þótti mér vænt um. Tryggð góðra vina er dýr- mæt og á hana fellur ekki skuggi. Í júlílok kom ég til Sveinveigar í síð- asta sinn. Þá lá hún á sjúkrahúsinu og var ósköp ólík sjálfri sér. Hún var orð- in svo grönn, eins og hún hefði öll gengið saman. Hún mókti en þegar ég stóð upp til þess að fara opnaði hún augun og sagði: „Þú kemur fljótt aft- ur.“ Og mér fannst gamla glampanum bregða fyrir í augunum. En ég kom ekki nógu fljótt austur aftur og nú er hún farin. Bráðum verða bara fjöllin eftir. Ég votta Úlfi, Bubbu, Regínu og öðrum venslamönnum samúð mína. Blessuð veri minning Sveinveigar. Kristín Steinsdóttir. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Þegar maður hefur átt mikið þá hefur maður misst mikið. Brynjar bróðir minn er burt BRYNJAR GUÐ- BJÖRN ÍVARSSON ✝ Brynjar Guð-björn Ívarsson fæddist á Hellissandi 8. júlí 1932. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 25. september og var útför hans gerð frá Fella- og Hólakirkju 6. október. kvaddur af þessari jörð. Hans tími var kominn þótt mér finn- ist það of fljótt. Minn- ingarnar hrannast upp, lítill fallegur drengur með liðað hár og ljúfan svip. Fjórtán ára gamall var hann sendur á sjóinn og varð að sjá fyrir sjálf- um sér, það setti svip á hans líf. Ég man þegar ég var nýgift með tvö börn, þá kom hann í heimsókn til mín eftir siglingu frá útlöndum þá 17 ára og færði mér og börnunum gjafir sem voru sér- stakar. Hann gaf mér gólfvasa, telpunni minni kanínupels, sem hún elskaði, og drengnum mínum skip, sem var alveg sérstakt en það bar nafnið Arnold. Við hjónin vor- um svo hrifin af nafninu að við skírðum son okkar Arnald. Brynjar gaf ekki bara góðar gjafir, hann gaf líka af sér góðvild og falleg orð. Hann gat sagt við mann „mikið lít- ur þú vel út“ eða „en hvað þessi föt klæða þig vel“, slík orð yljuðu manni oft um hjartarætur. Ævi bróður míns var bæði stormasöm og ljúf, en hann var svo ljúfur að stormurinn náði ekki tök- um á honum. Hann barðist við storminn og sigraði. Lán hans í líf- inu var að eignast góða konu sem stóð með honum og studdi hann í ólgusjó. Það var stórkostlegt að sjá hvað þau nutu lífsins saman síðari hluta ævinnar, bæði með börnum sínum og í einkalífinu. Elsku Brynjar, þakka þér fyrir gönguna í gegnum lífið og allt sem þú kenndir mér. Doja mín, þú hef- ur misst mikið, en þú átt þinn þátt í ykkar gæfu, það er mikils virði. Ég bið almættið að gefa þér og fjöl- skyldu ykkar styrk til að standast þetta álag. Björg Ívarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.