Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 21
✝ Magnús Ög-mundsson fædd-
ist á Syðri-Reykjum í
Biskupstungum 25.
maí 1908. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli í Reykja-
vík, 3. október síð-
astliðinn. Foreldrar
Magnúsar voru Ög-
mundur Guðmunds-
son bóndi á Syðri-
Reykjum, f. 14.10.
1865, d 7.4. 1948, og
Ragnheiður Gríms-
dóttir, f. 24.4. 1872,
d. 24.8. 1936. Systk-
ini Magnúsar eru Guðmundur, f.
16.8. 1902, d. 9.6. 1946, Kristín, f.
24.9. 1904, d. 24.6. 1990, Grímur, f.
3.9. 1906, d. 1.7. 1991, og Sigríður,
f. 2.6. 1911, d 29.11. 1988.
Magnús kvæntist 11. maí 1940
Kristínu Ágústu Ágústsdóttur frá
Vonarlandi í Reykjavík, f. 7. 1.
1914. Foreldrar hennar voru Frið-
rik Ágúst Pálmason, f. 27.12. 1880,
d. 31.1. 1942, og Sigríður Jónsdótt-
ir, f. 9.4. 1886, d. 5.5. 1969. Synir
Magnúsar og Kristínar eru þrír og
fyrir átti Kristín einn son, þeir eru:
1) Garðar Gíslason, lögregluþjónn
geirsdóttir, f. 7.5. 1953, þau eiga
tvö börn og fyrir átti Hulda eina
dóttur. Þau eru: Kolbrún Jónsdótt-
ir, f. 1.3.1970, hún á hún tvö börn,
Magnús Ágúst Sigurðsson, f.
28.10. 1972, kona hans er Jill
Anette Syrstad og þau eiga son en
Magnús á dóttur fyrir og Eva
Dögg Sigurðardóttir, f. 27.7. 1978.
4) Hjalti Magnússon endurskoð-
andi, f. 17.11. 1951, kona hans er
Jónína Þorbjörnsdóttir, f. 22.8.
1952. Þau eiga tvö börn og fyrir
átti Jónína eina dóttur. Þau eru:
Ingibjörg Gunnþórsdóttir, f.
18.7.1974, hún á tvo syni, Ívar
Hjaltason, f. 5.10. 1988 og Kristín
Laufey Hjaltadóttir, f. 14.10. 1991.
Magnús ólst upp á Syðri-Reykj-
um og starfaði við alla almenna
sveitavinnu og garðyrkjustörf.
Þau Magnús og Kristín gengu í
hjónaband 1940 og fluttu síðan til
Hafnarfjarðar 1941. Magnús hóf
þá störf hjá Raftækjaverksmiðj-
unni Rafha hf og vann þar til árs-
ins 1965. Þá hóf hann störf við
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, sem
gangavörður til ársins 1981. Öll
sín ár í Hafnarfirði stundaði Magn-
ús garðrækt. Árið 1983 flutti þau
til Reykjavíkur og bjuggu frá
árinu 1988 að Grandavegi 47, þar
til þau fluttu á Skjól í ársbyrjun
2002.
Útför Magnúsar verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
afthöfnin klukkan 15.
í Hafnarfirði, f. 18.11.
1934, kona hans er
Margrét Bjarnadóttir,
f. 6.6. 1935, þau eiga
eina dóttur, Kristínu
Þóru, f. 31.5. 1957,
maður hennar er Eyj-
ólfur Valgarðsson og
eiga þau einn son. 2)
Ögmundur Ragnar
Magnússon, skipstjóri
í Reykjavík, f. 3.6.
1941, kona hans er
Dóra Garðarsdóttir, f.
5.6. 1942. Þau eiga 5
börn, þau eru: a) Jón
Garðar, f. 7.2. 1963,
kona hans er Krístín Jóhannes-
dóttir, f. 9.3. 1963 og eiga þau tvær
dætur, b) Ína Kolbrún, f. 14.7.
1966, maður hennar er Kári Indr-
iðason, f. 12.12.1961, og eiga þau
tvo syni, c) Magnús, f. 24.7. 1967,
kona hans er Björk Therberg
Georgsdóttir, f. 9.2. 1967, og eiga
þau tvo syni, d) Guðrún, f. 12.8.
1972, maður hennar er Ólafur Páll
Gunnarsson, f. 31.10. 1968, þau
eiga einn son og e) Kristín Ágústa,
f. 4.1. 1978. 3) Sigurður Ágúst
Magnússon, prentsmiður, f. 27.6.
