Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 29
m 29 Það gerist ekki af sjálfu sér að halda úti vinsælum sjónvarpsþætti og sinna ýms- um verkefnum þess utan og dagurinn líður því hratt hjá Völu Matt., arkitekt og dagskrárgerðarkonu. Inn á milli gefst þó stund til að setjast niður og bragða á einhverju ljúffengu sem fær mann til að gleyma öllu áreiti eitt augnablik. Okkur langaði til að forvitnast um hvaða desert Vala Matt tæki fram yfir aðra – og hver hefði verið uppáhaldseftirmaturinn hennar þegar hún var barn? Vala segir að mamma sín hafi verið listakokkur og hún gæti talið upp margt, en þegar hún hugs- ar sig dálítið um, segir hún að jólafrómas- inn hennar mömmu sé enn þann dag í dag einn af hennar uppáhaldsdesertum. Og ekki bara vegna þess hvað hann var bragðgóður heldur líka hvernig hann var búinn til og var ómissandi hluti af jólahald- inu. Fjölskyldan var stór, systkinin sex auk foreldranna, og því dugði enginn smá- skammtur heldur var ísinn búinn til í stórum bala með tilþrifum: „Og þetta voru jólin – þessi stemmning þegar mamma og pabbi voru saman að búa hann til – hún að stjórna náttúrulega og hann að hjálpa til – með frómasinn í þessum stóra bala,“ segir Vala og hlær við. Þá var jólastemmningin komin í húsið. Vala segir að hún sjálf sé hinsvegar alveg andstæða móður sinnar hvað húslegheitin snertir og standi ekki í stórræðum fyrir matarboðin að búa til heimalagaðan frómas. „Það má eiginlega segja að ég hafi verið mjög lítið húsleg undanfarin ár, mikið sem hefur verið að gerast og margt í gangi þannig að heimilið hefur minnt svolítið meira á stoppustöð heldur en annað“. Sumir finni hvíld í því að fara í eldhúsið og búa til mat og noti það eins og slökunaraðferð, en hún sé ekki sú manngerð. Hún gerir samt miklar kröfur um að sá matur sem hún borðar sé úr góðu hráefni. Veitingastaðurinn Á næstu grösum er einn af hennar uppáhaldsstöðum og hentar henni vel, þar sem hún hefur að mestu verið grænmetisæta undanfarin ár. „Hér er hráefnið líka að svo miklu leyti lífrænt ræktað,“ og það finnst í orkunni sem mat- urinn gefur henni; „mér finnst það svo ró- andi að borða þennan mat.“ „Og svo er það líka byggkakan hans Sæmundar – þar fann hann algjörlega það sem hentar mér, vegna þess að ég er ekki hrifin af dísætum kökum.“ Sætan í byggkökunni liggur í eplum, kókosmjólk, möndlum og dálitlu sýrópi, í staðinn fyrir sykurþyngsli. Í henni eru líka pressaðir hafrar og bygg sem draga nú ekki úr hollustunni og svo kór- óna hindberin bragðið. Sannarlega upp- byggjandi desert. En Vala viðurkennir fús- lega að hún njóti þess að fá sér stundum sneið af súkkulaðiköku hússins með og mælir óhikað með henni sömuleiðis. stund til slökunar Te xt i: St ei nu nn H ar al d sd ó tt ir Lj ó sm yn d : K ri st in n In g va rs so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.