Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 44
m 44 Hinrik Prins, eiginmaður Margrétar Þór- hildar Danadrottningar, er mikill ástríðu- kokkur og elskar að tala um mat. Prinsinn og Margrét borða yfirleitt keisarasúpu á veturna þegar þau búa í Amalienborg. Uppskriftina fékk prinsinn hjá japanska keisaranum sem ljúflega gaf honum upp- skriftina (sjáið þið fyrir ykkur umræðuna hjá þessum tveimur virðulegu mönnum). Hjónin bjóða oft tignum gestum þessa súpu og það er einmitt það sem þið eigið að gera, kæru lesendur. KEISARALEG SVEPPASÚPA F. 4 6 dl kjúklingasoð 4 egg 250 g sveppir, ýmsar gerðir 1 msk ólífuolía 4 dl kjúklingasoð ½ bolli af góðu þurru sérríi salt nýmalaður pipar basilika Ef súpan á að heppnast vel er best að búa til kjúklingasoð úr einum kjúklingi. Hrærið eggjunum saman við 6 dl af soði og krydd- ið með salti og pipar. Sigtið súpuna og hellið í fjórar eldfastar súpuskálar. Leggið súpuskálarnar í vatnsbað í 10 mínútur. Hreinsið sveppina og skerið niður og steik- ið í olíu stutta stund og kryddið með salti og pipar. Hitið nú afganginn af kjúklinga- soðinu. Setjið sveppina í súpuskálarnar og hellið soðinu yfir. Skreytið með basilíku og berið fram strax. Með þessari súpu er tilvalið að drekka Le chablis Premier cru vieille vingne. Það er eitthvað við það að fletta gömlum kokkabókum, ég fékk eina slíka frá ömmu Gauju fyrir mörgum árum sem nefnist „Prinsessornas Kokbok. Husmanskost och helgdagsmat“ frá árinu 1945. Inni í bókinni eru yndislegar ljósmyndir af krón- prinsessunum Mörtu frá Noregi, Margréti frá Danmörku og Astrid frá Hollandi. Þær eru allar með skuplur á höfði og með hvítar svuntur, eflaust ekki uppáhalds- fötin þeirra! Þessi bók var nú farin að safna ryki hjá mér en þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að elda upp úr henni. Ég setti mig í stellingar og bjóst við miklum veislumat en þá kom í ljós að þetta er bara heiðarleg og yndisleg kokkabók. Ég valdi af handahófi þrjá rétti, forrétt, aðalrétt og eftirrétt, og þá er bara að skella sér í prinsessufötin (munið eftir skuplunni) og elda handa góðum gestum. Hafið í huga að sá sem býður vinum sínum í mat án þess að leggja hjarta sitt og sál í matseldina á alls ekki skilið að eiga vini. GRAFLAX F. 12 2 kg lax 2 msk gróft salt 1 tsk hvítur pipar 2 msk sykur handfylli af dilli Beinhreinsið laxaflökin, skolið og þerrið vel. Nuddið salti og pipar á flakið, leggið handfylli af dilli á álpappír og leggið flakið ofan á (snúið roðinu niður). Leggið dill ofan á fiskflakið og þrýstið vel niður. Pakkið vel inn og látið bíða í ísskáp yfir nótt. Berið fram með t.d. graflaxsósu (blandið saman olíu, vínediki, sykri, hvítum pipar, salti og frönsku sinnepi) og brauðstöngum sem búnar eru til úr smjördeigi. „Hefur þú borðað eitthvað gómsætt nýlega?“ Texti: Sigurlaug M. Jónasdóttir Ljósmyndir: Áslalug Snorradóttir ÞEGAR FRAKKAR HITTAST BYRJA ÞEIR EKKI Á ÞVÍ AÐ SPYRJA ÚT Í HEIMSMÁLIN HELDUR KEMUR ÞESSI SPURNING YFIR- LEITT FYRST: „HEFUR ÞÚ BORÐAÐ EITT- HVAÐ GÓMSÆTT NÝLEGA?“ HUMAR Á HRÍSGRJÓNABEÐI F. 6 1½ kg humar með eða án skeljar salt hvítur pipar 1 dl olía 2 msk smjör 2 skallottulaukar 4 dl hvítvín 3 msk koníak 3 tómatar hnífsoddur af cayennepipar Hrísgrjón: 3 dl hrísgrjón 2 litlir gulir laukar 3 msk smjör 7 ½ dl soð salt Byrjið á því að matbúa hrísgrjónin. Steikið laukinn í smjöri og svitið hann. Bætið hrís- grjónum út í ásamt vatni og sjóðið í tuttugu mínútur. Þá er að snúa sér að humrinum. Steikið laukinn í olíu og smjöri og saltið og piprið. Skerið niður tómatana og bætið út í lauk- inn. Látið malla stutta stund og bætið kon- íaki og hvítvíni út í ásamt humrinum, látið malla í stutta stund, en passið vel að of- sjóða ekki humarinn. Leggið hrísgrjónin á disk og humarinn þar ofan á. Hellið sósunni yfir og berið fram strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.