1950, kona hans er Hulda Frið-
Elsku Magnús, við þökkum þér
fyrir árin sem við áttum saman og
við vitum að þú ert kominn á stað
þar sem þér líður vel og þín bíða ný
verkefni.
Vafalaust munt þú áfram fylgjast
með fólkinu þínu og vaka yfir velferð
þess. Að leiðarlokum viljum við
kveðja ástkæran tengdaföður og
afa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem.)
Hulda Friðgeirsdóttir,
Eva Dögg Sigurðardóttir.
Fyrstu minningarnar um afa eru í
Háukinninni í Hafnarfirði, þá fjög-
urra og fimm ára gömul, en þar
bjuggu afi og amma á miklu mynd-
arheimili. Á þessum árum var afi
húsvörður í Öldutúnsskóla og þar
var hann aldrei kallaður neitt annað
af krökkunum en afi, enda vinsæll
þeirra á meðal. Hann var duglegur,
vandvirkur og vinnusamur og langt
fram á áttræðisaldur var hann með
stóran kartöflu- og grænmetisgarð.
Við fengum stundum að hjálpa til og
oft seldum við fyrir hann afurðirnar
og var eftirspurnin miklu meiri en
framboðið því þetta var hin besta
vara.
Þegar afi og amma voru komin á
miðjan aldur byrjuðu þau að ferðast
og ferðuðust á 30 ára tímabili um all-
an heim. Þetta var hans helsta
áhugamál, ásamt bóklestri, enda var
hann mjög fróður maður og afburða
minnugur. Afi hafði áhuga á tónlist,
hann spilaði á orgel og píanó og var
mikill málverkasafnari.
Afi og amma brugðu búi um ára-
mótin 2002 og þá var afi tæplega 94
ára, líkaminn farinn að gefa sig en
minnið hvergi. Heimili afa og ömmu
var margrómað fyrir myndarskap
og höfðinglegar veitingar og stóð
öllum opið, þangað var gott að
koma. Ævikvöldið var langt, nú er
hvíldin komin.
Elsku afi, hvíl þú í friði.
Magnús og Ína.
MAGNÚS
ÖGMUNDSSON
Elskuleg móðursystir mín, Agla,
eða Agla tanta eins og hún vildi alltaf
að ég kallaði sig, skipaði stóran sess
hjá okkur og reyndar hjá svo miklu
fleirum. Við byrjuðum að skrifast
reglulega á þegar ég var 12–13 ára
og ástæðan var sú að ég skammaðist
mín fyrir að mamma skyldi ekki
skrifa henni reglulega, því Agla
tanta var dugleg að skrifa bréf.
Þurfti ég að kvitta undir Helga
„litla“ með gæsalöppum.
AGLA B.
JACOBSEN
✝ Agla BrynhildurJacobsen fæddist
í Reykjavík 13. októ-
ber 1910. Hún lést í
Seattle í Bandaríkj-
unum 21. febrúar
síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Sigríðar
Zoega Jacobsen, f.
1885, d. 1929 og
Knud Egils Jacobsen
f. 1880, d. 1926.
Agla giftist Oddi
Guðfinni Guðmunds-
syni en þau skildu.
Sonur þeirra er Guð-
mundur Egill Oddsson Jacobsen,
f. 1935, kvæntur Sally Jacobsen, f.
1940. Sonur þeirra er Eric Jacob-
sen, f. 1965, kvæntur Lisu og eiga
þau þrjár dætur, Megan Anne,
Sarah Nicole og Emily. Þau eru
öll búsett í Seattle.
Útför Öglu var gerð í Seattle.
Hún Agla hefði vilj-
að heyra miklu meira
frá okkur öllum. Því
hana þyrsti í að fylgj-
ast með lífinu á Íslandi,
öllu sem gerðist hjá
fjölskyldunni, og vin-
um. Hún mundi eftir
öllum merkisdögum í
lífi okkar, stórum og
smáum, afmælisdög-
um, brúðkaupsafmæl-
um, að ógleymdum
jólakortum og páska-
kortum. Agla var ein-
stök. Ég veit fyrir víst
að hún sendi mörgum,
afar mörgum, afmæliskort, jólakort
og öll þessi kort, og hélt yfir það bók
því engum mátti gleyma.
Eftir að mamma dó, tók hún tanta
mín upp á því að hringja í okkur á að-
fangadag, vildi vita hvort við værum
að borða rjúpur og möndlugraut,
eitthvað sem hún þekkti og saknaði.
Og hún þurfti að eiga orð við okkur
öll, annað dugði ekki. Við vorum far-
in að passa að byrja ekki á borðhald-
inu fyrr en eftir símtalið, því það gat
orðið langt. Eða eins og Agla tanta
sagði stundum „well anyway, það
eru nú bara jól einu sinni á ári“.
Ég hitti Öglu töntu tvisvar, og
man ekki fyrra skiptið sökum aldurs,
en á myndir frá því. Seinna skiptið
man ég vel. Henni fannst gaman að
spjalla og oftar en ekki þá talaði hún
við sjálfa sig ef enginn var til að
hlusta eða hún gleymdi sér. Hugsa
ég að það hafi hún gert vegna þess að
hún bjó ein og hvað er betra en að
hugsa upphátt og tala við sjálfan sig
þegar við erum ein með sjálfum okk-
ur? Þetta er kannski í blóðinu, því ég
kannast við þetta.
Allt vildi hún gera fyrir aðra, en ég
veit ekki hvort henni þótti eins gott
að þiggja frá öðrum. Hún sendi jóla-
gjafir en varð hálf hvumsa þegar við
sendum henni eitthvert smáræði og
viðkvæðið var alltaf að allt kostar svo
mikið heima á Íslandi en kostar eig-
inlega ekki neitt í henni stóru Am-
eríku. Vantar þig eitthvað, ástin?
spurði hún oft, láttu mig vita – hér
kostar það ekkert ...
Ég sakna hennar og ég veit að ég
er ekki ein um það, það eru víst
miklu, miklu fleiri en mig grunar. –
Oft sendi ég afmæliskortið hennar
aðeins of seint af stað, á meðan hún
var alltaf eins og klukka – jú, fyrir
kom að frídagar hér heima settu
strik í reikninginn, en kortin komu.
Nú er þetta fyrsta árið sem engin
kort koma, engin kort hvort sem það
er afmæli, páskar, brúðkaupsdagur
eða jól og við hvern sérstakan dag
hjá okkur þá er leitar hugurinn til
hennar.
Og nú að síðustu sendi ég henni
kveðju í tilefni afmælisdagsins.
Á stórafmælum hennar, impraði
ég stundum á hvort við ættum ekki
að setja mynd í Morgunblaðið, en
það vildi hún ekki. Hún myndi lík-
lega brosa aðeins að þessari grein og
skilja að þetta er okkar leið að
kveðja hana. Jafnvel með þessum
fáu orðum fyndist henni ég hafa sagt
of mikið. Blessuð sé minning hennar.
Helga „litla“.
✝ Ásdís María Mog-ensen fæddist á
Akureyri 9. mars
1918. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans á Landakoti 6.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Pétur Haf-
steinn Ásgrímsson, f.
27.6. 1890, d. 19.12.
1950 og Margrét Ólöf
Guðlaugsdóttir, f.
21.4. 1893, d. 21.5.
1927. Systkini Ásdís-
ar eru: 1) Guðlaugur
Pétursson, f. 15.12.
1913, d. 11.5. 1987, 2) Hanna Mar-
grét Pétursdóttir
Rafnar, f. 20.12.
1914, d. 2. 9. 1988, og
3) Karólína Péturs-
dóttir, f. 17.11. 1919.
Ásdís giftist 17.12.
1940 Axel Henning
Mogensen, f. á Seyð-
isfirði 27.2. 1913, d.
13.6. 1968. Dætur
Ásdísar og Axels eru
Guðrún Ingeborg
Mogensen og Karen
Margrét Mogensen.
Barnabörnin eru
þrettán.
Útför Ásdísar fór
fram í kyrrþey 11. september.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þegar komið er að kveðjustund vil
ég með nokkrum orðum minnast henn-
ar ömmu minnar.
Þegar ég sat hjá ömmu á spítalanum
síðustu dagana sem hún lifði, þá byrj-
aði ég að sakna hennar. Þessi söknuður
hefur aukist, en þó gleðst ég yfir því að
hún hefur fengið líkn og ég veit að það
hefur verið tekið vel á móti henni. Ég
minnist liðinna stunda, allt frá því að ég
var lítil stelpa og fram á þennan dag.
Amma hefur skipað stóran sess í til-
veru minni alla tíð. Móðurfjölskylda
mín er ekki stór og hittumst við
löngum hjá ömmu. Þegar ég varð eldri
breyttist samband okkar ömmu, við
urðum vinkonur. Ömmur eru hafsjór
af minningum og þeim deildi amma
með mér. Sögum frá því hún var ung,
frá uppvexti sínum og systkina sinna,
frá afa sem dó árið 1968 og ég man svo
lítið eftir, frá mömmu og Kæju frænku
þegar þær voru litlar og frá bernskuár-
um mínum. Þessar minningar eru mér
dýrmætar. Ég sat hjá ömmu löngum
stundum, drakk allt of mikið kaffi og
við spjölluðum um daginn og veginn.
Oftast nær vorum við sammála, en þó
ekki þegar kom að stjórnmálum og
gátum við þá þráttað, báðar vissar í
okkar sök. Amma fylgdist vel með
fréttum og öllum íþróttaviðburðum allt
fram á síðasta dag. Það átti ekki við
hana að eldast og var hún ung í anda.
Var hún ágætlega hraust allt fram á
síðasta ár sem var henni erfitt, reynd-
ust þá dæturnar Guðrún og Karen
henni vel.
Amma bjó í Lönguhlíð síðustu tvö
árin sem hún lifði, þar leið henni vel og
á starfsfólk þar, svo og starfsfólk
Heimahlynningar Krabbameinsfélags-
ins og Líknardeildarinnar á Landakoti,
miklar þakkir skildar fyrir þá umönn-
un sem henni var veitt. Það gleður
hjarta mitt að amma þjáist ekki lengur,
hún dó á friðsælan hátt umkringd fjöl-
skyldu sinni.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Jónsdóttir.
Á tíma eins og þessum koma minn-
ingarnar streymandi upp í hugann. Ég
minnist helst þess tíma þegar við
bjuggum í sama húsi í Bogahlíðinni, ég
nýlega orðin ófrísk að frumburðinum
og valdi það að leigja íbúð í sama stiga-
gangi og þú. Eftir að Karen Margrét
fæddist eyddum við miklum tíma hjá
þér og ég og þú urðum miklar vinkon-
ur og töluðum um hluti sem ég veit að
þú talaðir ekki um við neinn annan. Á
milli okkar ríkti mikill trúnaður sem
skiptir mig svo miklu máli í dag. Ekki
leiddist okkur heldur að slúðra saman.
Það sem við gátum hneykslast á hinum
og þessum og fengið þvílík hlátursköst
yfir einhverju öðru. Fyrir utan fé-
lagsskap okkar af hvor annarri eru viss
atriði sem voru ómissandi hluti af
heimsóknunum, t.d. ískalt kók, ísblóm,
mackintosh molar og síðast en ekki síst
Séð og heyrt blöð.
Mér finnst enn svo óraunverulegt að
þú skulir vera búin að kveðja þennan
heim, ég sakna þín svo mikið. En þessi
ömurlegu veikindi báru þig endanlega
ofurliði og þú fékkst hvíldina sem ég
veit að þú vildir þessa síðustu dagana.
Ég veit að foreldrar þínir og Axel mað-
urinn þinn (afi) hafa tekið á móti þér
opnum örmum. Ég veit líka að þú munt
vaka yfir okkur öllum og fylgjast með
okkur. Guð geymi þig, elsku amma
mín, minningarnar um vinskap okkar
munu lifa með mér alltaf. Sjáumst síð-
ar.
Þín,
Friðrika.
ÁSDÍS MARÍA
MOGENSEN
Jæja, Hildur María,
ég get ekki annað en
minnst þín núna þar
sem afmælisdagurinn
þinn er í dag. Það er
bara svo sárt að hugsa til þess að þú
sért dáin og svoleiðis verður það um
ókomna tíð.
Mig langar bara svo mikið til að
þakka þér fyrir þær stundir sem við
áttum saman, ég var nú svo heppin að
fá að passa þig annað slagið, á meðan
ég bjó ennþá í Reykjavík, og þá höfð-
HILDUR MARÍA
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Hildur MaríaBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. október 1995.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 2. maí síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju
12. maí.
um við það nú gott sam-
an. Ég fékk nú líka að
verða þess heiðurs að-
njótandi að vera guð-
móðir þín og því mun ég
aldrei gleyma. Á barna-
deildina heimsótti ég þig
nú líka oft þar sem þú
þurftir nú að heyja
marga baráttuna fyrir
heilsu þinni. Í þeim bar-
áttum sem og öðrum
varstu alveg svakalega
heppin að eiga þá for-
eldra sem þú áttir, því
að þau eru hreinlega
það ótrúlegasta fólk sem
ég veit um, þau eru bara frábær og
gerðu að sjálfsögðu allt sem í þeirra
valdi stóð til að þér liði sem best.
Elsku Hildur María, ég sakna þín
mikið, vonandi áttu góðan afmælisdag
á þínum nýja stað.
Kærar kveðjur,
Berglind.